Morgunblaðið - 24.11.2017, Qupperneq 67
MINNINGAR 67
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2017
✝ KristbjörgMaría Jóns-
dóttir fæddist í
Reykjavík 4. febr-
úar 1931. Hún lést
15. nóvember 2017
á Hjúkrunarheim-
ilinu Eiri.
Foreldrar henn-
ar voru Jón Svein-
björnsson vélstjóri
og Ágústa Magnús-
dóttir saumakona.
Bræður hennar eru Sveinbjörn,
látinn, Magnús, látinn, og Helgi
Þór. Hún giftist Ármanni
Kristjánsdóttur. 3) Óskar,
kvæntur Báru Elíasdóttur.
Þeirra börn eru Arna, Ármann
og Gunnar Kristinn. Arna á Sig-
urð Vopna, Báru Rán og Hugin
með Viggó M. Sigurðssyni.
Kristbjörg ólst upp í Skerja-
firði og á Laugavegi 159. Hún
lærði myndlist í Myndlista- og
handíðaskólanum og tók
kennarapróf frá Kennaraskól-
anum. Hún lærði einnig list-
meðferðarfræði í Englandi. Hún
kenndi myndmennt lengi í Álfta-
mýrarskóla. Kristbjörg kenndi
börnum á Barnaspítala Hrings-
ins í rúm tuttugu ár, allt þar til
hún lét af störfum vegna aldurs
árið 1999. Síðustu árin bjó hún á
Hjúkrunarheimilinu Eiri.
Útför hennar fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag. 24. nóvember
2017, klukkan 13.
Óskarssyni 1953,
þau skildu. Hún
giftist Stefáni Þor-
móðssyni 1978,
hann lést 1999.
Börn Krist-
bjargar og Ár-
manns eru 1) Jón
Agnar 2) Gunnar
Skúli, kvæntur
Helgu Þórðar-
dóttur. Þeirra börn
eru Magnús Ingi,
Þórður Skúli, Kristbjörg María
og Guðlaug Anna. Þórður Skúli
á Vigdísi Kötlu með Selmu B.
Fyrir rúmri viku ákvað hún
amma mín, amma í Mosó, að nú
væri hennar tími kominn til að
kveðja. Tímamót sem þessi eru
þó miklu frekar ástæða til að
rifja upp góðar minningar held-
ur en að syrgja, og ætla ég að
gera það hér.
Amma í Mosó var líklega
hálfgerður hippi þegar ég
komst til vits þó að ég hafi ekki
áttað mig á því fyrr en löngu
síðar. Hún og Stebbi áttu stórt
tréhús í Mosfellsbæ sem var al-
gjör ævintýraveröld fyrir okkur
barnabörnin. Í garðinum rækt-
uðu þau gulrætur, grænkál og
brokkólí og í stóra gróðurhúss-
bragganum var alltaf hægt að
ná sér í heimaræktuð vínber og
tómata. Þetta var hluti af hug-
sjón hennar fyrir heilsunni og
náttúrunni, en í þeim málum
var hún langt á undan sinni
samtíð. Í bílskúrnum, sem ég
held reyndar að hafi aldrei ver-
ið notaður sem slíkur, átti
amma vinnustofu þar sem hún
kenndi okkur að mála á postulín
á milli þess sem hún hélt mynd-
listarnámskeið fyrir vinkonur
sínar. Á litla blettinum í garð-
inum sem ekki var notaður und-
ir einhvers konar rækt hjálp-
uðumst við svo við að byggja
lítinn rauðan kofa, hlaðinn torfi
á hliðunum. Þar var ekkert lítið
gaman að leika sér, sérstaklega
þar sem einn glugginn var opn-
anlegur sem okkur þótti mikið
sport. Maður gat alltaf treyst á
það að þegar amma og Stebbi
náðu í okkur á gamla Subaru-
inum sínum að sá dagur yrði
ævintýri ólíkt öllum öðrum.
