Morgunblaðið - 27.10.2017, Side 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2017
✝ Andrea Eir Sig-urfinnsdóttir
fæddist á Selfossi
25. júlí 2012. Hún
lést á Karolinska
sjúkrahúsinu í Sví-
þjóð 15. október
2017 eftir stutt
veikindi.
Foreldrar henn-
ar eru Guðrún Jóna
Borgarsdóttir, f.
4.11. 1977, og
Sigurfinnur Bjarkarsson, f.
11.3. 1975. Systkini Andreu
eru Bjarkar Þór, f. 14.11. 2001,
og Júlía Sól, f. 19.11. 2007.
Andrea Eir var nýflutt á Sel-
foss þegar hún lést, en fram að
því bjó hún á Tóftum í Stokks-
eyrarhreppi ásamt fjölskyldu
sinni.
Þó að hún væri
ung að árum fór
það ekki framhjá
neinum hvað hún
var dugleg í sveit-
inni, bæði í störf-
um úti sem inni.
Hún var
hjartahlý og átti
marga vini í leik-
skólanum Æsku-
koti á Stokkseyri
og í ágúst síðast-
liðnum byrjaði hún í leikskól-
anum Jötunheimum og var
fljót að eignast vini þar sem
henni þótti strax mjög vænt
um.
Útför Andreu Eirar fer fram
frá Selfosskirkju í dag, 27.
október 2017, og hefst athöfn-
in klukkan 13.30.
Elsku litla gullið okkar.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti, sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu.
Hafðu gát á hjarta mínu
halt mér fast í spori þínu,
að ég fari aldrei frá þér,
alltaf, Jesús, vertu hjá mér.
Um þig alltaf sál mín syngi
sérhvern dag, þó eitthvað þyngi.
Gef ég verði góða barnið,
geisli þinn á kalda hjarnið.
(Ásmundur Eiríksson)
Elsku hjartans Andrea Eir,
við munum alltaf elska þig og
aldrei gleyma þér. Megi allir
heimsins englar vaka yfir þér.
Mamma og pabbi.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti, sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu.
(Ásmundur Eiríksson)
Eftir erfiða baráttu á sjúkra-
húsi hér heima og í Svíþjóð mátti
Andrea Eir, elsku litla ljósið
okkar, lúta í lægra haldi fyrir
erfiðum veikindum. Við sitjum
eftir með allar góðu minningarn-
ar sem hjálpa okkur og ylja á
þessum erfiðu tímum.
Þegar hún kom í heimsókn fór
hún oft að sófaborðinu og kveikti
öll kertaljósin hennar ömmu
(sem hún amma á nóg af) og vildi
hafa kósí, litlir fætur trítluðu
með afa inn í búr að sækja suðu-
súkkulaði sem var í sérstöku
uppáhaldi, amma greip svo
gjarnan í tómt þegar til átti að
taka í baksturinn. Henni þótti nú
ekkert leiðinlegt að fá að hjálpa
henni ömmu að baka og fékk þá
að smakka aðeins á deiginu. Um-
hyggjan fyrir afa lýsti sér helst í
því að hjálpa honum í sokkana og
sjá til þess að buxnaskálmarnar
færu vel yfir skóna. Þá sótti hún í
að fá að gista hjá ömmu og afa og
kúrði þá oftast „á milli“, þegar
hún svo þurfti að fara heim þurfti
að knúsa okkur aftur og aftur.
Guð geymi þig, elsku litla ljós-
ið okkar. Elsku Gunna, Siffi,
Bjarkar Þór og Júlía Sól, Guð
veri með ykkur elskurnar.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Amma Andrea (Addý) og afi
Borgar (Boggi).
Elsku litla systir:
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Við söknum þín svo mikið,
elsku Andrea Eir. Guð geymi
þig.
Þín systkini,
Bjarkar Þór og Júlía Sól.
