Morgunblaðið - 24.11.2017, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2017
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK
Vetrarfrí á gönguskíðum í skemmtilegum félagsskap, í fallegu
umhverfi er sannkallaður draumur og eitthvað sem allt
skíðagöngufólk ætti að upplifa.Achensee er eitt af bestu
skíðagöngusvæðum Austurríkis. Skíðabrautir svæðisins eru
á öllum erfiðleikastigum og henta því bæði byrjendum sem og
lengra komnum. Gist verður á 4* hóteli í bænum Pertisau.
Verð: 199.900 kr. á mann í tvíbýli.
Mjög mikið innifalið!
sp
ör
eh
f.
17. - 24. febrúar
Fararstjórar: Anna Sigríður Vernharðsdóttir
& Katrín Árnadóttir
ÁgönguskíðumviðAchensee
SVIÐSLJÓS
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Málfríður Þorleifsdóttir, íslensk kona
búsett í Danmörku, fékk í gær sex
mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir
aðild sína að „kannabissúkkulaði-
málinu“, einu umtalaðasta fíkniefna-
máli síðari tíma í Danmörku. Hún
segir að dómurinn sé í takt við það
sem hún átti von á, en saksóknari
hafði farið fram á að Málfríður yrði
dæmd í þriggja ára fangelsi.
Auk Málfríðar voru fjórir sakborn-
ingar í málinu, einn þeirra er Claus
„Moffe“ Nielsen, sem fór fyrir hópn-
um sem framleiddi og seldi kannabis-
olíu í lækningaskyni, og settu þau
m.a. olíuna í súkkulaðidropa sem
Málfríður framleiddi. Þau fengu öll
sama dóm, fyrir utan Nielsen sem
fékk sex mánuði óskilorðsbundna og
eitt ár skilorðsbundið.
Í viðtali sem birtist í Morgun-
blaðinu og á mbl.is 1. nóvember síð-
astliðinn lýsti Málfríður þætti sínum í
málinu og tilurð þess að hún fór að
framleiða og selja kannabis í sam-
vinnu við Nielsen. Faðir hennar, Þor-
leifur Guðmundsson sjómaður,
greindist með krabbamein í maga og
vélinda árið 2014 og þau verkjalyf
sem honum voru gefin slógu ekki á
óþægindi hans. Hann hafði heyrt að
krabbameinssjúklingar neyttu
kannabisolíu sem verkjastillandi lyfs
með góðum árangri og bað Málfríði
að útvega sér efnið. „Mér fannst
virkilega erfitt að vera beðin að gera
eitthvað ólöglegt en á sama tíma hik-
aði ég ekki eina sekúndu þegar hann
bað mig um þetta; ég hefði gert hvað
sem var til að láta honum líða betur,“
sagði Málfríður í viðtalinu.
Hún fékk kannabisolíu hjá Nielsen,
kom henni til föður síns, og neysla
olíunnar gerði líðan hans bærilegri
síðustu mánuðina sem hann lifði. Í
kjölfarið fóru þau Málfríður og Niel-
sen í samstarf ásamt þremur öðrum
um að framleiða og selja kannabisolíu
til krabbameinssjúklinga og fólks
með MS-sjúkdóminn, gigt og aðra
kvalafulla sjúkdóma. Sala og dreifing
á kannabisefnum er ólögleg í Dan-
mörku, upp komst um athæfið í sept-
ember í fyrra og í kjölfarið voru
fimmmenningarnir ákærðir fyrir brot
á dönsku fíkniefnalöggjöfinni og á
læknalögum landsins, en þau aug-
lýstu og seldu kannabisolíuna sem lyf.
Ber ábyrgð á eigin gjörðum
Málfríður og hinir sakborningarnir
voru dæmd fyrir brot á 191. grein
dönsku hegningarlaganna sem kveð-
ur á um sölu á fíkniefnum og getur
brot á þessari grein varðað allt að tíu
ára fangelsi. Með því að hafa verið
dæmd fyrir brot á þessari grein er
henni m.a. ekki heimilt að ferðast til
Bandaríkjanna, en þar á hún marga
vini. „Ég er ekkert ósátt við dóminn,
að sjálfsögðu ber ég ábyrgð á mínum
gjörðum eins og annað fullorðið fólk.
En ég er vissulega leið yfir því að
hann mun hafa ýmsar afleiðingar fyr-
ir líf mitt,“ segir Málfríður.
