Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.11.2017, Síða 27

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.11.2017, Síða 27
12.11. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27 Þessi dásamlega kjöt- og baunakássa býður til dæmis upp á að gera sunnudaga þægilega. Hægt er að henda í hana kl. 11 að morgni og fara svo út að leika allan daginn og koma beint heim, henda baununum út í og maturinn er tilbúinn eftir fimm mínútur. 500 g nautahakk 1 ½ msk. ólífuolía ½ laukur, gróft saxaður 1 hvítlauksrif, kramið 4 gulrætur, smátt skornar 500 ml tómatpassata 500 ml niðurskornir tómatar í dós 400 ml grænmetissafi frá einhverju vönduðu merki 3 ½ bollar nautasoð 1 tsk. þurrkuð basilíka 1 tsk. óreganó 1 tsk. timjan 2 msk. Worchestershire-sósa 2 msk. hlynsíróp örlítið af þurrkuðu chili (má sleppa) salt og pipar eftir smekk 1 dós nýrnabaunir 1 dós cannellini-baunir, smjörbaunir eða aðrar góðar hvítar baunir parmesanostur Brúnið hakkið á pönnu, setjið til hliðar. Setjið ólífuolíu á sömu pönnu og mýkið lauk, hvítlauk og gulrætur í 5 mínútur. Setjið kjötið og grænmetið saman í eldfast mót með loki. Hrærið tómatpassata, niðurskornu tómunum, grænmetissafanum og nautasoðinu saman við ásamt basilíkukryddi, óreganó, timjan, Worhestershire-sósunni, hlynsírópi og smakkið til með salti og pipar. Setjið í ofninn og látið vera við lágan hita, 120°C, í 8 tíma. Einnig má hafa þetta á hellu í þykkbotna potti við lágan hita í sama tíma, en passa þar að botninn sé góður svo kássan brenni ekki við. Eftir 8 tíma má bæta við baunum og elda í 5 mínútur til viðbótar, einnig er gott að setja pasta saman við og láta það vera þann tíma sem stendur á pakkanum. Berið fram með rifnum parmesanosti og sum- um þykir gott að hafa hvítlauksbrauð eða ristað súrdeigsbrauð með. Átta tíma kássan Fat grænmetis- ætunnar Þessi réttur kann að líta út fyrir að vera ekkert nema græn- meti en galdurinn er að þetta eru í raun bökuð hrísgrjón sem falin eru undir grænmetinu til að þau eldist sem best. Hér er um að gera að nota hugmyndaflugið og velja það grænmeti sem mann langar í og til dæmis er gott að bæta maísstönglum aukalega við, skera þá í tvennt og leggja of- an á grænmetisbeðið. Hér skiptir öllu að grænmetið sé af- ar gróft. ½ bolli basmatí- eða jasmínhrísgrjón 380 ml grænmetissoð (má nota kjúklingakraft ef fólk er ekki grænmetisætur) 310 ml vatn 3 hvítlauksrif, kramin 2-3 gulrætur til að blanda við hrísgrjónin, skornar í litla bita 30 g smjör 3-4 bollar gróft skorið grænmeti að eigin vali, til dæmis gulræt- ur, rauðlaukur, paprika, chilipipar, blómkál, kúrbítur, það mikið að það nái að hylja hrísgrjónin alveg í eldfasta mótinu nokkrar kartöflur, gróft skornar ¼ bolli ólífuolía 1½ tsk. paprikukrydd 1½ tsk. timían 1-2 tsk. sjávarsalt 1-2 tsk. svartur pipar ferskar kryddjurtir til að skreyta með (má sleppa) Hitið ofninn í 200°C. Blandið öllu kryddinu saman í litla skál. Setjið hrísgrjón, grænmetissoð, vatn, hvítlauk, litlu gulrótarbitana og smjör í botninn á eldföstu móti (ca 20-30 cm stórt). Kryddið yfir með ½ tsk. af kryddblöndunni. Lokið mótinu með álpappír og bakið í 20 mínútur. Raðið þá gróft skorna grænmetinu og kartöflunum ofan á hrísgrjónin, hellið ólífuolíunni yfir og kryddið með afganginum af kryddblöndunni. Hækkið hit- ann í 220°C og bakið áfram í 30 mínútur án álpappírs. Leyf- ið réttinum að standa áður en hann er borinn fram. Dreifið ferskum kryddjurtum að eigin vali yfir áður en borið er fram ef vill. Hvítlauksbrauð passar vel með en má sleppa.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.