Morgunblaðið - 24.11.2017, Síða 75
DÆGRADVÖL 75
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2017
Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050 Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl. 11-15
Lúsíulestin
Verð 15.900 kr.
Lúsíukórinn
Verð 10.700 kr.
SINU
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Rafmagnsleysi, tölvubilanir og
tæknilegar snurður gætu valdið vand-
kvæðum í vinnunni í dag. Heilbrigð sál er í
hraustum líkama.
20. apríl - 20. maí
Naut Er hægt að kaupa þig? Þér verða
boðnir peningar eða aðrir fjármunir fyrir að
gera eitthvað sem þú vilt í raun ekki gera.
Komdu sem mestu í verk.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú hefur vogað miklu í sambandi
við ákveðna manneskju, sem stendur ekki
undir trausti þínu. Margir eru í sömu spor-
um og þú í dag og hika.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Farðu varlega að manneskjunni sem
er að reyna að fela veikleika sína fyrir þér.
Darraðardans dagsins kallar á fágaða fram-
göngu hjá þér.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það er nauðsynlegt að staldra við
öðru hverju og skoða líf sitt gaumgæfilega.
Haltu þig því til hlés, en fylgstu vel með öllu
og vertu tilbúin/n að grípa inn í, ef þörf
krefur.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú þarft að leysa fjárhagslegt vanda-
mál sem upp hefur komið. Allt sem þú
skapar fellur harðasta gagnrýnandum í geð:
sjálfum þér.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú þarft að gefa sjálfum þér tíma
þessa dagana. Vertu bjartsýn/n, ástvinur vill
allt fyrir þig gera. Einnig kemur til greina að
vinir verði elskendur.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Frumleiki er undirstaða þess að
vinna vinnuna sína vel. Hafðu hraðar hendur
því að tækifærin staldra stutt við.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Ekki reyna að leita ráða eða
leggjast í útskýringar á mikilvægum áform-
um. Reyndu að fá þér ferskt loft, til þess að
fyrirbyggja ergelsi eða hættu á smáóhöpp-
um.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Samræður við þína nánustu
ganga eitthvað treglega í dag. En stóra tak-
markið sem þú sækist eftir næst í litlum
skrefum.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þegar verkefnaskráin er orðin
svona hlaðin eins og hjá þér er nauðsynlegt
að raða hlutunum upp í forgangsröð. Lyk-
ilorðið er forgangsröðun.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Heilsubrestir koma oft fram í skap-
inu. Gaumgæfðu vel alla málavexti áður en
þú grípur til aðgerða svo allt snúist ekki á
versta veg.
Limra Helga R. Einassonarfjallar að þessu sinni um „ást“:
„Þér glæsilegt útlit er gefið“
sagði Gísli við Unu með kvefið.
Þá kyssti hún hann
sinn hjartkæra mann,
hnerraði’ og saug upp í nefið.
Það er gamla sagan – Davíð
Hjálmar Haraldsson yrkir á Leir í
tilefni af nýustu tíðindum af mið-
unum:
Útgerðin stendur sig, heiðvirð og horsk,
á Halanum gengur það skafið.
Hún kolmunna veiðir og karfa og þorsk
og kastar svo aftur í hafið.
Og í gær orti Davíð Hjálmar:
Um fiskinn af kunnáttu keppa,
þeir kasta og mokafla hreppa
en einkum hjá Brimi
af afburða fimi
þeir iðka að veiða og sleppa.
Ármann Þorgrímsson sagði þetta
„ekki nýjar fréttir“:
Það berast ekki góðar fréttir að
norðan frá Fíu á Sandi: „Heldur en
ekkert sendi ég þessa snjóvísu þó
hún sé orðum aukin:“
Hér eru skaflarnir, upp fyrir haus
ótrúlegur, sá skolli.
Bölvandi ligg ég hér brennivínslaus
og bæli fletið með hrolli.
