Morgunblaðið - 24.11.2017, Page 22

Morgunblaðið - 24.11.2017, Page 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2017 stéttum, svo sem læknar, hjúkr- unarfræðingar, sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar, félagsráðgjafar, og eft- ir atvikum sál-, íþrótta-, talmeina- og næringarfræðingar. Vandi hvers sjúklings getur verið marg- þættur svo stundum kemur til að- stoð fagfólks í fleiri en einum hópi. „Meðalaldur sjúklinga hér er um 50 ár, svo yfirleitt er þetta fólk sem á mikið inni. Hagur samfélagsins er þá auðvitað að þetta fólk komist sem fyrst aftur út í lífið,“ segir Birgir. Afskiptir hópar Á síðustu árum hafa komið til meðferðar á Reykjalundi tveir nýir hópar skjólstæðinga sem Birgir Gunnarsson tiltekur sérstaklega. Annar þeirra er fólk með áunninn heilaskaða, svo sem eftir slys. Þetta hefur verið afskiptur hópur í heilbrigðiskerfinu sem þarf þó eigi að síður margs með. Reykjalundur fékk tímabunda fjárveitingu til að sinna þessum sjúklingahópi en svo var hún felld niður. Hinn hópurinn er fólk sem hefur vegna krabba- meins þurft mergskipti eða stofn- frumumeðferð en endurhæfing vegna hennar er yfirleitt nauðsyn- leg. Nokkur ár eru síðan þessari þjónustu var bætt inn í starfsemina á Reykjalundi og þá var reiknað með að skjólstæðingarnir yrðu einn eða tveir á ári, en eru orðnir 15-20 og verður ekki við unað nema fé sé veitt sérstaklega í þessa starfsemi. „Á meðan við höfum ekki fengið fastan samning við Sjúkratrygg- ingar um þessa meðferðarþjónustu er hún svolítið í lausu lofti. Sama má segja um starfsendurhæfingu fólks, sem hingað kemur eftir slys eða veikindi. Eftir fjölþætta með- ferð hér, sem getur spannað frá fjórum vikum til eins árs, hafa ótrúlega margir komist á beinu brautina.“ Leiti ekki í dýrasta úrræðið Birgir Gunnarsson segir að í heilbrigðisþjónustu sé mikilvægt að stokka núna spilin og skilgreina hlutina vel. Markmið þurfi að vera skýr. „Fólk ætti ekki að þurfa í jafnríkum mæli að leita á Landspít- alann, sem er jafnan dýrasta úr- ræðið. Þörf er á nýjum vinnubrögð- um í heilbrigðiskerfinu en til dæmis er fyrirkomulag í heilsu- gæslunni þannig í dag að allt mið- ast við að sjúklingar leiti til læknanna með erindi sem hjúkr- unarfræðingar, sjúkraþjálfarar, fé- lagsráðgjafar eða aðrar fagstéttir geta sinnt í mörgum tilvikum. Nálgunin á vanda hvers sjúklings þarf að vera þverfagleg,“ segir Birgir og heldur áfram: „Reykjalundur er vel mönnuð stofnun og á síðustu árum höfum við lagt okkur sérstaklega eftir að skapa hér fjölskylduvænan og eft- irsóttan vinnustað. Það hefur skilað sér í ánægðu starfsfólki sem skilar frábæru starfi. Besti og eini mæli- kvarðinn á ánægju starfsmanna er árleg könnun sem SFR og fjár- málaráðuneytið gera og í könnun þessa árs náði Reykjalundur fyrsta sætinu. Það er frábær árangur og í krafti þess viljum við sækja fram.“ Endurhæfing sjúkra er fundið fé  Aðeins helmingi beiðna á Reykjalundi er hægt að sinna  Heildstæð nálgun  Nýr samningur við Sjúkratryggingar Íslands er nauðsynlegur  Þörf er á nýjum vinnubrögðum í heilbrigðisþjónustu Morgunblaðið/RAX Velferð Birgir Gunnarsson forstjóri og Magnús Ólafsson, framkvæmdastjóri lækninga, í æfingasal á Reykjalundi. Reykjalundur » Um 2.000 beiðnir berast á ári hverjum um endurhæfingu sjúklinga að Reykjalundi. Reynslan er góð. » Beðnir um endurhæfingu þurfa að koma frá læknum. Þær eru af öllu landinu. » Mikil starfsánægja mælist á Reykalundi samkvæmt nýrri könnum sem gerð var fyrir SFR og fjármálaráðuneytið. Niður- staðan þar skilaði Reykjalundi viðurkenningunni Stofnun ársins 