Morgunblaðið - 24.11.2017, Side 66

Morgunblaðið - 24.11.2017, Side 66
66 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2017 ✝ Elín Margr-ethe Kaaber fæddist í Reykjavík 20. janúar 1922. Hún lézt á Landa- kotsspítala 16. nóv- ember 2017. Hún var dóttir hjónanna Astridar Kaaber, f. Thom- sen, og Ludvigs Emil Kaaber. Al- systkini Elínar voru Gunnar, Axel, Sveinn, Eva, Nanna og tvíburabróðir hennar Knud, öll eru þau látin. Hálfsystkini hennar samfeðra eru Sigrún, Edda, Edwin og Eggert, sem lézt ungur. Að loknu námi við Kvenna- skólann nam hún hússtjórn við Stefán Haraldsson, Gunnar Pétur, f. 1959, maki Izabela Frank, og Eirík Knút, f. 1961, maki Inger Steinsson. Afkom- endur eru nú 77. Fyrstu hjúskaparárin bjuggu þau að Hólatorgi 6 en 1949 fluttu þau að Snekkjuvogi 13 og bjuggu þar næstu 50 árin, Síðustu ár Gunnars bjuggu þau að Skúlagötu 10 en eftir lát hans í ágúst 2011 flutti Elín að Brúnavegi 9. Þau hjón ferðuðust víða um landið með börnin og voru lax- veiðar stór þáttur í lífi þeirra. Elín sinnti formennsku Inner Wheel Rotaryklúbbs Reykjavík- ur og var stofnfélagi kvenna- deildar Flugbjörgunarsveitar Reykjavíkur. Útför og sálumessa fer fram frá Dómkirkju Krists Konungs í Landakoti í dag, 24. nóvem- ber 2017, klukkan 11. Húsmæðraskólann Ósk á Ísafirði. Þann 23. október 1943 gekk hún að eiga Gunnar J. Friðriksson, f. 10. maí 1921, d. 3. ágúst 2011. Hann var sonur Odd- nýjar Jósefsdóttur og Friðriks Gunnarssonar. Þau Gunnar eignuðust sjö börn; Friðrik Gunnar, f. 1944, maki María Helgadóttir, Einar Ludvig, f. 1946, maki Kristín Sigurðsson, Ragnar Jó- hannes f. 1947, maki María Ingibergsdóttir, Hauk Jón, f. 1949, maki Melroy Desylva, Oddnýju Maríu, f. 1955, maki Elsku amma mín Elín, var yndisleg, falleg og hreinskilin kona. Ég reyndi alltaf að sýna og segja henni hversu mikið mér þótti vænt um hana en ég er ekki viss um að hún hafi átt- að sig á því hversu mikið hún gaf mér í lífinu og hversu mikið ég virkilega elskaði hana. Ég kom ekki inn í líf ömmu og afa fyrr en ég var sjö ára gömul, en það skipti engu máli, því amma sagði: „Klaudia, það er ekki blóð sem gerir okkur að fjölskyldu.“ Ég minnist þess oft þegar ég kom í Snekkjó hvað það var alltaf fallegt hjá ömmu, alltaf blóm og jarðarber. Manni leið eins og maður væri í einhverjum ævintýra- heimi þegar maður lék sér í kjallaranum. Ég mun sakna sunnudagssamtalanna okkar, en ég reyndi alltaf að vera dug- leg að hringja og skæpa við hana eftir að ég flutti út til Danmerkur. Við Siggi skírðum eldri dótt- ur okkar Elínu Margréti í höf- uðið á ömmu, því ég er viss um að það liggi einhverjir töfrar í nafninu og að Elín mín verði jafn frábær og yndisleg og amma Ella var. Fyrir nokkrum vikum skrapp ég til Íslands þegar amma var komin á spítala og átti ég ynd- islegar tvær vikur með henni, við hlógum saman, höfðum gaman, og grétum saman. Elsku amma mín, ég mun aldrei gleyma þér og öllu því sem þú gafst mér í lífinu, en mest er ég þakklát fyrir hann pabba minn sem þú gafst mér. Ég elska þig og veit að þú ert komin á góðan stað með afa. Klaudia S. Gunnarsdóttir. Með fáum orðum vil ég minnast Elínar Margrete Kaab- er – Ellu frænku minnar. Hún var ein af grunnstoðum æsku minnar, föðursystir mín, aðdáunarverð, falleg og góð frænka. Hún var ásamt tvíburabróð- ur sínum Knud yngst barna afa míns og ömmu, en þau eign- uðust alls átta börn. Móðir hennar lést þegar hún var að- eins sex ára og hún ólst upp með fjórum yngri hálfsystkin- um sínum. Þessi