Morgunblaðið - 24.11.2017, Síða 10

Morgunblaðið - 24.11.2017, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2017 www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ Transporter hefur fylgt kynslóðum af fólki sem hefur þurft á traustum og áreiðanlegum vinnuþjarki að halda sem leysir krefjandi og fjölbreytt verkefni. Hann er með fullkominni stöðugleikastýringu og spólvörn og sjö þrepa sjálfskiptingu. Volkswagen Transporter kostar frá 4.040.000 kr. (3.232.000 kr. án vsk) BYGGIR Á TRAUSTUM GRUNNI Volkswagen Transporter 4Motion FJÓRHJÓLADRIFI FÁANLEGURMEÐ Við látum framtíðina rætast. Til afhendingar strax! Smart jólaföt, fyrir smart konur Holtasmári 1 201 Kópavogur sími 571 5464 Str. 38-52 mýrarbrautar var 87,1% á 3. fjórð- ungi í ár, borið saman við 89,3% á 2. fjórðungi. Hlutfallið hefur sveiflast milli fjórðunga. Fara þarf aftur til 3. fjórðungs 2014 til að finna hærra hlutfall en á 3. fjórðungi í ár. Það var 88,3% á 3. fjórðungi 2014. Frá öðrum fjórðungi 2006 hefur hlutfall einstaklinga í kaupunum orðið hæst á 2. fjórðungi 2011, eða 96,5% en lægst á 4. fjórðungi 2012, eða 76,4%. Hlutfall fyrirtækja í kaupum á íbúðum vestan Kringlu- mýrarbrautar hefur þannig verið frá 3,5% til 23,6% á tímabilinu. Þá er það sala fyrirtækja til ein- staklinga annars vegar og sala ein- staklinga til fyrirtækja hins vegar vestan Kringlumýrarbrautar. Sé sú sala skoðuð kemur í ljós að frá upp- hafi 2. fj. 2006 er nokkuð jafnvægi þar á milli. Frá lokum árs 2010 til lok árs 2012 eru einstaklingar að kaupa meira af fyrirtækjum en öfugt. Frá árslokum 2012 og fram á mitt ár 2015 er þetta í jafnvægi en frá miðju ári 2015 til ársbyrjunar 2017 eru fyrirtæki að kaupa meira af einstak- lingum en öfugt. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Hlutfall einstaklinga í kaupum á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæð- inu hefur farið hækkandi á síðustu misserum. Það var 93,6% á 3. árs- fjórðungi í ár sem er hæsta hlutfallið síðan á 2. fjórðungi 2012. Þetta má lesa úr gögnum Þjóð- skrár Íslands. Íbúðakaupin eru sett í fjóra flokka eftir seljanda og kaupanda; einstak- lingur selur einstaklingi, fyrirtæki selur einstaklingi, einstaklingur sel- ur fyrirtæki og fyrirtæki selur fyrir- tæki. Sem áður segir var hlutfall ein- staklinga af kaupendum á 3. fjórðungi í ár alls 93,6%. Til samanburðar fór þetta hlutfall niður í 86,6% á 4. fjórðungi 2014. Hlutfallið hefur þrisvar verið lægra síðan á 2. fjórðungi 2006. Það var 86% á 4. fjórðungi 2009, 83,2% á 1. fjórðungi 2009 og 80,7% á 4. fjórð- ungi 2008. Af þessu leiðir að á 4. fjórðungi 2008 var hlutfall fyrir- tækja í kaupum á íbúðum á höfuð- borgarsvæðinu 19,3%. Má leiða líkur að því að efnahagshrunið haustið 2008 hafi haft þar áhrif. Hlutfallið frá 4,3% til 19,3% Hefur hlutfall fyrirtækja í kaup- um á íbúðum á svæðinu verið frá 4,3% til 19,3% frá 2. fjórðungi 2006. Þjóðskrá Íslands sundurgreinir kaup og sölu á íbúðum á höfuð- borgarsvæðinu eftir svæðum. Sé skoðað hverjir eiga viðskipti vestan Kringlumýrarbrautar er út- koman dálítið frábrugðin því sem hún er á höfuðborgarsvæðinu öllu. Hlutfall einstaklinga í kaupum á íbúðarhúsnæði vestan Kringlu- Hlutfall einstaklinga í íbúðarkaupum eykst  Hefur farið hækkandi á höfuðborgarsvæðinu undanfarið Morgunblaðið/Sigurður Bogi Reykjavík Horft yfir Múlahverfið. Viðskipti vestan Kringlumýrarbrautar Heimild: Þjóðskrá Íslands 20 15 10 5 0 % 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 20162006 2017 2. ársfj. 