Morgunblaðið - 24.11.2017, Qupperneq 82
82 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2017
Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Álfhella 9 | 221 Hafnarfjörður
Sími 564 6070 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is
www.kvarnir.is
1996
2016
20 ÁRA
RUSLAGÁMUR STEYPU SÍLÓ GEYMSLUBOX
Galvaniseraðir
ruslagámar
Til á lager
Auðveldar
steypuvinnu.
Til í ýmsum stærðum
Frábær lausn til að
halda öllu til haga á
byggingarsvæði.
Aukahlutir fyrir byggingakrana
Kvarna-tengi
70 kr stk m/vsk.
Hér er gripið niður í bókina framan-
til þar sem fram undan eru form-
legar viðræður um málið. Millifyrir-
sagnir eru blaðsins.
Hlutlaust svæði en
engir samningar
Við undirbúning formlegra við-
ræðna utanríkis- og sjávarútvegs-
ráðherra Noregs og Íslands buðu
Norðmenn í upphafi að fundurinn
færi fram í Ósló. Því var hafnað af
utanríkisráðuneytinu og þess krafist
að fundurinn yrði
haldinn á „hlut-
lausu yfirráða-
svæði“. Úr varð
að hann fór fram í
sendiráði Noregs
í Stokkhólmi
þriðjudaginn 24.
ágúst 1994, í
framhaldi af
fundi sjávar-
útvegsráðherra Norðurlandanna í
Karlstad í Varmalandi daginn áður.
Fyrir fundinn virtust litlar líkur á að
þjóðirnar næðu saman. Norsku ráð-
herrarnir höfðu talað skýrt um að
samningar kæmu ekki til greina og
voru undir miklum þrýstingi en
Fiskebåtredernes Forbund krafðist
þess raunar að fundinum yrði aflýst
og engar viðræður ættu sér stað fyrr
en íslensku skipin væru farin úr
Smugunni.
Í viðtali við norska útvarpið 18.
ágúst sagði Þorsteinn Pálsson að Ís-
land mundi krefjast aflakvóta í Bar-
entshafi en hafnaði því að til greina
kæmi að gera samning um jafn-
gildisskipti á aflaheimildum í ís-
lenskri lögsögu. Það væri órökrétt
þar sem Smugan væri alþjóðlegt
hafsvæði. Kristján Ragnarsson, for-
maður LÍÚ, tók undir þetta í viðtali
við Morgunblaðið daginn eftir. Ís-
lendingar hefðu engan hag af veiði-
leyfaskiptum við Norðmenn enda
hefðu þeir ekkert til að láta frá sér.
Jónas Haraldsson, skrifstofustjóri
LÍÚ, taldi að engar vonir mætti gera
sér um að Íslendingar fengju rétt til
veiða í Smugunni nema þeir létu
eitthvað í staðinn. Eða hvernig
mundu Íslendingar taka því ef Norð-
menn kæmu með fjölda togara og
færu að veiða á Reykjaneshrygg,
rétt utan við fiskveiðilandhelgina og
gerðu kröfur um einhliða kvóta á
grundvelli sögulegs réttar eftir tvo
fyrstu fiskana? „Ég er ansi hræddur
um að við mundum rísa upp, kalla
þetta frekju og seint fallast á slíkar
kröfur,“ sagði hann.
