Morgunblaðið - 27.10.2017, Blaðsíða 37
DÆGRADVÖL 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2017
ÞÓR FH
Opnunartími:
Opið alla virka daga
frá kl 9:00 - 18:00
Lokað um helgar
Tölvuverslun - Reykjavík:
Ármúla 11
108 Reykjavík
Sími 568-1581
Vefsíða og
netverslun:
www.thor.is
HÁGÆÐA PRENTARI
fyrir litlar ogmeðalstórar skrifstofur
WorkForce ProWF-6590DWF
EPSON WorkForce Pro WF-6590 er öflugt, hagkvæmt og
skrifstofur. Nettengdur/þráðlaus prentari með þægilegan
snertiskjá. Prentar allt að 24 síður á mínútu og getur prentað
báðum megin á blaðið. Skannar einnig blöð báðummegin í
einni umferð. Auðvelt að skipta um blek. Hægt að prenta á
umslög og þykkari pappír. EPSONWorkForce Pro er ný kynslóð
umhverfisvænna bleksprautuprentara sem leysir af hólmi
gömlu laserprentarana.
Helstu kostir:
• Hraðvirk hágæða prentun
Allt að 20 síður á mínútu í svörtu eða lit.
• Prentar, skannar, ljósritar og faxar.
4 tæki í 1 með og prentar beggja megin.
• Miklir tengimöguleikar
Þráðlaust net, WiFi Direct og venjul. nettenging.
• Tvíhliða skönnun
Skannar báðar hliðar blaðs í einni umferð.
• Prentun beint úr síma
Ókeypis app til að prenta beint úr síma.
24
ppm
ISO
24
ppm
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Reyndu nú að vinna draumum þín-
um brautargengi því þú hefur byrinn með
þér. Haltu fast við þitt en láttu aðra um að
leysa sínar deilur upp á eigin spýtur.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú skalt ekki vera vonsvikin/n þótt
eitthvað renni þér úr greipum. Hann getur
nánast mælt þyngd sálar sinnar og augun
eru alveg nógu áköf til að stara fólk í burtu.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú ert með hugmynd sem þú vilt
koma á framfæri. Mundu að ekkert er þess
virði að missa heilsuna fyrir það. Ef þú
missir sjónar á takmarkinu verður sælan
endaslepp.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Láttu ekki aðra fara í taugarnar á
þér þótt þeir vilji tjá þér vangaveltur sínar
um daginn og veginn. Reyndu að koma í
veg fyrir rugling varðandi sameiginlegar
eignir.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Samstarfsfélagar þínir eru óvenju-
stuðningsríkir í dag og vinsamlegir í dag. Ef
ástvinir eru hjá þér, er allt í þessu fína.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það er ágætt að setja traust sitt á
aðra, en umfram allt átt þú að treysta á
sjálfa/n þig. Málefni sem tengjast lögfræði
og ferðalögum ættu einnig að ganga vel í
dag.
23. sept. - 22. okt.
Vog Bilun í tölvunni eða annars konar
tæknivandamál geta sett strik í reikninginn
hjá þér í dag. Kafaðu djúpt og leitaðu að
innblæstri, hvernig sem er, til þess að geta
gert það sem þú þarft.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Allt ber að sama brunni og
þegar málalyktir blasa við getur þú
óhrædd/ur tekið til þinna ráða. Dagurinn
hentar vel til þess að eiga ljúfa stund með
vinum þínum.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú ert í stuði til að vera smá
klikkuð/aður og fara yfir strikið. Allir hafa
gott af því að víkka út sjóndeildarhring sinn.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Láttu ekki óttann við hið ókunna
binda þig í báða skó. Ef þú snertir ekki
sparifé þitt er ekki hundrað í hættunni.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Í dag er kjörið að gefa út yfirlýs-
ingar til þess að leggja áherslu á eigin skoð-
anir. Gefðu annaðhvort mikið eða heilan
helling.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú uppgötvar eins mikinn sannleika
um tilteknar aðstæður og þú kærir þig um.
Slappaðu bara af og haltu þínu striki.
Helgi R. Einarsson sendi mértvær limrur. Sú fyrri er um
„Frjósemi (orsök/afleiðing)“:
Aðalsteinn bóndi á Bakka
á bráðum sinn 18. krakka.
Sigga Dís, Eyja,
og Ella þær segja
að Alli víst láti margt flakka.
Og hin síðari um „misjafna veru-
staði“:
Kýrnar þær finnast í fjósum
og fiskibollur í dósum.
Þjóðin þau velur
er vitrænust telur
á þingið, þegar við kjósum.
Hér birtust í gær heilræðavísur
eftir Pétur Stefánsson. Á Leirnum
bætti Helgi Zimsen um betur og
sagði að sér leiddist kassinn og þá
væri gott að drepa hinn marg-
umtalaða tíma um stund:
Fyrr á tíð hér fólkið kaus
foringja með vit í haus.
Nú má heyra röfl og raus
rænu- virðist margur -laus.
Yfir smáu engist lið
ekki margir finna grið,
heimskuleg fer heift á skrið,
horfið flestum stærra svið.
Íslensk þjóð er þannig gjörð,
þetta er undarlegust hjörð.
Undir raunum hún má hörð
hefja sig og standa vörð
Þegar loks svo þrælast má
þungu oki burtu frá
krafsað er af klaufskri þrá
kauðalegu marki hjá.