Jón H. Arnljótsson yrkir:
Tittlingar eru ótal margir.
Enginn getur talið þá.
Það eru taldar tittlingsbjargir
að tína úr moði lítil strá.
Pétur Stefánsson orti þegar hann
setti á sig nýju gleraugun:
Hækkar gleði um hundrað stig
þó harðni tíð í vetur.
Sjóngler ný ég setti á mig
og sé nú miklu betur.
Ingólfur Ómar Ármannsson er á
þjóðlegum nótum:
Þó að myrkrið byrgi bólin
birtir senn við helgan yl.
Bráðum koma blessuð jólin
og bændur fara að hleypa til.
Gömul vísa í lokin, – sá dauði
kveður:
Gagnlaus stendur gnoð í laut,
gott er myrkrið rauða,
halur fer með fjörvi braut,
fár er vin þess dauða.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af ást og veiða
og sleppa þorski
Í klípu
„EINS LENGI OG ÉG HELD MÉR
UPPTEKNUM ÞÁ ER ÉG Í FÍNU STANDI.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„HVAÐ SEGIR HEIMSMETABÓK GUINNESS
UM LANGAR FANGELSISVISTIR?“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... tilfinningin þegar þú
tekur í handlegginn á
mér.
HÓST
HÓSTHÓST HÓST
Ó, HRÓLFUR!
HVERS VEGNA
ER ÉG SVONA
HEPPIN?
ÉG GET EKKI TORGAÐ
ÞESSU ÖLLU!
HELGA, ÁSTIN MÍN, ÞÚ FÆRÐ
MORGUNMAT UPP Í RÚM Á
MORGUN!
Víkverja virðist sem þessi veturverði ekki góður fyrir axlir. Þær
eru nokkrar axlirnar sem Víkverji
kannast við sem eru í lamasessi.
x x x
Ein styrkasta stoðin á vinnustaðn-um hefur varið fjarverandi vegna
meins í öxl. Fróðir menn segja að
vinnufélagi Víkverja sé með eitthvað
sem kallað er köld öxl. Líklega þarf
fólk að þramma menntaveginn og
læknisfræðina á enda til að átta sig á
hvað í því felst.
x x x
Annar vinnufélagi Víkverja á einnigum sárt að binda vegna axlar-
meiðsla. Sá býður ellikerlingu birginn
og leikur knattspyrnu reglulega með
takmörkuðum árangri. Iðkunin veitir
vinnufélaganum þó óhemju mikla
gleði sem er fyrir mestu. Hollt fyrir
sálina.
x x x
En þegar hugur og líkami haldastekki í hendur getur jafnvægis-
skynið brenglast með ýmsum afleið-
ingum. Öxlin getur gefið sig þegar
sparkelskir kútveltast um sparkvelli.
Þriðji vinnufélaginn, Böddi prentari,
segist hafa áhyggjur af þessu.
x x x
Sama dag og sá vinnufélagi slas-aðist á öxl axlarbrotnaði einnig
kona sem Víkverji þekkir. Hafði hún
tekið þá áhættu að bregða sér á
myndlistarsýningu, sem eftir á að
hyggja virðist hættulegt. Sá dagur
var ekki góður dagur fyrir axlir.
x x x
Fleiri axlir eiga eftir að fara illa útúr íslenska vetrinum. Hálkan er
farin að láta á sér kræla og hún getur
verið lúmsk. Sérstaklega í myrkrinu
sem árstímanum fylgir. Eldri borg-
arar eru í sérstakri hættu vegna þess
vágests sem beinþynningin er.
x x x
Okkar glæsilegi borgarstjóri hlýturað leggja sig fram við að gæta
öryggis eldri borgara og annarra með
aðgerðum eins og söltun og söndun.
x x x
Þangað til … passið ykkur ámyrkrinu. vikverji@mbl.is
Víkverji
Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp
í nauðum
(Sálm. 46:2)
Allt um sjávarútveg