Fyrir fundinn var verulegur mál-
efnaágreiningur milli íslensku ráð-
herranna um hvernig ætti að leggja
málið upp, en eðlilegt var að Ísland
væri reiðubúið til samninga við
strandríkin á grundvelli ábyrgra
fiskverndarsjónarmiða. Vilji Þor-
steins stóð til þess að nefna ekki
neinar tölur á fundinum heldur fara
þar yfir málið og fá það síðan
embættismönnum til skoðunar, en
óformleg samtöl milli embættis-
manna höfðu bent til þess að ef mál-
ið færi í þann farveg væri ekki úti-
lokað að unnt væri að semja um
eitthvað nálægt 5000 tonnum. Jón
Baldvin vildi á hinn bóginn fara mun
herskárri leið og gera tillögu um af-
ar háar aflatölur, sem Þorsteinn
taldi að væru slíkar að augljóst væri
að þær gætu ekki leitt til frekari
samtala. Vilji utanríkisráðherra varð
að ráða og taldi Þorsteinn sig í raun
ekki eiga mikið erindi á fundinn í því
ljósi. Það bætti naumast úr skák að
líklega var ekki mjög kært með ís-
lensku ráðherrunum, en geta má
þess að Jón Baldvin hafði átt sinn
þátt í því að ríkisstjórn Þorsteins
1987–1988 „sprakk í beinni“ og nýr
meirihluti var myndaður án aðkomu
Sjálfstæðisflokksins.
Lagt til að fundurinn
færi fram á esperantó
Í upphafi fundarins hafnaði Jón
Baldvin því að fundurinn færi fram á
norsku og lagði til, af hæfilegum al-
varleik, að hann fram á esperantó,
sem væri alþjóðlegt tungumál. Úr
varð að hann fór fram á ensku. Í
upphafi fundarins lögðu bæði ríki
fram drög að yfirlýsingu eða samn-
ingi sem endurspeglaði um sumt
þær viðræður sem átt höfðu sér stað
á úthafsveiðiráðstefnunni og á fundi
utanríkisráðherranna í Reykjavík.
Fundinn hefði þó mátt undirbúa bet-
ur á embættismannastigi, en Íslend-
ingar lögðu til að bæði ríki mundu
skuldbinda sig til að beita a.m.k. jafn
ströngum reglum við veiðar utan
lögsögu og giltu innan lögsögu, með-
al annars hvað snerti lokun veiði-
svæða. Norðmenn litu svo á að í því
fælist að reglur fánaríkis hefðu meiri
þýðingu en reglur strandríkis, sem
væri bagalegt, til dæmis í tilviki
hentifánaskipa. Á móti var bent á að
um tvíhliða yfirlýsingu væri að ræða,
en við þetta sat.
Norðmenn lögðu til að bæði ríki
viðurkenndu réttindi og hagsmuni
strandríkja af stjórn veiða á deili-
stofnum með yfirlýsingu, sem meðal
annars gerði ráð fyrir að fánaríki
yrði bundið af reglum sem settar
væru einhliða af strandríki, án und-
anfarandi samninga. Það gátu Ís-
lendingar ekki fallist á. Leitast var
við að sameina textatillögur
ríkjanna, en það reyndist ómögu-
legt. Þá var rætt um möguleika á
auknu samstarfi í hafréttarmálum,
en á því var ekki flötur. Norðmenn
ásökuðu Íslendinga um að hafa
breytt um stefnu í hafréttarmálum.
Því var mótmælt og bent á að Nor-
egur hefði með tillögum sínum geng-
ið lengra en kjarnahópur strand-
ríkja á úthafsveiðiráðstefnunni hefði
lagt til.
Á hliðarfundi, sem einungis ráð-
herrar sátu, var sett fram krafa um
íslenskan þorskkvóta í Barentshafi.
Í því sambandi var bæði vísað til
samninga Norðmanna við Græn-
lendinga og Færeyinga og þess að
Íslendingar væru hlunnfarnir við
stjórn veiða á fiskverndarsvæðinu
við Svalbarða þar sem réttarstaða
Norðmanna væri veik. Það var
reyndar helsta markmið Jóns Bald-
vins að beina viðræðunum eftir því
sem unnt væri að Svalbarðasamn-
ingnum, sem hann hafði kynnt sér
vel fyrir fundinn og taldi veikan blett
á málflutningi Noregs.
