Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.11.2017, Síða 30
R
ebekka Ólafsdóttir stofnaði húð-
vörumerkið RÓ naturals, sem
kom á markað fyrir nokkrum
mánuðum en vörurnar eru allar
handunnar úr hreinum og nátt-
úrulegum hráefnum. Þær skera sig úr að því
leyti að þær innihalda hvorki vatn né alkóhól.
Þær eru án rotvarnarefna og annarra óþarfra
aukaefna sem geta haft skaðleg áhrif á húð og
heilsu.
Hún fékk fyrst áhuga á húðvörugerð fyrir
nokkrum árum þegar hún var búsett í Dan-
mörku. Þetta byrjaði í raun eftir að hún var bú-
in að taka mataræði sitt í gegn og aflaði sér
mikilla upplýsinga um það. „Það fór að vera
mikið sport hjá mér að lesa innihaldslýsingar á
matvörum og það leið ekki á löngu þar til ég fór
einnig að lesa mér til um hvað væri í kremum
og snyrtivörum. Húðin er stærsta líffærið og
mikið af því sem við smyrjum á okkur fer ósíað
út í blóðrásina og það er því mikilvægt að nota
ekki hvað sem er á hana. Ég skoðaði hvað ég
var að nota á húðina mína og fékk svolítið áfall
yfir því hvaða efni voru í því sem ég notaði. Ég
fór því að leita mér að einhverju öðru og reyndi
að finna eitthvað betra og náttúrulegt,“ segir
Rebekka sem varð hissa hvað það voru mörg
óæskileg efni í mörgum húðvörum og fannst
erfitt að finna eitthvað sem hún vildi nota.
Vegan og handunnið
„Ég fór að lesa mér mikið til, bæði greinar og
rannsóknir sem hafa verið gerðar á ýmsum efn-
um. Eitt af því sem við þekkjum öll er paraben
en þau eru bara lítill hluti af þessu og kannski
ekki hættulegasta efnið sem sett er í húðvör-
ur,“ segir hún og bætir við að skyndilega hafi
frasinn „laust við paraben“ orðið að markaðs-
setningarbrellu. „En í staðinn var bara búið að
setja eitthvað annað í þetta. Þetta gerði mig
hreinlega reiða,“ segir hún.
„Í matseld reyni ég yfirleitt að gera allt frá
langar svo að opna augu fólks; það sem þú setur
á húðina á þér ættirðu að geta borðað.“
Vinsælasta varan hjá henni hefur verið and-
litskremið sem gjarnan notast með eimuðu
blómavatni. „Þú úðar því á þig og síðan berðu á
þig kremið. Þá er auðveldara að dreifa úr því.“
Olía til að hreinsa húðina
Rebekka mælir með því að hreinsa húðina með
olíu en það er nokkuð sem margir hræðast.
Hún segir enga ástæðu til þess.
„Olía er það besta sem þú getur notað til að
hreinsa húðina. Olía dregur að sér olíu,“ segir
hún og útskýrir að olía hreinsi óhreinindi og
farða af yfirborði húðarinnar án þess að strípa
hana af þeim náttúrulegu olíum sem hún fram-
leiðir og viðheldur sjálf.
Sjálf myndi hún aldrei nota sápu til að þrífa
andlitið. „Ef við strípum húðina af öllum nátt-
úrulegum olíum með því að þrífa hana með
sápu fer hún að offramleiða olíu, sem kemur
henni úr jafnvægi og getur valdið ýmsum húð-
vanda.“
Hún notar því sína eigin hreinsiolíu og klút
við verkið og sleppir því að oftast nota vatn.
„Ég nota þurran klút og olían fer alveg af, mað-
ur er ekkert fitugur í framan á eftir,“ segir hún.
Þegar Rebekka var að þróa línuna komst hún
að því að í Kóreu væri fólk mikið að velta fyrir
sér vatnslausum vörum. „Kórea og fleiri lönd í
Asíu eru mjög framarlega í snyrtivöruiðn-
aðinum og þetta hvatti mig bara til að halda
mínu striki. Ef Kórea er að spá í þetta hlýtur
þetta að vera eitthvað,“ segir Rebekka en hana
dreymir um að skella sér í viðskiptaferð til Kór-
eu eða Japans og kynna sér málin enn betur.
