Morgunblaðið - 24.11.2017, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 24.11.2017, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2017 Ellen Ragnarsdóttir ellen@mbl.is „Seinna fór ég að taka myndir af vin- um mínum og varð alveg heilluð af ljósmyndun. Eftir að ég byrjaði að mynda fór boltinn að rúlla, ég fór að vinna í allskonar verkefnum og hef ekki stoppað síðan,“ segir Katrín sem hefur mikið til fengist við tísku- ljósmyndun. Undanfarið hefur hún þó einbeitt sér að heimildamynda- og ferðaljósmyndun. „Ég vil taka fyrir heillandi við- fangsefni á fjarlægum stöðum og segja allskonar sögur út frá því. Ný- lega vann ég verkefni fyrir tímarit hér í Vancouver, en þau sendu mig til Great Bear skógarins til þess að mynda og skrifa litla grein. Ég lærði að lifa á landinu, fór í þyrluferð upp á jökul og hitti kanadískan frum- byggja af Kwakwaka’wakw- ættbálkinum sem fræddi mig um sögu Kanada. Sú ferð var alveg ein- stök og ég áttaði mig á því að það er eitthvað sem mig langar að vinna meira við í framtíðinni,“ segir Katrín og bætir við að fjölbreytnin sé ein- mitt það skemmtilegasta við vinnuna hennar. „Öll verkefni sem ég tek að mér eru öðruvísi, þannig að engir tveir dagar eru eins. Maður er ávallt að vinna með nýju fólki á nýjum stöð- um. Ég á líka mjög erfitt með að vera kyrr á sama stað of lengi, þann- ig að vinnan mín hentar mér mjög vel.“ Þegar Katrín er spurð hvert hún sæki sér innblástur nefnir hún afa sinn, Kristján Björnsson. Þá seg- ir hún einnig að ferðalög og nýjar upplifanir víkki sjóndeildarhringinn. „Fólkið sem er næst mér er það mikilvægasta í lífinu. Afi minn, Kristján Björnsson, er alltaf eitt- hvað að bralla og hann hættir aldrei að veita mér innblástur. Ég reyni líka að ferðast eins mikið og ég get, að upplifa nýja menningu og um- hverfi gerir mann vitrari og um- hyggjusamari gagnvart öðru fólki,“ segir Katrín, sem sjálf flutti til Kan- ada fyrir nokkrum árum. „Ég flutti til Vancouver því að ég sá fleiri tækifæri í ljósmyndun þar heldur en hér heima. Ég hitti líka manninn minn á Íslandi fyrir fimm árum, og ég ákvað að flytja út til að vera með honum eftir að hafa verið í fjarsambandi í nokkurn tíma. Það var svolítil áhætta að flytja til nýs lands, en það heppnaðist og ég er búin að vera hér í fjögur ár.“ Katrín segir að tískubransinn í Vancouver sé afar frábrugðinn þeim íslenska og að hún sæki jafnan inn- blástur að heiman. „Tískubransinn í Vancouver er allt öðruvísi en á Íslandi. Hann er ekki eins skapandi og allir klæða sig frekar eins. Íslensk hönnun stendur svo mikið út úr og hönnuðir hugsa út fyrir rammann, en það sést á götum Reykjavíkur. Ég kem heim til að fá minn tískuinnblástur,“ bætir Katrín við. Þegar hún er beðin um að rifja upp eftirminnilegasta verkefnið stendur ekki á svörum, enda úr mörgu að velja. „Í sumar sendi tímaritið Vice Kanada mig til Tókýó þar sem ég var í þrjár vikur til að taka myndir af japönskum atvinnuglímuköppum, eða það sem kallast „pro wrestling“ á ensku. Það var rosalega gaman að sjá þetta fólk keppa, þó að ofbeldið hafi verið rosalega mikið. Ég tók einnig myndir af keppni sem kallast „Death Match“ þar sem menn ráðast hver á hver annan með löngum ljósa- perum, skærum og alls kyns vopn- um. Þeim blæddi mikið og allt bakið á einum kappanum var þakið örum eftir glímuna. Maður fékk alveg rosalega adrenalín „kikk“ við að taka myndir af þessu. Ég lenti líka tvisvar í því að kvenkyns glímukappar hopp- uðu á mig þegar ég var að skjóta ná- lægt hringnum, en það var reyndar alveg óvart,“ segir Katrín. „Önnur eftirminnileg taka var þegar ég myndaði Finn Wolfhard fyrir Montecristo Magazine, en hann er einn þeirra sem leika í þáttaröð- inni Stranger Things. Við vorum að skjóta á drungalegu móteli í Austur- Vancouver og ég hafði aðeins 40 mínútur til að gera heilan tískuþátt með honum. Það lukkaðist ekkert smá vel, þótt ég hafi verið rosalega stressuð. Svo gerði ég heimildamynd um afa minn fyrir tveimur árum, það var alveg æðislegt að getað fest sögu hans og orð á filmu,“ segir Katrín, sem hefur komið víða við. Hún á sér þó að sjálfsögðu draumaverkefni, eins og gengur og gerist. „Mig langar alveg rosalega mik- ið að taka myndir af hönnuðum og húsum þeirra fyrir Apartamento Magazine. Fólkið sem það tekur fyr- ir er svo áhugavert og einstakt og það heillar mig rosalega mikið. Svo væri líka gaman að koma heim og vinna eitthvað skemmtilegt verkefni í kringum íslenska hönnun, ég hef ekki gert það í frekar langan tíma.“ Eins og áður sagði hefur Katrín verið búsett í Kanada undanfarin ár, en þó hún kunni vel við sig fær hún af og til heimþrá. „Ég er alltaf með smá heimþrá og draumurinn er að geta eytt sumr- unum á Íslandi og verið restina af árinu í Kanada. Veturnir hérna eru svo mildir og það fer rosalega sjald- an niður fyrir frostmark, þannig að það er erfitt að koma heim þegar maður er búinn að venjast því. Að geta ræktað sitt eigið grænmeti næstum allan ársins hring er líka frekar mikill lúxus,“ segir Katrín. Áhugasamir geta fylgst með ævintýrum Katrínar á heimasíðu hennar www.katrinbraga.com, auk þess sem hún heldur úti Facebook- síðu undir sama nafni. Eftirminnilegast að mynda japanska glímukappa Áhugi Katrínar Bragadóttur á ljósmyndun kviknaði á unglingsárunum eftir að hafa smellt nokkrum myndum af vinkonu sinni, fyrirsætunni Brynju Jónbjarnadóttur. Upp frá því varð ekki aftur snúið og hefur hún varla lagt myndavélina frá sér síðan. Ljósmynd/Katrín Braga Ljósmynd/Katrín Braga Stranger Things Í sumar myndaði Katrín unga leikarann Finn Wolfhard. Ljósmynd/Katrín Braga Fjölbreytni Engir tveir dagar eru eins í vinnunni hjá Katrínu. Pier-Alexandre Gagné Starfsframi Katrín Braga starfar sem ljós- myndari í Kanada og víðar. Ljósmynd/Katrín Braga Upphafið Ljósmyndaferillinn hófst þegar Katrín myndaði Brynju Jónbjarnadóttur. Tíska Katrín hefur unnið fyrir mörg tímarit. 27. nóvember er netmánudagur! ALLT LÆKKAR Stærsta netútsala ársins nálgast! www.heimkaup.is | Smáratorgi 3 | 201 Kóp. | S: 550-2700
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.