Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.2017, Blaðsíða 36

Ægir - 01.12.2017, Blaðsíða 36
36 Titill þessarar greinar er sóttur í nöfn veðurstöðva sem þjónað var af veðurskipum og starfræktar voru á Norður-Atlantshafi á síðari hluta 20. aldar. Veðurskipin gegndu þar veigamiklu hlutverki við öflun og miðlun veðurupplýsinga og flugleiðsögn. Til viðbótar var á flestum þessara stöðva safnað margvíslegum haf- og líffræði- tengdum upplýsingum. Þá komu veðurskipin oft að leitar- og björgunaraðgerðum. Hér verður í stuttu máli rakin saga veðurskip- anna á Norður-Atlantshafi með áherslu á þær stöðvar sem staðsett- ar voru næst Íslandi og hvernig þær hafa tengst hafrannsóknum. Hugmynd verður að veruleika Hugmyndin um veðurskip á föstum stöðvum til þess að að- stoða við siglingar og flug yfir Atlantshafið kom fyrst fram hjá Frönsku veðurstofunni árið 1921. Upp úr 1930 gerðu Bandaríkjamenn, Bretar, Frakkar og Þjóðverjar tilraunir til veður- athugana á hafi úti og í seinni heimsstyrjöldinni höfðu síðan bæði Bandaríkjamenn og Bretar lítil herskip á fastastöðvum á Norður-Atlantshafi til verðurat- hugana. Eftir lok stríðsins voru herskipin kölluð frá veðurmæl- ingum og byggðu þær þá aftur á kaupskipum sem fram- kvæmdu mun takmarkaðri mælingar, t.d. ekki mælingar með loftbelgjum í háloftunum. Starfsemi veðurskipanna í heimsstyrjöldinni var hins vegar talin hafa gefið það góða raun að árið 1946 samþykktu bæði Alþjóðaveðurstofan og Alþjóða- flugmálastofnunin tillögur um að koma á fót neti veðurstöðva bæði í Atlantshafi og Kyrrahafi til þess að treysta siglingar og flug. Samkomulag um starfsem- ina var undirritað 1947 og var Ísland eitt 13 landa sem það gerðu. Af veðurstöðvunum sem komið var á laggirnar voru sjö upphaflega reknar af Bandaríkj- unum, ein af Bandaríkjunum og Kanada sameiginlega, ein af Bretlandi, ein af Frakklandi, ein af Hollandi og Belgíu, og ein sameiginlega af Bretlandi, Nor- egi og Svíþjóð (1. mynd). Vanaverk á stöð Á Atlantshafi þróuðust mál á þann veg að þar var lengst af um að ræða 10 stöðvar. Fjöldi skipa sem þurfti til að sinna verkefninu var hins vegar tölu- vert meiri, eða um 20, þar sem hvert skip var yfirleitt úti í um 3 vikur og síðan tvær vikur í höfn áður en það hélt aftur út á fastastöðina. Megin hlutverk veðurskipanna var eins og að framan segir að gera yfirborðs- og háloftaveðurmælingar sem sendar voru út um talstöð á ákveðnum tímum (kl. 0, 6, 12, 18) (2. mynd) sem og staðsetn- ingar- og fjarskiptaþjónusta við Um Alfa, Indía, Mike og aðrar veðurstöðvar á Norður-Atlantshafi Óafur S. Ástþórsson og Héðinn Valdimarsson, sérfræðingar hjá Haf- rannsóknastofnun V eðu rra n n sók n ir 1. mynd. Kort sem sýnir staðsetningu 13 hafveðurstöðva sem komið var á laggirnar árið 1947. A, I og M á myndinni gefa til kynna staðsetningar veðurskipanna Alfa, India og Mike sem fjallað er um í greininni. Úr grein Dinsmore 1996.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.