Morgunblaðið - 24.11.2017, Side 76

Morgunblaðið - 24.11.2017, Side 76
VIÐTAL Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Það er ótrúlega mikill lúxus að fá nokkra daga án ferðalaga þar sem ég get bara verið einn með flyglinum,“ segir Víkingur Heiðar Ólafsson sem staddur var í Berlín þegar blaðamað- ur náði tali af honum fyrr í vikunni. Það sem af er árinu hefur Víkingur spilað eina til fimm tónleika í viku, en síðasta tónleikalausa vika hans var í júlí. „Ég nýti því tímann núna vel til að æfa mig og læra tónlistina sem ég þarf að hafa áhyggjur af eftir ára- mót,“ segir Víkingur, en í upphafi nýs árs bíða hans upptökur á nýjum diski fyrir þýska útgáfufyrirtækið Deutsche Grammophon (DG) sem út kemur í júní. Á næstu dögum er Víkingur vænt- anlegur heim til Íslands en fimmtu- daginn 30. nóvember leikur hann Píanókonsert nr. 24 í c-moll eftir W. A. Mozart undir stjórn Dima Slobo- deniouk á tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar Íslands (SÍ) í Eldborg Hörpu. Kvöldið eftir flytur Víkingur sama píanókonsert í Norðurljósum Hörpu kl. 18, en á efnisskránni eru einnig nokkur verk eftir Arvo Pärt. Löngu er orðið uppselt á hvora- tveggju tónleikana, en tónlistarunn- endur geta hlustað á fimmtudags- tónleikana á Rás 1 þar sem þeir verða í beinni útsendingu auk þess sem þeir verða í beinni útsendingu á vef SÍ. Vinafélag SÍ stendur fyrir ókeypis tónleikakynningu með Vík- ingi í Norðurljósum þriðjudaginn 28. nóvember kl. 20 þar sem hann fjallar um píanókonsert Mozart og leikur tóndæmi. Fær alltaf auka fiðring í Hörpu Konsertinn spilaði Víkingur fyrst á þrennum tónleikum með Konzert- haus-hljómsveitinni í Berlín í sept- ember. Á næsta ári mun hann spila hann í Belfast, Gautaborg og víðar. „Ég hef aldrei spilað Mozart-konsert með SÍ áður svo ég hlakka mjög til,“ segir Víkingur og tekur fram að það fylgi því alltaf sérstök tilfinning að spila á heimavelli. „Ég fæ alltaf auka fiðring í magann þegar ég geng á svið Eldborgar.“ Víkingur lýsir konsertinum sem einum fallegasta einleikskonsert allra tíma. „Þó verkið sé samið 1786 á það í raun miklu meira skylt með 19. öldinni. Fyrsti kaflinn er tilfinn- ingaþrunginn í anda dekkri verka rómantíkurinnar, meðan annar kafl- inn vísar í anda klassíska tímans og sá þriðji er barokkskotinn. Þannig mætast þrír tímar í verkinu,“ segir Víkingur og bendir á að verkið hafi haft mótandi áhrif á tónskáld eins og Beethoven og Brahms. Undir lok fyrsta þáttar gefst rými fyrir einleikarann að leika sína eigin kadensu og nýtir Víkingur það tæki- færi. „Það var gaman að draga fram nótnapappírinn og semja. Ég ætla að spila meiri Mozart í framtíðinni og mun því þurfa að halda áfram að ydda blýantinn og kaupa fleiri strok- leður,“ segir Víkingur og tekur fram að það sé ekkert grín að spila eigin músík í miðju meistaraverki Mozart. „Styrkur Mozart felst í því hversu fágaður hann er og mikið jafnvægi í tónsmíðum hans. Ég vinn eingöngu með stefjaefni úr verkinu og reyni að semja eitthvað sem ég ímynda mér að Mozart hefði ekki orðið miður sín yfir.“ Berskjölduð fyrir fegurðinni Spurður um væntanlegt samstarf við stjórnandann segist Víkingur hlakka til að vinna með Dima Slobo- deniouk í fyrsta sinn á ferlinum. „Ég þekki vel til hans, enda mjög flottur stjórnandi, og ég því mjög spenntur fyrir samstarfinu,“ segir Víkingur sem á tónleikum föstudagsins stjórn- ar sjálfur hljómsveitinni frá flygl- inum rétt eins og tíðkaðist á dögum Mozart. „Það hef ég ekki gert í um tíu ár. Það verður áhugavert og ég vona að ég komist óskaddaður frá því,“ segir Víkingur kíminn. „Það er ákveðin kúnst að spila sama verkið kvöld eftir kvöld, því hver flutningur verður allt- af að vera nýr. Og hann verður það í næstu viku, því á fimmtudeginum er hljómsveitin með toppstjórnanda en ekki á föstudeginum.