Amma sá að miklu leyti um
allt listrænt uppeldi okkar
krakkanna í Langagerðinu. Í
dag spilar Gunnar á trompet
eins og atvinnumaður og hefur
áhuginn aldrei verið sterkari, af
því hefði líklega aldrei orðið
hefði amma ekki birst með lít-
inn trompet í dyrunum einn
daginn. Við Arna nutum góðs af
píanóinu sem hún gaf heimilinu,
fyrst lærði hún á það í nokkur
ár og svo tók ég, litli bróðir við.
Postulínið sem við máluðum hjá
þér verður alltaf í miklu uppá-
haldi, það minnir okkur líka á
fallegu dagana í Mosó.
Hvíldu í friði, elsku amma,
takk fyrir allt sem þú gerðir
fyrir okkur.
Ármann.
Komið er að því að kveðja
góða vinkonu. Kristbjörgu
kynntist ég fyrir ca. 38 árum
eða þegar við bjuggum í sömu
götunni í Árbænum. Ég var þá
aðeins átta ára og byrjuðu
kynni okkar á því að ég aðstoð-
aði Kristbjörgu og Stefán við að
fara út að labba með hundana
þeirra. Í bílskúrnum kenndi
Kristbjörg fólki að mála á
postulín og hún leyfði mér oft
að setjast með sér að mála á
allskonar hluti. Þessir hlutir
fylgja mér en í dag. Við áttum
góðar spjallstundir í bílskúrn-
um og urðum fínar vinkonur
þrátt fyrir mikinn aldursmun.
Við brölluðum ýmislegt saman
og fórum meðal annars til Par-
ísar, en hana hafði dreymt um
að ferðast þangað. Á þessum
tíma var hún farin að eiga erfitt
með gang og var því ákveðið að
drífa í ferðinni. Ætlunin var að
fara með fararstjóra en þegar
komið var til Parísar var engin
farastjórn þessa helgi. Krist-
björg vissi hvað hún vildi sjá og
við skipulögðum ferðina og fór-
um með strætó út um alla París.
Þetta var mjög skemmtileg
ferð. Við sáum mikið, fórum á
listasöfn og sátum líka á kaffi-
húsum og drukkum í okkur
borgina. Þegar Kristbjörg fór
að eldast fórum við í bíltúra eða
sátum bara heima og fengum
okkur kaffi.
Um leið og ég þakka Krist-
björgu samfylgdina í gegnum
árin votta ég fjölskyldunni allri
mína innilegustu samúð.
Hanna Berglind.
Manngæska, háttvísi og hóg-
værð voru einkennandi í fari
Kristbjargar Maríu mágkonu
minnar eða Böggu eins og hún
var alltaf kölluð.
Bagga var yfirveguð í fasi og
lét ekkert slá sig út af laginu.
Ekki var hún þó skaplaus, var
sjaldan svarafátt og oft einstak-
lega orðheppin. Ef henni fannst
einhver vera að taka rangar
ákvarðanir varðandi mikilvæga
hluti sagði hún jafnan álit sitt
með festu.
Hún tók próf frá Myndlista-
og handíðaskólanum og síðan
kennarapróf. Bagga starfaði
sem myndlistarkennari í Álfta-
mýrarskóla um tveggja áratuga
skeið. Síðar kenndi hún börnum
sem lágu inni á barnadeild
Landspítalans myndmennt og
fór með þeim yfir heimanámið.
Ég kynntist Böggu þegar
hún var komin yfir fimmtugt,
en ég var tæpum tuttugu og
fimm árum yngri. Þrátt fyrir
aldursmuninn urðum við fljót-
lega góðar vinkonur. Hún og
Stebbi, seinni maður hennar,
tóku mér opnum örmum frá
byrjun.
Þau fluttu í lítið timburhús
með stórum garði í Mosfells-
bænum um 1984, það byggði
hún með hjálp fjölskyldunnar.
