Morgunblaðið - 24.11.2017, Síða 52

Morgunblaðið - 24.11.2017, Síða 52
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2017 SVARTUR FÖSTUDAGUR 15% afsláttur af öllum vörum í dag Laugavegi 61, Kringlunni og Smáralind Boðið verður upp á léttar veitingar í verslun okkar á Laugavegi 61 Opið til: kl. 21:00 - Laugavegi 61 kl. 19:00 - Kringlan / Smáralind WWW.JONOGOSKAR.IS SÍMI: 552-4910 Ellen Ragnarsdóttir ellen@mbl.is „Húsið sem við búum í var byggt í kringum 1900 og er mjög fallegt. Upprunalega var það skóli, en það er í gotneskum endurreisnarstíl. Seinna meir, eða í kringum seinni heims- styrjöldina, var því breytt í spítala og var svo loks breytt í íbúðir. Þetta er mjög áhugaverð bygging með skemmtilega fortíð,“ segir Katrín Lilja þegar hún er beðin að lýsa heimkynnum sínum. „Stíllinn á heimilinu er blanda af bæði mínimalískum munum, fal- legum gamaldags húsgögnum og munum sem gefa heimilinu hlýju og karakter. Við eigum mikið af kertum og plöntum og finnst gott að halda heimilinu huggulegu og heimilis- legu.“ Katrín og kærastinn hennar starfa bæði sem ljósmyndarar, en meðleigjandi þeirra er stílisti. Þrátt fyrir það er ekki yfirdrifið magn ljós- mynda upp um alla veggi. „Furðulegt en satt þá er ekki mikið um ljósmyndir á veggjunum. Við sem búum hér vinnum þó öll í ljósmynda- og listabransanum, svo að það er nokkuð um myndir hér og þar frá okkur sjálfum,“ segir Katrín Lilja, en skyldi hún eiga sér einhvern eftirlætis-skrautmun? „Ég held rosalega mikið upp á Cobra kertastjakana mína frá Georg Jensen. Ég á líka HK kertastjakana frá honum, fallega skál og fleira. Allt í sama silfraða stílnum. Annars söfn- um við Rory, kærastinn minn, mun- um sem við höfum með okkur heim frá útlöndum. Þá kaupum við yfirleitt gamla bolla, plaköt eða kertastjaka á flóamörkuðum,“ segir Katrín Lilja, og bætir við að svefnherbergið þeirra sé eftirlætis staðurinn hennar á heim- ilinu. „Gluggarnir eru mjög háir og fallegir en þeir snúa beint að rúminu. Það er dásamlegt að vakna á morgn- anna, draga gluggatjöldin frá, sjá trén, fuglana og himininn fyrir utan á meðan maður drekkur kaffi uppi í rúmi.“ Katrín Lilja segir að talsverður munur sé á íslenskum heimilum og þeim sem finna má í London, þá sér í lagi stærðin. „Íbúðir hér úti eru langoftast ansi litlar og því notar fólk hvern krók og kima. Það er ekki óalgengt að stofur séu nýttar sem svefnherbergi, og því eru heimilin hér úti gjarnan án stofu. Allavega á heimilum ungs fólks sem er í námi eða að hefja ferilinn sinn,“ segir Katrín Lilja, en hvað ger- ir hús að heimili að hennar mati? „Það er voða persónubundið held ég, en það sem mér finnst gera hús að heimili eru góð ilmkerti, hlý- leiki og ekta íslenskt ullarteppi.“ Notalegt hjá íslenskum ljós- myndara í London Ljósmyndarinn Katrín Lilja Ólafsdóttir hefur verið búsett í London síðastliðin fimm ár. Hún hefur komið sér vel fyrir í borginni og býr í fallegri íbúð í Camberwall-hverfinu ásamt kærasta sínum og vinkonu þeirra. Heimilislegt Katrín hefur komið sér vel fyrir. Góss Skötuhjúin safna gömlum munum. Uppáhalds Katrín Lilja heldur mik- ið upp á Cobra-stjakana sína. Samansafn Munirnir eru úr ýmsum áttum. Ljósmynd/Katrín Lilja Notalegt Svefnherbergið er eftirlætis staður Katrínar Lilju. Birta Gluggarnir í íbúðinni eru fallegir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.