Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.11.2017, Page 24
Borðað í guðdómlegri þögn
Silence Project er yfirskrift fjögurra við-burða sem finnska listakonan NinaBackman stendur fyrir í Norræna hús-
inu í nóvember. Viðburðirnir tengjast allir hug-
myndum mannsins um þögn og rými og hvernig
þær hugmyndir móta sjálfsmynd okkar og
menningu. Silence Project hófst 7. nóvember
með opnun sýningarinnar Silent Space í and-
dyri, gróðurhúsi og bókasafni Norræna hússins.
Hinn 28. nóvember býðst almenningi að taka
þátt í gjörningi sem kallast Silence meal. Þá
snæða þátttakendur þriggja rétta máltíð með
víni í þögn. Backman vill að fólk skynji umhverfi
sitt með sjálfu sér og skoði hvað kemur í staðinn
fyrir talað mál. Hún telur að með því að fjar-
lægja innihaldsefni orða fáum við aukið frelsi til
að skynja betur umhverfi okkar og verðum lík-
amlega, tilfinningalega og andlega tengdari
náttúrunni og umhverfinu.
Skynfærin skerpast
Forskot var tekið á sæluna í vikunni þegar tutt-
ugu manns var boðið í þögla máltíð. Það örlaði á
kvíða þegar blaðamaður mætti í Norræna hús-
ið. Gestirnir tíndust inn einn af öðrum og hittu
listakonuna og tóku tal saman. Eins og oft er á
mannamótum þar sem maður þekkir engan er
andrúmsloftið sérkennilegt.
Backman kynnti sig og fór yfir „reglur“
þagnarmáltíðinnar. Í upphituðu gróðurhúsi í
Vatnsmýrinni, sem tilheyrir veitingastaðnum
Aalto Bistro, var búið að dekka borð fyrir tutt-
ugu. Bað hún okkur að mæla ekki orð af vörum
eftir að stigið yrði þar inn fyrir dyr, slökkva á
símum og ekki taka myndir. Við gengum fylktu
liði eftir gangstíg í átt að gróðurhúsinu, sem
lýsti upp myrkrið bláu ljósi.
Þegar inn var komið völdu sér allir sæti og
skenkt var í glösin. Það var skálað og brosað en
enginn sagði orð. Skynfærin skerptust öll við
það að mega ekki tala og minnstu smáatriði
urðu allt í einu mjög skýr. Næstum fullt tungl
óð í skýjum og sást í gegnum móðuna á glerinu.
Litlir dropar láku niður rúðurnar. Skuggar
fólks sem gekk fram hjá bleikupplýstum háskól-
anum liðu hjá eins og risar. Andlit fólksins á
móti mér urðu allt í einu sérlega áhugaverð og
ég fann að ég grandskoðaði þau í laumi. Í kerta-
ljósinu urðu allir fjarska fallegir.
Hvað eru hinir að hugsa?
Fyrsti réttur var borinn fram, saltfisks-
carpaccio. Glamur í hnífapörum var allt í einu
orðið að háu hljóði og enn á ný var skálað. Ískur
í hnífum sem skera í diska fyllti loftið. Það var
brosað. Kinkað kolli. Ég sparkaði í sessunaut
minn undir borðinu. Til að gá hvort hann myndi
öskra. Nei, það er ekki satt; ég sat prúð og stillt
eins og hinir en hugsaði með mér: Hvað ef ég
færi að dansa uppi á borði, hvað þá? Hvað
skyldu hinir vera að hugsa, hugsaði ég og fannst
ég sjá loftið fyllast af hugsunum fyrir ofan höfuð
gestanna.
Næst var borinn fram aðalréttur, guðdóm-
legur fiskur og humar ásamt ofnbökuðum gul-
rótum. Hver einasti biti var betri en sá á undan.
Bragðskynið fékk algjöran frið og fékk að njóta
sín án þess að verið væri að tala um hver yrði í
næstu ríkisstjórn. Kannski er þetta tilvalinn
kvöldverður til að bjóða makanum á ef þú ert
búin(n) að fá leið á að hlusta á hann tala yfir
matnum. Bara hugmynd.
