Morgunblaðið - 24.11.2017, Side 62

Morgunblaðið - 24.11.2017, Side 62
Morgunblaðið/Árni Sæberg Hulda Bjarnadóttir hulda@mbl.is Guðrún Árný er þriggja barna móðir sem segist nú vilja fara að koma sér meira á framfæri á tónlístarveitunum og vinna markvisst í að markaðssetja sig. Hún segist hafa verið mikið í einkasamkvæmum og nóg að gera þar, en á móti sé hún ekki mjög áber- andi opinberlega. Hún vill breyta því. „Ég hef alltaf viljað fjölskyldulífið og þessi huggulegheit og viljað gera þetta með. En núna finn ég að ég er komin með löngun til að demba mér meira í þetta. Og ég er að fara að kanna það hvernig ég kem öllum þess- um lögum sem ég hef sungið yfir árin til dæmis inn á Spotify,“ segir Guðrún sem starfar sem tónlistarkennari við Hvaleyrarskóla en þegar hún kemur fram er það helst í einhvers konar at- höfnum. „Ég hef undanfarin ár verið mikið í athöfnum; skírnum, brúð- kaupum, jarðarförum og það er líka vegna þess að ég er píanóleikari og spila á orgel líka. Þannig að ég er oft ráðin sem organisti, söngvari og und- irleikari,“ segir Guðrún. Fernir tónleikar í desember Guðrún heldur nú í desember ferna jólatónleika. Hún mun koma fram í Glerárkirkju á Akureyri, Stykkishólmskirkju, Lindakirkju í Kópavogi og Víðistaðakirkju í Hafn- arfirði. Á öllum tónleikunum mun hún taka á móti góðum gestum ásamt því að koma fram með gesta- kórum af stöðunum en hún mun sjálf sjá um undirleikinn. „Ég söng með Stykkishólmskórnum í athöfn núna í október. Mér fannst þau svo æðisleg og spurði þau því hvort þau vildu vera með,“ segir Guðrún og bætir við að þau hafi tekið vel í það og þetta verði virðisauki fyrir báða aðila. Þannig hafi hugmyndin um að vinna með kórum af þeim svæðum sem hún heimsækir kviknað. Hún segir enga tvenna tónleika verða eins með þessu fyrirkomulagi. Og þegar talið berst að kynningarmálunum í kringum hverja tónleika hlær hún og bætir við „það verður aldrei tómt“, og vísar til þess að allavega muni aðstandendur kórmeðlima mæta! Það er mikil vinna að halda svona tónleika. „Mað- ur vill vera búinn að festa kerfið, taka kirkjurnar frá, hitta fólkið, æfa, gera lagalistana, útsetja þetta og keyra út plaköt og sækja í prent,“ segir Guðrún en þetta er auðvitað allt til viðbótar við vinnu alla virka daga og fjölskyldulífið. „Maður á að vinna til að lifa, ekki lifa til að vinna,“ bætir Guðrún við og bendir þannig á að maður verði líka að muna að njóta gæðastunda inn á milli atsins. Miða- sala á tónleikana er hafin á tix.is. Fernir tónleikar í desember Söngkonan Guðrún Árný mun skapa hugljúfa jóla- stemningu á fernum tónleikum í desember. Hún er löngu komin í jólaskap enda þegar tónlistarmaður ákveður að halda tónleika í kringum jól þá hefst lagaval og undirbúningur strax um sumarið. Törn Guðrún Árný heldur ferna tónleika í desember. 62 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2017 Black Friday! af öllum yfirhöfnum föstudag og laugardag 30% afsláttur Laugavegi 77, 101 Reykjavík | Sími 551 3033 Flottir í fötum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.