Morgunblaðið - 24.11.2017, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 24.11.2017, Blaðsíða 84
84 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2017 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta yfir 90 ár10% afsláttur fyrir 67 ára og eldri Örlaganóttin Aðfaranótt sunnudagsins 29. mars 1981 kemur Buick Station-bíll akandi niður Fifth Avenue í New Rochelle. Þetta er brúnn bíll með viðarklæðningu á hliðunum. Á mót- um Pinebrook Road eykur bílstjór- inn hraðann. Þegar hann er kominn á um 100 kílómetra hraða fer hann skyndilega að sveigja á milli ak- reinanna. Það hvín í dekkjunum svo bergmálar um hverfið. Það eru fáir á ferli og lítil umferð enda klukkan orðin hálftvö um nótt. Dynjandi tónlist berst frá bílnum. Á móts við Hunter Avenue virðist bílstjórinn missa stjórn á bílnum. Hann reynir að snögghemla en þungur bíllinn er á svo miklum hraða að hann er orðinn stjórnlaus og dekk- in skrapa götuna með háu ískri. Annað framdekkið skellur utan í vegkantinn og springur með háum hvelli. Bíllinn tekst á loft og flýgur út af veginum og út á tún. Þar lendir hann á símastaur sem brotn- ar í tvennt eins og eldspýta með háum bresti. Efri hluti staursins, ennþá fastur í rafmagnslínunum, skýst upp í loft. Það strekkist á rafmagnslínunum en þær slitna ekki og keyra staurinn á ógnar- hraða aftur niður þannig að brotni endinn stingst niður í gegnum afturhluta bílþaksins, rífur það í sundur og kýlir það saman. Allt gerist þetta á einu augnabliki. Bíll- inn kastast áfram. Hann fer í gegnum grindverk og inn á húsalóð, hann æðir yfir garð- inn þveran, tætir upp grasið á leið sinni og nemur ekki staðar fyrr en hann skellur á stóru tré með miklu braki og brestum. Höggið er svo mikið að engu er líkara en að sprenging hafi orðið. Húddið gefur eftir og beyglast saman eins og harmóníka. Framrúðan splundrast. Svo verður allt hljótt. Það eina sem heyrist í kyrrlátri nóttinni er hljóð- ið í sjóðandi vatni og gufu sem stíg- ur upp frá bílnum með lágværu hvissi. Ég vaknaði við sírenurnar. Ég lá í grasinu. Það var byrjað að vora. Og þó að það væri nótt var hlýtt í veðri. Himinninn var heiður og stjörnubjartur. Tunglið var hátt á lofti. Eða var þetta kannski ekki tunglið? Var þetta ef til vill ljós- kastari? Ég hafði greinilega sofnað. Einhver öskraði. Þetta var hátt og skerandi kvenmannsöskur. Ég gat ómögulega munað hvað ég hafði verið að gera. Var ég ef til vill að leika í bíómynd? Ég þorði ekki að hreyfa mig. Ég gjóaði augunum í kringum mig. Einhver grét hástöf- um. Öðru hvoru öskraði einhver. Þetta var kona. Eða voru þetta kannski tvær konur? Ég lá á tún- bletti undir stóru tré. Í gegnum laufgaðar greinarnar sá ég glitta í tunglið. Allt í kringum mig voru blikkandi ljós og stórir bílar, löggu- bílar og sjúkrabílar. Kannski var ég ekki að leika í mynd heldur var mig einungis að dreyma. Kannski var ég eins og vakandi í draumi. Út undan mér sá ég líka slökkviliðsbíl. Mikið ofboðslega eru slökkviliðs- bílar fallega rauðir á litinn. Það er rauður litur sem maður sér ekki oft. Ég heyri og skynja að fólk geng- ur um. Ég heyri mannamál en greini ekki hvað er sagt. Öðru hvoru er hrópað. Það er greinilega eitthvað mikið í gangi. Konan hélt áfram að öskra. Ég var greinilega á slysstað. En