Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.11.2017, Page 16
„Það voru alveg sex ár af mínum
ferli í náminu þar sem ég þurfti að
berjast á hverjum degi og stappa í
mig stálinu. Ég get þetta, ég get
þetta, ég get þetta. Því það voru
vissir aðilar heima á Íslandi sem
trúðu ekki endilega á mig. Það voru
ekki mínir áheyrendur, heldur frek-
ar kollegar og kennarar. Óperu-
heimurinn. Ég hef alltaf fundið
mikla ást frá Íslendingum til mín og
þeir hafa aldrei yfirgefið mig. Upp-
lifun mín á þeim tíma var að ég væri
ekki velkomin inn í heim óperunnar
á Íslandi því ég kæmi úr poppheim-
inum og mér fannst eins og ég hefði
ekki séns að komast að. Hægt og
hljótt, já vinan. Óperan, nei vinan.“
Halla Margrét segir að hún horfi
öðruvísi á hlutina í dag en þá. „Allt
það fólk sem ég upplifði sem Þránd í
götu minni, það er allt fólk í dag sem
ég get þakkað. Í dag þakka ég Ólöfu
Kolbrúnu og Garðari fyrir það mikla
starf sem þau hafa unnið, sem ég
gerði mér ekki grein fyrir á þeim
tíma, sem stelpukrakki. Þegar maður
verður frægur svona strax, þá verður
maður egósentrískur,“ segir hún.
„Þegar ég horfi á lífíð, þá sé ég í
raun hvað ég var vitlaus því ég var
alveg viss hvað ég væri klár. Ég hef
gert mistök en ég þakka fyrir þau;
þau eru mín leið til að ná mínum
þroska. Og ég á örugglega enn eftir
að læra mjög margt í lífinu,“ segir
hún og hlær.
Þakklát mörgu fólki
Þvert á allar spár íslenska óp-
eruheimsins hefur Halla Margrét nú
fyrir löngu haslað sér völl á Ítalíu
sem óperusöngkona. Hún segir það
ekki hafa gengið snurðulaust fyrir
sig í upphafi því þrátt fyrir að sækja
um styrki til söngnáms, var enginn
styrkur veittur.
„Undir forystu Ingva Hrafns
Jónssonar og Bjarna Árnasonar í
Brauðbæ var stofnaður styrkt-
arsjóður, því ég var ekki þess verð
að fá styrki, á meðan kollegar mínir
voru að fá styrki út um allt. En það
er þessum hópi að þakka að ég
komst í gegnum sult og sár. Ég er
þeim ævinlega þakklát,“ segir hún.
„Og mér liggur á hjarta að þakka
fjölskyldunni minni af því að fórn-
irnar sem ég hef fært eru ekki bara
mínar; þær eru líka fólksins sem hef-
ur staðið við hlið mér, ættingjar eins
og Sigurjón Aðalsteinsson, frændi
minn, sem er nú eins og minn um-
boðsmaður á Íslandi, og vinir og
nánasta fjölskylda. Það er dásam-
legt. Ég met það meira en að vera
fræg.“
Hún segir Snæbjörgu Snæbjarn-
ardóttur vera sína „söngmömmu“.
„Hún miðlaði til mín ástríðu og list-
inni að syngja. Hún dó í fyrra en hún
fylgir mér alltaf. Ég var að syngja
Toscu í fyrra sem var hennar besta
hlutverk í den og ég upplifði að hún
stæði á móti mér,“ segir hún. „Þarna
sérðu, á sviði ertu bara kassi af til-
finningum sem þú færð frá fólkinu
sem hefur áhrif á þig og þú miðlar
svo áfram.“
Vildi fá að syngja á Íslandi
Í borginni Parma er Halla Margrét
vel þekkt og þar debúteraði hún í
hinu fræga óperuhúsi Teatro Regio.
Hún saknar þess samt að fá ekki að
syngja í óperu í heimalandinu.