2006 til 3. ársfj. 2017 Fyrirtæki selur einstaklingi Einstaklingur selur fyrirtæki Hlutfall einstaklinga í íbúðarkaupum 2. ársfj. 2006 til 3. ársfj. 2017 Heimild: Þjóðskrá Íslands 100 95 90 85 80 75 % 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 20162006 2017 Höfuðborgarsvæðið Vestan Kringlumýrarbrautar Verjandinn í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni sagði við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun að málið væri að mörgu leyti margslungið. Hann sagði að frá upphafi hefði lög- reglan haft þá óra að um handrukkun hefði verið að ræða en í raun hefði skjólstæðingur hans verið að sækja verkfæri til Arnars Jónssonar Aspar. Sveinn Gestur er ákærður fyrir stór- fellda líkamsárás í tengslum við and- lát hans. Verjandinn sagði að verið væri að ákæra mann fyrir líkamsárás sem leiddi til dauða og að til að hægt væri að dæma hann sekan yrði að vera fyr- ir hendi ásetningur um að ráðast á Arnar og gáleysi þannig að árásin hefði leitt til dauða. Hann sagði ljóst að Sveinn Gestur hefði ekki ráðist á Arnar heldur hefði árásin þegar verið hafin og nefndi að hann hefði hringt í Neyðarlínuna eftir aðstoð. Einnig hefði hann stöðugt verið á flótta af vettvangi frá Arnari og síðar reynt að endurlífga hann. Verjandinn sagði mikinn vafa leika á því hvort Sveinn Gestur hefði lamið Arnar og haldið honum með hálstaki. Jafnvel þótt það teldist sannað léki vafi á hvort hann hefði valdið honum alvarlegum skaða, til dæmis með brotnu skjaldkirtilsbrjóski og nef- broti sem Arnar hlaut. Fjölmörg önn- ur atvik hefðu getað leitt til skaðans. Verjandinn vísaði í vitnisburð rétt- armeinafræðings sem hefði staðfest að það eina sem gat dregið Arnar til dauða eitt og sér hefði verið æsings- óráðsheilkenni og lyfjaeitrun. Hann sagði æsingsóráðsheilkenni ekki koma upp af sjálfu sér. Undir- liggjandi geðsjúkdómar, lyfjanotkun og fleiri mögulegar aðstæður gætu vakið það en Arnar var með grein- ingu um ofsóknargeðklofa og stóran skammt af amfetamíni í blóðinu. Verjandinn gerði þá kröfu að Sveinn Gestur yrði sýknaður. Fer fram á 4 til 5 ára fangelsi Saksóknari fer fram á fjögurra til fimm ára fangelsi yfir Sveini Gesti. Einnig er farið fram á að hann greiði samtals um 54 milljónir króna í bæt- ur. Fram kom í máli saksóknara í gær að líkamsárásin í Mosfellsdal hefði verið gróf og Arnar hefði verið í þannig stöðu að hann hefði enga björg getað sér veitt. Afleiðingarnar væru óafturkræfar og einnig miklar fyrir aðstandendur Arnars. Sveinn hefði í aðalmeðferðinni í gær reynt að koma sök yfir á annan mann og fegra sinn hlut. freyr@mbl.is Mál Sveins Gests margslungið  Verjandi Sveins fer fram á sýknu í Mosfellsdalsmálinu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.