Morgunblaðið - 24.11.2017, Síða 30
30 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2017
LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK
SÍMI: 552 0800
Dönsk hönnun
SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI
SÍMI: 462 4646
Líney Sigurðardóttir
Þórshöfn
Árlegur jólamarkaður Þórshafnar-
búa var haldinn nýverið í Íþrótta-
miðstöðinni Verinu. Hefur sá við-
burður fest sig í sessi og almenn
ánægja íbúa verið með hann.
Óvænt uppákoma var á markaðn-
um í þetta sinn þegar beðið var um
uppboð á lopapeysu til styrktar
Björgunarsveitinni Hafliða.
Tilefnið var að eldri maður hafði
slasast inni í heiði í síðastliðnum
mánuði og naut þá aðstoðar Björg-
unarsveitarinnar. Systkini mannsins
höfðu að sögn prjónað umrædda
lopapeysu og komið var með hana á
markaðinn í því augnamiði að and-
virði hennar styrkti björgunarsveit-
ina.
Kynnir jólamarkaðarins brást við
af alkunnri röggsemi og hóf upp-
boðið þegar í stað og bauð fyrstur
manna í peysuna dágóða upphæð.
Viðbrögð gesta á markaðnum létu
ekki á sér standa og að lokum
hreppti Kvenfélagið Hvöt á Þórs-
höfn lopapeysuna góðu með boði
upp á 65.000 krónur.
Peysan verði í bílnum
Kvenfélagskonurnar hafa alltaf
stutt björgunarsveitina dyggilega
og brugðust ekki heldur í þetta
skipti því þegar peysan var orðin
þeirra eign, þá gáfu þær björgunar-
sveitinni peysuna og sögðu að hún
væri best geymd í bíl sveitarinnar
til afnota fyrir björgunarsveitar-
menn í störfum sínum.
Varaformaður björgunarsveitar-
innar Hafliða, Þórarinn J. Þórisson,
tók við gjöfinni og fékk í kaupbæti
koss frá formanni og gjaldkera
Kvenfélagsins, þeim Hrafngerði
Elíasdóttur og Heiðrúnu Óladóttur.
Þetta skemmtilega uppbrot á
jólamarkaðnum vakti lukku við-
staddra og dró síst úr kaupgleðinni.
Á markaðnum var ýmislegt á
boðstólum en nálægt 20 söluaðilar
voru þar með varning, bæði heima-
fólk og aðkomnir og hægt að fá þar
allt mögulegt, matvæli, skartgripi,
fatnað, raftæki auk margs annars.
Margir nýttu þarna tækifærið og
keyptu jólagjafirnar á þægilegan
hátt í heimabyggð. Auk þess var lif-
andi tónlist þennan dag og myndar-
legt kaffihús á vegum foreldrafélags
grunnskólans. Að þessu sinni var
ekki keppni um ljúffengustu smá-
kökurnar heldur var svokölluð ný-
sköpunarkeppni í gulrótarafurðum
en framleiðendur Akurselsgulrót-
anna eru nú á Þórshöfn. Góðmeti af
ýmsu tagi úr gulrótum barst í
keppnina svo bragðlaukar dóm-
nefndar höfðu ærið verkefni en
velja átti þrjá rétti úr þeim sem
bárust.
Jólamarkaðsnefndin saman-
stendur af ungu fólki á Þórshöfn
sem á hverju ári hefur veg og vanda
af undirbúningi þessa viðburðar
sem heppnaðist afar vel, nú sem
fyrr.
Barist hart um lopapeysu á uppboði
Líf og fjör á árlegum jólamarkaði á Þórshöfn Andvirði lopapeysu rann til björgunarsveitarinnar
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Jólamarkaður Þórarinn J. Þórisson frá Björgunarsveitinni Hafliða tók við lopapeysunni og fékk í kaupbæti remb-
ingskoss frá formanni og gjaldkera Kvenfélagsins Hvatar, þeim Hrafngerði Elíasdóttur og Heiðrúnu Óladóttur.
Björgunarsveitin fékk einnig andvirði peysunnar af uppboðinu, 65 þúsund krónur.
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
„Við höfum fengið ágætan hóp til liðs
við okkur, þannig að þetta þarf ekk-
ert endilega að verða leiðinlegt,“
sagði söngvarinn Óskar Pétursson
frá Álftagerði í Skagafirði, léttur í
lund, þegar Morgunblaðið sló á þráð-
inn til hans í vikunni. Hann var þá í
miðju verki við að gera upp ryðgaðan
Land Rover en auk söngsins dundar
Óskar sér við bílviðgerðir og endur-
smíði gamalla ökutækja á verkstæði
sínu á Akureyri.
Byrjað er að selja miða á stór-
tónleika með Óskari og nokkrum val-
inkunnum tónlistarmönnum í Eld-
borgarsal Hörpu 6. maí á næsta ári.
