Morgunblaðið - 24.11.2017, Page 58
58
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2017
Einföld
og snjöll
hönnun
Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi
Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050
www.tengi.is • tengi@tengi.is
Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15
Tvöfaldur, ryðfrír
7.500 kr.
Sápuskammtari
Þrefaldur, ryðfrír
9.900 kr.
Sápuskammtari
Spegill
14 cm,
10 x stækkun
13.500 kr.
Tobba Marinós
tobba@mbl.is
Fyrir 2
350-450 g þorskhnakkar
hveiti
1 tsk. grillkrydd/aromat
2 msk., karríduft, meira ef vill
1,5 tsk. chilliduft
80 g blaðlaukur
150 g græn epli, hýðislaus í ten-
ingum
150 ml hvítvín – sjóða niður um 1/3
50 g parmesan-ostur
300 ml, rjómi
salt og svartur pipar eftir smekk
parmesan-ostur eftir smekk til þykk-
ingar
smjör til steikingar
Borið fram með kartöflusmælki,
rucola, lime og parmesan osti stráð
yfir til skreytingar.
Þorskhnakki er skorinn í 4-5
bita og velt upp úr hveiti (gott að
hafa einhvers konar grillkrydd eða
bara aromat úti í hveitinu).
Best er að nota stóra pönnu, ca
30 cm, og steikja fiskinn þar til
hann er fallega brúnn.
Kryddið er sett á þá hlið þorsks-
ins sem snýr upp, svo blaðlauknum
bætt út í,
því næst er sett hvítvín og það
soðið niður um 1/3
–
Þá er sósunni bætt út í pönnuna,
epli skorin í teninga (létt steikt,
ekki brúnuð),
parmesan-ostur rifinn gróft og
rjómi (venjulegur) settur út í,
(má bæta meiri parmesan-osti
og karríi við eftir smekk þar til
sósan er þykk og falleg).
–
Þá eru kartöflur (sem búið er að
sjóða) settar til hliðar á pönnuna
1 lúka rucola og/eða spínat í
miðja pönnuna
og lime sneiðar ofan á fiskbit-
ana.
Svo er hægt að reka smiðs-
höggið á pönnuna með því að strá
rifnum parmesan-osti yfir
Þarna eruð þið komin með
bragðmikinn og ljúffengan fiskrétt
á pönnu.
Gott er að drekka kalt hvítvín
með þessum rétti.
Fiskipanna með eplum,
parmesan og rjóma
Sælgæti Hvern hefði grunað að epli væru svona frábær í fiskrétti?
Við höfum ósjaldan messað
um fiskiást okkar á Mess-
anum sem er vinsælt veit-
ingahús í Lækjargötu og úti
á Granda. Með einstakri
lagni náðum við að blikka
Snorra Sigfinnsson, mat-
reiðslumann staðarins, sem
deildi með okkur einni af sín-
um unaðslegu uppskriftum.
Ef einhver elskar kartöflumús þá er það Ameríkaninn og þessi uppskrift
skorar hátt þarlendis og því ekki við öðru að búast en að Íslendingurinn verði
jafn hrifinn. Það er stórvinur Matarvefsins, rapparinn 2 Chainz, sem deilir
þessari uppskrift með lesendum Morgunblaðsins. 2 Chainz er rappari,
þriggja barna faðir og nokkuð lunkinn í eldhúsinu eins og sjá má. Þetta er
uppskrift að kartöflumús með hvítlauk sem hann er sérlega hrifinn af. Upp-
skriftiner skotheld að öllu leyti og ef þið viljið slá í gegn í næsta matarboði þá
mætið þið að sjálfsögðu með kartöflumús að hætti 2 Chainz.
Silkimjúk hvítlauks kartöflumús
500-700 g úr hágæða kartöflum. Helmingurinn flysjaður.
30 g ósaltað smjör
250 ml rjómi
3 msk. maukaður hvítlaukur
3 msk. sýrður rjómi
söxuð steinselja
sjávarsalt og svartur pipar
Aðferð:
1. Ef þú ert með mikið skart á fingrunum skaltu fjarlægja það og leggja var-
lega til hliðar.
2. Skerið kartöflurnar í ferninga og setjið smjörið saman við.
3. Setjið kartöflurnar í pott með köldu vatni sem búið er að salta. Látið
suðuna koma upp.
4. Sjóðið kartöflurnar af ákefð þar til hægt er að stinga gafflinum í gegnum
þær.
5. Meðan kartöflurnar eru að sjóða skal blanda saman rjómanum, hvítlauk,
salti og pipar í lítinn gullpott. Bætið smjöri saman við og látið suðuna koma
upp.
6. Sigtið kartöflurnar í gullsigti og setjið svo í gullskál.
7.Þegar því er lokið skaltu spila lagið „Feds Watching“ og fagna hvað lífið
gengur vel.
8. Þegar þú ert búin/n að fagna skaltu setja sýrða rjómann og slatta af stein-
selju út á kartöflurnar. Síðan skaltu hella rjómablöndunni hægt yfir og
hræra vel þannig að kartöflurnar maukist vel.
9. Kryddið til með salti og pipar.
10. Berið fram í gullskál og skreytið með afganginum af steinseljunni.
Mikill matmaður Rapparinn 2 Chainz elskar góðan mat.
Skotheld kartöflumús
að hætti 2 Chainz
Gull sem glóir 2Chainz er á því að maturinn
bragðist betur sé hann borinn fram í gulli en
við látum það ekki slá okkur út af laginu þótt
við séum hjartanlega sammála honum.