Eftirréttur var borinn fram; frönsk súkku-
laðikaka, súkkilaðifrauð og rjómi, ásamt kaffi.
Punkturinn yfir i-ið og á kokkurinn Sveinn
Kjartansson hjá Aalto Bistro mikið hrós skilið
fyrir þessa einstöku máltíð.
Maturinn betri í þögn
Enn var skálað, kinkað kolli, brosað í laumi.
Konan á endanum fékk hlátuskast en náði að
hemja sig. Það kólnaði en hvít teppi voru á
hverjum stól. Ég reyndi að vefja því um mig í
stólnum en gekk illa. Maðurinn við hliðina á mér
hjálpaði mér að koma því utan um mig, þegjandi
og hljóðalaust. Nina sat fyrir enda borðsins, vaf-
in hvítu teppi. Í hvert skipti sem matur var sett-
ur á borðið horfðu allir á hana, hinn þögla leið-
toga við endann. Má byrja? Þegar hún tók upp
hnífapörin og kinkaði kolli gerðum við hin það
sama, eins og hlýðin börn. Ég kláraði allt af
diskinum, ekki af skyldu, heldur af hreinum un-
aði. Ég er ekki frá því að maturinn bragðist bet-
ur þegar enginn talar!
Hugmyndir og tilfinningar
Eftir einn og hálfan tíma rauf Backman þögn-
ina. Fólk byrjaði að tala en enginn kynnti sig.
Það lýsti sinni upplifun og allir voru sammála
um að hún hefði verið sérstök. Tíminn leið hratt
í þögn, fannst flestum. Skynjunin er öðruvísi
þegar skynfærin fá að njóta sín, án talaðs máls.
Töluðu sumir um að góðar hugmyndir hefðu
kviknað; hugmyndir að nýrri skáldsögu, hug-
myndir um hvernig skreyta ætti áramótaborðið.
Einnig vöknuðu gamlar minningar hjá mörgum.
Ýmsar tilfinningar bærðu á sér hjá gestunum;
samkennd, jafnvel ást. Öll tuttugu höfum við lík-
lega tuttugu ólíkar sögur af þessum gjörningi.
En ég get verið sammála Ásgeiri Trausta, oft er
dýrð í dauðaþögn.
Finnska listakonan Nina Backman
stendur fyrir gjörningnum Silence
meal í Norræna húsinu hinn 28.
nóvember. Þá snæða tuttugu gest-
ir kvöldverð án þess að tala.
Finnska listakonan Nina
Backman býður fólki víða um
heim að taka þátt í máltíð þar
sem ekki er talað. Nýlega kom
hún til Íslands og leyfði
tuttugu manns að þegja
saman yfir dásamlegum mat.
Reynslan var afar sérstök!
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Maturinn bragðast betur í þögn.
Aalto Bistro sá um matinn fyrir gjörninginn.
Gróðurhúsið lýsir umhverfið upp í myrkrinu.
Ljósmyndir/Christopher Lund
MATUR Setjið 40 g kakó, 150 g sykur og ¼ tsk. salt saman í pott. Sjóðið 1 dlvatn og hellið því saman við kakóblönduna og hrærið. Blandið 8 dl af
mjólk saman við og sjóðið. Fyrir 4-6. Gott með þeyttum rjóma!
Heitt kakó í kuldanum
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.11. 2017
Búddamunkar borða máltíðir sínar í
þögn. Ástæður þeirra fyrir því eru:
– Með því að þegja útilokar maður
að ljúga eða afvegaleiða fólk með hinu
talaða máli.
– Maður verður meðvitaðari um
hugarástand sitt.
– Það er auðveldara að stjórna hug-
anum þegar maður þegir.
Oft eru haldin námskeið, stundum
tengd jógafræðum, þar sem fólk er
beðið að þegja í ákveðinn tíma eða
undir ákveðnum kringumstæðum.
Kyrrðardagar í Skálholti hafa verið
haldnir um árabil en þar er þagað á
ákveðnum tímum dags. Einnig er oft
boðið upp á gönguferðir þar sem geng-
ið er í þögn, en algengt er að þeir sem
ganga Jakobsveginn gangi í þögn hluta
úr degi.
Borðað eins
og munkur