Morgunblaðið - 24.11.2017, Side 32

Morgunblaðið - 24.11.2017, Side 32
32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2017 Ármúla 24 - s. 585 2800 BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Langur tími líður milli gosa úr Öræfajökli og eldstöðin hefur ein- ungis tvisvar gosið síðan land byggð- ist. Fyrra gosið varð árið 1362 og er það stærsta þeytigos sem orðið hef- ur á sögulegum tíma á Íslandi. Mesta eyðileggingin varð í sveitinni við rætur eldstöðvarinnar sem þá kallaðist Litlahérað. Byggð þar lagðist alveg af eftir gosið enda „lifði engin kvik kind eftir utan ein öldruð kona og kapall“ (Oddverjaannáll). Þegar sveitin byggðist aftur fékk hún nafnið Öræfi. Seinna sögulega gosið varð árið 1727 og því eru nú 290 ár síðan síðast gaus í Öræfa- jökli,“ segir á heimasíðu Veðurstof- unnar. Nú er eldstöðin hugsanlega að rumska á ný og er vel fylgst með framvindunni. Samtímaheimildir um eldsum- brotin miklu 1362, sem sjónum er einkum beint að í þessari samantekt, eru fremur fátæklegar, en gosið mun hafa byrjað í júnímánuði og staðið fram á haust. Tilvísunin í Oddaverjaanál hér að framan er skráð um 250 árum eftir eldsum- brotin. Tvær kirkjusóknir tók af Getið er um eldana í Skálholts- annáli frá ofanverðri 14. öld. Þar segir: „Eldur uppi á þremur stöðum fyrir sunnan og hélst það frá fardög- um til hausts með svo miklum býsn- um að eyddi allt Litlahérað og mikið af Hornafirði og Lónshverfi svo að eyddi fimm þingmannaleiðir. Hér með hljóp Knappafellsjökull fram í sjó þar sem áður var þrítugt djúp, með grjótfalli, aur og saur og urðu þar síðan sléttir sandar. Tók og af tvær kirkjusóknir með öllu, að Hofi og Rauðalæk. Sandurinn tók í miðjan legg á sléttu en rak saman í skafla svo varla sá í húsin. Öskufall bar norður um land svo að sporrækt var. Það fylgdi að vikrinn sást reka í hrönn- um fyrir Vestfjörðum að varla máttu skip ganga fyrir.“ Í Lesbók Morgunblaðsins 1. febr- úar 1970 er grein efir Gísla Sigurðs- son, sem lengi var ritstjóri Lesbók- arinnar. Þar fjallar hann meðal annars um eldgosið 1362 og áhrif þess. Skrif og rannsóknir Sigurðar Þórarinssonar, jarðfræðings, eru meðal heimilda Gísla. Með miklum ódæmum Í greininni segir meðal annars: „Þá stóð fólki í þessum hluta lands- ins sizt af öllu ógn af Öræfajökli, sem í þá daga nefndist Knappafellsjökull. Þar höfðu ekki sézt eldar uppi, enda höfðu eldstöðvar Knappafellsjökuls legið í dvala öldum saman, þegar þær vöknuðu skyndilega til lífsins vorið 1362. Telja jarðfræðingar, að gos af því tagi geti orðið með miklum ódæm- um, og eru þær hliðstæður nefndar við þetta gos, er Hekla kaffærði byggð Þjársárdals með vikri árið 1104, og gosið mikla í Vesúvíusi árið 79, sem gróf bæinn Pompeji svo í ösku, að öldum saman vissu menn ekki hvar hann hafði staðið... Munnæli síðari alda hermdu, að gífurleg vatnsflóð af völdum gossins hefðu lagt byggðina í eyði. Í seinni tíð hefur þeirri kenningu verið hafn- að; vikurregnið hefur tvímælalaust átt drýgri þátt í eyðingu byggðar- innar. Þó mun gífurlegt jökulhlaup hafa beljað fram, sín hvorum megin við kirkjustaðinn Sandfell, og af völdum þess hafa eyðzt allmargir bæir, sem stóðu frammi á sléttlend- inu. Auk þeirra átta bæja, sem enn eru í byggð, kunna menn nöfn á 19 eyðijörðum. Frægust þeirra og mest var kirkjustaðurinn Rauðilæk- ur, ekki alllangt frá Svínafelli... Nauðstatt fólk á flótta Í máldaga frá ofanverðri 12. öld, er kveðið á um eignir og hlunnindi kirkjunnar á Rauðalæk, og sézt að þar hefur verið auðug kirkja. Ef hægt er að dæma eftir kirkjum og bænahúsum, hefur guðsótti og góðir siðir verið kennimark í Héraði milli sanda. Auk kirkjunnar á Rauðalæk hafa verið þrjár alkirkjur, með prestskyldu, tvær hálfkirkjur og ell- efu bænahús. Er það hald manna, að bæir í Litla Héraði hafi verið þrjá- tíu, eða jafnvel fjörutíu talsins. Menn hafa löngum velt fyrir sér þeirri spurningu, hver hafi orðið ör- lög fólksins, þess er byggði héraðið undir hlíðum Öræfajökuls. Ef