Morgunblaðið - 24.11.2017, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 24.11.2017, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Umræðan lýturtískulög- málum, eins og svo margt annað. Kynferðisleg áreitni er mál dagsins, austan hafs og vestan. Kennir þar margra grasa og er öllum sankað óflokkuðum í einn sekk. Þetta byrjaði allt með Har- vey Weinstein sem orðinn er heimsfrægur að endemum. Harvey þessi er moldríkur kvikmyndamógúll en þess utan þekktu hann fáir. Hann vildi sjálfsagt gefa hluta af sínum mörgu milljörðum til að svo væri enn. Hollywood er um- vafin ævintýraljóma. Allir fjöl- miðlar sem reyna að höfða til almennings fylgjast með hringsnúningi stjarnanna. En mest þó yfirborðinu. Í Holly- wood og næsta nágrenni lýtur ástalíf eigin lögmálum. Frétt- næmt er ef sambönd standa þar lengur en skammlífar ís- lenskar ríkisstjórnir. Margan hefur lengi grunað að leiðin til stjarnanna liggi stundum um legubekki mógúla kvikmynd- anna. Um það er fjallað í bók- um og bíómyndum og í hálf- kveðnum vísum slúður- dálkanna. Harvey, „söguhetja“ síðustu vikna, er ekki sú fyrsta og þrátt fyrir hávaðann nú örugg- lega ekki sú síðasta. Það voru fleiri en varnarlítil ungstirni sem skaddaðar geymdu dapur- lega reynslu innra með sér. Fjöldi hinna frægu, ríku og áhrifamiklu höfðu vitað allt um langa hríð. Þekktustu stjórn- málamenn vestra höfðu þegið fúlgur fjár frá gleðipinnanum mikla. Valdabarátta og fjöl- skylduerjur í stórfyrirtæki Harveys Weinsteins komu fréttaskriðunni af stað. Það var þáttur í valdabaráttunni að fá þekktan fjölmiðil á lands- vísu til að „opna mál Wein- steins“. Frá leikurum barst bylgjan í leyndarheima fjölmiðla. Marg- ar stórsleggjur þeirra hafa þegar orðið fjöllyndi sínu og frekjugangi í þeim efnum að bráð. Og svo settu ljóskastarar hneykslanna stjórnmálamenn í sinn brennipunkt. Þar voru menn fljótir að sveifla sér öfg- anna á milli. Og nú verður ekki þverfótað fyrir fórnarlömbum, sem tugum þúsunda saman hafa þagað í áratugi. Og um- ræðan er um leið komin á skakk og skjön. Nú þykir ekk- ert að því að „þolandi“ dragi það í 40 ár að segja frá og birt- ist 15 dögum fyrir kosningar með sínar ásakanir. Þá þykir ólíðandi að „gerandi“ játi ekki á sig sök umsvifalaust, þótt hann komi ekki málinu fyrir sig. Hann er þá sagður bera lygar upp á þolandann. Blásið er á sönn- unarkröfur. Það er alkunna að ámælisverð framkoma í þess- um málaflokki sem öðrum fer frá þeim botni upp allan skala. Íslenskir stjórnmálamenn segjast í fjölmiðlum hafa sætt kynferðislegri áreitni t.d. í formi ábendinga um að vera glaðlegri í framkomu eða bet- ur tilhafðir. Óþarft er að draga þá upplifun í efa. En hitt að setja hvaðeina undir einn hatt er umhugsunarefni. Þegar beitt er þvingunum, líkamlegum eða öðrum, til að knýja fram vilja sinn, þótt ekki nái því að teljast nauðg- un, er málið þó orðið stóral- varlegt. Og þegar lengra er gengið standa menn frammi fyrir refsiverðu atferli sem þung viðurlög liggja við. Svo alvarlegt sem þetta er, þá er óumdeilt að þegar níðst er á varnarlausum börnum er kom- ið að ystu mörkum þessa mála- flokks. Með því að graut- argera allt, með þeim hætti sem gert hefur verið, er ekki verið að gera gagn. Þegar allir hlaupa á vagninn og óttast að týnast ella er sýndarskapur kominn úr hömlu og jafnvel verið að gera lítið úr alvarlegustu málunum. Reynslan sýnir að þegar alvar- leg mál, og í mörgum tilvikum stóralvarleg, eru blásin upp í bólu, þar sem allt er talið gilt, uns hún springur, verða úr- bætur litlar. Fínustu fjölmiðlar Banda- ríkjanna þögðu áratugum sam- an um hrikalega framgöngu Kennedy-bræðra og föður þeirra gagnvart kvenfólki. Margverðlaunaðir blaða- og fjölmiðlamenn voru í þeim fjöl- menna hópi sem slógu óvinn- andi múr um þessa sjálfhverfu auðmenn. Og þessi gömlu dæmi eru ekki þau einu og mun yngri eru til. Þessi