Morgunblaðið - 24.11.2017, Page 78
78 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2017
Gripið verður niður á nokkrum stöð-
um í bókinni. Þegar hér er komið
sögu starfar Gunnar sem verkamað-
ur hjá frönskum verktökum við
lagningu Búrfellslínu.
Ég var ekki búinn að vera lengi
með Frökkunum þegar Guðmundur
jaki hringdi aftur og sagði: „Heyrðu,
mig vantar trúnaðarmann í Dags-
brún og þú ert upplagður í það; sá
eini sem getur talað frönskuna.“
Ekki fór ég að segja nei við þennan
gamla fjölskylduvin og tók þetta því
án málalenginga að mér. Grunlaus
um út í hvað ég
væri að fara.
Þetta var
hroðaleg útgerð
hjá Frökkunum,
bílarnir bremsu-
lausir og allt í
steik, þannig að
ég gerði fljótlega
„stræk“ eftir að
ég var orðinn
trúnaðarmaður. Og það oftar en einu
sinni. Jafnvel í tvo til þrjá daga í
senn. Landsvirkjun tapaði sér enda
bráðlá á því að afhenda rafmagn í
Straumsvík. Þetta vakti mikla at-
hygli og við lentum meðal annars á
forsíðu Tímans, einhverjir gaurar.
Ég var harður á mínu enda stefndi í
mikil vandamál við framkvæmdina.
Frakkarnir leigðu húsnæði undir
skrifstofu á Bergstaðastrætinu og
þangað fór ég um vorið. „Þeir vilja
tala við okkur og þú verður að koma
að austan, Gunnar minn. Ég get
þetta ekki einn,“ sagði Guðmundur
af sinni alkunnu hægð. Þegar við
komum þarna inn var eins og yfir-
verkfræðingurinn hefði séð sjálfan
andskotann. Hann bauðst strax til
að borga mér laun út verkið en ég
yrði ekki meira á staðnum. Það þótti
mér kostaboð og vildi endilega taka
því. Af því varð þó ekki, því Guð-
mundur jaki hnippti í mig og sagði:
„Er ekki rétt að þú farir aðeins
fram, Gunnar minn?“ Og ég gerði
það. Meðan ég var frammi var samið
upp á nýtt og það endaði á því að ég
fékk heimild til að setja ofan í við
frönsku verkstjórana og leggja þeim
línurnar ef einhver vandamál kæmu
upp. Sem ég og gerði en það var
samt mun sjaldnar en áður. Og það
var svo merkilegt að ég varð annað-
hvort næstseinasti eða seinasti mað-
urinn til að fara þegar verkinu var
lokið.
Þetta var mikil lífsreynsla.
Þarna var ég sumsé kominn í
trúnaðarmannaráð Dagsbrúnar og
þegar kosið var til Alþingis studdi ég
auðvitað Guðmund J. Guðmundsson.
Ég var ekki að kjósa kommana,
heldur hann persónulega. Svo það sé
alveg á hreinu. Það tókst mikil vin-
átta með okkur Guðmundi gegnum
þessa orrahríð sem var á köflum
mjög erfið. Guðmundi hafði til dæm-
is verið boðið út til Frakklands til að
kynna sér hvernig staðið væri að
svona verki og lá eftir það undir
ámæli innan verkalýðsforystunnar
fyrir að hafa þegið mútur. Það var
vitaskuld af og frá. Menn voru alltaf
að reyna að koma höggi á Guðmund
og margt skelfilegt um hann sagt.
Allt ómaklegt.
Einar Oddur
Leiðir okkar Einars Odds lágu
víðar saman en í pólitík. Eftir snjó-
flóðið á Flateyri kom ég vestur til að
byggja varnargarða og gleymi ekki
þeirri reynslu meðan ég lifi. Þetta
var nokkrum mánuðum eftir flóðið,
og samfélagið ennþá í algjöru sjokki.
Það var bókstaflega erfitt að ná sam-
bandi við fólk, það gekk bara um í
leiðslu. Ég var sjálfur meira og
minna á staðnum frá maí og fram í
nóvember 1997. Einar Oddur
greiddi götu okkar, leyfði okkur að
vera inni í vinnubúðum sem hann
átti og maður var reglulega í kaffi og
mat hjá honum og eiginkonu hans,
Sigrúnu Gerðu Gísladóttur. Við
keyrðum á vöktum og ég var með
mjög gott lið. Verkið var erfitt í
miklum bratta en sóttist samt ágæt-
lega og við lukum við það að mestu
síðla árs 1997, fyrir utan smávægi-
legan frágang árið eftir. Þessi sam-
vera gerði okkur Einar Odd ennþá
nánari. Þess má til gamans geta að
tíu kíló af mér lágu eftir í brattanum
eftir sumarið.
Sumarið 2007 hafði ég ekki heyrt í
Einari Oddi í svolítinn tíma og ákvað
að slá á þráðinn til hans vestur á
laugardegi, þar sem við Vigdís vor-
um stödd í sumarbústað austur í
Grímsnesi. Það var svarað og ég
heyrði sagt halló en síðan bara klikk.
Það var enginn á hinum enda lín-
unnar en ég heyrði samt í fólki á bak
við. Einar Oddur var þá í fjallgöngu
og hafði hnigið niður í þann mun sem
hann náði símanum. Brynhildur
dóttir hans var næst á undan honum
og kom aðvífandi, eins Sigrún Gerða.
Þess utan voru læknir og að ég held
hjúkrunarfræðingar með í göngunni
og allt var reynt til að hnoða Einar
Odd og bjarga honum. Án árangurs.
Hann varð ekki nema 64 ára gamall.
