Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.2017, Blaðsíða 32

Ægir - 01.12.2017, Blaðsíða 32
32 Jóhannes Ellert Eiríksson, skip- stjóri á Viðey RE 50 er hæst- ánægður með nýja skipið og fer fögrum orðum um útfærslu þess og aðbúnað um borð. Skip- ið kom til Reykjavíkur nú rétt fyrir jólin eftir hálfs mánaðar siglingu frá Tyrklandi en þegar rætt var við hann var skipið í Miðjarðarhafi og sóttist heim- siglingin vel. Viðbrigði á allan hátt frá gamla skipinu „Maður er að fara úr 20. öldinni í þá 21. og það er sannast sagna mikið stökk. Viðbrigðin eru mik- il á allan hátt frá gamla skipinu, varla hægt að bera neitt saman nema kjölinn. Aðbúnaðurinn er allt annar fyrir áhöfnina og tæknibúnaðurinn sömuleiðis. Við notum tímann á fyrsta hluta heimferðarinnar til að kynnast búnaðinum hér í brúnni og fá kennslu í notkun hans frá full- trúa Brimrúnar sem er hér með okkur um borð fyrri hlutann af heimferðinni. Skipið sem slíkt er líka talsvert frábrugðið Ottó N. Þorlákssyni, reyndar örlítið styttra en skrokklagið er allt annað og sömuleiðis er skipið breiðara. Það er öðruvísi í sjó og varla að maður finni fyrir því að maður sé á sjó nema tekin sé ákveðin beygja,“ segir Jóhann- es Ellert. Hann hefur verið til sjós frá árinu 1971 og byrjaði sem skipstjóri árið 1993. Eins manns klefar eru bylting Þó að Viðey sé örlítið styttra skip en Ottó N. Þorláksson þá er það mun breiðara, eða 13,5 metrar á móti 9,2. Jóhannes segir að þetta þýði í raun að sæ- rýmið í þessu skipi sé tvöfalt á við það sem er í gömlu ísfisk- togurunum á Íslandi í dag. Því sé ólíku saman að jafna í stærð. „Starfsaðstaðan fyrir áhöfn- ina hér um borð er gjörbylting frá því sem var á gamla skipinu. Sú breyting fyrir áhöfnina að Jóhannes Ellert Eiríksson, skipstjóri á Viðey RE 50, (þriðji frá vinstri) ásamt forsvarsmönnum HB Granda, hönnuði skipsins og fulltrúum Celiktrans skipasmíðastöðvarinnar í Tyrklandi á togþilfarinu skömmu áður en lagt var af stað frá Istanbul til Íslands. Mynd: Celiktrans shipyard. Jóhannes Ellert Eiríksson, skipstjóri, er ánægður með Viðey RE Gjörbylting fyrir áhöfnina N ý fisk isk ip
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.