Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.2017, Blaðsíða 43

Ægir - 01.12.2017, Blaðsíða 43
43 ar. Ef menn vilja fjölbreytni og tryggja öll útgerðarform og sjávarútveg hringinn í kringum landið þá er ekki hægt að halda áfram að hækka skatta á grein- ina.“ Hann segir að aukin sam- þjöppun í sjávarútvegi þurfi ekki að hafa mikil áhrif á byggðamynstrið í landinu. Nú þegar hafi orðið til stór sjávar- útvegsfyrirtæki í hverjum lands- fjórðungi sem muni halda áfram að stækka og eflast og halda uppi atvinnu hvert á sínu svæði, hér hafi stórbættar sam- göngur hjálpað mjög mikið. Þetta þurfi því ekki að hafa í för með sér byggðaröskun en í framtíðinni verði til annars kon- ar störf en fjölbreytnin í útgerð muni kannski minnka. Samkeppni við erlenda banka Aðspurður um þróun vaxta á næsta ári segir Haukur að und- anfarin misseri hafi vextir af lán- um til sjávarútvegsins verið til- tölulega lágir í erlendum mynt- um og hafi farið lækkandi. Ástæðan sé endurfjármögnun íslensku bankanna á hagstæð- ari kjörum sem viðskiptavinir þeirra njóti góðs af. „Ég tel vaxtakjör nokkuð góð í dag og því ætti þau ekki að vera sér- stakt áhyggjuefni fyrir grein- ina.“ Haukur segir erlendar fjár- málastofnanir, og þá sérstak- lega norska banka, horfa tals- vert til Íslands. Það sé ekkert launungarmál að við endurnýj- un fiskiskipaflotans undanfarið hafi ný skip oft verið byggð að norskri fyrirmynd og þá hafi norskir bankar boðið fjármögn- un á kjörum sem íslenskir bank- ar hafi ekki getað keppt við. Þannig hafi endurnýjun togara- flotans undanfarin misseri að miklu leyti verið fjármögnuð af erlendum lánastofnunum. Hann bendir á að norsku bank- arnir séu mjög sterkir og hátt metnir og njóti kjara sam- kvæmt því. „Ég geri ráð fyrir að það verði áfram einhver munur á kjörum sem við getum boðið í samkeppni við stóra erlenda banka en samkeppnisstaða ís- lensku bankanna fer batnandi og er ekki eins ójöfn og hún var. Nálægðin við viðskiptavin- ina styrkir líka okkar stöðu og við erum mun sveigjanlegri og getum boðið betri þjónustu en þeir. Þetta er hins vegar eitt- hvað sem viðskiptavinir þurfa bara að vega og meta í hvert sinn.“ Fiskeldið að stórum hluta í eigu Norðmanna Haukur segir þróunina í fiskeldi hér á landi á síðustu árum mjög athyglisverða og spennandi og að þar séu mikil tækifæri sem geti haft umtalsverða þýðingu fyrir þjóðarbúið ef vel tekst til. „Eftir að Norðmenn komu inn í fiskeldið hér fyrir um einu og hálfu ári hefur orðið gríðarleg breyting sem er að færa fiskeld- ið á Íslandi upp á nýtt og hærra stig. Þeir komu með mikið fjár- magn, þekkingu og reynslu inn í greinina þannig að hægt hefur verið að fjárfesta í nýjasta bún- aði og tækni. Saga fiskeldisins hér á landi hefur verið löng og stopul og sú uppbygging sem hófst fyrir 5-7 árum var hæg og einkenndist af vanefnum. Með aðkomu Norðmanna varð gjör- breyting sem skipti sköpum fyr- ir greinina.“ Í dag er talið að Norðmenn eigi um 50% hlut í fjórum stærstu fiskeldisfyrir- tækjunum á Íslandi. Aðspurður um erlent eignar- hald í íslenskum sjávarútvegi segir hann að alltaf hafi verið nokkur áhugi meðal útlendinga að eignast hlut í íslenskum út- gerðum og fiskvinnslu en regl- urnar hafi bæði verið stífar og skýrar og því hafi aldrei orðið neitt úr slíkum áformum. „Hins vegar veit ég ekki til þess að það séu neinar takmarkanir á erlendu eignarhaldi í fiskeldi á Íslandi. Það er sjálfsagt eitthvað sem mun koma til skoðunar,“ segir Haukur Ómarsson for- stöðumaður sjávarútvegsteym- is Landsbankans. Haukur Ómarsson segir samkeppnisstöðu íslensku bankanna við erlenda banka fara batnandi, en endurnýjun togaraflotans undanfarið hafi þó að mestu verið fjármögnuð af erlendum lánastofnunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.