Þessum kröfum og sjónarmiðum
var hins vegar hafnað með öllu og
lögðu norsku ráðherrarnir áherslu á
að Íslendingar hefðu ekkert sögu-
legt tilkall til veiðikvóta í Barents-
hafi. Fundurinn var í heildina mjög
erfiður. Hann stóð í fimm klukku-
stundir þar til honum lauk skyndi-
lega „í styttingi“ og mátti sjá á
fulltrúum beggja ríkja, eins og sagði
í Morgunblaðinu, að þeir höfðu
reiðst. Í Aftenposten var komist svo
að orði að Holst utanríkisráðherra
hefði, við lok fundarins, verið eld-
rauður í andliti af þreytu og pirringi.
Norskur hroki eða
íslensk ókurteisi
Engin ákvörðun var tekin um
framhald viðræðna og vildu aðilar
ekki halda sameiginlegan frétta-
mannafund. Íslenska sendinefndin
vék fljótt af fundarstaðnum. Holst
utanríkisráðherra sagði eftir fund-
inn að enginn grundvöllur væri fyrir
samkomulagi. Því miður hefði „ekki
tekist að gera þau grundvallarsjón-
armið, sem við stóðum saman um á
úthafsveiðiráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna, að grundvelli samnings
milli Noregs og Íslands“. Olsen sjáv-
arútvegsráðherra sagði að ríkin
hefðu haft sögulegt tækifæri til að
snúa deilunni um Smuguna upp í
sameiginlegt átak til að móta reglur
um úthafsveiðar og sakaði Íslend-
inga um að hafa spillt því tækifæri
með óbilgjörnum kröfum.
Fundurinn í Stokkhólmi var
helsta fréttaefni norska ríkissjón-
varpsins daginn eftir og var Jón
Baldvin í viðtölum við ýmsa norska
og íslenska fjölmiðla um málið. Í ít-
arlegu viðtali við Verdens Gang, út-
breiddasta blað Noregs, kenndi
hann samningaviðræðum Noregs við
ESB og væntanlegum kosningum
þar í landi um hversu illa tókst til á
fundinum: „Við mættum ekki skyn-
sömum norskum stjórnmálamönn-
um heldur samúræjum í kosninga-
ham,“ sagði hann.
Þorsteinn Pálsson, sem minna bar
á, og hafði raunar þögull setið af sér
allan fundinn, tók ekki jafn sterkt til
orða en benti á að þetta hefði getað
haft einhver áhrif. Langtímasjónar-
mið um þorskstofninn hefðu þó ráðið
miklu meiru en yfirvofandi kosn-
ingar. Þá greindi Aftenposten frá
þeim ummælum Jóns Baldvins að ís-
lensku fulltrúarnir hefðu fengið að
kynnast „norskum hroka“ á fund-
inum.
Ummæli Jóns Baldvins mæltust
illa fyrir og í ritstjórnargrein Aften-
posten 26. ágúst voru þau sögð meið-
andi og úr takti við almenna kurteisi
og venjur í milliríkjasamskiptum.
Þau bæru vott um að Ísland sæktist
eftir átökum við Noreg. Íslenskir
ráðherrar hefðu stormað af fundi
með norskum kollegum sínum og
væri gagnkvæmur skilningur ekki
markmiðið líkt og ætla hefði mátt
þegar tvær siðmenntaðar þjóðir
ættu í hlut. Ísland hefði sýnt tví-
skinnung í hafréttarmálum með af-
stöðu sinni sem samrýmdist ekki
sjónarmiðum þess á úthafsveiði-
ráðstefnunni. Að auki væru Íslend-
ingar frægir fyrir tillitsleysi í fisk-
veiðideilum.
Þeir hefðu sett fram kröfur án
þess að bjóða nokkuð í staðinn og lit-
ið framhjá því að þeir ættu ekkert
„sögulegt tilkall“ til veiða í Barents-
hafi, þar sem samningar við þriðju
ríki væru á gagnkvæmnisgrundvelli.