Þær fréttir berast að norðan að á
fésbókarþræði Eyþórs Árnasonar
frá Uppsölum í Skagafirði spannst
nýlega umræða um kosningapróf
þau sem nú tíðkast. Af því tilefni
birtist mynd af þeim Einari K. Guð-
finnssyni, fyrrverandi þingforseta,
Bjarna Haraldssyni kaupmanni á
Sauðárkróki og Árna Bjarnasyni á
Uppsölum, föður Eyþórs, en þeir
þremenningar voru allir viðstaddir
opnun kosningaskrifstofu Sjálf-
stæðisflokksins á Sauðárkróki. Af
þessu tilefni orti Gunnar Rögn-
valdsson á Löngumýri:
Boða flokkar bæði ný
og brotnu gömlu heitin.
En þessir kallar krossa í
kunnuglega reitinn.
Á sunnudaginn skrifaði Pétur
Bjarnason að „sem nýgræðingur á
Boðnarmiði verður innleggið stutt
að sinni. Á dögunum var ég spurður
um stefnu Miðflokksins sem ég
þekkti ekki en fór að kanna málið.
Mér sýnist niðurstaðan þessi:
Sigmundar stefna er flott og fín,
þó fæstir hana þekki:
„Ég, um mig, frá mér til mín“
og meira þarf víst ekki“.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af frjósemi, fjósum og krossum
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÉG VAR AÐ KAUPA ÞENNAN PAKKA AF
RAFHLÖÐUM OG ÞAÐ STENDUR Á HONUM:
„RAFHLÖÐUR EKKI INNIFALDAR“.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að átta sig á því að hún
sér þig og sig fyrir sér
í rómantísku myndinni
sem þið eruð að horfa á.
ÞESSAR SÚRMJÓLKURPÖNNUKÖKUR
ERU HÁLF BRAGÐDAUFAR, IRMA.
NOTAÐIR ÞÚ SÚRMJÓLKINA?
LOF MÉR
AÐ GÁ
KJÁNINN ÉG HEF
SETT VATN Í ÞÆR
SEM ÞÝÐIR AÐ SÚRMJÓLKIN
FÓR Í KAFFIVÉLINA
HÚN KOM ALDREI
AFTUR!
KONAN MÍNOG ÉG
GERÐUM ÞAÐOG
ÞAÐ LEYSTI ÖLL
VANDRÆÐIOKKAR…
KONAN MÍN VILL AÐ VIÐ
FÖRUM Í SITT Í HVORU
LAGI Í
SUMARFRÍ
BARA
ÞEGAR ÉG
HNERRA.
ERTU MEÐ
GÓÐAN
NEFÚÐA?
Víkverji var á yngri árum mikillaðdáandi vísindaskáldsagna og
gleypti þær í sig þegar þær urðu á
vegi hans. Hann velti fyrir sér hvort
líf væri á öðrum hnöttum og hvenær
að því kæmi að lífverur úr geimnum
birtust á jörðinni. Um leið vildi hann
ólmur komast út í geim og var viss
um að hann myndi eiga þess kost
síðar á ævinni. Eitthvað hefur fennt
yfir þennan áhuga með árunum.
Hann hefur hins vegar alltaf gaman
af að mæna upp í himininn og skoða
stjörnurnar þegar heiðskírt er.
x x x
Nokkuð góð skilyrði hafa verið tilstjörnugláps undanfarið og hef-
ur Víkverji notið góðs af. Hann verð-
ur alltaf jafn hissa á muninum á að
horfa á stjörnurnar í borg og sveit.
Þegar komið er út í sveitina sjást
stjörnurnar miklu betur og virðast
miklu fleiri, en þegar horft er í gegn-
um ljósmengun borgarinnar.
x x x
Norðurljósin hafa einnig gert vartvið sig undanfarnar nætur.
Stundum láta þau lítið yfir sér og
stundum er sjónarspilið stórkost-
legt. Aðdráttarafl norðurljósanna er
mikið og kemur fólk langt að til þess
að sjá þau. Á stjörnubjörtum kvöld-
um er fjölda áætlunarbíla ekið með
fullfermi út fyrir borgina í því skyni
einu að skyggnast eftir norður-
ljósum.
x x x
Kunningi Víkverja hefur séð umbeina á hóteli fyrir austan fjall.
Hann sagði einhverju sinni frá því að
hjá honum hefði verið hópur ferða-
langa frá Austurlöndum sem ólmur
vildi sjá norðurljósin. Um kvöldið
birtust þau á himninum í öllu sínu
veldi og hóaði hann í hópinn, sem
flýtti sér út að skoða herlegheitin. Á
meðan ferðamennirnir böðuðu sig í
norðurljósunum hitaði hann kakó
handa þeim til að fá hita í kroppinn
þegar þeir kæmu inn úr kuldanum.
Ferðamennirnir höfðu hins vegar
engan áhuga á kakóinu. Þeir höfðu
fyrir satt að væri barn getið undir
norðurljósum myndi því fylgja ævi-
löng gæfa og drifu sig inn á herbergi
allir sem einn.
vikverji@mbl.is
Víkverji
En það er hið eilífa líf að þekkja þig,
hinn eina sanna Guð, og þann sem þú
sendir, Jesú Krist.
(Jóh. 17:3)