2017 » 8 meðferðarteymi, þar sem er stundað þverfaglegt starf með sjúklingum sem fólk úr ýmsum stéttum sinnir. Hug- ræn atferlismeðferð er sterkur þáttur í starfseminni. » Meðferðin fer fram 8-16 virka daga. Að Reykjalundi sól- arhringsdeild, það er legudeild fyrir þyngstu skjólstæðingana, það er þá sem mest þurfa með. SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Aðeins er hægt að sinna rúmlega helmingi beiðna sem berast frá læknum víðs vegar að af landinu um endurhæfingu skjólstæðinga þeirra á Reykjalundi, að sögn for- stjórans þar, Birgis Gunnarssonar. Tæplega 1.100 manns koma á ári hverju í meðferð á Reykjalundi og árangurinn af starfinu þykir góður. Heildstæð nálgun á vanda hvers sjúklings, það er að endurhæfingin sé bæði líkamleg og andleg, er áhersluþáttur í meðferðinni á Reykjalundi. Á hinn bóginn er mik- ilvægt að endurskoða þann samn- ing við Sjúkratryggingar Íslands sem stofnunin starfar eftir, svo þróa megi starfsemina betur áfram. Verði virkir þátttakendur „Kostnaður sem samfélagið legg- ur til endurhæfingar sjúkra er fundið fé. Hver króna kemur áttfalt til baka. Þjónustusamninginn sem við störfum samkvæmt og er í grunninn frá árinu 2000 þarf þó að endurbæta. Á þeim tíma sem liðinn er hefur þjóðinni t.d. fjölgað um 20% eða 60 þúsund manns. Í tæpan áratug hefur starfsemin hér verið svelt. Framlög til okkar voru skert um 20% eftir hrunið eða í kringum 300 milljónir króna á ári. Ekkert af þessu hefur skilað sér til baka, utan verðlagshækkanir,“ segir Birgir og heldur áfram: „Við höfum úr 1,8 milljörðum króna að spila á ári en þyrftum, til að byrja með, að fá skerðingu fyrri ára bætta svo staðan sé viðunandi. Á bak við þær tölur er fólk sem allt þráir að komast út í samfélagið aft- ur sem virkir þátttakendur.“ Meðferðarsviðin á Reykjalundi eru átta og eru kennd við geð- heilsu, gigt, hjarta, lungu, offitu, starfsendurhæfingu og tauga- og verkjaendurhæfingu. Sviðin og teymin skipa fólk úr ýmsum fag- Nýleg rannsókn Magnúsar Ólasonar, framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi og samstarfsfólks hans, sem greint er frá í vísindaritinu International Journal of Behavioural Medicine, staðfestir góðan árangur af endurhæfingarstarfi á stofnuninni. Myndaðir voru þrír 35-40 manna hópar þar sem fólk var spurt um reynslu sína af hugrænni atferlis- meðferð (HAM) sem mikið er beitt á Reykjalundi. Slík meðferð felst með- al annars í því að aðstoða fólk við að breyta neikvæðum hugsunum og at- ferli sem oft magnar og viðheldur þrálátum verkjum. Rætt var við fólk sem fékk þessa meðferð strax að henni lokinni, þá sem fengu ekki en klárlega þurftu – og svo þá sem fengu meðferðina svo og að einu og þremur árum liðnum frá meðferð. „Fólk sem fékk ekki hugræna meðferð var verr á vegi statt en hinir sem fengu. Munurinn er skýr. Fólki sem er fast í hörmungarhyggju og sér allt það versta í stöðunni eru takmörk sett í bataferli. Og þegar hugarfarið breytist ekki þá breyta verkjalyf litlu,“ segir Magnús sem hefur starfað á Reykjalundi í um 30 ár. Eðli starfseminnar segir hann hafa breyst mikið á þeim tíma. Starfið hafi verið styrkt jafnt og þétt og fagfólk skipi hvern póst. Fyrir vikið hafi þjónustan öll orðið markvissari og betri, en svigrúm skorti í samningum við ríkið til að þróa ýmsa þætti starfsins lengra. Þá sé ekki heldur hægt að bæta í starfið og hleypa að sjúklingahópum að sem ekki hafa átt kost á að fá endurhæfingu – þó að mikil þörf sé á því. Hugarfar verður að breytast RANNSÓKN STAÐFESTIR GÓÐAN ÁRANGUR ENDURHÆFINGAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.