Það var gestkvæmt í litla vina-
lega húsinu, heimilið var lát-
laust en mjög hlýlegt. Þar var
margt spjallað og barst talið oft
að málefnum eins og lífi eftir
dauðann, en þau hjónin deildu
áhuga á andlegum málum. Fjöl-
skylda mín bjó í sömu götu og
börnin okkar fóru iðulega til
þeirra þegar þau sáu að einhver
var heima og fengu oft hress-
ingu eða vínber í munninn. Þau
hjónin kölluðu oft í okkur í
kaffi. Þá bauð Stebbi upp á sín-
ar víðfrægu heilsupönnukökur
sem voru bornar fram með rab-
arbarasultu og þeyttum rjóma.
Bagga var kennari af guðs
náð. Það var hennar líf og yndi
að hafa börn í kringum sig og
stússa í kringum þau. Hún hafði
líka gott lag á að fá þau til að
vinna og lempa þau til ef þau
voru óstýrilát. Hún naut sín í
kennslunni og hafði mikinn drif-
kraft. Þegar „venjulegt“ fólk
var alveg búið eftir vinnudaginn
virtist hún enn full orku og hélt
m.a. námskeið í postulínsmálun
í bílskúrnum heima hjá sér
nokkur kvöld í viku. Fjölskyld-
an naut líka góðs af og voru
margir ungir sem eldri orðnir
nokkuð lunknir með pensilinn.
Á sumrin tók garðræktin við.
Þau hjónin hugsuðu vel um
heilsuna og voru samstillt í
ræktun á matjurtum í garðinum
til eigin nota.
Einnig ræktuðu þau vínber,
tómata og blóm í stóra gróð-
urhúsinu. Í garðinum mátti sjá
breiður af spergilkáli, svo mikið
að maður skildi ekki hvernig
hægt væri að borða allt þetta
magn. En þau nýttu allt græn-
metið, snöggsuðu það og settu í
litlu frystikistuna sína.
Bagga var einstök manneskja
og ég er þakklát fyrir að hafa
kynnst henni og fengið að njóta
góðvildar hennar og hjálpsemi.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Sólveig.
Kristbjörg María
Jónsdóttir
✝ GuðmundurÁrmann Egg-
ertsson fæddist 11.
desember 1965.
Hann lést 13.
nóvember 2017 á
líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi.
Guðmundur Ár-
mann var sonur
hjónanna Ásdísar
Skúladóttur, f.
1936, d. 1982, og Eggerts Guð-
mundssonar, f. 1931. Systkini
Guðmundar Ármanns eru: 1)
Óli Már, f. 1962, maki: Eydís
1965. Börn: Freyja, f. 1998, og
Fjóla, f. 2004.
Guðmundur Ármann kvænt-
ist árið 2007 Sif Jónsdóttur
nuddara, f. 20. desember 1964,
d. 1. janúar 2015. Börn þeirra
eru Arnar Jón, f. 2001, og
Katrín Ósk, f. 2006.
Guðmundur Ármann ólst
upp í Kópavogi og gekk í
Digranes- og Víghólaskóla.
Eftir grunnskóla lá leiðin í Iðn-
skólann í Reykjavík þar sem
hann útskrifaðist sem stál-
smiður, eða ketil- og plötu-
smiður eins og það hét þá.
Síðar lauk hann námi í stál-
virkjagerð og lauk einnig námi
í tækniteiknun. Hann vann við
stálsmíði mestallan sinn starfs-
feril.
Útför Guðmundar Ármanns
fer fram frá Garðakirkju í dag,
24. nóvember 2017, klukkan 13.
Dögg Sigurðar-
dóttir, f. 1975.
Börn: Ása Októvía,
f. 2010, og Þórunn
Una, f. 2013. Fyrir
átti Óli Már Önnu
Margréti, f. 1988.
2) Vignir, f. 1963,
maki LiljaBjörk
Kristjánsdóttir, f.
1967. Börn: Krist-
ján Páll, f. 1989,
Ásdís Huld, f.
1993, og Heiðrún Arna, f. 2002.
Fyrir átti Vignir Hrefnu Rún, f.
1984. 3) Birna, f. 1969, maki
Rúnar Hrafn Ingimarsson, f.
Elsku pabbi.