litla systir var mikil gersemi eldri systkina sinna og naut til dæmis alla tíð einlægrar elsku föður míns, sem var 13 árum eldri en hún. Þessi eldri hópur Kaaber- systkina var mjög samhentur og hélt um tíma heimili saman. Þau sem eldri voru höfðu skyld- um að gegna ýmist í vinnu eða skóla en Ella, sem hafði bæði verið í Kvennaskólanum og í húsmæðraskóla, stjórnaði heim- ilishaldinu þar til hún giftist. Þær eru ófáar sögurnar sem gengið hafa í fjölskyldunni í áratugi um þau skemmtilegu ár í sambúð systkinahópsins. Ella giftist ung á nútíma mælikvarða – Gunnari Friðriks- syni iðnrekanda. Á brúðarmynd af þeim má sjá að þar fara glæsileg hjón, og þeirri reisn og glæsileika héldu þau alla tíð. Ella frænka mín og fjölskylda hennar bjuggu við sömu götu og fjölskylda mín á uppvaxt- arárum mínum í Vogunum í Reykjavík. Það voru því hæg heimatökin fyrir mig að heim- sækja hana og eflaust trufla hana við heimilisstörfin því nóg hafði hún áreiðanlega að gera með börnin sjö, sem gengu þá og gera enn undir samheitinu „Ellustrákar“ jafnvel þó að ein systir sé í hópnum. Hún var einstaklega falleg og glæsileg kona hún frænka mín og hún hafði líka þann ljúfa eiginleika að nenna að sýna áhuga létt- vægum áhugaefnum mínum, stelpuskottsins. Hún safnaði t.d. með mér leikaramyndum, sem var mikið sport í þá daga. Þau Gunnar fylgdust vel með heimsmálum í erlendum tíma- ritum, sem voru mikill fjársjóð- ur þegar að leikaramyndunum kom. Alltaf tók hún mér af mik- illi þolinmæði og enn bý ég að mörgu sem hún kenndi mér. Hún tók mig t.d. í einkatíma í matreiðslu í eldhúsinu sínu áð- ur en ég stofnaði sjálf heimili. Hún lánaði mér erlendar bækur sem hún hafði haft ánægju af að lesa og þannig kynntist ég höfundum sem ella hefðu ef- laust farið framhjá mér. Hún var mikil hannyrðakona og átti kynstrin öll af blöðum með hug- myndum og leiðbeiningum sem hún deildi gjarna með mér og sýndi mér handtökin. Alltaf sýndi hún mér og fjölskyldu minni áhuga og vinsemd. Í minningu minni eru fjórar konur sem höfðu sérstök áhrif á líf mitt. Þar er auðvitað fyrst að nefna Kristínu móður mína og einnig Önnu Vigdísi systur hennar, en ekki síður föður- systur mínar tvær, hana „fas- ter“ Nönnu og hana Ellu frænku. Allar eru þessar konur nú horfnar úr heimi í hárri elli, nú síðast Ella frænka sem jarð- sungin er í dag. Allar voru þær börn síns tíma, fæddar á fyrsta fjórðungi 20. aldar – en allar engu að síður nútímakonur með ákveðnar skoðanir og sterkan vilja. Þær mótuðu umhverfi sitt og höfðu rík áhrif á það. Við dætur mínar kveðjum okkar góðu Ellu frænku með ást og virðingu. Hvíli hún í friði. Svanhildur Kaaber. Í dag kveðjum við Elínu Kaaber. Kynni okkar hófust upp úr árinu 1960 í kjölfar sam- starfs okkar Gunnars J. Frið- rikssonar, manns Elínar. Við Gunnar vorum þá að vinna að málefnum iðnaðarins og áfram lágu leiðir saman á þessum vettvangi um árabil, m.a. í Iðn- aðarbankanum og Iðnlánasjóði, þar sem Gunnar var í forystu- sveit. Áhugamál okkar Gunnars lágu víðar saman. Þar bar hæst náttúruskoðun og stangveiði. Sameiginlegur vinur okkar var Rafn Hafnfjörð, listrænn ljós- myndari og afburða veiðimaður, sem hafði auk þess af mörgu að miðla. Saman mynduðum við veiðifélagsskapinn sex á veið- um, þar sem konur okkar voru með í för. Í raun voru þessar ferðir góðra vina fundir, þar sem fuglar, blóm, steinar, sveppir, vatnabúinn og fögur náttúra voru skoðunar- og um- talsefnin. Þarna hófust kynni og vin- átta okkar hjóna og Elínar Kaaber. Á þessum