„Íslendingar fá mjög lítið að heyra
í mér, ég hef ekki haft tíma til að
koma oft heim og sjá sjálf um tón-
leikahald og ég hef hingað til ekki
fengið boð frá Íslensku óperunni að
syngja heima. Ég er ekki að biðja
um að fá vinnu á Íslandi, heldur að
ég fái séns á að fara í áheyrnarprufu.
Ég hef aldrei fengið það þrátt fyrir
að ég hafi beðið um að láta mig vita
og mikið hefði ég viljað fá að syngja
fyrir hlutverkin í óperum eins og Ca-
valleria Rusticana og Tosca sem ég
hef sungið ótal mörgum sinnum hér
úti. Þá er ég ekki að tala um Ís-
lensku óperuna eftir að núverandi
stjórnendur tóku við og tími minn
hefur ekki farið í að banka á íslensk-
ar dyr undanfarið,“ útskýrir Halla
Margrét.
„Núna bíður mín Aida í lok mán-
aðar og svo syng ég Toscu í Parma í
apríl,“ segir hún og bætir við að hún
fylgist vel með íslenskum kollegum
sínum og vinum.
„Ísland á orðið marga frábæra
söngvara. Þannig að kannski þarf Ís-
land ekkert á mér að halda. En þeg-
ar ég syng heima, þá finn ég svo
mikla ást. Fólk gefur mér svo mikið
tilbaka og hamingjan er tíföld þegar
maður syngur fyrir landa sína.“
Ást á rauðu ljósi
Ástin bankaði upp á endur fyrir
löngu á Ítalíu hjá Höllu Margréti.
„Ég á ítalskan mann þannig að
það hefur æxlast þannig að ég er
hér,“ segir hún og blaðamanni leikur
forvitni á að heyra af þeirra fyrstu
kynnum, fyrir nítján árum.
„Ég vann á veitingastað í hádeginu
sem þjónn, með náminu. Í átta mán-
uði kom hér maður í hádeginu að
borða. Ég vissi aldrei hvað hann hét.
Einn föstudag ákvað ég að segja upp
og hætta. Það var vinur minn sem
keyrði mig heim og við stoppuðum á
rauðu ljósi. Við hliðina á okkur stans-
ar bíll og í honum er maðurinn frá há-
deginu. Hann dregur niður rúðuna,
en hann hafði aldrei talað við mig því
hann er svo feiminn, og spyr: má ég
bjóða þér í kaffi? Núna? svara ég og
segi svo strax: ókei. Og ég fór upp í
bílinn hans þarna á rauða ljósinu og
ég endaði á að giftast honum,“ segir
Halla Margrét og brosir.
„Við byrjuðum strax saman og í
nokkra mánuði bauð hann mér aldr-
ei út að borða, alltaf bara í kaffi! Og
kaffið hefur alltaf loðað við okkur, og
við enduðum á að kaupa kaffistað,
Lundakaffi.“
Halla Margrét hafði á þessum átta
mánuðum áður afgreitt hann og við-
urkennir að hún hafi verið dálítið
skotin í honum. „Ég gleymi því aldr-
ei að eitt sinn þegar ég var að
skenkja honum vín, þá titraði ég svo.
Og hann er að ganga hér inn núna!“
segir Halla Margrét og hlær. Hún
kynnir mig fyrir Paolo Di Vita,
ítölsku ástinni sem kom inn í líf
hennar á réttu augnabliki.
„Málið er það, að ef hann hefði
ekki boðið mér í kaffi á rauðu ljósi,
akkúrat á þessum degi, þá hefði
hann aldrei fundið mig aftur. Af því
að ég var að hætta þennan dag.
Svona eru örlögin,“ segir Halla Mar-
grét og telur líklegt að hún hefði
flutt heim ella.
