Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.11.2017, Síða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.11.2017, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.11. 2017 Viðræður fóru út um þúfur því íslensk stjórnvöld vilja ekki ræða málið af alvöru. Malcolm Walker, stofnandi og forstjóri Iceland Foods 2016 Okkar krafa er skýr; að einkaleyfi á orðmerkinu „Iceland“ verði ógilt og ís- lenskir aðilar fái að nota heiti Íslands við skráningu og markaðssetningu á sínum vörum. Lilja Alfreðsdóttir utanríkis- ráðherra haustið 2016 Við buðum íslenskum stjórnvöldum mjög sann- gjarnan samning árið 2006 þegar við vorum eigend- urnir. Þau svöruðu aldrei. Jón Ásgeir Jóhannesson, fv. eigandi Iceland, haustið 2016 Það skiptir öllu að ekki geti einhver þriðji aðili erlendis meinað íslenskum fyr- irtækjum að kenna sín vöru- merki við Ísland. Jón Ásbergsson, framkvæmdastj. Íslandsstofu, haustið 2016 Ég held að það sé auðvelt að finna lausn. Rétta fólkið þarf að setjast niður. Jón Ásgeir Jóhannesson Sagt var … Áfraaaam Æslaaaaand! Fyrir réttu ári gripu íslenskstjórnvöld til þess ráðs aðhöfða mál gegn bresku versl- unarkeðjunni Iceland Foods, en hún hefur árum saman reynt að koma í veg fyrir að íslensk fyrirtæki geti auðkennt sig með nafni landsins við markaðssetningu á vörum og þjón- ustu í Evrópu. Iceland Foods hefur nefnilega einkarétt á orðmerkinu Iceland í Evrópusambandinu. Íslenskum stjórnvöldum þykir sú staða óviðeigandi að erlent fyrir- tæki geti haft slíkt áhrif á málefni landsins. Sem dæmi er nefnt að á sínum tíma var skráningu Íslands- stofu á Inspired by Iceland and- mælt af hálfu fyrirtækisins, þegar Ísland hóf það mikla kynningarátak, og að upp hafi komið tilfelli þar sem skráningu íslenskra fyrirtækja á vörumerkjum hafi verið hafnað á grundvelli andmæla breska fyrir- tæksins. Iceland hóf starfsemi árið 1970 en um miðjan tíunda áratug síðustu aldar hóf fyrirtækið að sækja um skráningu vörumerkja, þar sem orð- ið Iceland kom við sögu, hjá bresku einkaleyfastofunni. Það tókst í mörgum tilfellum, sum eru enn skráð en önnur hafa fallið úr gildi. Íslendingum hefur til dæmis tek- ist að koma því svo fyrir að versl- unarkeðjan hefur ekki einkarétt á orðinu Iceland í tengslum við fisk eða vatn á Bretlandi eins og hún ætlaði sér. Krafa íslenska ríkisins er í með- ferð hjá Hugverkaréttarstofnun Evrópusambandsins og stjórnvöld hyggjast ekki tjá sig um málið fyrr en eitthvað gerist þar á bæ. Ísland hefur líka tekið málið upp hjá Al- þjóðahugverkastofnuninni og vonast er til að hægt verði að hreyfa mál- inu áfram á næsta fundi stofnunar- innar, á næsta ári. Maður í viðskiptalífinu tók þannig til orða að forráðamenn Iceland Foods haldi því fram í gögnum að þeir tengi sig landinu ekki beint; Iceland sé í hugum viðskiptavina verslunarkeðjunnar staður þar sem hægt sé að kaupa frosinn mat. Þegar íslenska karlandsliðið í fót- bolta komst í fyrsta skipti á stórmót greip Iceland Foods þó tækifærið og fór í auglýsingaherferð á sam- félagsmiðlum þar sem landsliðs- mennirnir komu við sögu. Á youtube.com á vefnum má sjá tvær slíkar auglýsingar. Í annarri má m.a. sjá eftirfarandi texta: Þegar Ísland komst í fyrsta skipti í sögunni á Evrópumótið tísti fólk til þess að senda hamingju- óskir. Bretar tístu reyndar @Ice- landfoods. Þess vegna fór @ice- landfoods á æfingu hjá íslenska landsliðinu … „Við þurfum að reka knatt- spyrnusamband og sáum þarna við- skiptatækifæri,“ segir Klara Bjart- marz, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við Sunnudagsblað Morg- unblaðsins, spurð um málið. Samn- ingurinn sé vitaskuld trúnaðarmál milli KSÍ og fyrirtækisins og hún geti því ekki gefið upp hve mikið knattspyrnusambandið fékk greitt. Klara segir KSÍ ekki hafa komið nálægt gerð auglýsinganna að öðru leyti en því að leikmenn Íslands hafi komið fram í þeim. Viti hún því ekk- ert um innihaldið og hafi reyndar ekki séð umræddar auglýsingar. Í auglýsingu Iceland Foods sést íslenski fáninn, Iceland-fáninn blaktir við hún, hluti þjóðsöngsins er leikinn og íslenskri náttúru bregður fyrir. Sýndar eru glefsur úr leikjum íslenska landsliðsins, auk þess sem leikmenn bregða á leik á æfingu á Laugardalsveli, m.a. með því að hitta ofan í innkaupakörfur merktar Iceland. Auglýsingunum tveimur virðist hafa verið hlaðið upp á youtube í byrjun júní árið 2016, skömmu áður en flautað var til leiks á EM í Frakklandi. Í annarri auglýsingunni er hópur starfsmanna Iceland í Bretlandi, með íslenska knattspyrnutrefla, sumir í íslensku landsliðstreyjunni og einhverjir prýddir víkingahorn- um. Þar er víkingaklappið sannar- lega tekið með tilfþrifum. Íslenska, já takk! Eða bara: Áfraaaam Æslaaaaand! Starfsmenn Iceland Foods í auglýsingu sem gerð var í tengslum við þátttöku Íslands á EM karla í fótbolta sumarið 2016. Skjáskot af Youtube Það kann að koma fólki spánskt fyrir sjónir að breska verslunarkeðjan Iceland Foods hafi einkarétt á orðmerkinu Iceland í lönd- um ESB. Hún hefur beitt sér gegn því að fyrirtæki geti auðkennt sig með nafni landsins við kynningu á vörum og þjónustu. ’ Fyrsta Iceland-verslunin var opnuð 1970 í Oswestry í norðvesturhluta Englands. Keðjan á nú nærri 900 verslanir á Bretlandi og nokkrir tugir Iceland-verslana eru reknir erlendis, m.a. á Íslandi. Forstjóri er Malcolm Walker, annar stofnendanna. Hann stýrði fyrirtækinu til ársins 2000 og sneri aftur nokkrum árum síðar. INNLENT SKAPTI HALLGRÍMSSON skapti@mbl.is holar@holabok.is — www.holabok.is Lesblindur drengur flosnar upp úr námi á Siglufirði og verður einn mesti braskarinn á Íslandi. Hér er saga hans rakin og ævintýrin eru mörg, sum ótrúleg! Siglfirski braskarinn www.youtube.com/ watch?v=aNu50Aajd5s www.youtube.com/ watch?v=54F4eskZp0k

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.