Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.11.2017, Blaðsíða 17
virðingu. Ég er mjög stolt af því að
allt sem ég hef gert og allt sem mér
hefur verið boðið hefur verið vegna
eigin verðleika. Og vegna minna
fórna. Ég hef áður verið heimsfræg,
þó það hafi bara verið á Íslandi. Ég
veit hvað það er og er ekki að leita að
því. Ég hef enga þörf fyrir það. Ég vil
gefa það sem ég á í hjartanu. Og með
því að fá góð hlutverk sem henta
mér, þá er ég að gefa fólki mitt gull,
gullið í kistunni minni.“
Eins og íslensk valkyrja
Við tökum upp léttara hjal og snúum
okkur að daglegu lífi Höllu Mar-
grétar í Parma.
Hvernig er svo að vinna með
manninum sínum nánast daglega?
Halla Margrét hlær. „Ég hef oft
hlegið að því að þegar ég kom til
Ítalíu var ég kvenréttindakona, og
er það auðvitað enn, en þá var ég
uppfull af hugmyndum af jafnrétti
kynjanna og ég sá þetta allt í svörtu
og hvítu. En í dag sé ég þetta meira
allt í gráu. Mér finnst svo dásam-
legur réttur að fá að vera kona og fá
að eiga mína veikleika. Og mína
styrkleika. Hann er karlmaður með
sinn styrk og sinn veikleika. En í
byrjun var ég eins og víkingur, ís-
lensk valkyrja, og allt sem hann
sagði sem ég var ekki sammála var
þá hnefi á móti hnefa. Fyrstu tvö ár-
in sem við áttum fyrirtækið gekk
samstarfið mjög illa; við vorum alltaf
að rífast. Einhvern tímann var ég að
væla í ítalskri vinkonu minni. Hún
klappaði mér á bakið og sagði: Þú
skilur ekki. Þú átt bara alltaf að
segja, já elskan mín. Og svo gerirðu
bara eins og þú vilt. Þetta er trikk-
ið,“ segir hún.
„Ég leyfi honum að hafa rétt fyrir
sér, síðan gerði ég hægt og rólega
það sem ég ætlaði mér að gera. Og
hann veit það.“
Hægt og hljótt?
„Já, akkúrat, þetta er mitt hægt
og hljótt í dag!“
Íslenskur plokkfiskur í boði
Halla Margrét ákvað að sameina
sönginn við vinnunna við fyrirtækið
en þurfti að hvíla sönginn um tíma.
„Þetta er svolítið flókið líf. Ég
ákvað að fara inn í viðskipti með
Paolo til að verða frjálsari, til þess að
geta sagt nei. Þegar ég var al-
gjörlega „frílans“ þurfti ég að taka
öllu sem bauðst af því þú mátt í raun-
inni ekki segja nei og þá var ég
kannski að taka hlutverk sem fóru
ekkert sérstaklega vel með röddina,
eða voru ekkert sérstaklega fyrir
röddina mína. Nú get ég valið meira
það sem ég vil gera. Á hinn bóginn,
og ég gerði mér ekki grein fyrir því,
er mikil skriffinnska á Ítalíu í sam-
bandi við svona fyrirtæki. Það er í
mínum verkahring. Það er svo mikið
eftirlit og allt þarf að vera 100%. Ég
áttaði mig ekki á hvað þetta væri
flókið. Ég meina, ég var bara lista-
maður sem lifði á bleiku skýi. Þetta
er mikil ábyrgð, og eins þegar maður
er kominn með starfsfólk. Fyrir-
tækið verður að ganga vel svo þú get-
ir séð fólkinu farborða. Þetta var
sjokk og það voru tvö ár sem ég var
mjög bundin og var í rauninni bara
hér. Ég hætti að syngja. En sem bet-
ur fer hefur fyrirtækið gengið vel og
við erum með meira starfsfólk,“ segir
Halla Margrét sem getur nú blandað
saman söng og fyrirtækjarekstri.
„Ég var mjög hörð á því, ef ég færi
í bisness með honum, að staðurinn
væri bæði menningarstaður með
listadagskrá og að maturinn væri
mjög sérstakur. Við erum með skand-
inavískan mat og íslenskar upp-
skriftir frá mömmu og ömmunum
mínum. Svo erum við með tónlist-
arkvöld allan veturinn, frá október og
fram í maí. Á þessum tónlistar-
kvöldum er mjög oft á matseðlinum
íslenskur matur; brauðsúpa, hvalur,
plokkfiskur, fiskibollur sem eru mjög
vinsælar, kjötbollur og síldarsalöt.
Þetta gengur rosalega vel í Ítalann.
Ísland er í tísku og þeim finnst gaman
að koma hingað og fá að borða ís-
lenskan mat,“ segir Halla Margrét.