“ Spurður nánar um efnisskrá föstudagstónleikanna segir Víkingur skemmtilegan og fal- legan þráð milli Mozart og Pärt. „Þeir nálgast tónlistina báðir á svo einfaldan og umbúðalausan hátt sem gerir okkur berskjölduð fyrir fegurð verka þeirra.“ Enn að gera margt í fyrsta sinn Í ljósi þess hversu mikið Víkingur er á ferðinni liggur beint við að spyrja hvernig sé að búa nánast í ferðatösku allt árið? „Heiðarlega svarið er að þetta er þrotlaus vinna og sjaldan sem ég á fríkvöld. Á sama tíma er þetta mjög spennandi, enda er ég enn á því stigi að ég er að gera svo margt í fyrsta sinn. Sem dæmi var ég í síðustu viku að spila fyrstu stóru einleikstónleika mína bæði í London og París,“ segir Víkingur sem fram til þessa hefur mestmegnis ferðast og spilað á meg- inlandi Evrópu. „Evrópa er svo ótrúlega víðfeðm tónlistarlega séð. Það eru svo margar frábærar sinfóníuhljómsveitir sem hægt er að leika einleik með og fjöldi geggjaðra tónleikasala. Þó að maður væri allt lífið bara að vinna í Evrópu væri maður alltaf að uppgötva eitt- hvað nýtt,“ segir Víkingur sem á ár- unum 2018 og 2019 mun þó leika meira bæði í Asíu og Ameríku. Sem dæmi mun hann spila Mendelsohn- konsert í Tókýó undir stjórn Vladim- irs Ashkenazy í júní 2018. „Maður þarf að skipuleggja sig nokkuð langt fram í tímann í þessum bransa. Meðan ég var að læra inn á það gerði ég ákveðin mistök og bók- aði mig í of mikið af ólíkum verk- efnum,“ segir Víkingur og bendir sem dæmi á að hann hafi á aðeins einu ári spilað sjö konserta í fyrsta sinn samhliða endalausum ferðalög- um til að fylgja eftir Glass-diskinum sem út kom í byrjun árs, skipulagn- ingu tónlistarhátíðanna Reykjavík Midsummer Music í júní 2017 og Vin- terfest í febrúar 2018 auk væntan- legra upptakna fyrir DG í upphafi nýs árs. „Ég get ekki lengur haldið áfram á þessu mikla spani því þá væri raunveruleg hætta á að brenna hreinlega út á nokkrum árum.“ Kitlar auðvitað hégómann Finnur þú fyrir því að útgáfan á Glass-diskinum hjá DG í upphafi árs hafi haft mikilvæg áhrif á feril þinn? „Við það að verða einn af lista- mönnum DG fara stjórnendur tón- leikahúsa og hljómsveita ósjálfrátt að hlusta allt öðruvísi á mann. Auðvitað ætti það ekki að vera þannig, þetta fólk ætti að hlusta óháð öllum merki- miðum. En það verður að segjast að ég finn fyrir miklum mun eftir að diskurinn kom út og góðar viðtökur hafa heldur ekki spillt fyrir.“ Talandi um dóma þá hafa ýmsir rýnar, m.a. hjá Gramophone Maga- zine og New York Times, líkt nálgun þinni á verkum Glass við leik Glenn Gould. Hvernig finnst þér að vera líkt við slíkan meistara? „Það kitlar auðvitað hégóma manns, ekki síst vegna þess að Glenn Gould er einn af mínum uppáhalds- listamönnum – ekki bara sem flytj- andi heldur ekki síður sem hug- myndafræðingur í nálgun sinni á tónlist sem er frumleg og óháð enda- lausum venjum klassíska tónlistar- heimsins. Að því sögðu þá fetar eng- inn í fótspor hans.“ En þið virðist báðir eiga það sam- eiginlegt að fara nýjar leiðir í túlkun og lýsa kunnugleg verk upp á óvænt- an hátt. „Ég held að maður verði alltaf að vera trúr tónlistinni og því hvernig maður vill heyra hana. Það kemur mér ávallt spánskt fyrir sjónir þegar rýnar skrifa að ég sé alltaf að finna einhverjar nýjar leiðir að verkum því ég fer bara einu leiðina sem ég sé. Ég myndi aldrei fara á svið til að gera eitthvað ólíkt því sem hefur verið gert áður bara til að stimpla mig inn eða vekja athygli. Ég fer bara eftir því hvernig mér finnst að tónlistin eigi að hljóma – en kannski er ég bara svona skrýtinn og þess vegna hljómar þetta svona allt öðruvísi. Eitt sem ég geri ekki, sem mjög margir gera, er að fara í píanótíma og fá leiðsögn um nálgun á verkunum. Ég bið því ekki um álit annarra á þeim verkum sem ég er að vinna með. Slík nálgun getur verið erfið, því maður getur gert túlkunarmistök sem reyndur meistari gæti leiðrétt áður en maður fer á svið. En ég trúi því að til lengri