Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.2017, Blaðsíða 47

Ægir - 01.12.2017, Blaðsíða 47
47 um í flutningi og haldið utan um flutninginn á öllum leiðum. Ef við eigum von á 30 tonnum af skipi í fyrramálið, sjá þeir um að það sé sótt og komið til okk- ar. Þá sér ÞÞÞ hér á Akranesi um allan flutning á dósum, sem eru að fara utan. Það er alltaf svolít- ill slagur um hráefnið en með útflutningsbanninu hjá Rússum kom afturkippur í framleiðsluna og verðið á lifrinni lækkaði.“ Einar telur að verið sé að nýta nánast alla lifur sem til fell- ur við veiðar íslenskra skipa og báta. „Kannski ekki alveg 100% en það er nálægt því. Sú lifur sem ekki er hirt er af frystitogur- um. Ástæðan er sú að lifrin er mjög erfið í frystingu og ekki síður uppþýðingu til vinnslu. Menn vita líka betur en áður hvernig meðhöndla skuli lifrina um borð til að skila betra hrá- efni í land eftir að þessi nýju glæsilegu ísfiskskip koma inn í flotann. Það er staðið miklu bet- ur að öllum hlutum en áður og menn eru mjög meðvitaðir um að þeir eru að meðhöndla mat- væli. Skýringin er kannski að hluta til sú hvað við eigum mik- ið af vel menntuðu og áhuga- sömu fólki innan sjávarútvegs- ins.“ Róbótar létta störfin „Við erum töluvert tæknivædd í fyrirtækinu. Nýlega tókum við fyrsta róbótann hér inn sem léttir störf. Kannski verður það svo í framtíðinni að ekki þurfi jafnmarga starfsmenn í vinnsl- una vegna tæknivæðingar. En það er ekki svo að við séum að fara að segja upp fólki fyrir vél- ar. Störfin breytast og þau erf- iðu felld út með aðstoð tækn- innar. Í okkar tilfelli er um að ræða róbót sem sér um pökkun á dósunum. Sumum finnst kannski ekki erfitt að raða létt- um kössum á bretti en hjá okk- ur vega þessir litlu kassar 13 til 15 tonn samtals á dag þegar upp er staðið. Það tekur í að raða mörg þúsund kössum á dag á bretti, þó þeir séu ekki nema 1,5 kíló hver. Þessa vinnu er róbótinn að losa starfsfólkið okkar við.“ Akraborg er stærsti framleiðandi niðursoðinnar lifrar í heiminum og á einum degi getur framleiðslan farið langleiðina í 200.000 dósir! Þarna er verið að sjóða niður lifur í dósir fyrir Rússa sem búa í Þýska- landi. Þeir vilja bara hringlaga dósir! Starfsfólk Naust Marine óskar sjómönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsæls komandi árs Naust Marine ⁞ Miðhella 4 ⁞ 221 Hafnarfjörður ⁞ s. 414 8080 www.naust.is Mynd: Helgi Kristjánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.