Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.2017, Blaðsíða 44

Ægir - 01.12.2017, Blaðsíða 44
44 Smíði tveggja ísfisktogara í Kína, Breka VE og Páls Pálsson- ar ÍS, hefur dregist verulega og var orðið ljóst snemma hausts að allt stefndi í að skipin yrðu ekki komin til landsins á þessu ári, líkt og reiknað hafði verið með í ársbyrjun. Samið var um smíði skipanna vorið 2014 og þá miðað við að þau yrðu af- hent á árinu 2016. Lokafrá- gangur hefur hins vegar gengið mjög hægt. Vinnslustöðin hf. og Hrað- frystihúsið Gunnvör hf. sömdu við Huanghai Shipbuilding skipasmíðastöðina í Rongcheng í Kína um smíði togaranna en þeir eru nákvæmlega eins og hannaðir af verkfræðistofunni Skipasýn. Þeir leysa af hólmi Jón Vídalín VE og Pál Pálsson ÍS, hvort tveggja togara sem farnir eru að nálgast fimmtugsaldur- inn. Nýju togararnir eru 50 metra langir, 13 metra breiðir og bún- ir óvenjulega stórri skrúfu. Hún er fimm metrar í þvermál og með henni er náð fram hlut- fallslega miklu afli miðað við stærð vélar en markmiðið er að jafnframt náist umtalsverður sparnaður í eldsneytisnotkun. Togararnir tveir fóru í reynslusiglingar og veiðarfæra- prófanir á Kínahafi í nóvember og gengu þær vel. Engu að síð- ur eru engar dagsetningar enn komnar á heimsiglingu skip- anna en reiknað er með að hún taki hátt í 50 sólarhringa. Aug- ljóslega verður því liðið vel á veturinn þegar skipin koma heim. Hægt gengur með Breka og Pál í Kína Páll Pálsson ÍS kominn í liti Hraðfrystihússins Gunnvarar. Breki VE á fullri ferð á Kínahafi í reynslusiglingunni nú í nóvember. F réttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.