Þegar ég byrja að hugsa um
þig fyllist hugur minn af tærum
minningum. Pottþétt bestu minn-
ingarnar okkar saman eru um
milljón samtals en ef ég byrja að
hugsa meira um þig held ég að
það sé miklu stærri tala, kannski
milljón skrilljón og apaskrilljón.
Þú varst yndislegur pabbi, bróð-
ir, sonur, tengdasonur, eiginmað-
ur, frændi og vinur. Þú varst all-
gjör snyrtipinni og þú varst
elskaður af öllum. Ég sagði á
hverjum degi við þig: „Ég elska
þig af öllu hjarta og farðu var-
lega.“
Þín dóttir,
Katrín Ósk.
Nú er komið að kveðjustund.
Elskulegi bróðir minn,
Gummi, var fjórum árum eldri en
ég, fæddur í desember eins og ég.
Það eru margar góðar æsku-
minningar með Gumma, öll sam-
eiginlegu afmælin sem við héld-
um, fyrst sem börn og svo síðar
partí þegar við vorum orðin eldri.
Við vorum fjögur systkinin og
ólumst upp í litlu húsi í Suður-
hlíðum Kópavogs, sem var hálf-
gerð sveit í þá daga. Okkur
fannst paradís að vera þar. Síðar
fluttum við í Stórahjallann en þar
byggðu foreldrar okkar hús.
Heima var oft glatt á hjalla,
mikill gestagangur hjá okkur
krökkunum og að auki dvaldi oft
hjá okkur móðurfólkið frá Aust-
fjörðum.
Þegar Gummi var 16 ára lést
móðir okkar úr krabbameini eftir
stutt veikindi, það var mikill
missir. Það var gott að hafa
Gumma á heimilinu, alltaf svo
bóngóður, samviskusamur og
duglegur.
Árið 2004 var hann svo hepp-
inn að kynnast henni Sif. Sif átti
þá lítinn dreng, Arnar Jón, sem
Gummi gekk í föðurstað. Árið
2006 eignuðust þau Katrínu Ósk
og hvað ég var ánægð að sjá þau
daginn sem hún fæddist. Þá sat
Gummi með hana í fanginu og
brosti út að eyrum. Gummi og Sif
áttu vel saman, bæði svo yfir-
veguð og róleg og bjuggu börnum
sínum yndislegt heimili í Ár-
bænum.
Árið 2007 greindist Sif með
krabbamein og aftur í lok árs
2012. Stuttu eftir þá greiningu,
greindist ég sjálf með krabba-
mein og þá var ómetanlegur
styrkurinn sem Sif veitti mér.
Minn mesti kvíði var að tilkynna
dætrum mínum og fjölskyldu
veikindi mín.
Hún tók í hendurnar á mér,
horfði í augun á mér og sagði:
„Birna þetta er ekkert mál, börn
eru ótrúleg. Þetta á allt eftir að
ganga vel.“ Kvíðinn hvarf og ég
gat á auðveldan hátt látið fólkið
mitt vita. Elsku Sif lést rúmum
tveimur árum síðar, blessuð sé
minning hennar.
Þegar Gummi hringdi í mig í
fyrrasumar og sagði mér að hann
væri með krabbamein, féllust
mér hendur. Var hægt að trúa
því? Hann gekk í gegnum erfiðar
meðferðir en nú í byrjun nóvem-
ber var okkur tjáð að hann ætti
ekki langt eftir. Við Katrín Ósk
sátum hjá Gumma eftir þessar
fréttir, þá var grátið en á sama
tíma sagði hún svo fallega við
pabba sinn: „Það er alla vega eitt
gott sem kemur út úr þessu, það
er að þú færð að hitta mömmu.“
Fjórum dögum síðar kvaddi
hann.
Eftir sitjum við öll og syrgjum.
Manni finnst óréttlætið vera al-
gert.
Ósk Gumma og barnanna var
að þau fengju að búa hjá mér og
minni fjölskyldu. Mér þótti afar
vænt um þá bón. Fjölskyldan hef-
ur stækkað mikið á rúmri viku.
Við Rúnar eigum tvær dömur og
nú hafa þau systkinin bæst við.