að lík- um lætur hefur jarðskjálfti fylgt hinni fyrstu eldsuppkomu og trú- lega hafa hús hrunið. En samkvæmt fenginni reynslu má ætla, að það hafi ekki orðið mörgum að fjörtjóni. En vel má ímynda sér þetta nauð- stadda fólk á flótta austur með fjöll- unum. Það veður öskuna í mjóalegg. Í myrkrinu heyrir það ofstopafullan hávaða af jöklinum. Trúlega eru að- eins brýnustu nauðsynjar með í för- inni en öskurykið svo þétt að sumum liggur við köfnun, og auk þess regn vikurhnullunga. Af þessum flótta fer litlum sögum og kannski er ómeng- að sannleikskom í hinni samþjöpp- uðu setningu Oddaverjaannáls: „Lifði engin kvik kind eftir utan ein öldruð kona og kapall,“ skrifaði Gísli Sigurðsson. „Með svo miklum býsnum...“  Langur tími milli eldgosa úr Öræfajökli  Samtímaheimildir um gosið 1362 eru fátæklegar  Byggð í Litlahéraði lagðist af  Heklugos 1104 og gosið í Vesúvíusi árið 79 nefnd sem hliðstæður Jökulfell Staðarfjall Kvíárjökull Kristínartindur Skaptafell Freysnes Svínafell Rauðilækur Sandfell Hof Gröf Hofsnes Fagurhólsmýri Knappavellir Bær Ko tá Kvíá Skeiðará Falljökull (Virkisjöklull) Flögujökull (Kotárjökull) Stórhöfði S k e i ð a r á r- s a n d u r Br e i ða m er ku rs an du r Skeiðarár- jökull Breiðamerkur- jökull Knappur Kvísker Breiða- merkurfjall Hvannadalshnjúkur Öræfa jöku l l (Knappafellsjökull) V A T N A J Ö K U L L Salthöfði Hafrafell Litlahérað undir Öræfajökli Kortagrunnur: Thoroddsen 1881-98 og herforingjaráðskort 1904, mynd: A.E.F. Mayer 1836 Ingólfshöfði Litlahérað er sveitin sem nú kallast Öræfi, milli Skeiðarársands og Breiðamerkursands  SJÁ SÍÐU 34 Sigurður Björnsson, bóndi og fræðimaður á Kvískerjum í Öræf- um, (f. 1917- d. 2008) skrifaði at- hyglisverða grein í Náttúrufræðing- inn 2005 um gosið í Öræfajökli 1362. Á sinni tíð fylgdist Sigurður með og tók þátt í rannsóknum ým- issa fræðimanna á ummerkjum og afleiðingum elds- umbrota í Öræfa- jökli. Helstu niður- stöður geinar Sigurðar eru þær að byggðin í Litlahéraði hafi orðið fyrir miklum áföllum í Skeiðarárhlaupi um 1350 og þá hafi aleyðst margir bæir. Þessum hamförum hafi í ann- álum verið ruglað saman við gosið í Öræfajökli 1362. Byggðin í Litlahér- aði hafi eyðst vegna öskufalls í gos- inu 1362 en fátt fólk hafi farist í hamförunum.Vatnsflóð hafi verið mun minni og ekki eins afdrifarík fyrir byggðina og álitið hafi verið og þau ekki komið frá hájöklinum. Sveitin hafi ekki verið í eyði nema í mesta lagi í aldarfjórðung því fólk hafi verið komið að Hofi og á fjóra aðra bæi strax árið 1387. Eldgosið hafi ekki orðið innan öskj- unnar heldur utan við hana eða við öskjubarm þar sem lítil jökul- bráðnun átti sér stað. Í upphafi greinarinnar bendir Sigurður á að ekki sé til nema ein samtímaheim- ild um það sem gerðist í kjölfar gossins 1362 enda séu heimildir um nálægan tíma fátæklegar. „Má sem dæmi nefna að fundist hafa öskulög sem sanna að stórkostleg gos hafa þá orðið en hvergi er þeirra getið. Talið er að þessi heim- ild hafi verið skrifuð norðanlands en er þó kennd við Skálholt og nefnist Annálsbrot frá Skálholti,“ skrifar Siguður. Hann bendir á að þarna er ekki getið um manntjón af völdum goss- ins, „sem eðlilegt er að hefði verið gert, ef orðið hefði.“ Sigurður nefnir í greininni Vilch- insmáldaga Stafafellskirkju en þar segir frá því að Þórarinn Sigurðs- son Skálholtsbiskup hafi ráðstafað þangað eignum tveggja kirkna í Litlahéraði. Þórarinn hafi aðeins verið biskup í tvö ár og látist síðla árs 1364, svo öll líkindi séu á því að kirkjurnar hafi lagst af í gosinu 1362. Meðal annars hafi Stafafells- kirkja í Lóni fengið 36 ær, 2 kýr og hest frá Hnappavallakirkju. „Og þarna hafa áreiðanlega verið menn með því að féð hefði ekki farið aust- ur að Stafafelli nema menn hafi ráðið ferðinni,“ skrifar Sigurður, en tekur fram að frumheimildin sé glötuð. Taldi fátt fólk hafa farist SIGURÐUR BJÖRNSSON, BÓNDI OG FRÆÐIMAÐUR Á KVÍSKERJUM Sigurður Björnsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.