Innblástur frá Kleópötru
Rebekka Ólafsdóttir selur
húðvörur undir nafninu RÓ
naturals. Vörurnar eru auka-
efnalausar og skera sig úr að
því leyti að þær innihalda
hvorki vatn né alkóhól. Hún
fékk áhuga á húðvörum eftir
að hafa tekið mataræðið í
gegn og fékk áfall þegar hún
sá efnin í vörunum sem hún
sjálf notaði á húðina.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Vörurnar koma ekki í kössum heldur eru þær
seldar í hörpokum.
Áður en RÓ naturals varð að veruleika hafði Rebekka prófað sig áfram í fimm ár í að gera húðvörur fyrir sjálfa sig, fjölskyldu og vinnufélaga.
Morgunblaðið/Eggert
’Þetta er búið að vera svolítiðferðalag en ofboðslegaskemmtilegt og lærdómsríkt. Miglangar svo að opna augu fólks;
það sem þú setur á húðina á þér
ættirðu að geta borðað.
grunni; ég vil vita hvað ég set ofan í mig. Ég fór
að gera það sama með húðina, mig langaði bara
að gera þetta sjálf,“ segir hún um upphafið að
RÓ naturals en hennar vörur eru ennfremur
100% vegan og handunnar á Íslandi.
„Ég áttaði mig smám saman á því að það
væri best fyrir mig að sleppa vatni og alkóhóli.
Það er vatn í nánast öllum húðvörum en þá þarf
bindiefni, rotvarnarefni og þykkingarefni,“ seg-
ir hún. Almennar húðvörur innihalda oftar en
ekki yfir 70% vatn, þá aðallega í þeim tilgangi
að halda kostnaði framleiðslunnar í lágmarki,
að sögn Rebekku. Þegar vatni sé blandað sam-
an við önnur hráefni þurfi rotvarnarefni svo
blandan mygli ekki. Auk þess þurfi að bæta
ýmsum aukaefnum við svo vatnið, olían og önn-
ur hráefni skilji sig ekki. Rebekka segir þessi
efni óþörf og oft og tíðum skaðleg húð og heilsu.
Því hafi hún ákveðið að nota ekki vatn í form-
úlurnar sínar.
Hún fékk innblástur frá Kleópötru og hvern-
ig konur hugsuðu um húðina áður fyrr. Þá var
algengt að nota olíur. „Mér finnst að við ættum
að setja á pásu og spóla til baka; fara aftur í
þetta gamla góða náttúrulega sem við erum
með í kringum okkur. Við þurfum alls ekkert á
öllum þessum flóknu kemísku efnum að halda,“
segir Rebekka sem var búin að prófa sig áfram
í ein fimm ár að gera snyrtivörur fyrir sjálfa
sig, fjölskyldu og vinnufélaga áður en RÓ nat-
urals varð að veruleika.
Hún segist líka hafa fengið ómetanlega hjálp
og hvatningu frá systur sinni, Rakel Ólafs-
dóttur, sem rekur Sker.is og samnefnda búð við
Langholtsveg. Hún hafi unnið alla hönnunar-
vinnu í kringum vörurnar og stappað í sig stál-
inu en vörurnar eru ennfremur til sölu í versl-
uninni.„Ég er mjög stolt af umbúðunum okkar,
sem eru nánast alfarið úr gleri. Ég tek mjög
gjarnan við þeim tómum og endurnýti,“ segir
hún.
„Þetta var búið að vera lengi í bígerð. Ég hef
prófað margt og eytt miklum peningum í þetta.
Það hefur verið dýrt hobbí að finna réttu ol-
íurnar og frá hvaða birgi sé best að fá þær.
Þetta er búið að vera svolítið ferðalag en of-
boðslega skemmtilegt og lærdómsríkt. Mig
TÍSKA
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.11. 2017
Desemberblað breska Vogue verður hið fyrsta til að koma út undir stjórn nýs ritstjóra, Edwards Enni-
ful. Hann þykir strax hafa sett mikið mark á blaðið en á forsíðunni er femínistinn Adwoa Aboah. Talið
er að Vogue muni nú verða pólitískara og endurspegla fjölbreytileika bresks mannlífs betur en áður.
Fyrsta forsíða nýs ritstjóra
Instagram
@britishvogue Nýjasta tölublaði breska Vogue fagnað á The River Café í London.