Þeim fylgdu einnig tvær kisur og
hamstur. Já, fjölskyldan stækk-
aði á einni viku úr því að vera
fjögur yfir í það að vera níu, með
dýrum talið. Nú segi ég eins og
Sif sagði við mig: „Börn eru ótrú-
leg, þetta á allt eftir að ganga
vel.“
Blessuð sé minning míns
yndislega bróður Gumma, hún
lifir í hjörtum okkar sem eftir
lifum.
Birna.
Stillt vakir ljósið
í stjakans hvítu hönd,
milt og rótt fer sól
yfir myrkvuð lönd.
Ei með orðaflaumi
mun eyðast heimsins nauð.
Kyrrt og rótt í jörðu
vex korn í brauð.
(Jón úr Vör)
Einhver undarleg hending
réði því að þetta ljóð Jóns úr Vör
varð á vegi mínum fyrir fáeinum
dögum og varla er hægt að finna
eftirmæli sem betur hæfa um
hann Gumma frænda minn.
Hann Gummi var stilltur og hóg-
vær, orðfár og orðvar, mildur og
bjartur. Yfir honum var kyrrð og
ró. Gummi þóttist ekki eiga
heimtingu á neinu, líf hans var
ekki eftirsókn eftir vindi. Og lífið
hefði með sanni mátt vera örlát-
ara á daga sína honum til handa.
Þá daga hefði hann sest í stofu-
hornið að morgni með kaffiboll-
ann og fylgst með þegar birti yfir
Bláfjöllunum. Þá daga hefði hann
haldið áfram að gefa börnunum
sínum allt og sig allan.
Börnin hans og hennar elsku-
legu Sifjar hafa nú misst báða
foreldra sína á tæplega þremur
árum. Það er nöturlegra en orð fá
lýst.
Nú næðir um hug þeirra og
hjarta en þau munu ávallt eiga í
brjósti sér þá mildi og hlýju sem
Gummi og Sif gáfu þeim ómælt
af.
„Milt og rótt fer sól yfir
myrkvuð lönd.“ Ég bið þess að
minninganna sól verði Arnari
Jóni og Katrínu Ósk leiðarljós á
lífsins vegi. Ég bið þess líka að
styrk hönd leiði þá ástvini alla
sem syrgja með þeim og veita
þeim nú skjól.
Gumma frænda fylgi ég úr
hlaði og kveð með ritningarversi
sem honum er ætlað:
Sælir eru hjartahreinir, því að þeir
munu Guð sjá.
(Matt. 5.8.)
Oddný Halldórsdóttir.
Guðmundur Ár-
mann Eggertsson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
HULDA SIGURLÁSDÓTTIR,
Goðheimum 9, Reykjavík,
áður Vallarbraut 8,
Hvolsvelli,
lést á Landspítalanum í Fossvogi þriðjudaginn 31. október.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Innilegustu þakkir fyrir samúð og hlýhug.
Margrét Einarsdóttir Helgi Kristófersson
Árni Einarsson
Aðalheiður Einarsdóttir Björgvin Sigurðsson
ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubarn
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug vegna andláts og útfarar
ARNAR ÞORLEIFSSONAR
frá Húsey.
Laufey Ólafsdóttir, börn,
tengdabörn og afabörn
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru vin-
samlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Smellt á
Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi liður,
„Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einn-
ig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðju-
degi).
Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skila-
frestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar
sem birtast í Morgunblaðinu
séu ekki lengri en 3.000 slög.
Ekki er unnt að senda lengri
grein. Lengri greinar eru ein-
göngu birtar á vefnum. Hægt
er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 lín-
ur. Ekki er unnt að tengja
viðhengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar
koma fram upplýsingar um
hvar og hvenær sá sem fjallað
er um fæddist, hvar og hve-
nær hann lést og loks hvaðan
og klukkan hvað útförin fer
fram. Þar mega einnig koma
fram upplýsingar um foreldra,
systkini, maka og börn. Ætl-
ast er til að þetta komi aðeins
fram í formálanum, sem er
feitletraður, en ekki í minn-
ingargreinunum.
Minningargreinar