Ægir

Årgang

Ægir - 01.12.2017, Side 43

Ægir - 01.12.2017, Side 43
43 ar. Ef menn vilja fjölbreytni og tryggja öll útgerðarform og sjávarútveg hringinn í kringum landið þá er ekki hægt að halda áfram að hækka skatta á grein- ina.“ Hann segir að aukin sam- þjöppun í sjávarútvegi þurfi ekki að hafa mikil áhrif á byggðamynstrið í landinu. Nú þegar hafi orðið til stór sjávar- útvegsfyrirtæki í hverjum lands- fjórðungi sem muni halda áfram að stækka og eflast og halda uppi atvinnu hvert á sínu svæði, hér hafi stórbættar sam- göngur hjálpað mjög mikið. Þetta þurfi því ekki að hafa í för með sér byggðaröskun en í framtíðinni verði til annars kon- ar störf en fjölbreytnin í útgerð muni kannski minnka. Samkeppni við erlenda banka Aðspurður um þróun vaxta á næsta ári segir Haukur að und- anfarin misseri hafi vextir af lán- um til sjávarútvegsins verið til- tölulega lágir í erlendum mynt- um og hafi farið lækkandi. Ástæðan sé endurfjármögnun íslensku bankanna á hagstæð- ari kjörum sem viðskiptavinir þeirra njóti góðs af. „Ég tel vaxtakjör nokkuð góð í dag og því ætti þau ekki að vera sér- stakt áhyggjuefni fyrir grein- ina.“ Haukur segir erlendar fjár- málastofnanir, og þá sérstak- lega norska banka, horfa tals- vert til Íslands. Það sé ekkert launungarmál að við endurnýj- un fiskiskipaflotans undanfarið hafi ný skip oft verið byggð að norskri fyrirmynd og þá hafi norskir bankar boðið fjármögn- un á kjörum sem íslenskir bank- ar hafi ekki getað keppt við. Þannig hafi endurnýjun togara- flotans undanfarin misseri að miklu leyti verið fjármögnuð af erlendum lánastofnunum. Hann bendir á að norsku bank- arnir séu mjög sterkir og hátt metnir og njóti kjara sam- kvæmt því. „Ég geri ráð fyrir að það verði áfram einhver munur á kjörum sem við getum boðið í samkeppni við stóra erlenda banka en samkeppnisstaða ís- lensku bankanna fer batnandi og er ekki eins ójöfn og hún var. Nálægðin við viðskiptavin- ina styrkir líka okkar stöðu og við erum mun sveigjanlegri og getum boðið betri þjónustu en þeir. Þetta er hins vegar eitt- hvað sem viðskiptavinir þurfa bara að vega og meta í hvert sinn.“ Fiskeldið að stórum hluta í eigu Norðmanna Haukur segir þróunina í fiskeldi hér á landi á síðustu árum mjög athyglisverða og spennandi og að þar séu mikil tækifæri sem geti haft umtalsverða þýðingu fyrir þjóðarbúið ef vel tekst til. „Eftir að Norðmenn komu inn í fiskeldið hér fyrir um einu og hálfu ári hefur orðið gríðarleg breyting sem er að færa fiskeld- ið á Íslandi upp á nýtt og hærra stig. Þeir komu með mikið fjár- magn, þekkingu og reynslu inn í greinina þannig að hægt hefur verið að fjárfesta í nýjasta bún- aði og tækni. Saga fiskeldisins hér á landi hefur verið löng og stopul og sú uppbygging sem hófst fyrir 5-7 árum var hæg og einkenndist af vanefnum. Með aðkomu Norðmanna varð gjör- breyting sem skipti sköpum fyr- ir greinina.“ Í dag er talið að Norðmenn eigi um 50% hlut í fjórum stærstu fiskeldisfyrir- tækjunum á Íslandi. Aðspurður um erlent eignar- hald í íslenskum sjávarútvegi segir hann að alltaf hafi verið nokkur áhugi meðal útlendinga að eignast hlut í íslenskum út- gerðum og fiskvinnslu en regl- urnar hafi bæði verið stífar og skýrar og því hafi aldrei orðið neitt úr slíkum áformum. „Hins vegar veit ég ekki til þess að það séu neinar takmarkanir á erlendu eignarhaldi í fiskeldi á Íslandi. Það er sjálfsagt eitthvað sem mun koma til skoðunar,“ segir Haukur Ómarsson for- stöðumaður sjávarútvegsteym- is Landsbankans. Haukur Ómarsson segir samkeppnisstöðu íslensku bankanna við erlenda banka fara batnandi, en endurnýjun togaraflotans undanfarið hafi þó að mestu verið fjármögnuð af erlendum lánastofnunum.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.