Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.2017, Blaðsíða 17

Ægir - 01.12.2017, Blaðsíða 17
17 okkar að vinna okkur út úr þessu. Það hafa orðið miklar breytingar til hins betra, til dæmis hvað brottkastið varðar og það er litið niður á þá menn sem ganga illa um auðlindina. Við verðum að fara að fá já- kvæðari umræðu, sem byggist á meiri þekkingu.“ Hann telur að það eigi til dæmis að vera öllum ljóst að þó veiðigjöld séu hækkuð veru- lega, eins og sumir stjórnmála- flokkar hafi lagt áherslu á, hafi það lítil áhrif á heildarafkomu ríkissjóð og sé ekki að fara að bjarga fjárhag þjóðarinnar eins sumir virðist halda. Sjávarút- vegurinn skili engu að síður alltaf sínu til samfélagsins, bæði í beinum greiðslum og óbein- um með jákvæðum áhrifum á nærsamfélag sitt eins og í Grindavík. „Þegar maður er búinn að vera í sjávarútveginum allan þennan tíma og þekkir hann út og inn, þá er óskaplega pirrandi hve umræðan er stundum byggð á mikilli vanþekkingu. Það hálfa væri nóg. Oft á tíðum er þetta bara tómt kjaftæði og bull, jafnvel hjá sumum stjórn- málamönnum, sem þykjast vera að slá um sig. Þegar maður fer svo að ræða við þetta fólk er það komið í hring áður en mað- ur veit af, en byrjar svo oftast aftur á sömu hringavitleysunni.“ Svona verkfall má ekki endurtaka sig Við ræðum svo sjómannaverk- fallið síðasta vetur sem stóð í um tvo mánuði og var mörgum þungbært. Sigurður nefnir að við það hafi ferski fiskurinn frá Íslandi hætt að koma á markaði og aðrar þjóðir náð að fylla í skarðið. Mikinn tíma taki að vinna það hillupláss til baka. „Svona verkfall má ekki verða aftur. Við sjómenn lentum fyrst í því að vera samningslausir í fimm ár. Á þeim tíma var ekkert gert og það er okkur sjómönn- um og útgerðarmönnum báð- um að kenna. Allar þessar miklu breytingar sem orðið hafa í sjávarútveginum leiða til þess að miklu þarf að breyta í kjara- samningum okkar. Við þurfum einhverja tvo samninga í viðbót til að koma okkur inn í núið. Báðir aðilar verða að leysa það í sameiningu án þess að til verk- falls komi með tilheyrandi tapi. Við þurfum að laga ákveðna hluti og gera það saman, látum þetta ekki gerast aftur.“ Sigurður segir að þetta megi ekki snúast allt um að slá upp tölum um laun sjómanna eftir góðan túr. Í fyrsta lagi rói menn yfirleitt bara annan hvern túr og sumir túrar séu svo mun slakari en aðrir. Hann bendir líka á að það sé einkennilegt að einstakir útgerðarmenn séu að býsnast yfir háum launum sjó- manna. Fái sjómenn há laun fái útgerðin líka miklar tekjur. „Þetta hangir allt saman,“ segir skipstjórinn Sigurður Jónsson. „Þegar maður er búinn að vera í sjávarútvegin- um allan þennan tíma og þekkir hann út og inn, þá er óskaplega pirrandi hve umræðan er stundum byggð á mikilli vanþekkingu. Það hálfa væri nóg.“ Stórt hol á árum áður á Hrafnin- um. Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða TEMPRA EHF • Íshella 8 • 221 Hafnarfjörður • Sími: 520 5400 • tempra@tempra.is • www.tempra.is einangrun – umbúðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.