sam- ansúrraða varðstaða valdhafa og þeirra sem áttu að veita að- haldið skapaði andrúmsloft og viðhorf sem leiddi til þess að enn í dag eru til digrir leyni- sjóðir í vörslu Bandaríkja- þings sem borgaðar eru úr bætur fyrir þingmenn til þeirra sem kært hafa áreitni, kynferðislega sem aðra. Brotamennirnir eru þannig varðir fyrir refsivendi sem öðrum er búinn. En ekki nóg með það. Skattborgararnir eru látnir borga bæturnar fyrir þá, til þeirra sem sýna það þrekvirki að komast í gegnum flókið og þvælið kærukerfi þar sem margvíslegu þófi er beitt til að knýja fólk til uppgjafar. Fréttaglaðir frama- gosar mega ekki gleyma sér þegar mikil alvörumál eru á dagskrá} Alvörumál verðskulda alvöruumræðu Ý msum kann að þykja það full- seint í tilviki undirritaðs að glíma við í blaðagrein að svara spurningunni; til hvers erum við í stjórnmálum? En, er þetta ekki einmitt ágætis spurning til þess að rifja upp fyrir sér og meta tilganginn með þátttöku í stjórnmálum, bæði seint og snemma. Nú eru ástæður þess að menn bjóða sig fram til þings eða sveitarstjórna sjálfsagt langleiðina eins margvíslegar og mennirnir eru margir sem það gera. En við skulum ganga út frá því að í grunninn eigi menn það sameiginlegt að vilja láta gott af sér leiða. Fleira kemur svo til eins og gengur. Einhverjum kann að þykja þetta spenn- andi heimur, hverjum fylgir athygli og um- tal. Aðrir sjá fyrir sér þægilega og vel launaða inni- vinnu. Bjartsýnismenn kunna að sjá þetta sem veg til vinsælda. En líklegast telur allur þorrinn sig með þátttöku í stjórnmálum geta haft áhrif. Stjórn- málaþátttakan gefi færi á að tala fyrir sjónarmiðum, safna fylgi um hugsjónir, sem viðkomandi trúir á, tel- ur réttar og til góðs. Óháð því hver meginhvatinn var fyrir stjórn- málaþátttöku hvers og eins í byrjun er gefið að það munu skiptast á skin og skúrir, sigrar og ósigrar. Menn ná árangri og gleðjast á einum tíma en sjá lítinn árangur erfiðis síns og verða fyrir vonbrigðum á öðr- um tímum. Þetta skyldu allir hafa hugfast sem hyggja á þátttöku í stjórnmálum. Um leið er óhemju mikil- vægt að þessi veruleiki fæli ekki gott fólk frá þátttöku. Þetta er rétt eins og að taka þátt í, einfaldlega að lifa, lífinu sjálfu. En víkjum þá að því sem sameinar allan þorrann, að vilja láta gott af sér leiða og hafa áhrif. Hér er lykilspurningin tvíþætt; í þágu hverra og hvernig? Við veljum hið einfalda og augljósa svar við fyrri hluta spurningarinnar, í þágu samfélagsins. Svarið við seinni hlut- anum er flóknara, því vissulega geta menn haft áhrif á marga vegu. Með málflutningi, með því að koma málum á dagskrá, með gagnrýni á það sem miður fer og svo síðast en ekki síst með því að framkvæma hlutina. Það getur kostað samninga við aðra og mála- miðlanir eins og kunnara er en frá þurfi að segja þessa dagana. Og, menn velja sér ekki sjálfir þá sem þeir þurfa að starfa með á Al- þingi eða í sveitarstjórnum. Það gerðu kjósendur. Hangir svo ekki svarið við seinni hluta spurningar- innar, þ.e. hvernig hafa menn áhrif, saman við svarið við fyrri hlutanum, sem sagt áhrif í þágu hverra. Við erum að þessu í þágu samfélagsins. Það er hið dags daglega líf og amstur fólksins í landinu sem þetta snýst um. Stjórn- málin lifa ekki sjálfum sér. Stjórnmálaflokkar eru tæki en ekki sjálfstætt tilverumarkmið. Raunverulegum tækifærum sem skapast til að bæta samfélagið og gera mannlífið betra á ekki að kasta frá sér að óathuguðu máli. Þau vaxa ekki á trjánum. Steingrímur J. Sigfússon Pistill Til hvers? Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Allt byggist þetta auðvitað áþví sem á undan er gengið,s.s. Beauty Tips, Free theNipple og Druslugöng- unni, en þannig hefur undiraldan lengi verið sterk. Það sem er hins vegar alveg nýtt núna er að valda- miklar og þjóðþekktar konur eru að stíga fram,“ segir Gyða Margrét Pét- ursdóttir, dósent í kynjafræði við stjórnmálafræðideild Háskóla Ís- lands, við Morgunblaðið. Vísar hún í máli sínu til þeirrar miklu umræðu sem átt hefur sér stað að undanförnu um kynferðislegt of- beldi og áreitni, meðal annars á vett- vangi stjórnmálanna hér á landi, en umræða sú fór í gang eftir að 306 nú- verandi og fyrrverandi íslenskar stjórnmálakonur skrifuðu undir yfir- skriftinni Í skugga valdsins #metoo, sem birt var í vikunni. Gyða Margrét segir konur oft upplifa mikla skömm í kjölfar áreitni sem geri það að verkum að til verður ákveðin staðalmynd af brotaþola sem konur eiga oft erfitt með að samsama sig við. „Það sem gerðist svo í Holly- wood, í kjölfar þess að þjóðþekktar og valdamiklar konur þar stigu fram, ýtti undir það að konur, sem ella myndu ekki stíga fram, gátu sam- samað sig við þær konur sem eru að stíga fram,“ segir hún og bætir við að í málum sem þessum skipti oft miklu fyrir brotaþola að eiga sér fyrir- myndir. „Sú tilfinning að geta spegl- að sig í öðrum er oft skömminni yf- irsterkari.“ Samstaðan sögð stórfrétt Aðspurð segir Gyða Margrét það einnig athyglisvert, þegar horft er til áðurnefnds hóps stjórnmála- kvenna, að um þverpólitíska hreyf- ingu er að ræða. „Þetta málefni hefur í gegnum tíðina verið meira til um- ræðu meðal flokka á vinstri væng stjórnmálanna – enda kannski meira rými til þess í þeim flokkum þar sem uppi eru aðrar hugmyndir um kyn. Í mínum huga er þessi þverpólitíska samstaða því stórfrétt og þá einnig hvernig Áslaug Arna [Sigurbjörns- dóttir] fjallaði um þetta í þætti Kast- ljóss,“ segir hún og vísar þar til vara- formanns Sjálfstæðisflokksins. Þar sagðist varaformaðurinn meðal ann- ars hafa þurft að þola „kynferðis- legar athugasemdir“ og ummæli þess efnis að hún sé „ekki starfi sínu vax- in“ eða að hún hljóti að hafa „sofið hjá þeim sem völdin hafa“ til að kom- ast á þann stað sem hún er innan stjórnmálanna. Þá sagðist hún einnig hafa hugsað sig tvisvar um áður en hún kom í þáttinn því „konur telja þetta ekki hjálpa sér og að það sé betra að segja ekki frá“. Að sögn Gyðu Margrétar er umræðan og um leið framganga stjórnmálakvenna gott dæmi um hvernig snúa megi því sem hingað til hefur verið álitið veik- leikamerki upp í mikinn styrkleika. Spurð hvaða áhrif þessi mikla umræða um kynferðislegt ofbeldi og áreitni kann að hafa á unga pilta svarar Gyða Margrét: „Nú er lag að beina sjónum okkar að skólakerfinu og mikilvægi þess að þar sé vitneskja um ólíkar birtingarmyndir karl- mennskunnar – að allir þar, stelpur og strákar, hafi tæki til að skoða hvað er að gerast í samfélaginu. En markmiðið með þessari um- ræðu er auðvitað ekki það að strákar upplifi einhvers konar sekt- arkennd,“ segir hún og bætir við að nú sé tækifæri til að skoða tengsl kynjanna og skað- legar hugmyndir karl- mennsku, s.s. ofuráherslu á samkeppnisumhverfi og styrk. Samstaða brotaþola skömminni yfirsterkari Morgunblaðið/Árni Sæberg Nóg komið Landsmenn fjölmenntu á Druslugöngu í miðbæ Reykjavíkur fyrr á þessu ári til að sýna samstöðu gegn kynferðislegu ofbeldi og áreitni. Í þeim herferðum erlendis sem hvetja fórnarlömb ofbeldis og áreitni til að stíga fram er mis- jafnt hvort gerendur séu nafn- greindir, en til þessa hafa þeir sloppið undan nafnbirtingum í fjölmiðlum hér á landi. Gyða Margrét segir nafnbirtingu alltaf umdeilda. „Ég hef mjög miklar efasemdir um það að nafngreina því ég tel mun gagnlegra að skoða þetta sem tækifæri til þess að breyta um kúrs. Það krefst mikillar sjálfskoðunar að gangast við því að hafa áreitt ein- hvern kynferðislega,“ segir hún. Þá hefur áðurnefndur hópur stjórnmálakvenna hér sagst ætla að greina nánar frá sinni upp- lifun með þvi að birta fleiri reynslu- sögur í dag, föstu- dag. Tækifæri til sjálfskoðunar NAFNBIRTING EÐUR EI? Gyða Margrét Pétursdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.