Morgunblaðið - 24.11.2017, Qupperneq 89
MENNING 89
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2017
Wonder
Kvikmynd byggð á metsölubók R.J.
Palacios, Wonder eða Undur. Hún
segir af ungum dreng sem þjáist af
sjaldgæfum litningagalla sem hefur
afmyndað andlit hans og þarf hann
að þola fordóma og útskúfun vegna
þessa, m.a. í skólanum. Leikstjóri
er Stephen Chbosky og með aðal-
hlutverk fara Jacob Tremblay,
Julia Roberts og Owen Wilson.
Metacritic: 68/100
Coco
Teiknimynd sem fjallar um tónelsk-
an, mexíkóskan dreng, Miguel, sem
þráir að verða tónlistarmaður líkt
og Ernesto de la Cruz sem á að hafa
verið stórkostlegasti gítarleikari
og söngvari Mexíkó á sínum tíma.
Fjölskylda Miguels lítur hins vegar
á tónlist sem bölvun á ættinni.
Leikstjórar eru Adrian Molina og
Lee Unkrich. Metacritic: 80/100
Bíófrumsýningar
Undur og tónlistardraumar
Úr Undri Kvikmyndin er byggð
á samnefndri metsölubók.
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Hljómsveitin Jane Telephonda
heldur útgáfutónleika vegna nýút-
kominnar fyrstu breiðskífu sinnar,
Boson of Love, í Tjarnarbíói í kvöld
kl. 21 en platan kom út á stafrænu
formi fyrir sléttri viku. Hljómsveit-
in var í upphafi
dúett skipaður
hjónunum Ívari
Páli Jónssyni
og Ásdísi Rósu
Þórðardóttur,
stofnaður árið
2015 en ári síð-
ar bættust sjö karlar í hópinn, þeir
Albert Þorbergsson, Brynjar Páll
Björnsson, Grétar Már Ólafsson,
Hans Júlíus Þórðarson, Hólmsteinn
Ingi Halldórsson, Pétur Þór Sig-
urðsson og Rafn Jóhannesson. Bo-
son of Love, eða Bóseind ástarinn-
ar, er gefin út af bandaríska úgáfu-
fyrirtækinu Mother West og á
plötunni kemst laga- og textahöf-
undur hennar, Ívar Páll, að þeirri
niðurstöðu að kærleikurinn sé til-
gangur lífsins.
19 börn samanlagt
„Jane Fonda er auðvitað stofnun
í vestrænni menningu og skemmti-
leg leikkona og þetta var einhvers
konar orðaleikur í kringum nafnið
á henni,“ svarar Ívar Páll þegar
hann er spurður út í nafn hljóm-
sveitarinnar. En hvernig hljómsveit
er Jane Telephonda? „Ef ég á að
reyna að lýsa tónlistinni þá er
þetta poppskotið indírokk með vís-
an í indí-tónlist síðustu 30 ára en
með áhrifum frá allri poppsögunni.
Ég var á sínum tíma mjög mikill
Bítla-maður og hélt mikið upp á
McCartney. Það eru alls konar
áhrif í þessu.“
Þau hjónin gáfu fyrst út tvö lög
og myndbönd í nafni Jane Tele-
phonda og segir Ívar að hann hafi
viljað gera meira og því fengið
æskufélaga sína til liðs við þau hjón
svo úr varð níu manna hljómsveit.
„Samanlagt held ég að við eigum
ein 19 börn þannig að það er meira
en að segja það að fá allt þetta fólk
á æfingar einu sinni í viku,“ segir
hann.
– Þið neydduð Friðrik Þór Frið-
riksson, kvikmyndaleikstjóra og
-framleiðanda, til að taka þátt í
einu myndbandanna ykkar, við lag-
ið „Transmuted Saltness“, ekki
satt?
„Konseptið var að hann sæti á
bekk að lesa Fiskifréttir í róleg-
heitum. Þá komum við hjónin að og
erum að taka upp tónlistar-
myndband. Við setjumst við hliðina
á honum og förum að trufla hann.
Honum líkar þetta ekki, hann
stendur upp ætlar að ganga í burtu
og þá eltum við hann og myndavél-
in með. Það hefst mikill eltinga-
leikur sem endar með því að við
komum fyrir horn og þar er Frið-
rik með byssu og skýtur okkur og
drepur og í ljós kemur að hann er
leigumorðingi,“ útskýrir Ívar Páll
og bætir svo við að Friðrik Þór sé
góður vinur hans og því hafi legið
beint við að fá hann til að leika í
myndbandinu. „Hann er stórkost-
legur fyrir framan myndavélina en
ekki síðri en fyrir aftan hana,“ seg-
ir Ívar Páll sposkur.
