Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.2017, Blaðsíða 35

Ægir - 01.12.2017, Blaðsíða 35
35 Streamline fiskitrollin reynast vel í nýju íslensku togurunum „Við eigum reyndar í farsælu samtarfi við Selsted á fleiri svið- um. Þeir þróuðu fyrir nokkrum árum fiskitroll sem heitir Streamline og er það nú allsráð- andi hjá norska togaraflotan- um. Við höfum selt nokkur slík troll hér heima á síðustu árum, aðallega til togara á Austfjörð- um og á Sauðárkróki. Einn afla- hæsti ísfisktogari landsins, Málmey SK, hefur t.d. notað þannig troll með afbragðs- árangri. Streamline trollin hafa sömuleiðis reynst einstaklega vel um borð í nýjum togurum Samherja og ÚA, Kaldbaki EA og Björgúlfi EA og nú er einnig verið að setja upp tvö slík troll fyrir nýju Drangey SK sem senn fer til veiða.“ Þá tók Ísfell fyrir tveimur ár- um við sölu- og þjónustuum- boði fyrir flotvörpur sem eru hannaðar og búnar til hjá fyrir- tækinu Fishering Service í Kalín- íngrad í Rússlandi. Slíkar vörpur eru nú komnar um borð í sex skip hér á landi og hafa að sögn Péturs reynst vel, enda á mjög samkeppnishæfu verði. Færri og stærri útgerðar- og þjónustufyrirtæki og aukin samkeppni Á síðasta hálfum öðrum áratug hefur útgerðarfyrirtækjum á Ís- landi fækkað um 60% og á sama tíma hafa fyrirtækin orðið stærri og öflugri. Þá hafa átt sér stað miklar tilfærslur á milli veiðiaðferða, þorskveiði í net er t.d. orðin hverfandi miðað við það sem var fyrir 15-20 árum, frystitogurum hefur fækkað mjög og togaraflotinn í heild sinni er innan við helmingur þess sem mest var á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Sama má segja um uppsjávar- flotann þar sem skipin eru orð- in miklu stærri og öflugri. „Allt kallar þetta á breytingar og þróun hjá þjónustuaðilum þar sem samkeppnin verður ennþá harðari en áður,“ segir stjórnarformaðurinn. Styrkleiki Ísfells liggi í afbragðs starfsfólki, góðu dreifingarneti í gegnum starfstöðvarnar á Íslandi og í Grænlandi, miklu úrvali veiðar- færa, sama hvaða veiðiaðferð er notuð og traustum og góðum birgjum um víða veröld. Starfsskilyrðin í þessari at- vinnustarfsemi eru þokkaleg um þessar mundir. Þau sveiflast í takt við sjávarútveginn. Þegar vel gengur hjá útgerðinni er ástandið líka nokkuð hagstætt hjá okkur,“ segir Pétur Björns- son, stjórnarformaður Ísfells að lokum. Ísfell, sem er meðal öflugustu fyrirtækja á landinu í veiðarfæraþjónustu og sölu á útgerðarvörum, er orðið aldarfjórðungsgamalt og segir Pétur Björnsson stjórnarformaður að styrkleikinn liggi ekki hvað síst í afbragðs starfsfólki. Ísfell er með átta starfsstöðvar á Íslandi og eina í Grænlandi og þar er oft mikið um að vera, eins og hér í Eyjum þegar tvær nætur er teknar á hús til yfirferðar og viðgerðar. Mynd: Ísfell.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.