Morgunblaðið - 24.11.2017, Qupperneq 70

Morgunblaðið - 24.11.2017, Qupperneq 70
70 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2017 Smáauglýsingar Fylgstu með á facebook Mjódd s. 774-7377 www.frusigurlaug.is Frí póstsending Fylgstu með á facebook Mjódd s. 774-7377 www.frusigurlaug.is Frí póstsending Sundbolir • Tankini Bikini • Strandfatnaður Undirföt • Náttföt Sloppar • Undirkjólar Inniskór • Aðhaldsföt Mikið úrval af heima- & náttfatnaði, sloppum og nærfatnaði fyrir konur á öllum aldri -Þ Ú SE ND IR OKK UR MYND EÐA TEXTA- -V IÐ PRENTUM Á TATT O- PA PP ÍR - Ýmislegt ✝ Ragnar Berg-ur Jónsson fæddist 24. maí 1924 á Korpúlfs- stöðum. Hann lést 30. október 2017 á Hjúkrunarheim- ilinu Sóltúni í Reykjavík. Foreldrar hans voru Jón Bergs- son, búfræðingur og bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 7. september 1883 á Birnufelli í Fellum, Norður- Múlasýslu, d. 21. júní 1959, og Elínbjört Hróbjartsdóttir mat- ráðskona, f. 21. mars 1884 í Odd- geirshóla-Austurkoti í Hraun- gerðishreppi, d. 23. janúar 1926. Bergur kvæntist Erlu Eyjólfs- dóttur, f. 6. ágúst 1929, d. 13. október 2017. Börn þeirra eru: 1) Jón, f. 18. september 1948, maki Guðrún H. Sederholm, f. 24. janúar 1948. Börn þeirra eru Örn og Sigríður Ella. 2) Arn- þrúður, f. 18. september 1948, d. 3. febrúar 2000, maki Friðrik Jónsson. Börn þeirra eru Erla, Gerða, Arna, Jón Örn og Drífa. sveinspróf í rennismíði árið 1945. Hæfileikar hans og kunnátta við allt sem viðkom vélum og gangverki þeirra komu fljótt í ljós og nýttust starfskraftar hans vel í árdaga vélvæðingar á Íslandi. Bergur vann lengst af í Hampiðjunni og fylgdi þar eftir þróun kaðla- og netagerðar úr hampi yfir í plastefni með öllum þeim breytingum á vélakosti sem því var samfara. Hann fylgdi einnig eftir sölu og uppsetningu eldri vélbúnað- arins í framandi löndum því hampvélarnar gömlu voru með- al annars seldar til Casablanca. Bergur tók að sér uppsetn- ingu á verksmiðjum í Sharjah, sem er eitt af sameinuðu fursta- dæmunum við Persaflóa, og bjó þar um nokkurra ára skeið ásamt fjölskyldu. Bergur lauk sinni starfsævi hjá sjávarafurðadeild SÍS og Fálkanum. Bergur og Erla hófu búskap á Bergstaðastræti 50b árið 1948 og bjuggu þar til ársins 2016 er þau fluttu í íbúð á Aflagranda 40. Útför Bergs fer fram frá Nes- kirkju í dag, 24. nóvember 2017, klukkan 13. 3) Björn, f. 26. jan- úar 1951, börn hans eru Anita Hafdís, móðir hennar er Berta Guðjóns- dóttir, og Ragnar og Arnar, móðir þeirra er Svanhildur Jósepsdóttir. 4) Kristjana, f. 20. september 1952, maki Atli Árnason, f. 7. júní 1951, börn þeirra Bergur, d. 1990, Rósa, Ás- geir og Trausti. 5) Elín, f. 7. mars 1955, maki Sveinbjörn Jónsson, f. 22. febrúar 1959, börn þeirra Jóna Lára, Berglind og Björg. 6) Arndís, f. 5. janúar 1968, maki Björn Þorláksson. Börn þeirra eru Starkaður og Sól og dæturnar Vigdís og Kar- ítas sem Arndís á frá fyrra hjónabandi. Sonur Björns úr fyrra sambandi er Þorlákur. Barnabarnabörnin eru á fjórða tug. Bergur óx upp í Reykjavík hjá föður sínum, stjúpmóður og yngri systkinum. Hann lærði vélvirkjun og tók Á meðan brimið þvær hin skreipu sker og skýjaflotar sigla yfir lönd þá spyrja dægrin: Hvers vegna ertu hér, hafrekið sprek á annarlegri strönd? (Jón Helgason) Okkur fjölskyldumeðlimi og ástvini Erlu og Bergs hefur nú rekið á strönd sorgar og sárrar kveðjustundar. Aðeins rúmt ár er síðan við Erla gengum með hluta af glað- hlakkalegum barnabarnaskara hennar um götur Akureyrar. Hún var svo stolt af þeim og já- kvæð, glöð að vera komin norður í heimsókn. Degi síðar fór ég í sund með Bergi í Akureyrarlaug. Það tók svolítinn tíma að koma sér á bað- svæðið, enda Bergur á tíræðis- aldri. Verðlaunin voru ærin þegar sólin braust fram úr skýjunum og andlit tengdapabba lýsti upp. Hann spyrnti sér frá bakka heita pottsins og tók land hinum meg- in. „Þá er maður búinn að afreka eina sundferð í dag,“ sagði hann með kíminn glampa í augum. Þetta reyndist