Morgunblaðið - 24.11.2017, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.11.2017, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2017 GEFÐU GÓÐAR GAR Í JÓLAGJÖF! Gjafabréf Heimsferða er tilvalin jólagjöf fyrir alla þá sem langar að ferðast. Kauptu 10.000 kr. gjafabréf og þú færð andvirði 15.000 kr. og þú færð andvir MINNIN Kauptu 20.000 kr. gjafabréf ði 30.000 kr. Kauptu 35.000 kr. gjafabréf og þú færð andvirði 50.000 kr. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Íhuga mál gegn borginni  Deiliskipulagstillaga um Landsímareitinn samþykkt  Varðmennirnir ósáttir Ólöf Ragnarsdóttir olofr@mbl.is Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í gær deili- skipulagstillögu um Landsímareit við Austurvöll sem heimilar hótelbyggingu á reitnum. Málið fer til fullnaðarafgreiðslu á borgarstjórnarfundi 5. desember. Tillagan var samþykkt með fimm at- kvæðum meirihluta gegn atkvæði Kjartans Magnússonar, fulltrúa Sjálfstæðisflokks. Halldór Halldórsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks, sat hjá við afgreiðslu málsins. Kjartan og Halldór lögðu fram á fundinum tillögu þess efnis að deiliskipu- lagstillögunni yrði frestað þar til niðurstöður fornleifarannsóknar á reitnum lægju fyrir og svör hefðu fengist við fyrirspurn frá síðasta borgarráðsfundi. Þar var óskað eftir áliti borg- arlögmanns á því hvaða lagaheimildir lægju til grundvallar deiliskipulagi. Sú tillaga var felld með fimm atkvæðum meirihlutans gegn tveimur atkvæðum Sjálfstæðisflokks. Í fundargerð á vef Reykjavíkurborgar kemur fram að í aðdraganda fornleifaruppgraftar á svæðinu hafi í samstarfi við Minjastofnun verið lagt upp með þá sýn að ef órofinn kirkjugarður kæmi í ljós yrði fram- kvæmdum hætt. Þá segir að svo hafi ekki reynst vera heldur hafi komið í ljós að margra áratuga jarðrask hafi þegar valdið miklu tjóni á þeim minjum sem á svæðinu voru. Varðmenn Víkurgarðs kynntu sjónarmið sín um varðveislu Víkurkirkjugarðs á fundinum og var Helgi Þorláksson einn fulltrúa þeirra. Helgi segir við Morgunblaðið að hann hafi talað um að mörkin á hinum gamla kirkjugarði Víkurkirkju séu mun austar en miðað hafi verið við í umsögn frá skipulagsfulltrúa og um þann hluta gildi lög um kirkjugarða frá 1993 og eldri. Að sögn Helga íhuga Varðmenn Víkurgarðs mál gagnvart borg- inni og hefur það verið í athugun nokkuð lengi. „Við ætlum að sjá hver niðurstaðan er fyrst af þessu máli í kerfinu,“ segir Helgi. Tölvuteikning/THG Arkitektar Landsímareitur Fyrirhugað deiliskipulag. Baldur Guðmundsson baldurg@mbl.is Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir í miðborg Reykjavíkur í fyrradag vegna gruns um að hafa veist að fjögurra ára dreng. Barnið sat í aftursæti bíls sem móðir þess ók er árásin átti sér stað. Grímur Gríms- son, yfirlögreglu- þjónn á höfuð- borgarsvæðinu, segir í samtali við mbl.is að þarna hafi verið á ferðinni menn sem sökum vímu hafi ekkert vitað hvað þeir voru að gera. Hann segir að við yfirheyrslur í gær hafi lít- ið komið fram um ástæður þessa verknaðar. „Það er ekkert sem bendir til þess að þeir hafi ætlað að veitast að þessu barni. En það er afar dapurlegt að fólk sem er á ferðinni eigi þetta á hættu,“ segir hann. Málavextir voru þeir að konan beið í bíl sínum á rauðu ljósi á gatnamótum Laugavegar og Snorrabrautar laust fyrir klukkan 18 í fyrradag. Tveir menn gengu að bílnum og annar þeirra reif upp aðra afturhurðina. Konan sagði honum að loka og koma sér í burtu. Hann gerði það en skömmu síðar áttaði konan sig á því að hinar dyr bílsins höfðu