Mikið er sárt að kveðja elsku
fallegu frænku mína sem ég kall-
aði „litla barnið“. Andrea var
mjög dugleg og ákveðin ung
stúlka sem elskaði alla í kringum
sig og talaði svo fullorðinslega
við okkur. Í heimsóknum þínum
til okkar vildir þú fá blað til að
skrifa stafi á og sagðir að ég ætti
sama staf og Hjalti vinur þinn.
Mikið þótti mér vænt um þig. Við
Frikki fórum með þér og fjöl-
skyldu þinni til Flórída í nóvem-
ber 2016 og er margs að minnast
úr þeirri ferð sem ég geymi í
hjarta mínu.
Andrea var mikil bóndakona
og fannst gaman að fara í fjár-
húsið að hjálpa til og einnig hafði
hún ánægju af að eyða heilu dög-
unum í rófugarðinum ásamt fjöl-
skyldu sinni. Ákveðnar skoðanir
hafði hún á fatavali og var alltaf
svo flott og setti jafnvel á sig
varagloss.
Á einni viku breyt tist allt.
„Litla fallega barnið“ veiktist og
var lagt inn á barnaspítala
Hringsins og í framhaldinu flutt
með sjúkraflugi til Svíþjóðar.
Næstu dagar voru mjög erfiðir
og kvaddi Andrea okkur sunnu-
daginn 15. október.
Á kveðjustundu er sársaukinn
mikill og bið ég góðan Guð að
vaka yfir Gunnu, Siffa, Bjarkari,
Júlíu og fjölskyldu þeirra á þess-
um erfiða tíma.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni
(Sig. Jónsson)
Þín frænka,
Hulda Ósk Whalen.
Ekki eru nema fimm ár síðan
við systkinin eignuðumst yndis-
lega fallega frænku. Hárið á
henni var í fyrstu dökkt og mik-
ið. Síðar breyttist það í fallega
ljósa lokka. Hún var kærkomin
viðbót í barnahópinn í fjölskyld-
unni þar sem ég (Andrea stóra
frænka) hafði eignast dreng fjór-
um dögum fyrir fæðingu litlu
Andreu Eirar. Þau Patrekur Þór
urðu síðar góðir leikfélagar. Eft-
ir að Andrea Eir fluttist á Sel-
foss urðu þau einnig leikskóla-
systkini. Ekkert okkar er enn
búið að átta sig á að þessi fallega
frænka sé ekki lengur hjá okkur,
sorgin er þungbær og eftirsjáin
mikil.
Andrea Eir var yndisleg
stúlka, lífsglöð og elskuleg við
alla. Hún tók vel eftir því hvort
við frænkur hennar værum vel
snyrtar og í fallegum fötum. Hún
var þá óspör á hrósið, sagði okk-
ur oft hve henni þætti við fal-
legar og fínar. Hún var líka af-
skaplega blíð, góð og hjálpsöm.
Hún var alltaf til í að hjálpa til við
ýmislegt, svo sem að brjóta upp
þvott og taka saman dótið þegar
hún og frændur hennar höfðu
lokið við að leika sér. Oft þurfti
hún að hlaupa út í bíl þegar þeir
fóru frá henni af því að hún
gleymdi að knúsa þá, því hún
vildi alltaf kveðja alla með hlýju
faðmlagi. Ég (Karen) og kærast-
inn minn vorum svo heppin að fá
að passa hana í 10 daga núna í
haust. Fyrir það erum við af-
skaplega þakklát og er það ómet-
anlegt að eiga góðar minningar
um hana. Á afmæli Ingvars (kær-
asta Andreu) langaði hana mjög
að baka vöfflur handa honum,
þar sem henni var mjög í mun að
gleðja aðra.
Það er ótrúlega sárt að horfa á
eftir þessari yndislegu stelpu en
við erum þakklát fyrir allar ljúfu
minningarnar um hana. Patrekur
Þór og Hinrik Darri sakna góðu
frænku sinnar ósköp sárt.
