Morgunblaðið - 24.11.2017, Qupperneq 75

Morgunblaðið - 24.11.2017, Qupperneq 75
DÆGRADVÖL 75 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2017 Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050 Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl. 11-15 Lúsíulestin Verð 15.900 kr. Lúsíukórinn Verð 10.700 kr. SINU Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Rafmagnsleysi, tölvubilanir og tæknilegar snurður gætu valdið vand- kvæðum í vinnunni í dag. Heilbrigð sál er í hraustum líkama. 20. apríl - 20. maí  Naut Er hægt að kaupa þig? Þér verða boðnir peningar eða aðrir fjármunir fyrir að gera eitthvað sem þú vilt í raun ekki gera. Komdu sem mestu í verk. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú hefur vogað miklu í sambandi við ákveðna manneskju, sem stendur ekki undir trausti þínu. Margir eru í sömu spor- um og þú í dag og hika. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Farðu varlega að manneskjunni sem er að reyna að fela veikleika sína fyrir þér. Darraðardans dagsins kallar á fágaða fram- göngu hjá þér. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er nauðsynlegt að staldra við öðru hverju og skoða líf sitt gaumgæfilega. Haltu þig því til hlés, en fylgstu vel með öllu og vertu tilbúin/n að grípa inn í, ef þörf krefur. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú þarft að leysa fjárhagslegt vanda- mál sem upp hefur komið. Allt sem þú skapar fellur harðasta gagnrýnandum í geð: sjálfum þér. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú þarft að gefa sjálfum þér tíma þessa dagana. Vertu bjartsýn/n, ástvinur vill allt fyrir þig gera. Einnig kemur til greina að vinir verði elskendur. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Frumleiki er undirstaða þess að vinna vinnuna sína vel. Hafðu hraðar hendur því að tækifærin staldra stutt við. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Ekki reyna að leita ráða eða leggjast í útskýringar á mikilvægum áform- um. Reyndu að fá þér ferskt loft, til þess að fyrirbyggja ergelsi eða hættu á smáóhöpp- um. 22. des. - 19. janúar Steingeit Samræður við þína nánustu ganga eitthvað treglega í dag. En stóra tak- markið sem þú sækist eftir næst í litlum skrefum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þegar verkefnaskráin er orðin svona hlaðin eins og hjá þér er nauðsynlegt að raða hlutunum upp í forgangsröð. Lyk- ilorðið er forgangsröðun. 19. feb. - 20. mars Fiskar Heilsubrestir koma oft fram í skap- inu. Gaumgæfðu vel alla málavexti áður en þú grípur til aðgerða svo allt snúist ekki á versta veg. Limra Helga R. Einassonarfjallar að þessu sinni um „ást“: „Þér glæsilegt útlit er gefið“ sagði Gísli við Unu með kvefið. Þá kyssti hún hann sinn hjartkæra mann, hnerraði’ og saug upp í nefið. Það er gamla sagan – Davíð Hjálmar Haraldsson yrkir á Leir í tilefni af nýustu tíðindum af mið- unum: Útgerðin stendur sig, heiðvirð og horsk, á Halanum gengur það skafið. Hún kolmunna veiðir og karfa og þorsk og kastar svo aftur í hafið. Og í gær orti Davíð Hjálmar: Um fiskinn af kunnáttu keppa, þeir kasta og mokafla hreppa en einkum hjá Brimi af afburða fimi þeir iðka að veiða og sleppa. Ármann Þorgrímsson sagði þetta „ekki nýjar fréttir“: Það berast ekki góðar fréttir að norðan frá Fíu á Sandi: „Heldur en ekkert sendi ég þessa snjóvísu þó hún sé orðum aukin:“ Hér eru skaflarnir, upp fyrir haus ótrúlegur, sá skolli. Bölvandi ligg ég hér brennivínslaus og bæli fletið með hrolli. Jón H. Arnljótsson yrkir: Tittlingar eru ótal margir. Enginn getur talið þá. Það eru taldar tittlingsbjargir að tína úr moði lítil strá. Pétur Stefánsson orti þegar hann setti á sig nýju gleraugun: Hækkar gleði um hundrað stig þó harðni tíð í vetur. Sjóngler ný ég setti á mig og sé nú miklu betur. Ingólfur Ómar Ármannsson er á þjóðlegum nótum: Þó að myrkrið byrgi bólin birtir senn við helgan yl. Bráðum koma blessuð jólin og bændur fara að hleypa til. Gömul vísa í lokin, – sá dauði kveður: Gagnlaus stendur gnoð í laut, gott er myrkrið rauða, halur fer með fjörvi braut, fár er vin þess dauða. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af ást og veiða og sleppa þorski Í klípu „EINS LENGI OG ÉG HELD MÉR UPPTEKNUM ÞÁ ER ÉG Í FÍNU STANDI.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HVAÐ SEGIR HEIMSMETABÓK GUINNESS UM LANGAR FANGELSISVISTIR?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... tilfinningin þegar þú tekur í handlegginn á mér. HÓST HÓSTHÓST HÓST Ó, HRÓLFUR! HVERS VEGNA ER ÉG SVONA HEPPIN? ÉG GET EKKI TORGAÐ ÞESSU ÖLLU! HELGA, ÁSTIN MÍN, ÞÚ FÆRÐ MORGUNMAT UPP Í RÚM Á MORGUN! Víkverja virðist sem þessi veturverði ekki góður fyrir axlir. Þær eru nokkrar axlirnar sem Víkverji kannast við sem eru í lamasessi. x x x Ein styrkasta stoðin á vinnustaðn-um hefur varið fjarverandi vegna meins í öxl. Fróðir menn segja að vinnufélagi Víkverja sé með eitthvað sem kallað er köld öxl. Líklega þarf fólk að þramma menntaveginn og læknisfræðina á enda til að átta sig á hvað í því felst. x x x Annar vinnufélagi Víkverja á einnigum sárt að binda vegna axlar- meiðsla. Sá býður ellikerlingu birginn og leikur knattspyrnu reglulega með takmörkuðum árangri. Iðkunin veitir vinnufélaganum þó óhemju mikla gleði sem er fyrir mestu. Hollt fyrir sálina. x x x En þegar hugur og líkami haldastekki í hendur getur jafnvægis- skynið brenglast með ýmsum afleið- ingum. Öxlin getur gefið sig þegar sparkelskir kútveltast um sparkvelli. Þriðji vinnufélaginn, Böddi prentari, segist hafa áhyggjur af þessu. x x x Sama dag og sá vinnufélagi slas-aðist á öxl axlarbrotnaði einnig kona sem Víkverji þekkir. Hafði hún tekið þá áhættu að bregða sér á myndlistarsýningu, sem eftir á að hyggja virðist hættulegt. Sá dagur var ekki góður dagur fyrir axlir. x x x Fleiri axlir eiga eftir að fara illa útúr íslenska vetrinum. Hálkan er farin að láta á sér kræla og hún getur verið lúmsk. Sérstaklega í myrkrinu sem árstímanum fylgir. Eldri borg- arar eru í sérstakri hættu vegna þess vágests sem beinþynningin er. x x x Okkar glæsilegi borgarstjóri hlýturað leggja sig fram við að gæta öryggis eldri borgara og annarra með aðgerðum eins og söltun og söndun. x x x Þangað til … passið ykkur ámyrkrinu. vikverji@mbl.is Víkverji Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum (Sálm. 46:2) Allt um sjávarútveg
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.