ferðum vor, sumar og haust var Elín traust- ur og sterkur ferðafélagi, skipulögð, úrræðagóð og glað- vær. Þar við bættust sérstak- lega ljúffengar veitingar sem hún reiddi fram. Sama var þeg- ar þau hjón buðu okkur heim til sín, þar var í fyrirrúmi einstök gestrisni og smekkvísi. Ekki er lengra síðan en vorið 2011 að við fórum okkar síðustu veiðiferð austur á Síðu. Hvass- viðri var mikið og á mörkum að fært væri, en Elín lét það ekki á sig fá og ók bíl þeirra hjóna áfallalaust á leiðarenda. Fram undan var 90 ára afmæli Gunn- ars og hafði Rafn hannað boðs- kort í afmælið. Skemmst er frá því að segja að Rafn lést skömmu eftir þessa veiðiferð; Gunnar náði að halda upp á af- mæli sitt í maí en lést í ágúst- mánuði. Elín Kaaber var glæsileg kona og var eiginmanni sínum stoð og stytta í ábyrgðarmikl- um störfum hans. Það var mik- ið lán að fá að kynnast þeim hjónum og öðlast vináttu þeirra. Samverustundir okkar á liðnum árum eru dýrmæt eign í sjóði minninganna. Við Ragnheiður sendum sam- úðarkveðjur til barna og fjöl- skyldu Elínar Kaaber. Blessuð sé minning hennar. Bragi Hannesson. Elín M. Kaaber ✝ Rafn KristjánHólm Viggós- son fæddist 11. maí 1931. Hann lést á Hjúkrunarheimil- inu Hrafnistu 15. nóvember 2017. Foreldrar hans voru Guðrún Jó- hanna Benedikts- dóttir, f. 25. janúar 1902, d. 5. janúar 1976, og Gísli Viggó Sigurjónsson, hús- gagnabólstrari og bókbindari í Reykjavík, f. 8. ágúst 1902, d. 4. mars 1957. Rafn átti þrjú systkini. Þau eru Bentína Sigrún Hólm Viggósdóttir, f. 18. febrúar 1939, Ragnheiður Kristín Hólm Viggósdóttir, f. 24. nóvember 1934, d. 21. mars 1987, Benedikt Sigurjón Hólm Viggósson, f. 16. okt. 1944, d. 29. janúar 1978. Hinn 11. maí 1961 kvæntist Rafn Svandísi Guðjónsdóttur, f. 5. október 1966. Börn þeirra eru Jón Emil, f. 2004, Eyþór, f. 2008, og Atli, f. 2008. Anna Birna, f. 1987, gift Karli Sigurðssyni, f. 1989. Börn þeirra eru Sigurður Orri, f. 2013, og Baldur Rafn, f. 2017. Fyrir átti Svandís Viðar Hafstein Eiríksson, f. 7. júní 1952, kvæntur Guðrúnu Guð- mundsdóttur, f. 7. mars 1955. Börn þeirra eru Guðmundur Hafsteinn, f. 1979. Linda, f. 1976, gift Sigurði Björnssyni, f. 1975. Börn þeirra eru Bjarki Már, f. 1997. Katla, f. 2003. Anný, f. 2012, og Þórey, f. 2014. Rafn Lauk námi í húsgagna- bólstrun, starfaði við þá iðn alla tíð og rak eigið verkstæði meðan kraftar leyfðu allt til ársins 2011. Hann stundaði badminton um margra ára skeið, sat í vara- stjórn TBR frá 1966–1975 og varaformaður þar árið 1976. Kosinn formaður BSÍ (Badmin- tonsambands Íslands) árið 1976 og gegndi því starfi í sjö ár. Var sæmdur gullmerki TBR 1973, gullmerki BSÍ 1992 og gull- merki ÍSÍ 1981. Hann var kosinn heiðursfélagi TBR 1998. Útför Rafns fer fram frá Langholtskirkju í dag, 24. nóvember 2017, klukkan 13. 16. feb. 1929, d. 13. ágúst 2014. Börn Rafns og Svandísar eru Guðjón Þór Rafnsson, f. 5. ágúst 1958. Sambýliskona hans er Ingrid Kaufmann, f. 5. ágúst 1957. Barn þeirra er Anna Carlström, f. 1985. Fyrri sambýliskona er Lise-Lotte Carlsten, börn þeirra eru Joa- kim Carlsten, f. 1988, Johannes Carlsten, f. 1985, kvæntur Richa Carlsten. Guðrún Jóhanna Rafnsdóttir, f. 18. nóvember 1959, gift Gunnari S. Gunnars- syni, f. 8. desember 1958. Börn þeirra eru Árni Rafn, f. 1980, sambýliskona Júlía York Khoo, f. 1982. Þór, f. 1982, og Svandís, f. 1991, sambýlismaður Kjartan Jón Bjarnason, f. 1991. Rafn Rafnsson, f. 30. maí 1964, sam- býliskona Sif Sigurðardóttir, f. Því sá, sem hræðist