Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.2017, Blaðsíða 28

Ægir - 01.12.2017, Blaðsíða 28
28 Nýr ferskfisktogari HB Granda hf., Viðey RE-50, kom til lands- ins frá Tyrklandi að skömmu fyrir jól eftir hálfs mánaðar heimsiglingu. Viðey er þriðji og síðasti togarinn sömu gerðar sem HB Grandi lét smíða í Ce- liktrans skipsmíðastöðinni í Tyrklandi en í ársbyrjun kom Engey RE til landsins og Akurey RE í sumarbyrjun. Skipin eru hönnun frá Alfreð Tulinius, skipatæknifræðingi og eiganda Nautic ehf. en þau eru tíma- mótaskip á heimsvísu sem fyrstu ferskfisktogararnir sem vitað er til að bæði séu með mann- og íslausum lestum. Skipstjóri á Viðey RE er Jóhann- es Ellert Eiríksson en í flota HB Granda mun Viðey RE leysa af hólmi togarann Ottó N. Þor- láksson sem Jóhannes Ellert hefur verið skipstjóri mörg undanfarin ár. Gjörbreyting á skipastól Átak í endurnýjun skipastóls HB Grandi hf. hófst árið 2013 þegar fyrirtækið samdi um smíði á tveimur uppsjávarskipum í Celiktrans skipasmíðastöðinni í Tyrklandi og boðaði með því uppstokkun á þeim hluta út- gerðarinnar. Strax í kjölfar komu þeirra var samið um smíði ísfisktogaranna þriggja og um leið boðað að í stað þeirra hyrfu þrír ísfisktogarar úr flota fyrirtækisins, þ.e. Ásbjörn RE, Sturlaugur H. Böðvarsson AK og Ottó N. Þorláksson RE. Tvö þau síðarnefndu voru smíð- uð árið 1981 en Ásbjörn RE árið 1978. Það skip var selt til Íran fyrr á árinu þegar Engey RE fór í fullan rekstur en hin tvö eru enn í rekstri og verða þar til Ak- urey AK og Viðey RE verða full- búin og geta hafið veiðar. Nið- ursetning búnaðar er langt komin í Akurey AK og strax eftir áramót hefst þessi lokaáfangi í smíði Viðeyjar RE. Fjárfesting í þessum nýju ferskfisktogurum- þremur nemur um sjö milljörð- um króna. En þó að með komu Viðeyjar RE til landsins verði ákveðin kaflaskil í fiskiskipaendurnýjun HB Granda hf. er endurnýjun skipastólsins ekki lokið í bili hjá fyrirtækinu. Fyrr á þessu ári var boðin út smíði rúmlega 80 metra frystitogara sem hannað- ur er af Rolls Royce í Noregi og í framhaldinu samið um smíði skipsins við spænsku skipa- smíðastöðina Astilleros Armon Gijon. Áætlað er að skipið kosti tæpa fimm milljarða króna. Smíði þess hófst nú á haust- mánuðum og á það að koma til landsins um mitt ár 2019. Matsalur og setustofa. Mynd: Celiktrans Shipyard. Vel er búið að áhöfn á allan hátt og klefar hinir vistlegustu, eins og sjá má. Klefar eru fyrir 17 manns í skipinu. Mynd: Celiktrans Shipyard. Viðey RE 50 bætist í flota HB Granda N ý fisk isk ip
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.