Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.2017, Blaðsíða 21

Ægir - 01.12.2017, Blaðsíða 21
21 afurða nema 20% af gjaldeyris- tekjum hagkerfisins af vöru- og þjónustuútflutningi. Tekjur sjávarútvegsfélaga á árinu 2016 námu 249 mö.kr. og lækkuðu um 31 ma.kr. á föstu verðlagi eða um 11%. Þróun tekna á árinu 2016 litast af mik- illi gengisstyrkingu krónunnar sem átti sér stað á árinu. EBITDA var 56 ma.kr. á árinu 2016 og hefur EBITDA framlegð lækkað um 4 prósentustig frá fyrra ári og fer úr 26% í 22% á árinu 2016. Olíuverð á fyrstu 9 mánuð- um ársins hefur verið 15% hærra að meðaltali en á árinu 2016. Þar vegur þó á móti að gengi USD hefur lækkað tals- vert á móti öðrum helstu gjald- miðlum það sem af er ári. Spáð er að meðaltali tæplega 4% hækkun olíuverðs á árinu 2018 og ríflega 2% hækkun á árinu 2019. Frá sumarbyrjun hefur gengi krónu lækkað um nærri 12% m.v. viðskiptavegna körfu gjaldmiðla. Veikingin kemur í kjölfar þess að krónan hafði styrkst um 35% frá miðju ári 2015 til maíloka 2017. „Við telj- um að gengi krónu verði á svip- uðum slóðum á komandi fjórð- ungum og það hefur að jafnaði verið það sem af er þessu ári. Framlegð sjávarútvegs- félaga í flokki blandaðra upp- sjávar- og botnfiskfélaga er hæst, eða 27%. Framlegð þess- ara félaga er hæst þar sem al- mennt kostar minna að sækja uppsjávarfisk en botnfisk og er vinnsla uppsjávarfisks einnig kostnaðarminni. Framlegð botnfiskútgerðar er 25% og framlegð botnfiskútgerðar og vinnslu er 17%.“ Opinber gjöld sjávarútvegs- félaga námu um 19,1 mö.kr. á árinu 2016 og lækkuðu um 3,9 ma. kr. frá fyrra ári m.v. verðlag ársins 2016. Þar munar mest á veiðigjöldum sem lækka um 1,2 ma.kr. eða 17%. Tekjuskattur sjávarútvegsfélaga til greiðslu á árinu 2016 var um 7,7 ma.kr. samanborið við 9,5 ma.kr. árið 2015. Áætlað greitt trygginga- gjald nam 5 mö.kr. á árinu 2016 sem nemur um 19% lækkun. Fiskeldi hefur vaxið hratt í heiminum síðastliðna áratugi og hefur fiskeldi sexfaldast á tímabilinu 1990-2016. Á árinu 2016 var fiskeldi um 79 milljónir tonna. Laxfiskur er stærsta eld- istegund í sjó á heimsvísu og er um 59% af heildarfiskeldi. Á árinu 2016 var Asía með um 89% af fiskeldi í heiminum sem nemur 68 milljónum tonna. Á eftir Asíu kemur svo Ameríka (4%), Evrópa (4%) og Afríka (3%). Kína er langstærst fiskeldisþjóða í heiminum með um 62% hlutdeild í fiskeldi á heimsvísu. Útflutningsverðmæti eldis- fisks árið 2016 var um 9.618 m. kr. samanborið við 7.144 m. kr. árið 2015 á föstu verðlagi. Bandaríkin eru sem fyrr stærsti markaðurinn fyrir íslenskar eld- isafurðir með um 25% af heild- arverðmæti ársins 2016. Þýska- land kemur þar á eftir með um 17% og Bretland með um 13%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.