Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.12.2017, Qupperneq 36

Ægir - 01.12.2017, Qupperneq 36
36 Titill þessarar greinar er sóttur í nöfn veðurstöðva sem þjónað var af veðurskipum og starfræktar voru á Norður-Atlantshafi á síðari hluta 20. aldar. Veðurskipin gegndu þar veigamiklu hlutverki við öflun og miðlun veðurupplýsinga og flugleiðsögn. Til viðbótar var á flestum þessara stöðva safnað margvíslegum haf- og líffræði- tengdum upplýsingum. Þá komu veðurskipin oft að leitar- og björgunaraðgerðum. Hér verður í stuttu máli rakin saga veðurskip- anna á Norður-Atlantshafi með áherslu á þær stöðvar sem staðsett- ar voru næst Íslandi og hvernig þær hafa tengst hafrannsóknum. Hugmynd verður að veruleika Hugmyndin um veðurskip á föstum stöðvum til þess að að- stoða við siglingar og flug yfir Atlantshafið kom fyrst fram hjá Frönsku veðurstofunni árið 1921. Upp úr 1930 gerðu Bandaríkjamenn, Bretar, Frakkar og Þjóðverjar tilraunir til veður- athugana á hafi úti og í seinni heimsstyrjöldinni höfðu síðan bæði Bandaríkjamenn og Bretar lítil herskip á fastastöðvum á Norður-Atlantshafi til verðurat- hugana. Eftir lok stríðsins voru herskipin kölluð frá veðurmæl- ingum og byggðu þær þá aftur á kaupskipum sem fram- kvæmdu mun takmarkaðri mælingar, t.d. ekki mælingar með loftbelgjum í háloftunum. Starfsemi veðurskipanna í heimsstyrjöldinni var hins vegar talin hafa gefið það góða raun að árið 1946 samþykktu bæði Alþjóðaveðurstofan og Alþjóða- flugmálastofnunin tillögur um að koma á fót neti veðurstöðva bæði í Atlantshafi og Kyrrahafi til þess að treysta siglingar og flug. Samkomulag um starfsem- ina var undirritað 1947 og var Ísland eitt 13 landa sem það gerðu. Af veðurstöðvunum sem komið var á laggirnar voru sjö upphaflega reknar af Bandaríkj- unum, ein af Bandaríkjunum og Kanada sameiginlega, ein af Bretlandi, ein af Frakklandi, ein af Hollandi og Belgíu, og ein sameiginlega af Bretlandi, Nor- egi og Svíþjóð (1. mynd). Vanaverk á stöð Á Atlantshafi þróuðust mál á þann veg að þar var lengst af um að ræða 10 stöðvar. Fjöldi skipa sem þurfti til að sinna verkefninu var hins vegar tölu- vert meiri, eða um 20, þar sem hvert skip var yfirleitt úti í um 3 vikur og síðan tvær vikur í höfn áður en það hélt aftur út á fastastöðina. Megin hlutverk veðurskipanna var eins og að framan segir að gera yfirborðs- og háloftaveðurmælingar sem sendar voru út um talstöð á ákveðnum tímum (kl. 0, 6, 12, 18) (2. mynd) sem og staðsetn- ingar- og fjarskiptaþjónusta við Um Alfa, Indía, Mike og aðrar veðurstöðvar á Norður-Atlantshafi Óafur S. Ástþórsson og Héðinn Valdimarsson, sérfræðingar hjá Haf- rannsóknastofnun V eðu rra n n sók n ir 1. mynd. Kort sem sýnir staðsetningu 13 hafveðurstöðva sem komið var á laggirnar árið 1947. A, I og M á myndinni gefa til kynna staðsetningar veðurskipanna Alfa, India og Mike sem fjallað er um í greininni. Úr grein Dinsmore 1996.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.