Með honum verða bræður hans frá
Álftagerði; Sigfús, Pétur og Gísli,
Diddú, Helgi Björns, Örn Árna og
Karl Olgeirsson sem leiðir einvalalið
hljóðfæraleikara. Jafnan hefur verið
mikil eftirspurn eftir söngskemmtun
með Óskari og félögum og stutt er
síðan haldnir voru tvennir tónleikar í
Hörpu með Álftagerðisbræðrum.
Tónleikahöldurum þótti því rétt að
vera tímanlega á ferðinni.
„Þetta eru nú allt kunnugleg and-
lit, nema að við höfum ekki áður feng-
ið Helga Björns til liðs við okkur.
Hann á ekkert mjög langt eftir í sjö-
tugt,“ segir Óskar og hlær.
„Tónleikahöldurum fannst rétt að
hafa kaupstaðarhestamann með,
reiðmann vindanna. Helgi heldur líka
enn í kynþokkann.“
Óskar segir æfingar ekki farnar af
stað fyrir tónleikana en óhætt sé að
lofa fjölbreyttu og skemmtilegu laga-
vali. Af nægu sé að taka eftir langan
feril og því verði stiklað á stóru.
Skemmtun með tónleikaívafi
„Það er lagt upp með að þetta verði
söngskemmtun, með tónleikaívafi.
Við höfum ekki verið þekktir fyrir
það, bræður, að taka hlutina mjög al-
varlega. Við viljum halda okkur við
léttleikann, það er miklu skemmti-
legra. Ég ætla ekki að fara að taka
upp á því að gamals aldri að taka mig
alvarlega,“ segir Óskar, sem verður
64 ára í lok þessa árs. „Ætli þetta
verði ekki eins með mig og Paul
McCartney, þegar maður verður 64
þá fari eitthvað að gerast.“
Um 30 ár eru liðin síðan Álftagerð-
isbræður sungu fyrst saman opin-
berlega, við útför föður þeirra, Pét-
urs Sigfússonar, í Víðimýrarkirkju 3.
október 1987. Enn lengra er síðan
þeir fóru að syngja hver í sínu horni
og sumir þeirra saman í Karlakórn-
um Heimi og fleiri kórum. Um 45 ár
eru síðan Óskar kom fyrst fram sem
einsöngvari.
Ánægðir með góða gesti
Einar Ólafur Speight og Smári
Hrólfsson hjá Dægurflugunni standa
fyrir tónleikahaldinu, líkt og áður
þegar Álftagerðisbræður eru annars
vegar í Hörpu. Segja þeir Óskar og
þá bræður njóta mikilla vinsælda,
gaman verði að sjá þá koma fram nú
þegar rúm 30 ár eru liðin síðan þeir
sungu fyrst saman opinberlega. Þeir
séu sérdeilis ánægðir með að fá alla
þessa góðu gesti til liðs við Óskar í
Hörpu.
„Álftagerðisbræður þarf vart að
kynna fyrir fólki. Þeir eru lang-
vinsælasta „boy-band“ landsins og
hafa notið fádæma vinsælda síðustu
áratugina, ekki bara fyrir fagran
söng heldur líka gleði og einstakan
þokka sem af þeim ber hvar sem þeir
koma,“ segir Einar Ólafur.
„Diddú er og hefur verið um árabil
ein skærasta stjarna okkar Íslend-
inga, bæði í óperu- og dægurlaga-
söng, og því vart um annað að ræða
en að fá hana til að syngja með Ósk-
ari. Raddir þeirra eiga einstaklega
vel saman á báðum þessum sviðum.
Helgi Björns hefur heldur betur lagt
sitt af mörkum til íslenskrar tónlist-
ar. Nú á síðustu árum hefur hann
getið sér einkar gott orð fyrir að
flytja lög Hauks Morthens og halda á
lífi perlum dægurtónlistarinnar. Örn
Árnason hefur verið hvað frægastur
fyrir gamanleik sinn en eins og allir
vita þá er hann ekki síðri söngvari.
Hann og Óskar skipa saman dúett
sem hefur gengið undir nafninu „Yf-
irliðsbræður“. Ekki er gott að segja
hvaðan það nafn er komið en líklegast
er það af reynslu þeirra við að
skemmta hinu kyninu sem ósjaldan
fellur í yfirlið við að sjá og heyra
þessa gulldrengi saman,“ segir Einar
Ólafur.
„Viljum halda okkur við léttleikann“
Óskar Pétursson frá Álftagerði með stórtónleika í Hörpu í vor Syngur með bræðrum sínum,
Diddú, Helga Björns og Erni Árnasyni Óskar á 45 ára söngafmæli og bræðurnir 30 ár saman
Morgunblaðið/Eggert
Álftagerðisbræður Sigfús, Óskar, Pétur og Gísli Péturssynir á sviðinu í Eldborg í Hörpu á síðasta ári.
Karl
Olgeirsson
Sigrún Hjálmtýs-
dóttir, Diddú
Helgi
Björnsson
Örn
Árnason