Morgunblaðið - 24.11.2017, Page 26
26 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2017
Ullarnærföt
í útivistina
Þinn dagur, þín áskorunOLYMPIA
Sölustaðir:
Hagkaup • Fjarðarkaup • Útilíf • N1 • Vesturröst • Verslun Guðsteins Eyjólfssonar
Verslunin Bjarg, Akranesi • JMJ, Akureyri Verslunin Blossi, Grundafirði • Efnalaug Vopnafjarðar
Kaupfélag Skagfirðinga • Smart, Vestmannaeyjum • Kaupfélag V-Húnvetninga • Brúarsport, Borgarnesi
Verslun Bjarna Eiríkssonar, Bolungarvík • Efnalaug Dóru, Hornafirði
100%
Merino ull
Góð og hlý heilsársföt
Stærðir: S–XXL
Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | run@run.is | www.run.is
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Okkur hefur tekist að ná hag-
kvæmni í rekstri hjúkrunarheim-
ilanna sem við höfum tekið að okkur.
Sum þeirra voru áður rekin með
miklum halla,“ sagði Hálfdan
Henrysson, stjórnarformaður
Sjómannadagsráðs. Það rekur m.a.
Hrafnistuheimilin. „Við njótum hag-
kvæmni stærðarinnar. Innkaup eru
sameiginleg og eins yfirstjórnin. Við
erum með einn forstjóra, forstöðu-
mann fyrir hverju heimili og frábært
starfsfólk sem er algjörlega í sér-
flokki.“
Hálfdan tók við formennsku Sjó-
mannadagsráðs af Guðmundi Hall-
varðssyni 11. maí í vor. Þá hafði
Hálfdan setið í stjórninni frá haust-
inu 1993 og einnig ritstýrt Sjó-
mannadagsblaðinu um tíma. Þess
má geta að faðir Hálfdans, Henry
Hálfdansson, var fyrsti formaður
Sjómannadagsráðs og gegndi emb-
ættinu frá 1937 til 1961. Hann hafði
m.a. forgöngu um stofnun
sjómannadagsins sem nú er lögskip-
aður frídagur sjómanna. Sjómanna-
dagurinn var fyrst haldinn hátíðleg-
ur 1938 við mjög góðar undirtektir. Í
framhaldinu fór Sjómannadagsráð
að huga að högum aldraðra sjó-
manna.
Aldraðir sjómenn í vanda
„Þá var gengið hús úr húsi að
rukka félagsgjöld og þannig komust
menn að því að ástandið hjá mörgum
öldruðum sjómönnum var mjög erf-
itt,“ sagði Hálfdan. Stefnuskrár-
nefnd lagði til að byggt yrði dvalar-
heimili fyrir aldraða sjómenn og
Hrafnista var reist.
Rekstur Hrafnistuheimilanna hef-
ur um árabil verið helsta verkefni
Sjómannadagsráðs. Það á hjúkr-
unar- og dvalarheimili Hrafnistu í
Reykjavík og Hafnarfirði. Gerðir
hafa verið samningar við Kópavog
um rekstur hjúkrunarheimilis í
Boðaþingi, Garðabæ um rekstur
Ísafoldar og Reykjanesbæ um Nes-
velli og Hlévang. Auk þess rekur
dótturfélag Sjómannadagsráðs,
Naustavör ehf., þjónustu- og örygg-
isíbúðir fyrir 60 ára og eldri í
Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði.
Fyrstu árin kom ríkið ekki að
greiðslu daggjalda og þá var Hrafn-
ista fyrst og fremst opin sjómönn-
um. Síðar kom ríkið að rekstrinum
og í dag ræður færni- og heilsumats-
nefnd því hverjir fá varanlega bú-
setu á hjúkrunar- og dvalarheim-
ilum Hrafnistu sem annarra.
Stærsta verkefnið til þessa
Tekin var skóflustunga í fyrradag
að 21 þúsund fermetra öldrunarsetri
við Sléttuveg í Reykjavík. Þar verð-
ur reist hjúkrunarheimili fyrir 99
íbúa, 1.500 fermetra þjónustu-
miðstöð og 14 þúsund fermetra fjöl-
býlishús með 140 leiguíbúðum. Öldr-
unarsetrið í Fossvogi er stærsta
einstaka verkefnið sem Sjómanna-
dagsráð hefur ráðist í á 80 árum.
Ríkið og Reykjavíkurborg reisa og
eiga hjúkrunarheimilið en Hrafnista
mun sjá um reksturinn. Hjúkrunar-
heimilið á að taka til starfa árið 2019,
þjónustumiðstöðin skömmu síðar og
þá íbúðirnar. Reiknað er með að
jarðvegsvinna hefjist í byrjun des-
ember. Byggingarframkvæmdir
verða boðnar út fljótlega.
„Það eru ellefu ár síðan við feng-
um lóðina og við höfum beðið eftir að
geta hafið framkvæmdir. Þetta er
langur tími hjá þeim sem bíða eftir
að komast á hjúkrunarheimili,“
sagði Hálfdan. Sjómannadagsráð
mun eiga og reka þjónustumiðstöð-
ina en Reykjavíkurborg leigja stór-
an hluta hennar fyrir félagsstarf o.fl.
Áætlað er að fjárfesting Sjómanna-
dagsráðs í öldrunarsetrinu verði um
fimm milljarðar auk þess sem tæpir
þrír milljarðar fara í hjúkrunar-
heimilið, samtals um átta milljarðar.