Hún segir að í dómsorði hafi dóm-
ari komist svo að orði að augljóst væri
að fimmmenningarnir hefðu aldrei
ætlað að hagnast fjárhagslega á söl-
unni á kannabisolíunni og ljóst væri
að þau hefðu selt olíuna til að lina
þjáningar sjúklinga. Það hefði verið
metið þeim til refsilækkunar. „Svo
hefur ekkert okkar fengið dóm áður
og við höfum öll sýnt að við erum
heiðvirðir borgarar og ekki líkleg til
að brjóta aftur af okkur.“ Spurð hvort
hún eða hinir sakborningarnir ætli að
áfrýja dómnum segist Málfríður ekki
eiga von á því.
„Líf æðra lögum“
Talsvert hefur verið fjallað um
málið í dönskum fjölmiðlum, enda
hefur verið mikið rætt í Danmörku
um hvort leyfa eigi notkun kannabis-
efna í lækningaskyni. Um áramótin
munu ný lög taka gildi þar í landi sem
kveða á um að næstu fjögur árin,
fram til ársins 2022, verði tilteknum
sjúklingahópum gefinn kostur á að fá
kannabisolíu í lækningaskyni og
verður grannt fylgst með fram-
kvæmdinni og hvort tilefni sé til að
fyrirkomulagið verði að varanlegum
lögum. Að sögn Málfríðar var nokkur
fjöldi fjölmiðlafólks samankominn við
dómshúsið í gær. Þá voru þar einnig
margir stuðningsmenn fimmmenn-
inganna, sumir þeirra eru eða hafa
verið krabbameinssjúkir og fengið
kannabisolíu hjá þeim. Margir báru
merki sem á stóð „Liv over lov“ eða
„Líf æðra lögum“. „Kona sem var
með brjóstakrabbamein og fékk
kannabissúkkulaði hjá okkur bjó
þessi merki til handa okkur í þakk-
lætisskyni,“ segir Málfríður.
Hún segir að í ljósi laganna, sem
taka eigi gildi um áramótin, hyggist
hópurinn nú skoða hvort þau muni
leita leiða til að selja kannabisefni í
lækningaskyni löglega. „Mér skilst að
hægt sé að sækja um leyfi til að fram-
leiða kannabis í lækningaskyni og það
er nokkuð sem við viljum kanna. Við
kunnum þetta a.m.k. nokkuð vel,“
segir Málfríður og hlær.
Sérðu eftir því sem þú gerðir? „Ég
sé ekki eftir því að hafa hjálpað
pabba, að hafa keypt olíuna fyrir
hann. En ég hefði staðið öðruvísi að
málum varðandi söluna til sjúkling-
anna, ég hefði líklega beðið eftir að
þessi sala yrði lögleg.“
„Ég er ekkert ósátt við dóminn“
Málfríður fékk sex mánuði á skilorði vegna aðildar sinnar að kannabissúkkulaðimálinu í Danmörku
Dómari sagði ljóst að tilgangurinn hefði ekki verið að græða „Sé ekki eftir að hafa hjálpað pabba“
Dómshús „Moffe“ ræddi við fjölmiðlafólk við héraðsdóminn í Holbæk í gær.
Ljósmynd/Málfríður Þorleifsdóttir
Skilorðsbundinn dómur Málfríður var í gær dæmd vegna aðildar sinnar að umtöluðu fíkniefnamáli í Danmörku.
Þrír slösuðust í sjö bíla árekstri á Holtavörðuheiði
um eittleytið í gærdag. Rauði krossinn opnaði fjölda-
hjálparstöð í Menntaskólanum í Borgarnesi vegna
slyssins þar sem farþegum þeirra bíla sem lentu í
árekstrinum var veittur sálrænn stuðningur frá sjálf-
boðaliðum Rauða krossins í Borgarfirði. Sjúkrabílar
og Björgunarsveitin Brák fluttu erlenda ferðamenn
og Íslendinga í fjöldahjálparmiðstöðina. Þeir þrír sem
slösuðust í árekstrinum voru fluttir á sjúkrahúsið á
Akranesi eða heilsugæslustöðina í Borgarnesi en
meiðsl þeirra eru minniháttar að sögn lögreglu.
Flytja þurfti fimm bíla í burtu með krana vegna
árekstrarins en heiðin var erfið yfirferðar að sögn
lögreglu. Þá sátu fleiri bílar ýmist fastir á heiðinni
eða fóru út af veginum.
Holtavörðuheiði var lokað í kjölfar slyssins og var
hún lokuð það sem eftir lifði dags en hjáleið var opin
um Laxárdalsheiði og Bröttubrekku eða Heydal.
Vegum var víða lokað vegna veðurs en bæði Mosfells-
heiði, Lyngdalsheiði og Fjarðarheiði voru lokaðar í
gær. Þá voru Klettháls, Víkurskarð, Hófaskarð og
Mývatns- og Möðrudalsöræfi einnig lokuð.
Árekstur á Holtavörðuheiði
Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson
Sjö bílar rákust saman Vegir lokaðir víða um land