einnig verið opnaðar og að sonur hennar sat blóð- ugur í aftursætinu. Svo virtist sem hann hefði verið sleginn í andlitið. Um er að ræða tvo Íslendinga um þrítugt. Mennirnir veittu mikla mót- spyrnu við handtöku en segir að þeir hafi verið samvinnuþýðari þegar þeir þóttu „skýrslutækir“. Spurður hvort þeir hafi verið undir áhrifum áfengis eða annarra efna svarar Grímur því til að þótt niðurstöður blóðrannsókn- ar liggi ekki fyrir sé ljóst að þeir hafi verið undir áhrifum einhvers annars en áfengis: „Þetta voru ákaflega vím- aðir menn.“ Mennirnir voru yfirheyrðir en ekki þótti ástæða til að krefjast þess að þeir yrðu hnepptir í gæsluvarðhald. Grímur segir að það hafi verið mat lögreglu að það hafi hvorki þjónað hagsmunum almennings né rann- sóknarinnar að krefjast gæsluvarð- halds yfir mönnunum. Í vímu og veittust að barni  Tveir karlmenn á þrítugsaldri veittust að fjögurra ára barni í bíl  „Ákaflega vímaðir menn,“ segir Grímur Grímsson Grímur Grímsson „Við teljum að við séum að nálgast það að við getum lent þessu máli,“ segir Katrín Jak- obsdóttir, for- maður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs, í samtali við mbl.is í gær. „Vinnan mun þó taka einhverja daga í viðbót og það er ekki síst vegna þess að við þurfum líka að vinna að fjárlagagerð sam- hliða því að skrifa málefnasamning,“ segir Katrín en formenn flokkanna þriggja sem nú eiga í viðræðum funduðu í ráðherrabústaðnum í gær. „Við eigum eftir einhverja daga í þessa vinnu og við erum ekki búin að leysa öll mál,“ segir Katrín en hún telur að ef flokkarnir nái á annað borð að leysa öll mál ættu þau að skýrast eftir helgi. Eftir helgi væri hægt að boða flokksstofnanir til fundar þar sem ákveðið yrði hvort fyrirhugað ríkisstjórnarsamstarf yrði samþykkt. Katrín vill ekki til- taka hvaða mál séu erfiðari í viðræð- unum en önnur. „Ég sé enga ástæðu til að tíunda það eitthvað. Það liggur fyrir að þetta eru ólíkir flokkar og allir vita hvernig þeir eru ólíkir,“ segir Katrín en hún segir þetta allt haldast í hendur. Styttist í nýja ríkis- stjórn Katrín Jakobsdóttir  Fjárlög í bígerð Bankaráð Seðlabanka Íslands kom saman til fundar í gær til að ræða birtingu Morgunblaðsins á símtali Davíðs Oddssonar, þáverandi banka- stjóra Seðlabankans, og Geirs Haarde, þáverandi forsætisráð- herra, frá 6. október 2008. Þórunn Guðmundsdóttir, formað- ur bankaráðs, segir að fundarmenn hafi fengið upplýsingar um símtalið en bankinn skoðar nú hvernig það lak til fjölmiðla. „Við fengum fullt af upplýsingum en eins og komið hefur fram í fréttum er bankinn enn að skoða málið.“ Hún segir að fundar- menn hafi ekki fengið endurrit af símtalinu en bankinn sé að rekja sig í gegnum feril þess og hvernig það lak frá bankanum eða öðrum. „Hvenær þeirri skoðun lýkur veit ég ekki, örugglega á næstu dögum,“ segir Þórunn. mhj@mbl.is Símtal Davíðs og Geirs rætt Jólagleði Disney var haldin í húsi Árvakurs í Há- degismóum gær. Þar var áskrifendum og vel- unnurum Disney boðið í kakó og piparkökur, meðal annars til að fagna útkomu Jólasyrpunnar 2017. Tveir rauðklæddir jólasveinar höfðu villst niður af fjöllum, aðeins fyrr en ráðgert er, og litu inn í jólagleðina viðstöddum til mikillar gleði en þeir tóku nokkur lög með börnunum. Þá skemmti Björgvin Franz Gíslason, leikari, skemmtikrafur og verkefnastjóri hjá Eddu út- gáfu, sem gefur út Disney-bækur og -blöð hér á landi, gestum við góðar undirtektir. Komu jólanna fagnað hjá Disney með gleði Morgunblaðið/Árni Sæberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.