Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.2017, Blaðsíða 20

Ægir - 01.12.2017, Blaðsíða 20
20 Ísland hefur fest sig í sessi á meðal fremstu fiskveiðiþjóða heims og er nú í 19. sæti. Skilar greinin næst mestum útflutn- ingsverðmætum inn í íslenskt þjóðarbú og er rótgróinn þáttur í menningu lands og atvinnu- lífi. „Út frá þessum mælikvörð- um og fleiri er staða íslensks sjávarútvegs sterk og við get- um því verið stolt af því að vera ein farsælasta sjávarútvegs- þjóð heims,“ segir í inngangi skýrslu Íslandsbanka um sjáv- arútveg. Sjávarútvegsskýrsla Íslands- banka hefur verið gefin út reglulega síðan árið 2003. Er það ósk okkar að skýrslan gefi bæði beinum og óbeinum hagsmunaaðilum heildstæða mynd af umfangi og áhrifum sjávarútvegsins á íslenskt sam- félag. Einnig er okkur umhugað um að auka áhuga almennings á málefnum sjávarútvegsinsog er skýrslan því sett fram með eins auðskiljanlegum hætti og kostur er. Eins og síðastliðin ár naut bankinn liðsinnis Deloitte við umfjöllun um rekstur sjár- varútvegsfélaga og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir,“ segir þar ennfremur. Helstu niðurstöður Samkvæmt skýrslunni er áætlað að útflutningsverðmæti sjávar- afurða muni nema 210-220 mö.kr. í ár, sem samsvarar ríf- lega 7% samdrætti í verðmæti á milli ára. „Á komandi ári gerum við síðan ráð fyrir ríflega 4% aukningu útflutningsverðmætis sjávarafurða fyrir tilstilli veikari krónu, hærra heimsmarkaðs- verðs og aukins kvóta. Aukn- ingin verður öllu hóflegri árið 2019, eða tæplega 1%, gangi spá okkar eftir. Útflutt magn sjávarafurða á árinu 2016 nam tæpum 580 þús. tonnum og er það um 8,2% lægra en árið 2015 og er 128 þús. tonnum undir lang- tíma meðaltali. Þessi samdrátt- ur í útflutningi sjávarafurða milli ára skýrist einna helst af minni veiðum.“ Verðmæti útflutnings á ár- inu 2016 nam um 232 mö.kr. sem er tæpum 37 mö.kr. minna (14%) en á árinu 2015 miðað við verðlag ársins 2016. Þorskur var verðmætasta út- flutningstegundin á árinu 2016 og námu útflutningsverðmæti þorsks 100 mö.kr. á árinu 2016. Nemur það um 43% af útflutn- ingsverðmæti sjávarafurða. Útflutningsverðmæti sjávar- Skýrsla Íslandsbanka um sjávarútveg Útflutningsverðmæti þorsks yfir 100 milljarðar F réttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.