Morgunblaðið - 24.11.2017, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 24.11.2017, Qupperneq 12
Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2017 Gjafir sem gle ðja Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is ljós og lampar Flos 2097 Gino Sarfatti, 1958 Verð frá 199.000,- Spunlight T2 Sebastian Wrong, 2003 Verð frá 139.000,- Ray F2 Rodolfo Dordoni, 2006 Verð 199.000,- ARCO Led Achille & Pier Giacomo Castiglioni 1962 Verð 299.000,- Taccia small Achille & Pier Giacomo Castiglioni 1962 Verð 129.000,- Smithfield S Jasper Morrison, 2009 Verð frá 119.000,- FLOS 265 Paolo Rizzatto 1973 Verð 110.000,- Romeo Louis II S2 Philippe Starck 2003 Verð 233.000,- Rosy angelis, Philippe Starck 1994 Verð 69.900,- Bonjour Philippe Starck Verð frá 44.800,- MISS K. Philippe Starck 2003 Verð 38.900,- Morgunblaðið/Hari Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Gefðu þér tíma til að upplifaog taka eftir er þema ljós-myndaviðburðar Ragnheið-ar Arngrímsdóttur list- ljósmyndara sem opnuð verður kl. 15 sunnudaginn 26. nóvember í Klíník- inni, Ármúla 9. Hún kýs fremur að tala um viðburð eða upplifun en sýningu, enda verði stemningin með allt öðrum brag en á þeim fjórum einkasýningum sem hún hefur haldið í áranna rás. „Hægt er að taka ljósmyndir á marga vegu og í mismunandi tilgangi. Erlendis tíðkast meira en hér á landi að fólk kaupi ljósmyndir sem listaverk á vegg. Viðhorfin hafa þó breyst og Ís- lendingar eru í vaxandi mæli að opna augun fyrir að ljósmyndin getur verið listaverk. Í gegnum tíðina hef ég yfir- leitt selt mörg eintök af myndunum mínum en núna ætla ég að taka fyrsta skrefið í þá átt að bjóða þær eins og listaverk og geri því aðeins örfá eintök af hverri,“ segir Ragnheiður. Kjarninn sem skiptir máli Ljósmyndirnar eru nánast splunkunýjar, átta talsins, flestar um 1.20 x 80 cm, unnar með margs konar tækni og teknar gagngert fyrir við- burðinn. Ragnheiður segir hugmynd- ina að ljósmyndasyrpunni eiga rætur að rekja til hraðans í þjóðfélaginu, en innblásturinn sé aftur á móti andstæða hans; friðsældin. „Í erli dagsins þeytist lífið áfram á ógnarhraða og mitt í allri ringulreið- inni þurfum við að finna þann kjarna sem skiptir okkur mestu máli og gleð- ur okkur,“ segir Ragnheiður um pæl- ingarnar að baki ljósmyndunum. Sjálf kveðst hún undir sömu sök seld og flestir að gleyma að staldra við, skoða í kringum sig og njóta augna- bliksins. „Sumar myndirnar eru bjart- ar og draumkenndar, aðrar tók ég á dimmum stað, en þá beitti ég til dæmis þeirri tækni að smella mörgum sinn- um af ljósum og fá þannig hreyfingu í myndina. Stundum hafði ég ljósopið opið í smátíma til að myndefnið væri ekki í fókus, svolítið órætt og kallaði fram mismunandi tilfinningar hjá áhorfandanum.“ Ragnheiður segir að í sínum huga marki ljósmyndirnar á sýningunni ákveðið upphaf. Þær séu partur af uppgjöri hennar við hið liðna, nokkurs konar sjálfskoðun því ýmsir erfiðleikar hafi steðjað að sem hafi kennt henni að meta það sem skiptir máli betur en ella. „Eins og bara gerist og gengur í lífinu. Það skiptast á skin og skúrir,“ segir hún og fer ekki nánar út í þá sálma. Hliðarsýning á chromolux- ljósmyndum Ragnheiður starfaði í þrettán ár sem flugmaður og flugkennari, síðustu árin hjá Atlanta-flugfélaginu. Eftir að hún eignaðist yngsta son sinn af þrem- ur sneri hún við blaðinu, keypti sér al- vöruljósmyndavél og lærði list- ljósmyndun, fyrst í NYIP, New York Institude of Photography, og síðar Ljósmyndaskóla Íslands. Hún hefur verið sjálfstætt starfandi ljósmyndari frá árinu 2012, en þá gaf hún út ljós- myndabókina Fólkið í landinu og hef- ur haldið fjölda námskeiða í ljós- myndun. Á annarri hæð Klíníkurinnar sýn- ir Ragnheiður samhliða á annan tug ljósmynda, sem unnar eru með chromolux-tækni, sem felst í að brenna myndirnar í álplötur. Þær ljós- myndir eru til sýnis á vegum sprota- fyrirtækisins Fantoma images, sem hún stofnaði fyrir ári ásamt Evu Magnúsdóttur. Að staldra við og njóta augnabliksins „… og mitt í allri ringulreiðinni þurfum við að finna þann kjarna sem skiptir okkur mestu máli og gleður okkur,“ segir Ragnheiður Arngrímsdóttir listljósmynd- ari m.a. um pælingarnar að baki ljósmyndasyrpu sem hún sýnir í Klíníkinni. Hrútur Ein ljósmyndanna á hliðarsýningunni sem Ragnheiður vann með svokallaðri chromolux-tækni. Hug- myndin á rætur að rekja til hraða nú- tímans, inn- blásturinn er and- stæðan; friðsældin. Fuglinn fljúgandi Ljósmyndirnar eru unnar með blandaðri tækni. Listljósmyndarinn Ragn- heiður sýnir átta splunku- nýjar ljósmyndir og á annan tug verka sem hún hefur tekið á liðnum árum af ís- lenskri náttúru og eru unn- ar með chromolux-tækni. Ljósmyndaviðburður Ragnheið- ar í Klíníkinni stendur yfir í viku. Opið alla daga frá 11-19 og allir vel- komnir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.