fjöllin og ein- lægt aftur snýr, fær aldrei leyst þá gátu: hvað hinu- megin býr. En þeim, sem eina lífið er bjarta brúðar myndin, þeir brjótast upp á fjallið og upp á hæsta tindinn. (Þorsteinn Erlingsson) Elsku pabbi minn. Nú kveð ég þig með þakklæti og söknuð í hjarta. Starfsfólki og vinum á Hrafnistu sendum við fjölskyld- an þakkir fyrir frábæra umönn- un og vináttu. Hvíl í friði. Þín dóttir Guðrún Jóhanna. Heiðursfélagi TBR, Rafn Viggósson, er látinn. Rabbi, eins og við kölluðum hann alla jafna, var forystumaður í bad- mintonhreyfingunni um ára- tuga skeið og spilaði badminton í yfir 50 ár hjá Tennis- og bad- mintonfélagi Reykjavíkur. Rabbi „tók allan pakkann“ í badmintoníþróttinni. Hann var keppandi í meistaraflokki um árabil og varð m.a. Íslands- meistari í tvíliðaleik. Hann fór til Danmerkur á þjálfaranám- skeið. Í framhaldinu vann hann við kennslu og þjálfun um nokkurra ára skeið hjá TBR og Badmintondeild Vals. Hann var líka heldur betur á kafi í fé- lagsmálunum. Rafn var í stjórn TBR, í mótanefnd og keppnisnefnd fé- lagsins. Auk þess vann hann ómetanlegt sjálfboðastarf við byggingu TBR hússins, sem var opnað 1976. Svo tóku við fjölmörg verkefni hjá Badmin- tonsambandi Íslands. Þar var hann formaður í sjö ár. Þar að auki starfaði hann sem badmin- tondómari og fór m.a. í nokkrar ferðir erlendis til að dæma á al- þjóðlegum mótum. Starf Badmintonsambands Íslands efldist mjög á þeim ár- um sem Rafn var þar í stjórn. Farið var í margar keppnis- ferðir og fjöldi erlendra gesta sótti okkur heim. Má nefna Færeyjaferðir svo og ferðir til annarra landa á Norðurlöndum. Þá hófst þátttaka badminton- landsliðsins í Evrópu- og heimsmeistaramótum. Loks má nefna tengsl BSÍ við Kína, það- an sem við fengum þjálfara til lengri tíma og keppnislið í heimsókn. Rafn fékk fullt af heiðurs- viðurkenningum auk verðlauna í badmintonmótum. Gullmerki TBR fékk hann 1973 og 1998 var hann kosinn heiðursfélagi TBR. Þar að auki fékk hann gullmerki BSÍ og ÍSÍ. Hann var stofnfélagi í „Gamlemandehollet“ haustið 1976, en það var hópur eldri fé- laga TBR sem hittust tvisvar í viku í fjölda ára og léku sér í badmintoníþróttinni sér til skemmtunar og heilsubótar. Ég kynntist Rabba þegar ég var unglingur að stíga mín fyrstu skref í badmintoníþrótt- inni. Þá var hann á fullu við að stjórna mótum, þjálfa, dæma, æfa og keppa, allt eftir því hvaða verkefni lágu fyrir þann daginn. Síðar störfuðum við saman um árabil, hann sem for- maður BSÍ og ég sem fram- kvæmdastjóri TBR. Ég fór líka oft með honum í keppnisferðir erlendis. Hann var þá að jafnaði fararstjóri landsliðsins og ég þá, einn af keppendunum. Og hann var eins og pabbi okkar allra í þessum ferðum. Samviskan uppmáluð en allt- af svo lítið stressaður sem far- arstjóri því ekki var sama tæknivæðingin þá dagana og nú, ef eitthvað kom fyrir. Hann átti til að skamma okkur svolít- ið þegar við vorum of sein t.d. í morgunmat, eða klúðruðum einhverju í ferðinni, en við gerðum líka góðlátlegt grín að honum og stríddum honum stundum á móti. Þetta sýndi auðvitað að vinátta og traust ríkti milli manna í hópnum. Og það var ætíð létt yfir okkur og glatt á hjalla. Minningarnar ylja manni núna þegar ég rifja upp með sjálfum mér þessa gömlu daga. Rafn Viggósson félaga minn og leiðtoga kveð ég nú með þökk fyrir öll árin sem við áttum saman á badmintonleikvellinum hérlendis og erlendis svo og við skipulag þeirra fjölmörgu móta sem við sáum um sameiginlega á vegum TBR og BSÍ. Sigfús Ægir