Elsku Andrea Eir, við munum
alltaf elska þig og aldrei gleyma
þér. Megi allir góðir englar vaka
yfir þér.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Andrea Rún, Ingvar,
Patrekur og Hinrik,
Karen Thelma og Brynjar,
Axel Ingi og Einar.
Elsku Andrea Eir okkar. Það
er ekki hægt að lýsa því með orð-
um hvað við Nína frænka og Við-
ar söknum þín.
Það er svo stutt síðan frænka
fékk að taka á móti þér og setja
þig á brjóst hjá mömmu þinni þar
sem þú fékkst fyrsta sopann
þinn. Ömmu Nínu, eins og þú
sagðir oft, fannst hún hafa eign-
ast tvö barnabörn þarna með
fjögurra daga millibili þar sem
Andrea stóra frænka þín eignað-
ist Patrek 21. júlí og svo fæddist
þú 25. júlí. Ég fékk að vera við-
stödd fæðingu ykkar beggja. Það
komu mörg gleðitár þarna á eftir
þegar þið voruð komin í heiminn.
Ég var svo stolt eins og allir hinir
í fjölskyldunni.
Þú horfðir svo fallega á mig,
augun þín fallegu ljómuðu. Þér
þótti svo gaman að koma inn í
herbergið mitt að skoða allt
glingrið. Helst vildirðu nú fá að
máta allt. Varalitir og naglalökk
voru í miklu uppáhaldi hjá þér,
ástin mín. Þú horfðir svo oft lengi
á mig áður en þú baðst mig um að
lakka þig og auðvitað varstu
naglalökkuð. Þú varst líka svo
dugleg að bíða á meðan lakkið
var að þorna. Svo þurftirðu að fá
varalit og þá settir þú svo fal-
legan stút á litlu varirnar þínar.
Þú varst alltaf svo blíð og góð.
Það er svo stutt síðan þú komst
til mín á fjólubláa hlaupahjólinu
þínu. Þú varst alveg farin að rata
til ömmu Nínu eftir að þú fluttir á
Selfoss. Þú komst nú líka stund-
um á hjólinu þínu með mömmu
þinni og systkinum þínum. Við
ætluðum líka að kíkja í dýrabúð-
ina hans Axels frænda labbandi,
þú með Grímu þína og ég með
Aríu mína. Frænka á svo margar
yndislegar minningar um þig
sem hún geymir í hjarta sínu.
Þegar ég kom til þín á spít-
alann var frænkuhjartað mikið
aumt að sjá þig, fallega gullið
mitt, svona veika. Ég sagði þér
að Patrekur Þór, Hinrik Darri,
Karen, Brynjar, Andrea, Ingvar,
Axel, Einar og Viðar bæðu að
heilsa þér og þú kinkaðir kolli,
ástin mín.
Frænka sagði þér líka hvað
hún elskaði þig mikið og spurði
þig: elskar þú frænku? Þá kink-
aðir þú kolli. Ég veit að við mun-
um hittast einn daginn þar sem
þú kemur hlaupandi í fangið á
ömmu Nínu og Viðari og við
fáum að knúsast fast aftur á ný.
Ég veit líka að amma Gunna og
litli vinur þinn hann Hjalti Jakob
taka vel á móti þér.
Amma Nína og Viðar eiga svo
fallegar minningar um þig sem
við geymum í hjörtum okkar. Við
erum svo þakklát fyrir þessar
yndislegu stundir sem við áttum
með þér.
Mundu að við elskum þig svo
mikið og við munum passa
mömmu, pabba, Bjarkar Þór og
Júlíu Sól vel fyrir þig. Guð geymi
þig, fallegi engillinn okkar.
Nína Björg Borgarsdóttir
og Viðar Ingólfsson.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn.)
Í starfi okkar í leikskólanum
fáum að vera samferða börnum
og fjölskyldum þeirra í ákveðinn
tíma. Við vorum samferða And-
reu Eiri í Æskukoti frá því að
hún var rétt rúmlega eins árs.