það var ekkert að mér, ég fann hvergi neitt til. Var þetta eitt langt atriði eða bara sama stutta atriðið aftur og aftur? Þetta var bara draumur. Ég fann værð færast yfir mig. Ég var of þreytt til að vera að dreyma svona dellu og lokaði aug- unum. Ég finn að það er tekið í mig. Ég opna augun og tek þá eftir konu sem krýpur yfir mér. Ég átta mig ekki á því hvort hún er nýkom- in eða hvort hún er búin að vera þarna allan tímann. Hún er klædd í hvíta, stutterma skyrtu með alls konar merkjum. Sítt hárið er bund- ið aftur í tagl. Hún er niðursokkin í að skoða mig. Öðru hvoru lítur hún spyrjandi á mig, einbeitt á svip. – What is your name, honey? Hver er þetta eiginlega? Hún er ekki lögreglukona. Ég virði hana fyrir mér. Hún er með hlustunar- pípu um hálsinn. Læknir? – My name is Joga. – Yoga? Ég kinka kolli. Ég er Jóga. Ég er ekki að leika í neinni mynd. Kannski er mig bara ennþá að dreyma. Ég fór eitthvað. Við stelpurnar vorum í bíltúr. Ég hafði öskrað á Pernille þegar hún var að sikksakka á veginum. Við vorum að fara eitthvað. Ég mundi samt ekki hvert. Ég mundi ekki heldur hvaðan við vorum að koma. Konan horfði ákveðin á mig. – You have been in an accident. Don’t worry about anything. We will take good care of you, sagði hún og tók upp skæri og ætlaði að klippa í sundur jakkann minn, klippa hann utan af mér. Það var nú algjör óþarfi. Þetta var glænýr apaskinnsjakki. Ég gat alveg farið úr honum. Ég reyndi að mótmæla. – It’s a new jacket, I can … – You are so badly injured, you better stay still! Injured? Hvernig gat ég verið slösuð? Ég fann ekkert til. Hvað hafði komið fyrir? Ég mundi ekki eftir neinu slysi. Hafði einhver keyrt á okkur? Ég fann kalt stálið strjúka hörundið þegar hún klippti sundur jakkann. Svo tók hún blóðþrýstingsmæli og smeygði honum utan um handlegg- inn á mér. Fleiri sjúkraliðar komu að mér. Þeir lögðu sjúkrabörur við hliðina á mér og færðu mig varlega yfir á þær. Svo lyftist ég upp og sveif mjúklega inn í sjúkrabíl. Þeir lok- uðu hurðunum og settust hjá mér og horfðu á mig. Ég brosti hug- hreystandi til þeirra til að láta vita að það væri allt í lagi með mig. En ég var mjög þreytt. Þegar sjúkra- bíllinn keyrði af stað sofnaði ég aft- ur. Þegar ég vaknaði vorum við enn á ferð. Ég velti því fyrir mér af hverju ég væri ein í sjúkrabílnum. Hvar voru stelpurnar? – There were three other girls, muldraði ég. Konan í stuttermaskyrtunni kinkaði kolli til mín. – They are all right, honey. Mér létti við að heyra það. Mjúk- lega leið ég aftur í ómegin. Næst þegar ég rankaði við mér var ég komin á spítala og í sjúkrarúm. Konan í stuttermaskyrtunni og hin- ir sjúkraliðarnir sáust hvergi. Birt- an skar í augun. Ég var undir stórum ljóskastara, umkringd læknum og hjúkrunarkonum. Þau voru klædd í svuntur og með hanska á höndunum. Þau höfðu hvíta hatta á höfðinu og maska fyr- ir andlitinu. Ég skildi að ég væri líklega á skurðstofu. – She’s awake, heyrði ég sagt. Þau sneru sér nú öll að mér og horfðu á mig. Andlit þeirra voru al- gjörlega hulin nema augun. – Johanna? sagði einhver. – Yes? sagði ég lágt. Nú brá mér að heyra mína eigin rödd, hún hljómaði svo veik og máttfarin. Læknarnir sögðu mér að ég væri á skurðstofu gjörgæsl- unnar á New Rochelle-spítalanum. Þeir útskýrðu