síðasta sundferðin hans Bergs og nú eru ferðalok hjá þeim Erlu báðum. Þegar við Arndís, örverpi þeirra hjóna í miklum og mynd- arlegum barnahópi, kynntumst árið 2004 kveið ég því ögn að hitta verðandi tengdaforeldra mína. Þótt ég væri þá nálægt fertugu leið mér eins og smástrák sem þyrfti nú að standa sig. Ég man vel fyrstu kynni við þau heiðurs- hjónin í Bergstaðastrætinu. Fann fyrir létti að við skyldum sammála um flest umræðuefni, nema kannski formann Sjálf- stæðisflokksins. Allar götur síðar gerði ég mér far um að líta sem oftast við hjá þeim Erlu og Bergi í fallega húsinu þeirra í mið- bænum. Veiðiferð okkar Bergs á Mývatni er líka í hópi dýrmætra minninga. Sá kunni aldeilis vís- urnar og meðal annars þá sem vitnað er til að ofan. Hér gefst ekki rými til að ræða öll afrekin sem Erla og Bergur unnu á starfsaldri, en staðhæfa má að þau hjónin hafi haft dugn- að og vinnusemi að leiðarljósi. Þau kunnu líka að lifa og njóta lystisemda lífsins eins og aðstæð- ur buðu, allt til síðustu daga. Þegar lífsgæði beggja skertust hratt með skömmu millibili tóku þau bæði örlögum sínum af ann- álaðri reisn og æðruleysi. Sama sólarhring og útför Erlu fór fram í Neskirkju beinbrotnaði Bergur á Sóltúni, sem þá var orðið heim- ili hans. Fimm dögum síðar hlaut hann friðsælt andlát. Liðu því aðeins 17 dagar á milli dánardægra þeirra hjóna. Þótt harmurinn sé ólýsanlegur þegar svo þung högg svipta með örskömmu millibili okkur ástvini svo glæsilegum fyrirmyndum og félagsskap felst kannski ákveðin fegurð í því að hjónaband Erlu og Bergs hafi verið svo sterkum þræði ofið að þegar annað kvaddi hafi hitt búið sig til brottfarar einnig. Dansinn var tengdaforeldrum mínum báðum kær. Það er freist- andi að hugsa til þess að nú dansi þau aftur saman í uppsölum, glöð og tíguleg eins og ég mun ávallt minnast þeirra. Björn Þorláksson. Bergur tengdafaðir minn yfir- gaf þetta líf hinn 30. október. Hann gat ekki látið tengda- mömmu fara aleina og hélt af stað aðeins fimm dögum eftir jarðarför hennar. Þetta var í samræmi við líf þeirra, sem allt var samtvinnað og óaðskiljanlegt. Ég kynntist Bergi og Erlu fyr- ir tæpum 50 árum. Þegar leiðir okkar Kristjönu lágu saman hóf- um við sambúð, ég 21 árs og Kristjana 20 ára, og til að geta hafið sambúð réðum við okkur sem kennara til Neskaupstaðar. Móttökurnar af hans hálfu gagn- vart síðhærðum ofurbjartsýnum strák voru eins og alltaf síðan góðar og styðjandi og lagði hann gjörva hönd á plóg til að allt tæk- ist sem best. Aldrei eitt gagn- rýnisorð eða styggðarorð út af þessum æðibunugangi, hvorki þá né síðar. Hann var í mínum huga alla tíð toppeintak af tengdaföður og afa sem með rósemi sinni og heim- spekilegri afstöðu til lífsins og viðfangsefna hafði jákvæð áhrif á alla í kringum sig sem njóta vildu. Hann kunni þá list að njóta augnabliksins og dagsins í dag. Öll vandamál voru verkefni sem hægt var að leysa. „Það eru ráð við öllu nema ráðaleysinu, við því eru engin ráð til.“ Þetta var hans viðhorf. Af fullkomnu æðruleysi tók hann þannig á öllu sem að honum barst í lífinu. Fór í stórar aðgerðir á hjarta og fleiru með bros á vör og kvartaði aldrei. Bergur fór vel með hluti í kringum sig og fjármuni. Þau bárust aldrei á en lifðu góðu lífi og sinntu afkomendum sínum af stakri umhyggju natni og stolti. Verkaskipting þeirra hjóna var einföld og skilvirk. Umhyggja þeirra og væntum- þykja var djúp. Síðustu beinu samskipti þeirra hjóna í okkar lífi þar sem Bergur heimsótti Erlu sína á líknardeildina skömmu fyrir andlát hennar voru ákaflega minnisstæð og falleg stund. Handtak, augnaráð og fas sagði meira en þúsund orð. Á þessu augnabliki geisluðu tilfinningarnar og lýstu upp allt umhverfið. Ég er þakklátur og stoltur að hafa átt þessa tengdaforeldra að samfylgdarfólki og vinum í veg- ferð lífsins. og veit að þau svífa áfram saman vakandi yfir fólkinu sínu. Atli Árnason. Bergur Jónsson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.