Þegar Íslendingar hótuðu því að
auki að krefjast veiðiréttinda við
Svalbarða, gengju þeir of langt. Með
þessu væri leitast við að brjóta niður
hluta þess litla vísis sem væri til
staðar að regluverki fyrir hafsvæðin
í norðri.
Frjálsar veiðar í Smugunni
Jón Baldvin hafnaði því að hann
sæktist eftir átökum við Norðmenn.
„Það eina orð, sem um mætti deila,
samúræjar, ætti sér sína sögu.“
Norski sendiherrabústaðurinn í
Stokkhólmi, þar sem samningafund-
urinn með Norðmönnum hefði farið
fram, væri byggður að japanskri fyr-
irmynd. „Þess vegna notaði ég orðið
samúræi, í staðinn fyrir að segja
frambjóðandi, sem rétt er.“ Hann
sagði Norðmenn hafa borið texta
undir Íslendinga þar sem þeir sögð-
ust hafa dregið saman eigin orð
þeirra á úthafsveiðiráðstefnunni.
Hafandi farið ofan í saumana á
plagginu yrði hann að segja að hefði
hann gert Norðmönnum þetta hefðu
þeir haft uppi alvarleg orð um
ábyrgðarleysi og látalæti. Þeir
tækju setningar úr tillögu að samn-
ingi, sem Íslendingar styddu ásamt
öðrum þjóðum. Þeir slitu þetta allt
úr samhengi. Þeir fölsuðu skjalið.
Þeir slepptu öllu, sem ekki hentaði
þeim. „Ég segi um þetta eitt orð:
Fölsun – skjalafölsun. Ég hefði aldr-
ei látið mér detta í hug fyrirfram að
norska sjávarútvegsráðuneytið
gerði slíka hluti.“
Jón Baldvin taldi „kalt tímabil“
framundan í samskiptum ríkjanna.
Norðmenn hefðu hafnað nánara
samstarfi við Íslendinga og hvað
snerti Svalbarða hefðu þeir tekið
upp „gamlar breskar forsendur“ um
sögulegt tilkall til veiða sem útilok-
uðu Íslendinga. Þorsteinn Pálsson
sagði viðræðurnar fyrst og fremst
hafa strandað á því að Norðmenn
hefðu ekki verið tilbúnir að ræða
efni fundarins, þ.e. veiðarnar í
Smugunni. Svo mikið hefði borið á
milli ríkjanna að sjónarmið hefðu
aldrei nálgast og ekki væri minnsti
grundvöllur fyrir áframhaldandi
samtölum. Eftir fundinn var ljóst að
„vont var orðið verra“, eins og sagði
í umfjöllun Fiskaren og virtist rétt,
sem þar var haldið fram, að köldu
mundi anda milli ríkjanna. Engin
lausn var í sjónmáli. Aðspurður af
blaðamanni Verdens Gang, um hvort
veiðar íslenskra skipa væru frjálsar í
Smugunni, sagði Þorsteinn: „Ríkis-
stjórnin ákveður ekki hvað skip-
stjórarnir gera – það ákveða þeir
sjálfir.“ Um það hvort þeir gætu þá
veitt eins mikið og þeir vildu sagði
hann: „Já, við getum ekki stöðvað
þá.“
Íslensk ókurteisi og norsk skjalafölsun
Út er komin bókin Smugudeilan eftir Arnór Snæbjörnsson sagnfræðing. Þar segir frá sögulegri deilu Íslendinga, Norðmanna
og Rússa sem komu upp eftir að íslensk skip hófu veiðar á alþjóðlegu hafsvæði í Barentshafi í ágúst 1993.
Morgunblaðið/Magnus Torle
Þrýstingur Fyrir fundinn í Stokkhólmi stilltu íslensku og norsku ráðherr-
arnir sér upp til myndatöku. Frá vinstri: Þorsteinn Pálsson, Jón Baldvin
Hannibalsson, Johan Jörgen Holst, og Jan Henry T. Olsen.