fyrir mér að ég væri mjög mikið slösuð og þyrfti að gangast undir langa og vandasama aðgerð, ég væri með opið höfuð- kúpubrot og það þyrfti að spengja saman á mér höfuðkúpuna. Aðgerðin væri þess eðlis að ekki væri hægt að svæfa mig og það væri mjög mikilvægt að ég væri vakandi allan tímann. Þeir sögðu að ég yrði deyfð og ætti ekki að finna fyrir neinu en ég mætti alls ekki sofna. Ég lofaði að reyna að halda mér vakandi. Svo hófust þeir handa. Meiðslin voru á enninu. Ég lá á bakinu og fylgdist með þeim vinna. Á meðan spurðu þeir mig út í hagi mína. Ég sagði þeim að ég væri frá Íslandi. Þeim fannst það mjög áhugavert. Enginn þeirra hafði komið þangað. Ég sagði þeim frá daglegu lífi á Ís- landi. Þeir spurðu mig út í fjöl- skylduhagi mína. Ég sagði þeim frá pabba og mömmu og bræðrum mínum. Ég sagði þeim frá hest- unum. Ég talaði svo mikið og svo lengi að ég varð þreytt. Ég fann svefninn sækja á mig. Það var næstum því notalegt að liggja svona og láta stjana við sig. Mig langaði ekki að tala meira. Ég sagði þeim að ég væri alveg upp- gefin og spurði hvort ég mætti ekki lúra í smástund. Ég mátti það alls ekki. – What was the name of the town you grew up in? spurði ein- hver. – Kópavogur? Þeir kinkuðu kolli. Ég sagði þeim sögur úr Kópa- voginum. Ég sagði þeim frá Kópa- vogshæli og hvað ég hefði oft farið þangað þegar ég var lítil. Ég sagði þeim frá HK og handboltanum. Þeir vissu ekkert um handbolta. Ég útskýrði fyrir þeim hvernig hand- boltaleikur gengur fyrir sig. Og ég sagði þeim sögur úr Leikfélagi Kópavogs og frá vinnunni minni hjá Hans Petersen. Þegar ég hafði ekk- ert meira að segja um lífið á Ís- landi báðu þeir mig að segja sér frá Ameríkuferðinni minni. Þeir vildu vita af hverju ég hefði ákveðið að fara til Ameríku. Hverjir voru vinir mínir? Hvað fannst mér um Am- eríku? Hvernig líkaði mér við New York? Hvað fannst mér skemmti- legast? Hvernig var Ameríka ólík Íslandi? Ég sagði þeim að ég hefði bara þurft að komast burt frá Ís- landi því mér fannst allt of flókið að útskýra það nánar, það væri í raun- inni algjör tilviljun að Ameríka hefði orðið fyrir valinu og ég hefði alveg eins getað farið til Danmerk- ur. Ég sagði þeim að mér liði vel í Ameríku og væri búin að kynnast helling af skemmtilegu fólki. – My favourite place is Wash- ington Square Park. I love the per- formers, the bands and watching people rehearsing or just painting something on the sidewalk. – You like that? – Yes, it’s like a circus. I love the circus. Þeir hlógu að þessari myndlík- ingu. – Yeah, New York is kind of a circus, right? Í miðri aðgerðinni kom nýr lækn- ir. Hann var sérfræðingur í lýta- lækningum. Þegar hann slóst í hóp- inn báðu hinir mig um að segja honum það sem ég hafði áður sagt þeim. Örlaganótt í New Rochelle Í bókinni Þúsund kossar rekur Jón Gnarr ævisögu Jógu, eiginkonu sinnar, en í bókinni segir meðal annars frá því er Jóga fer sem „au pair“ til New York og lendir þar í skelfilegri lífsreynslu. Hennar bíður löng glíma við sektarkennd, skömm og glatað sakleysi. Ljósmynd/Úr einkasafni Fjörugar Jóga með vinkonum í New York stuttu fyrir slysið árið 1981. Ljósmynd/Úr einkasafni Bati Jóga stödd í Buchenbach í Þýskalandi ári eftir slysið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.