Morgunblaðið - 24.11.2017, Page 18

Morgunblaðið - 24.11.2017, Page 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2017 KRINGLU OG SMÁRALIND BLACKFRIDAY FRÁBÆRTILBOÐALLAHELGINA 30% AFÖLLU BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Nú er unnið að nýrri grunnsýningu Sjóminjasafnsins í Reykjavík, Borg- arsögusafni, sem áformað er að verði opnað vorið 2018. Unnið er með hol- lenska fyrirtækinu KossmannDe- Jong, sem er heimþekkt fyrirtæki á sviði sýningahönnunar. Sýningin sem nú er í Sjóminja- safninu var opnuð árið 2006. Aðsókn hefur verið ágæt og farið vaxandi í samræmi við uppgang svæð- isins á Granda. Áætlað er að að- sókn aukist að mun með nýrri sýningu. Nýja sýningin verður mjög ólík þeirri gömlu en þó er að því stefnt að nokkrir gripir, sem þar eru, verði á nýju sýningunni. Vinna við nýju sýninguna hófst ár- ið 2015 og er handriti og hönnun lok- ið, samkvæmt upplýsingum Sigrún- ar Kristjánsdóttur sýningarstjóra. Leitast er við að lýsa uppgangi og sögu helsta atvinnuvegar þjóðar- innar sem jafnframt er saga tækni, einstaklinga og menningar. Vandað verður til verka og horft til reynslunnar af Landnámssýning- unni í Aðalstræti sem hefur staðist vel tímans tönn, að sögn Sigrúnar. Til að gera upplifun gesta sem áhrifaríkasta verða notaðar sem flestar miðlunarleiðir í sýningunni, auk hefðbundins texta verða kvik- myndir, viðtöl, frásagnir og marg- miðlun af ýmsu tagi. Sigrún segir að víðtækt samráð hafi verið haft við fólk úr mörgum áttum: notendur og sérfræðinga af ólíkum sviðum; sagn- fræðinga, þjóðfræðinga, líffræðinga, sjómenn, hönnuði, kvikmyndagerð- arfólk og sérfræðinga á sviði marg- miðlunar og fleiri. Efnt hefur verið til samstarfs við ólíka aðila sem leggja ýmislegt til sýningarinnar svo sem: Hafrann- sóknastofnun, Háskóla Íslands, Há- skólann á Akureyri, og önnur söfn. Jafnframt samtök eins og Sjó- mannadagsráð, Sjávarklasann og ýmis fyrirtæki sem starfa á sviði sjávarútvegs, svo sem Faxaflóahafn- ir, Eimskip, 66°Norður, HB Granda, Hampiðjuna og fleiri. Sigrún segir að verið sé að vinna að 5 stuttum kvikmyndum fyrir sýn- inguna og taka viðtöl um reynslu fólks af ólíkum toga. Textahöfundur eru að störfum og listar yfir gripi og ljósmyndir tilbúnir. Í byrjun desem- ber verður gamla sýningin tekin nið- ur og hafist handa við lagfæringar á húsnæði og svo uppsetningu sýning- arinnar á vormánuðum. Vegna hinnar nýju sýningar verð- ur ráðist í breytingar á húsnæði safnsins. Það er verið að stækka sýn- ingarrými og minnka skrifstofurými sem því nemur. „Það þarf að aðlaga húsið sýningunni að einhverju leyti en einnig var komið að viðhaldi á ýmsum þáttum,“ segir Sigrún. Reykjavíkurborg stendur þétt að baki verkefninu að sögn Sigrúnar og hefur m.a. sett fjármagn í fjárfest- ingaáætlun borgarinnar, til endur- nýjunar á húsnæði safnsins. Ráðgert er að sýningin standi í allt að 15 ár. Henni er ætlað að höfða til ólíkra hópa gesta, svo sem yngri kynslóða sem hafa minni tengsl við sjávarútveg en áður, íslenskra og er- lendra gesta borgarinnar og vera heimavöllur atvinnugreinarinnar. „Sjávarútvegur og siglingar eru lykilatriði í sögu Íslands og hafa mót- að Reykjavík. Brýnt er að halda þeirri mikilvægu sögu til haga. Sjó- minjasafnið verður hornsteinn í miðl- un sögu borgarinnar á þessum geira atvinnulífs og menningar,“ segir Sig- rún. Sjósókn sýnd með nýrri tækni  Unnið er að nýrri grunnsýningu Sjóminjasafnsins í Reykjavík  Til að gera upplifun gesta sem áhrifaríkasta verður notuð fullkomnasta margmiðlunartækni  Stefnt er að opnun vorið 2018 Tölvuteikning/KossmannDeJong Nýjasta tækni Með nýjustu margmiðlunartækni verður leitast við að lýsa uppgangi og sögu helsta atvinnuvegar þjóðarinnar í gegnum aldirnar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Börn á Sjóminjasafninu Íslendingar hafa með heimsókn í safnið getað skyggnst aftur í aldir og barið augum frumstæðan búnað forfeðra sinna. Sigrún Kristjánsdóttir Húsvirki hf. átti hæsta tilboðið í bygg- ingarétt og kaup á íbúðum á lóðinni nr. 1 við Hallgerðargötu á Kirkju- sandii. Fyrirtækið bauð 676 milljónir króna. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar stóð að útboðinu og voru tilboð opnuð í gærmorgun. Alls bárust fimm tilboð. Módís ehf. átti næsthæsta tilboðið, 565 milljónir, Mannverk ehf. bauð 369 miljónir, Kaflar ehf. buðu 240 milljónir og Spennt ehf. 65 milljónir. Hæsta boðið var nokkuð yfir áætlun borgarinnar, sem var 550 milljónir. Fram kemur í auglýsingu að á lóð- inni Hallgerðargata 1 verði heimilt að byggja allt að 82 íbúðir, um 6.800 fer- metrar auk 6.150 fermetra kjallara- rými með bílageymslum. Reykjavík- urborg hyggst kaupa 20 íbúðir á lóðinni fyrir Félagsbústaði. Þá mun sá verktaki sem hreppir verkið byggja 650 fermetra ungbarnaskóla fyrir borgina. Hluti lóðarinnar verður nýttur fyrir skólann. Á svokallaðri Strætólóð á Kirkju- sandi er áformað að byggja 300 íbúðir af öllum stærðum og gerðum á 9 lóð- um. Heildarstærð húsnæðis ofanjarð- ar verður um 79.000 fermetrar. Nið- urrifi atvinnuhúsnæðis á svæðinu er lokið. Bjargi íbúðafélagi, sem er húsnæð- issjálfseignarstofnun ASÍ og BSRB, hefur áður verið úthlutað byggingar- réttt á við Hallgerðargötu en þar er gert ráð fyrir 63 íbúðum. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Hanna Kirkjusandur Atvinnuhúsnæði sem var á reitnum var rifið í sumar. Bauð 676 milljónir í lóð á Kirkjusandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.