Almúgaópera úti á götu
Varðandi sönginn segist hún ekki
vera með umboðsmann heldur hefur
hún stofnað fyrirtæki utan um sig
sjálf. Eitt verkefni sem orðið er ár-
legt er að setja upp götuóperu í
Parma.
„Við setjum upp óperur á svolítið
nýstárlegan hátt. Við erum hér í
heimaborg Guiseppe Verdis, og hér
er stór hátíð á hverju ári sem heitir
Festival Verdi. Mig langaði að bjóða
Ítölum upp á hina hliðina á óperu; al-
múgahliðina. Af því að óperan fæðist
hjá almúganum, hún fæðist úti á
götu. Þannig að mig langar að færa
óperuna út á götuna. Og ég hef gert
það núna í tvö ár í samráði við Festi-
val Verdi og í samstarfi við óperuna í
Parma. Ég sem texta fyrir tvo leik-
ara sem leika á mállýskunni hérna,
og sameina þannig tungumál
Parmabúa, og óperuna. Ég leikstýri
þessu líka og þetta hefur verið mjög
vinsælt. Við bíðum spennt eftir
þessu festivali og erum þá alltaf með
tvær óperur Verdis sem við kynnum
fyrir fólki. Við erum komin til að
vera. Þetta er aukabúgrein,“ segir
Halla Margrét sem auk þess syngur
á sýningum víða á Ítalíu.
„Stundum fær maður eina sýn-
ingu, stundum tvær. Ég fer oft í aðr-
ar borgir að syngja. Ég er ekki með
umboðsmann sem stendur og þá tala
stóru leikhúsin ekki við mann. Þá
þarf maður að leita í minni leikhús og
það er spurning hvort það borgi sig.
Vil ég fórna öllu fyrir stóran karríer
þar sem akkúrat þessir hlutir sem ég
ræddi áðan eru uppi á borðinu? Eða
vil ég aðeins minna og vera ham-
ingjusöm og vera meira með fjöl-
skyldunni,“ segir Halla Margrét.
Hún segist vera búin að fá að
syngja sín draumahlutverk. „Það er
Nabucco, hlutverk Abigaille, og Tur-
andot eftir Puccini. Og Tosca er líka
í miklu uppáhaldi hjá mér.“
Aldrei verið betri
Hvað er skemmtilegast við að vera
óperusöngkona?
„Þegar ég er á sviði þá held ég að
ég fari aðeins í trans. Ég finn það að
ég hef svo mikið að gefa fólki. Og
það er svo dásamleg tilfinning að
finna að allt það sem þú ert að gefa
fær maður tilbaka frá áhorfendum.
Þá ertu búin að ná þessu. Þegar þú
finnur það, er það þín mesta full-
næging í söngnum. Og að finna frels-
ið frá tækninni. Þegar þú ert ekki
lengur að hugsa um tæknina, hún er
þar en þú getur bara hugsað um að
gefa. Ég hugsa um orðin, og þótt
enginn skilji orðin þá þarftu að skilja
hvaða tilfinningu þú ert að gefa fólki.
Orð í óperu skipta ekki miklu máli,
heldur tilfinningin á bakvið orðin.
Hjarta í hjarta. Ég held að þetta sé
köllun hjá mér. Og ég reyni að næla í
þetta alls staðar. Ekki bara í söngn-
um, líka í uppskriftum hér á Lunda-
kaffi. Hjarta í hjarta.“
Verður þú betri söngkona með ár-
unum?
„Já, ég hef aldrei verið betri en
núna. Ég er loksins að verða
ánægð.“
’Hann dregur niður rúðuna, en hann hafði aldreitalað við mig því hann er svo feiminn, og spyr:má ég bjóða þér í kaffi? Núna? svara ég og segi svostrax: ókei. Og ég fór upp í bílinn hans þarna á
rauða ljósinu og ég endaði á að giftast honum.
12.11. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17
hraðari
50x
hljóðúrvinnsla
Tímapantanir í síma 568 6880
www.heyrnartaekni.is
Hröð hljóðúrvinnsla í nýju Opn heyrnartækjunum hjálpar heilanum að vinna betur úr
hljóðum í kringum þig. Rannsóknir hafa sýnt að með Opn heyrnartækjum batnar
talskilningur um 30%*, áreynsla við hlustun minnkar um 20%* og þú manst 20% meira
af samtölum þínum**. Opn heyrnartækin auðvelda þér að taka þátt í samræðum í
fjölmenni og heyra í krefjandi hljóðumhverfi.
Fullkomnustu heyrnartækin frá Oticon
Minnaálag |Bættminni |Betri heyrn
Prófaðu nýju Opn
heyrnartækin í 7 daga
Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880
* Borið saman við Alta2 Pro heyrnartæki. ** Ávinningur einstaklinga getur verið breytilegur og er háður tæki sem hefur verið notað.|