Þær eru margar minningarnar
sem fara um huga okkar þegar
við hugsum til hennar.
Við óskum þess að fá að kveðja
á gleðistundu þegar ný tímamót
lífsins taka við. Andrea Eir
kvaddi okkur í Æskukoti fyrir
sumarfrí, við vissum að hún
kæmi ekki til okkar eftir fríið,
þar sem hún var flutt á Selfoss
með fjölskyldu sinni og færi í
leikskólann Jötunheima. Við vor-
um sannfærð um að við myndum
hittast oft aftur hvort sem það
yrði á Selfossi eða Stokkseyri og
þá yrði gaman. Við fundum samt
fyrir ákveðnum söknuði en
glöddumst með fjölskyldunni á
þessum tímamótum í lífi þeirra
og Andrea Eir kvaddi okkur með
rauðum rósum og sínu dýrmæta
og hlýja knúsi.
Þegar Andrea Eir veiktist
héldum við í þá von að allt færi
vel en á örskammri stundu er allt
breytt og við minnt svo harka-
lega á að daglegt amstur og
áhyggjur eru hjóm eitt þegar
hverfulleiki lífsins á í hlut.
Eftir situr minning um góða,
duglega, fallega, ljóshærða
stúlku með brosið sitt bjarta svo
lífsglöð og traustur vinur.
Fyrir rúmu ári kvöddum við
góðan vin og jafnaldra Andreu
Eirar. Við vissum að sá missir
tók mikið á hana og litla hjartað
fann fyrir söknuði og sorg. Andr-
ea Eir var sannur vinur vina
sinna og við trúum því að vinirnir
tveir hafi hist að nýju.
Svo lít ég upp og sé við erum saman
þarna tvær
stjörnur á blárri festingunni sem
færast nær og nær
ég man þig þegar augu mín eru opin
hverja stund
en þegar ég nú legg þau aftur fer ég á
þinn fund
(Megas)
Hér ríkir sorg sem engin orð
ná að lýsa. Kahlil Gibran segir í
bók sinni Spámanninum: Ég
græt vegna þess, sem var gleði
mín. Þar segir líka að ástin þekki
ekki dýpi sitt fyrr en á skilnaðar-
stundu.
Í sorginni skynjum við þakk-
læti fyrir þann tíma sem við feng-
um að eiga með Andreu Eiri.
Þó sólin nú skíni á grænni grundu
er hjarta mitt þungt sem blý,
því burt varst þú kallaður á örskammri
stundu
í huganum hrannast upp sorgarský.
Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga
og góða
svo fallegur, einlægur og hlýr
en örlög þín ráðin; mig setur hljóða
við hittumst ei aftur á ný.
Megi algóður Guð þína sálu nú geyma
gæta að sorgmæddum, græða djúp sár
þó kominn sért yfir í aðra heima
mun minning þín lifa um ókomin ár.
(Höf. ók.)
Við viljum þakka fyrir allar
stundirnar sem við áttum með
Andreu Eiri. Hugsanir okkar
dvelja hjá foreldrum hennar,
Guðrúnu Jónu og Sigurfinni,
systkinum Bjarkari Þór og Júlíu
Sól, ömmum, öfum og öðrum að-
standendum og sendum þeim
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Megi hjörtu ykkar öðlast
huggun og frið.
Andrea Eir skilur eftir sig fal-
legar minningar og ást sem ekk-
ert fær burtu tekið. Þannig mun
minning hennar lifa.
Fh. allra í leikskólanum Brim-
veri/Æskukoti,
Sigríður Birna Birgisdóttir
leikskólastjóri.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Engin orð fá því lýst hversu
mikil sorg ríkti er við heyrðum af
andláti Andreu Eirar. Þó svo að
Andrea Eir hafi ekki verið lengi
hjá okkur í leikskólanum Jötun-
heimum snerti hún okkur djúpt
og við sáum hversu blíð og ljúf
hún var.