Stóð uppi í hárinu á Davíð
Davíð hafði mikinn aga á þing-
flokknum og leið engin undanhlaup.
Því kynntist ég best þegar fjölmiðla-
frumvarpið umdeilda kom fram árið
2004. Eins og frægt er gerði Ólafur
Ragnar Grímsson, forseti Íslands,
lögin afturræk. Þetta var um sumar,
í júní, og Davíð kallaði þingflokkinn
þegar í stað saman til fundar. „Við
verðum að koma með nýtt frumvarp
og keyra það í gegn. Ekkert kjaft-
æði!“ sagði Davíð sem var býsna
langt frá því að vera skemmt yfir
gjörningi forsetans. „Já og amen,“
sagði þingflokkurinn. Eins og alltaf.
Nema ég. Ég kvaddi mér hljóðs og
benti honum vinsamlega á að hann
væri ekki í neinum tengslum við
fólkið í landinu. Lögin væru sann-
arlega kórrétt og nauðsynleg en eigi
að síður væri það algjört „harakiri“
að fara strax í þessa vegferð. Við
yrðum að bíða í eitt ár og vinna okk-
ar vinnu betur, ekki síst varðandi
kynningarhliðina. Davíð brjálaðist
gjörsamlega og veittist að mér með
þvílíkum skömmum og óþverra að
ég hef aldrei heyrt annað eins. Ég
leyfði honum að klára en svaraði síð-
an fullum hálsi. Efnislega var það á
þá leið að hann vildi kannski hafa
þetta eins og í Þýskalandi en að ég
væri í þessum flokki til að tjá skoð-
anir mínar, hvort sem mönnum
fyndist þær réttar eða rangar. Rétt
eins og hann. Ég væri í pólitík til að
láta gott af mér leiða, bæði fyrir
flokkinn minn og landið. Klykkti svo
út með þessum orðum: „Ég hef ekk-
ert að gera í þessum flokki ef ég þarf
að búa við þessa skoðanakúgun!“
Davíð varð rauður sem karfi og
sleit fundi í fússi. Um nóttina var
hann síðan fluttur á spítala þar sem
hann greindist með krabbamein. Þá
fékk ég móral. Davíð var greinilega
ekki í jafnvægi. Við Davíð rifumst
stundum en aldrei eins og þarna.
Þann tíma sem ég sat á Alþingi
reyndi enginn annar í þingflokknum
að standa uppi í hárinu á honum
nema þá helst Einar Oddur; menn
voru mígandi hræddir um að missa
af einhverjum póstum. Foringjaholl-
ustan var algjör.
Andlegt og líkamlegt ofbeldi
Brynhildur eldri dóttir Gunnars
lærði stjórnmálafræði í Háskóla Ís-
lands og á þeim tíma kynntist hún
fyrrverandi eiginmanni sínum, Guð-
jóni Guðmundssyni, og þau stofnuðu
saman auglýsingastofu sem varð til
þess að Brynhildur hætti námi.
Reksturinn gekk ágætlega enda eru
þau bæði fær á sínu sviði. Þau eign-
uðust þrjár dætur, Vigdísi, Valdísi
og Sóldísi.
Við Vigdís áttuðum okkur
snemma á því að ekki var allt með
felldu í sambandi Brynhildar og
Guðjóns. Hún fór að loka meira og
meira á okkur og við óttuðumst að
hún væri beitt bæði andlegu og lík-
amlegu ofbeldi. Við reyndum að
ganga á hana en hún ýtti okkur bara
lengra og lengra frá sér. Virtist al-
veg heilaþvegin. Guðjón gengur ekki
heill til skógar andlega og það var
skelfilegt að horfa upp á þetta án
þess að fá rönd við reist.
Svona gekk þetta árum saman og
stundum heyrðum við ekki mán-
uðum saman, jafnvel árum saman, í
dóttur okkur. Guðjón sá til þess að
hún sleit öll tengsl við okkur og vini
sína. Það má vel orða það svo að
hann hafi haldið henni og dætrunum
í stofufangelsi. Þetta var mjög erfitt,
sérstaklega fyrir Vigdísi. Mæður
taka svona lagað alltaf meira inn á
sig.
Til allrar hamingju náði Brynhild-
ur að safna styrk og slíta sig frá eig-
inmanni sínum, buguð á sál og lík-
ama. Það var fyrir um tveimur árum.
Það var mikil heift í skilnaðinum,
þurfti til dæmis að leita til skipta-
stjóra, en núna er þetta um garð
gengið. Sem betur fer.
Það hefur tekið Brynhildi tíma að
ná sér eftir þessa erfiðu lífsreynslu
en hún er öll að koma til. Maður er
aftur farinn að kannast við þessa
stelpu sem er mjög glaðlynd að upp-
lagi. Eftir á að hyggja skilur hún
ekki hvernig hún gat látið bjóða sér
svona framkomu en kerfisbundið
niðurbrot verður þess valdandi að
ólíklegasta fólk getur lent í slíkum
aðstæðum.
Maðurinn bak við röddina
Í ævisögu Gunnars Birgissonar, sem Orri Páll Ormarsson hefur skrifað, kemur fram að Gunnar ólst upp við lítil efni og var hálf-
gerður einstæðingur. Fljótlega kom í ljós að hann er hamhleypa til verka, hann braust til mennta og þegar hann fann fjölina sína
sem verkfræðingur og síðar stjórnmálamaður var fátt sem gat stöðvað hann.
Kostaboð Gunnar, Guðmundur J. Guðmundsson og Þórarinn V. Þórarinsson stóðu í ströngu við gerð þjóðarsáttarsamninganna.
Samherjar Gunnar Birgisson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir á fundi í Valhöll 2008.