„Paolo er barþjónn og veit-
ingamaður og átti veisluþjónustu
þegar við kynntumst. Og tæpu ári
seinna byrjaði ég að syngja víða um
Ítalíu. Guðfinna mín var þá fimm ára
og hann flutti inn og varð strax mik-
ill pabbi, því ég var svo mikið í burtu.
Hún á tvo pabba og þeir eru henni
báðir mjög mikilvægir,“ segir hún.
Söngferill fyrir kynlíf
Halla Margrét segir óperustarfið á
Ítalíu vera ótryggt starf. „Það er
enginn fastráðinn og það er mjög
mikil spilling. Á tímabili stóð mér til
boða stórt hlutverk en þegar ég
gerði mér grein fyrir því hvað ég
þurfti að borga fyrir það hlutverk þá
svaraði ég: ég fór ekki sex þúsund
kílómetra til þess að vera mella. Ég
fór sex þúsund kílómetra og færði
margar fórnir til þess að syngja.
Þetta svar mitt varð mjög ör-
lagaríkt. Því með því að svara svona
hreint út var ég búin að loka á mig.
Hér er óperuheimurinn í rauninni
mjög lítill. Allir óperustjórnendur
þekkjast og eru saman í sérstöku
neti. Og versti óvinur þeirra er lista-
maður sem þeir halda að gæti kært
þá. Það er óvinur þeirra,“ segir hún.
„Nú er maður að sjá á Facebook
og alls staðar ásakanir um kynferð-
islega áreitni. Ég verð að viður-
kenna að ég svolítið orðlaus yfir
þessu vegna þess að það vita allir að
listaheimurinn gengur út á þetta.
Gengur út á spillingu og að selja
sig.“
Var í alvöru ætlast til að þú svæfir
hjá einhverjum óperustjóra til að fá
hlutverk?
„Já, og ekki bara honum. Því mál-
ið er það, að ef þú sefur hjá þessum
þá er símanúmeri þínu dreift og
sagt, hún er mjög góð fyrir þetta
hlutverk. Og það vita allir hvað það
þýðir. Þetta er spurning um vald. Ég
sagði nei fyrir tólf árum en hef þurft
að súpa seyðið af því. Ég var þessi
hættulega. Ég komst í tölvupóst þar
sem verið var að skrifa um mig. Þar
var óperustjóri að tala við umboðs-
mann og það var talað um að ég væri
ekki stabíl á taugum, að ég væri
hættuleg. Ég tók mína ákvörðun
fyrir tólf árum og sagði NEI en nú
eru þessar konur sem tóku aðrar
ákvarðanir að stíga fram. Mér finnst
við hefðum átt að segja nei fyrr. Og
ég hefði viljað sjá fleiri segja nei. Ég
var ein. Þó þetta hafi skemmt fyrir
mér, þá sit ég hér með mitt mannorð
hreint og líður ekki illa í sálinni. En
fyrir bragðið hef ég eignast óvini,“
segir Halla Margrét og bætir við að
vissulega hafi hún oft lent í áreitni í
formi káfs.
„Hér á Ítalíu er mikið framboð á
góðum söngkonum sem eru frá fá-
tækum þjóðum og þá er þröskuld-
urinn lægri og sumar blindaðar af
frægð og frama og þá er allt gert til
að komast áfram. Þannig hafa marg-
ar starfssystur mínar skemmt fyrir
okkur öllum og tekið þátt í þessu
ógeði sem vændið er, því um vændi
erum við að tala,“ segir hún.
„Ég hef lært í gegnum tíðina að
fara í kringum þetta og hef aflað mér
nafns og í dag finn ég mikla velvild og
Paolo di Vita, barþjónn og veitingamaður,
horfði á Höllu Margréti í átta mánuði áð-
ur en hann bauð henni loks í kaffi, á rauðu
ljósi. Nítján árum síðar reka þau saman
Lundakaffi í Parma, sem er sambland af
bar, kaffihúsi og veitingastað.
Morgunblaðið/Ásdís
VIÐTAL
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.11. 2017