Happdrætti DAS hefur gegnt lyk-
ilhlutverki við fjármögnun fram-
kvæmda Sjómannadagsráðs og við-
halds eigna. Happdrættið hefur lagt
fram rúma sex milljarða króna til
þess frá upphafi. Auk þess hefur fé
komið úr sjóðum Sjómannadagsráðs
sem m.a. hefur tekjur af útleigu
Laugarásbíós.
Mjög umfangsmikill rekstur
Rekstur Sjómannadagsráðs og
dótturfyrirtækja þess er mjög um-
fangsmikill. Um 1.200 manns eru á
launaskrá en fastir starfsmenn eru
um 800. Framkvæmdir við lagfær-
ingar Hrafnistu í Hafnarfirði að inn-
an eru að hefjast en húsið er 40 ára
gamalt. Þakið var endurnýjað í sum-
ar. Búið er að lagfæra Hrafnistu í
Reykjavík að innan.
„Við höfum fengið leyfi til að hefja
byggingu íbúða á lóð Hrafnistu í
Hafnarfirði sem við reiknum með að
verði leiguíbúðir,“ sagði Hálfdan.
Hann sagði að íbúðirnar gætu mögu-
lega orðið allt að 100 talsins. „Við
sóttum um leyfi til að reisa þar
hjúkrunarheimili, en fengum það
ekki.“
Hrafnista rekur hjúkrunarheimili
í Boðaþingi en Kópavogskaupstaður
á húsnæðið. Þar er pláss fyrir 44.
Leyfi er til að stækka húsnæðið um
46 rými.
„Okkur finnst Kópavogur hafa
dregið lappirnar í að hefja fram-
kvæmdir við stækkunina,“ sagði
Hálfdan. „Þessi rekstrareining hef-
ur verið mjög óhagstæð og rekin
með tapi allt frá upphafi. Það lendir
á okkur. Við rekum þetta ekki lengi
með tapi.“ Hann sagði að stækkun
um 25 rými myndi mæta mikilli þörf
fyrir hjúkrunarrými og um leið gera
eininguna í Boðaþingi rekstrarhæfa.
Á góðu stími fyrir sjómenn í 80 ár
Sjómannadagsráð er umfangsmikið í rekstri hjúkrunar- og dvalarheimila Sex heimili í fimm
sveitarfélögum 1.200 manns á launaskrá Risastór framkvæmd hafin á 80 ára afmælinu
Sléttuvegur í Fossvogi Framkvæmdir eru að hefjast við 21.000 fermetra öldrunarsetur. Þar verður hjúkr-
unarheimili fyrir 99 manns, þjónustubygging og 140 leiguíbúðir fyrir aldraða á vegum Hrafnistu.
Stéttarfélög
sjómanna í
Reykjavík og
Hafnarfirði
stofnuðu Sjó-
mannadags-
ráð 25. nóv-
ember 1937,
fyrir 80 árum,
til að standa
fyrir árlegum
sjómannadegi. Henry Hálf-
dansson var fyrsti formaður.
1938 Sjómannadagurinn fyrst
haldinn 6. júní.
1939 Ákveðið að Sjómanna-
dagsráð beitti sér fyrir bygg-
ingu dvalarheimilis fyrir aldr-
aða sjómenn (DAS).
1954 Happdrætti DAS stofnað.
Það hefur verið mikilvægasti
bakhjarl byggingarfram-
kvæmda Sjómannadagsráðs
auk veglegra gjafa frá velunn-
urum.
1956 Hafinn rekstur kvik-
myndahúss í Laugarási.
1957 Hrafnista í Laugarási tek-
in í notkun á sjómannadeginum
2. júní.
1960 Laugarásbíó, nýtt kvik-
myndahús við hlið Hrafnistu,
tekið í notkun til að afla fjár til
framkvæmda og styrkja sjó-
menn til dvalar á Hrafnistu.
1964 Sjómannadagsráð keypti
jörðina Hraunkot, nú Hraun-
borgir, í Grímsnesi þar sem nú
er mikil frístundabyggð.
1977 Hrafnista í Hafnarfirði
tók til starfa á sjómannadag.
1987 Lög sett um sjómanna-
daginn sem almennan frídag
sjómanna og fánadag.
2002 Hrafnista tekur við
hjúkrunarheimilum í Víðinesi
og á Vífilsstöðum.
2004 60 rýma hjúkrunarálma
í Reykjavík og 64 leiguíbúðir í
Hafnarfirði teknar í notkun.
2007 24 leiguíbúðir í Reykja-
vík teknar í notkun.
2010 Hrafnista í Kópavogi tek-
ur til starfa.
2014 Hrafnista tekur við
rekstri á nýju hjúkrunarheimili
í Reykjanesbæ. 18 leiguíbúðir í
Reykjavík.
2017 Hrafnista tekur við
rekstri hjúkrunarheimilis í
Garðabæ. Framkvæmdir hefjast
við Sléttuveg í Reykjavík.
Sjómanna-
dagsráð
80 ÁRA AFMÆLI
Henry
Hálfdansson
Morgunblaðið/RAX
Sjómannadagsráð Hálfdan Henrysson, stjórnarformaður, var lengi í stjórn
áður en hann tók við stjórnarformennskunni í Sjómannadagsráði.