Árnason. Það er ekki öllum gefið að taka annarra manna börn að sér en það gerði fóstri minn Rafn. Ég var reyndar ekki lengi eina barnið á heimilinu því síðla árs 1959 voru komin tvö börn til viðbótar, þau Guðjón Þór, fæddur 1958, og Guðrún Jó- hanna, fædd 1959. Fimm árum síðar eða árið 1964 fæddist þeim þriðja barn sitt, Rafn. Húsnæðið á Laugavegi 50b far- ið að þrengja að. Nú voru góð ráð dýr, ekki kom til greina að fara á leigumarkaðinn sem þá, eins og nú, var bæði dýr og ótryggur. Ungu hjónin veltu því fyrir sér um hríð að kaupa íbúð í byggingu í Kópavogi eða í einu úthverfi Reykjavíkur, Voga- hverfinu. Vogahverfið varð ofan á og fluttum við í nýbyggða blokkaríbúð í Ljósheimum 14 síðla sumars árið 1964. Eins og tíðkaðist þá var flutt í íbúðina hálfkláraða, en þvílíkur munur. Þarna höfðum við miklu meira rými enn á fyrra heimili og hverfið var að byggjast upp, mikið til af ungu fólki sem fyllti Vogaskólann. Það var ekki tek- ið út með sældinni einni saman að halda heimili með fjórum ungum börnum og vera að byggja yfir fjölskylduna nýtt húsnæði. Það var þá sem ég skynjaði dugnað, útsjónarsemi og sam- heldni Rafns fóstra míns og móður minnar. Það tók því við tímabil þar sem Rafn fóstri sást rétt í mýflugumynd um klukkan 19 til að borða kvöld- mat. Svo var hann farinn aftur til vinnu fram undir miðnætti og unnið var flestar helgar líka, ef ekki til að afla tekna þá til að koma íbúðinni áfram í betra horf. Þetta reyndi á fjölskylduna og oftar en ekki kastaðist í kekki milli hjónakornanna, en þau stóðust þessa áraun. Það kenndi mér sem barni og ung- lingi að það er ástæðulaust að gefast upp þótt móti blási. Rafn var húsgagnabólstrari og meistari í þeirri iðn. Ég hafði unnið mér inn vasapening með skóla á bólsturverkstæði sem hann starfaði á, það vakti seinna áhuga minn á að læra þá iðn. Rafn tók mig að sér sem nema í bólstrun. Því námi lauk ég undir handleiðslu hans og starfaði við það um árabil. Það er sælla að horfa björt- um augum fram á veginn en að staldra of lengi í fortíðinni og jafnvel festast þar. Það kenndi Rafn fóstri mér sem og það að vinna fyrir því sem þú þarft og vilt eignast, forðast að taka lán nema þá aðeins í ýtrustu neyð. Hann gat verið harður hús- bóndi og ekki var maður alltaf sáttur við hve lítinn tíma hann gaf fjölskyldunni. Seinna skildi maður að það var auðvitað af illri nauðsyn sem þannig háttaði til. Það má segja að harðastur hafi Rafn samt verið við sjálfan sig. Það kom berlega í ljós þeg- ar hann liðlega sjötugur fékk heilablóðfall og lamaðist að hluta. Hann dró ekki af sér í æfingum til að ná fyrri heilsu, styrkti líkamann með þrek- göngu upp og niður stiga í átta hæða blokkinni og í sjúkra- þjálfun. Á skömmum tíma náði hann nærri fyrri styrk sínum, en var þá sleginn niður og aftur fékk hann heilablóðfall. Einhver hefði á þeirri stundu lagt árar í bát og gefist upp, en ekki Rafn. Auðvitað var þetta honum áfall en hann hélt ótrauður áfram og þjálfaði sig eins og mögulegt var, en því miður varð ekki aftur snúið og styrk- urinn kom ekki aftur. Smátt og smátt dró af honum og síðustu árin þurfti hann hjálpartæki til að koma sér milli staða á Hrafnistu, þar sem hann dvaldi og leið afar vel síðustu árin sín. Ég minnist fóstra míns Rafns Viggóssonar með þakk- læti fyrir að hafa gengið mér í föðurstað frá fimm ára aldri. Blessuð veri minning hans. Viðar H. Eiríksson. Meira: mbl.is/minningar Rafn Kristján Hólm Viggósson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.