Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.11.2017, Qupperneq 2
Hvað er að frétta?
Allt gott að frétta hér. Ég er að kenna tónlist í
Háaleitisskóla í Reykjanesbæ og á fullu líka með
Kolrössu. Við vorum að vekja skessuna upp af
værum draumi og endurútgefa fyrstu breiðskífu okkar
Drápu á vínyl og disk til að halda upp á 25 ára afmæli
hljómsveitarinnar. Svo er ég líka byrjuð aftur að læra í tón-
listarskóla með dóttur minni í Suzuki, á blokkflautu sem er
brjálað stuð.
Hvernig fyrirbæri var Kolrassa krókríðandi?
Hún var eiginlega mögnuð þó svo ég segi sjálf frá. Það
var einhver femínískur frumkraftur sem braust þarna út
í þessari hljómsveit. Tónlistin var í raun mjög frumleg í
sinni einlægni. Þetta er einhverskonar rokk-þjóðlaga-
pönk-indí með nokkrum góðum öskrum.
Hverjar hafa verið bestu stundirnar með
bandinu?
Það eru svo margar góðar stundir að það er erfitt að velja. Við
ólumst svolítið upp í þessari hljómsveit þar sem við byrjuðum
svo ungar að spila. Við ferðuðust um allan heim, hittum alls-
konar skemmtilegt fólk og skemmtum okkur ærlega en ég held
að bestu stundirnar hafi verið þegar við vorum að skapa eitthvað
saman í æfingarhúsnæðinu, semja og fíflast.
Hvernig tilfinning er að gefa aftur út Drápu?
Hún er svolítið skrítin en skemmtileg líka. Það er búið að vera mjög
gaman að heimsækja þennan heim aftur sem leynist í þessari plötu
og skoða lögin aftur. Þetta er eins og dagbók fjögurra 16 ára stelpna
í Keflavík árið 1992 og einskonar tímavél inn í þann hugarheim þeg-
ar maður fer að hlusta.
Hverju ertu stoltust af varðandi feril Kolrössu?
Að við gerðum það sem við vildum og létum engan stoppa okkur. Við
bjuggum til helling af tónlist sem ég er mjög stolt af og fengum tæki-
færi til að ferðast um heiminn, spila og gefa út plötur.
Eftirlætisjólalagið?
Mitt uppáhaldsjólalag er auðvitað Last Christmas með George heitnum
Michael. Það verður ljúfsárt að heyra það í ár en það er samt alltaf best!
Morgunblaðið/Eggert
ELÍZA GEIRSDÓTTIR NEWMAN
SITUR FYRIR SVÖRUM
Eins og
dagbók 16
ára stelpna
í Keflavík
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.11. 2017
Ritstjórn
Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson
orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Fyrir barneignir er ómögulegt að gera sér í hugarlund hvað bíður manns.Ábyrgð sem er ólík allri annarri ábyrgð sem við áður höfum haft á okkarherðum. Gleði sem er ólík þeirri sem við höfum upplifað áður. Og öðruvísi
verkefni en við héldum að fylgdu því að eignast barn. (Til dæmis sagði mér eng-
inn áður en ég varð mamma að stór hluti af mínum tíma myndi fara í að leita að
týndum flíkum í skólastofum og íþróttahúsum! Það var verkefni sem ég vissi ekki
að biði mín í lífinu … en tek auðvitað við með brosi á vör).
Við getum undirbúið okkur fyrir það að ala upp börn að einhverju leyti en sí-
fellt bætast við nýjar áskoranir þegar á hólminn er komið, stórar og smáar. Flest-
ar skemmtilegar en aðrar erfiðari, eins og gengur.
Börnin eru ofarlega í huga núna þegar jólin nálgast. Spennan sem fylgir því að
setja skóinn út í glugga, skreyta heimilið og baka piparkökur magnast með hverj-
um deginum. Sú spenna er jákvæð og
henni fylgir bara kitl í maga hjá börn-
um og eftirvænting eftir einhverju
skemmtilegu. En spennan sem magn-
ast hjá okkur fullorðna fólkinu er
gjarnan í formi áhyggna og kaupæðis.
Þrátt fyrir að hafa ekki verið móðir
nema í níu ár hefur eitthvað síast inn.
Mig langar að deila nokkrum atriðum
um það hvernig við getum dregið úr
vondu jólaspennunni og hleypt þessari
góðu kitlandi spennu að.
Númer eitt: Þótt börn telji sig vanta
ýmislegt þá er það almennt mjög slæm
hugmynd að taka þau með í búðir. Þau þreytast snemma á röltinu og fyrr eða síð-
ar kemur þreytan fram sem pirringur, sem er þá gjarnan tekinn út á foreldrum
og eða gestum og gangandi. Eitt það besta sem við getum gefið börnunum fyrir
jólin er að sleppa þeim við að fara með í búðarferðir.
Númer tvö: Það er engin mýta að einfalt er best. Róleg kvöldstund yfir spili og
kakóbolla getur gert meira fyrir börnin en stórkostlegar jólaskemmtanir, jafnvel
þótt þær séu ætlaðar börnum.
Númer þrjú: Á aðventunni er samveran sérstaklega mikilvæg, því börn skynja
spennuna sem gjarnan leggst yfir samfélagið í desember. Við fullorðna fólkið
þurfum ekki að mæta á allar jólaskemmtanir eða reyna að hlaða viðburðum í
dagatalið með tilheyrandi þörf fyrir pössun hér og þar. Verum frekar meira
heima og hjálpum börnunum að ná að slaka á í jólaösinni frekar en að auka á
spennuna. Látum aðventuna snúast um smæstu þjóðfélagsþegnana, ekki um okk-
ur stóra fólkið.
Thinkstock
Bugað barn
í búðarkerru
Pistill
Eyrún
Magnúsdóttir
eyrun@mbl.is
’Eitt það besta sem viðgetum gefið börn-unum fyrir jólin er aðsleppa þeim við að fara
með í búðarferðir.
Ólafía Einarsdóttir
Driving home for Christmas.
SPURNING
DAGSINS
Hvað er
besta
jólalagið?
Guðfinnur Skæringsson
Jólasveinar ganga um gólf.
Morgunblaðið/Ásdís
Birna Ósk Kristinsdóttir
Þau eru svo mörg en ég myndi segja
All I want for Christmas is you.
S. Davíð Þór Guðmundsson
Santa Claus is coming to town en af
íslenskum finnst mér Ég sá mömmu
kyssa jólasvein.
Ritstjóri Davíð Oddsson
Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Forsíðumyndina tók
Golli
Kolrassa krókríðandi, skipuð upprunalegum meðlimum flytur
fyrstu plötu sína, Drápu, á Húrra um helgina, laugardagskvöldið
25. nóvember en 25 ár eru síðan hún kom fyrst út. 27. nóv-
ember verður Drápa svo endurútgefin á vínyl og geisladisk en
hún hefur verið ófáanleg í áraraðir. Smekkleysa dreifir.