Hún var lífsglaður og hlátur-
mildur grallari sem smitaði hlýju
og gleði til allra hvar sem hún
var. Hún var uppátækjasöm og
gat leitt börnin á vit ótrúlegra
ævintýra í gegnum leiki og var
sannur vinur.
Við minnumst þessara ljúfu
stunda og munum sakna hennar
sárt.
Ó, sofðu, blessað barnið frítt,
þú blundar vært og rótt.
Þig vængir engla vefja blítt
og vindar anda hljótt.
Af hjarta syngja hjarðmenn þér
til heiðurs vögguljóð sem tér:
Sofðu rótt, sofðu rótt, vært og rótt,
sofðu rótt.
(Þýð. Þorgils Hlynur Þorbergs)
Kæru Sigurfinnur, Guðrún
Jóna, Bjarkar Þór og Júlía Sól.
Allir í Jötunheimum senda
ykkur innilegar samúðarkveðjur.
Júlíana Tyrfingsdóttir.
Andrea Eir
Sigurfinnsdóttir
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
GUÐNI SIGURJÓNSSON
vélstjóri,
Boðagranda 2,
lést miðvikudaginn 25. október á
Landspítalanum Fossvogi.
Steinunn Steinarsdóttir
Steinar Guðnason Jóhanna Runólfsdóttir
Guðni Steinarsson Hildur Margrét Nielsen
Ægir Steinarsson Ása Þórdís Ásgeirsdóttir
Ingibjörg Steinunn og Hugrún Anna
Elsku eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐMUNDUR GÍGJA
Lómasölum 10,
Kópavogi,
lést á Landspítalanum Hringbraut
25. október síðastliðinn.
Jarðarförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Hjördís Jónasdóttir
Jónas Guðmundsson
María Guðmundsdóttir Gígja Gunnar Kristjánsson
Geir Gígja Jónína Einarsdóttir
Svanhvít Ljósbjörg
Guðmundsdóttir
afabörn og langafabarn
Afi minn.
Ég er svo lán-
söm að hafa alla tíð
verið umkringd
sterkum fyrirmyndum, þar
varst þú engin undantekning.
Þú varst vinnusamur, heiðar-
legur og drenglyndur maður,
tilfinningavera og ávallt þakk-
látur fyrir það sem þú hafðir,
fjölskyldan var þér allt og varst
þú ófeiminn við að minna okkur
á það.
Elsku afi, ég á ótalmargar
minningar með þér sem eru
mér gulls ígildi. Þær spanna yf-
ir margra ára skeið, en efst í
huga mér eru minningar úr
sveitinni og frá Sæbóli. Ó, hvað
mér fannst gaman að koma og
vera hjá þér og ömmu í Tungu.
Þar gat sveitastelpan í mér
Guðmundur
Eggertsson
✝ GuðmundurEggertsson
fæddist 29. janúar
1928. Hann lést 16.
október 2017.
Útför Guð-
mundar fór fram
25. október 2017.
fengið útrás og
fékk ég að aðstoða
þig við nánast öll
þau störf sem
sinna þurfti. Þar
fékk ég að geysast
um á þessum fá-
ránlega flotta
hesti sem þú bjóst
til fyrir mig úr
gamalli kerru og
afgangs bagga-
bandi. Þar fékk ég
að aðstoða þig og ömmu við að
hugsa um dýrin, labba út á tún
með þér, klappa og tala við
hestana, standa út í skúr með
þér að skera rabarbara, og fara
í skemmtilega göngutúra um
fallegu sveitina í Tungu eða
vestur í Haukadal og oftar en
ekki fylgdi skemmtileg saga
með.
Elsku afi, þú munt alltaf eiga
stað í hjarta og huga mínum.
Þó svo að ég sakni þín þá finn
ég huggun í því að þú ert kom-
inn í faðm ömmu, Óskars og
Viktoríu litlu. Hvíl í friði, elsku
afi minn.
Karen Ósk.