tíma litið verði maður að verða sinn eigin kennari í listinni, því aðeins þannig nái maður þroska. Þegar ég kláraði Juilliard-lista- háskólann 2008, þá 24 ára gamall, fattaði ég að ég var búinn að vera í píanótímum einu sinni til tvisvar í viku frá því ég var fjögurra ára. Þá er maður þrátt fyrir allt alltaf að þókn- ast einhverjum öðrum og er ekki sinn eigin herra. Ég held að maður eigi aldrei að þjóna einhverjum ein- staklingi, bara tónlistinni,“ segir Vík- ingur og tekur fram að eiginkona hans, Halla Oddný Magnúsdóttir, hlusti þó iðulega á hann og gefi hon- um góðar ábendingar. „Þannig að ég ætti að fara varlega í að fullyrða að enginn hlusti á mig.“ Ljóðasöngur með Churchill Í vikunni var greint frá því að Glass-diskurinn hafi leitt til þess að þú varst beðinn að spila tónlist Ósk- arsverðlaunatónskáldsins Darios Marianelli í kvikmyndinni The Dar- kest Hour í leikstjórn Joes Wright sem fjallar um Winston Churchill. Hvernig reynsla var það? „Ég hef haldið mikið upp á Joe Wright sem gert hefur frábærar myndir á borð við Atonement. Þegar hann hafði samband sagðist hann um nokkurt skeið hafa hlustað á Glass- diskinn með morgunkaffinu og vildi fá þá nálgun á rytma sem á diskinum er til að endurspegla þá staðfestu og þrjósku sem Churchill bjó yfir þegar hann fékk breska þingið til að fara í stríð við Hitler í stað þess að semja, sem var ekki vinsæl skoðun á sínum tíma. Það kom mér ánægjulega á óvart hversu vel inni í túlkun tónlist- arinnar Joe var,“ segir Víkingur og nefnir sem dæmi senuna þegar Churchill ræðir við Georg fimmta konung. „Ég spilaði tónlistina fyrst af- ar fallega í anda Schubert, frjálst og rapsódískt sem Joe vildi alls ekki. Hann sagði að tónlistin þyrfti að hljóma stirt til að endurspegla óþægi- leg og formleg samskipti mannanna tveggja. Mér fannst þetta svo brilljant nálgun.“ Þú lýsir því á facebook-síðunni þinni hvernig þú í einni af lykilræðum Churchill, sem Gary Oldman leikur, hafir hlustað á túlkun hans meðan þú spilaðir tónlistina. „Já, þetta var á endanum eina lausn- in. Ég var því þarna eins og í mjög skrýtnum ljóðasöng með Churchill sem þrumaði ræðunni í hægra heyrn- artólið mitt meðan ég hlustaði með vinstra eyranu á píanóið í rýminu. Ég gleymi aldrei þessari upplifun. Mér fannst ég verða partur af því að sigra Hitler, sem er langt frá því að standast nokkra skoðun,“ segir Víkingur og hlær. Sérðu fyrir þér að taka fleiri slík kvikmyndatengd verkefni að þér? „Ég er opinn fyrir því að vinna með öllum sem eru mikið að pæla, alveg sama hvort það er í kvikmyndum eða öðru listformi. Mér er sama um formið svo fremi að samstarfsfólkið sé hugs- andi og tónlistin leiki lykilhlutverk, eins og hún gerir svo sannarlega í þessari mynd. En ég sækist ekkert eft- ir því að vinna í kvikmyndabransanum, enda hef ég alveg nóg að gera á mínu sviði. Þetta var bara skemmtileg upp- lifun og veitti mér góða innsýn í þenn- an bransa, sem ég hafði ákveðna for- dóma gagnvart.“ Bach stærsta ástríðan Eins og þú nefndir áðan ertu að undirbúa upptökur með DG í byrjun nýs árs. Þegar við ræddum saman fyrir ári sagðir þú að hann myndi að öllum líkindum innihalda barokkverk. Getur þú núna ljóstrað upp hvaða verk munu rata á diskinn? „Mín stærsta ástríða í tónlist er Johann Sebastian Bach og því kom „Kannski er ég bara svona  Víkingur Heiðar Ólafsson heldur tvenna tónleika í Hörpu í næstu viku  Undirbýr upptökur í janúar á hljómdiski fyrir Deutsche Grammophon sem helgaður er J.S. Bach 76 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2017 Ólöf Erla Bjarnadóttir Guðrún Borghildur Valdís Harrysdóttir Íslensk hönnun - Íslenskt handverk Vesturgötu 4, 101 Reykjavík, s. 562 8990 www.kirs.is, Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun Opið: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun 10-17

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.