Hvernig varð Higgs-sviðið til?
– Lögin á plötunni fjalla ekki öll
um ástina, þrátt fyrir plötutitilinn?
„Nei en kærleikurinn er samt
rauður þráður og í þessum textum
er ég að velta fyrir mér tilgangi
lífsins og af hverju við erum hérna.
Pælingin á bak við titilinn á plöt-
unni er að við manneskjurnar erum
alltaf að leita að ástæðunni fyrir
veru okkar hérna, hvernig þetta
kom allt saman til og hvernig heim-
urinn varð til. Við erum að gera
vísindalegar tilraunir eins og í
stóra sterkeindahraðlinum í Sviss.
Þar erum við að skjóta saman ein-
hverjum rafeindum og finna ein-
hverja Higgs-bóseind. Það er auð-
vitað mjög mikil uppgötvun og þá
vitum við að til er eitthvert orku-
svið, Higgs-svið, sem gefur öllum
hlutum massa. En hvað segir það
okkur þegar allt kemur til alls?
Hvernig varð Higgs-sviðið til?
Þetta er endalaus þekkingarleit og
við komumst kannski ekkert nær
grundvallarsannleikanum,“ segir
Ívar Páll.
Aftur á móti getum við mann-
fólkið vitað að það sem gefur lífinu
gildi sé kærleikurinn og sam-
hygðin. „Þannig að þótt við kom-
umst ekki að neinum vísinda- eða
trúarlegum sannleika þá vitum við
það og eigum að helga líf okkar
kærleikanum. Þannig kemur þetta
nafn, Boson of Love.“
– Þú talar eins og prestur …
„Já, já, ég er æðstiprestur í
þessum níu manna söfnuði,“ segir
Ívar Páll kíminn og er í kjölfarið
spurður hvort hann sé að mýkjast
með árunum. „Maður er alltaf upp-
fullur af einhverjum pælingum og
auðvitað þegar maður kemst á
miðjan aldur – ég er nú 43 ára –
fer maður að leiða hugann að þess-
um grundvallarsannleik og tilgangi
lífsins. Maður eignast börn og áttar
sig á því að maður er ekki upphaf
og endir alls heldur hlekkur í mjög
langri keðju og fyllist auðmýkt og
áttar sig vonandi betur á tilgangi
lífsins og tilverunnar.“
Leðurklæddur einhyrningur
Einn lagatitla plötunnar er öðr-
um forvitnilegri, „Leather Uni-
corn“ eða „Leðureinhyrningur“. Ív-
ar Páll er beðinn um að segja
lesendum í stuttu máli um hvað
texti lagsins fjallar. „Það er saga
um sveinbarn sem fæðist með hnúð
á enninu. Sirkusstjóri hneppir hann
í þrældóm, heldur honum föngnum
og sýnir hann sem leðureinhyrn-
inginn, klæðir hann upp í eitthvert
leðurdress. Það er svo sem ekki
meiri saga í því lagi,“ segir Ívar
Páll og af raddblænum mætti halda
að hann sæti fyrir svörum í þjón-
ustuveri ríkisskattstjóra.
– Textinn er varla byggður á
persónulegri reynslu þinni …
„Nei, þetta er bara eitthvað sem
vellur upp úr manni þegar maður
er að glamra á gítarinn.“
– Þú færð ekki svona hugmyndir
í vinnunni á daginn?
„Nei, það er lítið um leður-
klædda einhyrninga hérna í Lands-
virkjun,“ segir Ívar Páll sem sinnir
á daginn starfi sérfræðings á sam-
skiptasviði Landsvirkjunar en
rokkar og poppar á kvöldin.
Fjölmenn Jane Telephonda var upphaflega dúett hjónanna Ívars Páls Jónssonar og Ásdísar Rósu Þórðardóttur
en svo bættust við sjö karlar. Hér sést hljómsveitin fyrir framan Alþingishúsið, hjónin grímulaus fyrir miðju.
Æðstiprestur í
níu manna söfnuði
Jane Telephonda fagnar útgáfu plötunnar Boson of Love
SÝND KL. 3.30SÝND KL. 3.30SÝND KL. 3.30
SÝND KL. 5.50, 8, 10.15 SÝND KL. 5.30 SÝND KL. 10.25
Miðasala og nánari upplýsingar
5%
SÝND KL. 5.30, 8, 10.20
Jóla öfin í ár?
N
gHERRA
Ð FRÁ:
900,-
gj
Collection
arc-tic Retro ÚRI
Fyrir DÖMUR o
VER
29.
Nature
ICQC 2018-20