Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.11.2017, Page 14
FÓTBOLTI
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.11. 2017
Þ
etta var meiri þolraun en hjá strák-
unum; það var dýpra á heimild-
unum og ég átti ekki eins mikið í
mínum fórum sjálfur. Ég þurfti að
fara út á akurinn og vera þolin-
móður. Þar átti við hið fornkveðna: Leitið og
þér munuð finna!“
Þetta segir Sigmundur Ó. Steinarsson rit-
höfundur um bók sína Stelpurnar okkar – saga
knattspyrnu kvenna á Íslandi frá 1914, sem
senn kemur út á vegum Knattspyrnu-
sambands Íslands. Áður hefur hann ritað sögu
Íslandsmóts karla í tveimur bindum og sögu
karlalandsliðsins fyrir KSÍ.
Þetta á ekki síst við um myndefnið en víða
var grafið og Sigmundur unni sér ekki hvíldar
fyrr en hann hafði fundið myndir af öllum Ís-
landsmeisturum kvenna frá því fyrsta mótið
fór fram árið 1972. „Raunar þurfti ég að
breyta bókinni og stækka hana úr 352 síðum í
512 á lokasprettinum vegna mynda og upplýs-
inga sem komu fram. Sem var auðvitað mjög
ánægjulegt,“ segir Sigmundur en eins og fyrri
bækurnar er þessi ríkulega myndskreytt, auk
þess sem kort og töflur eru á sínum stað.
Óhætt er að fullyrða að Sigmundur hafi
bjargað menningarverðmætum með grúski
sínu vegna ritunar téðra bóka; á það bæði við
um konur og karla. Að því mun íslensk knatt-
spyrna búa um ókomna tíð. Hann er KSÍ
þakklátur fyrir að hafa hvatt til verksins og
nefnir Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formann
KSÍ, sérstaklega í því sambandi. Án áhuga
hans á því að varðveita sögu knattspyrnu á Ís-
landi væri þetta verk ekki að koma út.
Sigmundur segir bókina fjalla um allt er við-
kemur kvennaknattspyrnu á Íslandi; Íslands-
mót, landsliðið, bikarkeppni, meistarakeppni
KSÍ, deildabikar, markahæstu leikmenn,
þjálfara, leikmenn erlendis, erlenda leikmenn
á Íslandi og þátttöku í Evrópukeppni. Þá er
sagt frá fyrsta alþjóðlega mótinu 1957 í Berlín
og alþjóðlegum mótum á Ítalíu, Mexíkó, Taív-
an, Japan og Kína. Þá eru öll úrslit á Norð-
urlandamóti frá byrjun, EM, HM og ÓL.
„Þetta er allur pakkinn. Biblía kvennaknatt-
spyrnunnar!“ segir höfundurinn.
Fyrsta félagið stofnað 1914
Sögu kvennaknattspyrnu á Íslandi má rekja
aftur til ársins 1914 þegar stúlkur á Ísafirði
stofnuðu Fótboltafélagið Hvöt. Ástæðan var
sú að einungis piltar gátu orðið félagar í Fót-
boltafélagi Ísafjarðar, sem var stofnað 1912 –
og félagar gátu þeir einir orðið sem náð höfðu
17 ára aldri. „Stúlkurnar á Ísafirði létu ekki
stöðva sig – þær voru ákveðnar að elta bolta og
skemmta sér. Þær voru óhræddar við að skora
stráka á hólm og léku ófáa leiki við þá. Úrslit
voru ekki færð sérstaklega til bókar, þannig að
ekki fylgir sögunni hver úrslit einstakra leikja
urðu, en sögur segja að stúlkurnar hafi oft
veitt strákunum harða keppni á vellinum í hátt
í þrjú ár,“ segir í bókinni en þjálfari liðsins var
Einar Oddur Kristjánsson gullsmiður sem
jafnan er kallaður „faðir knattspyrnunnar“ á
Ísafirði.
Flestar stúlkur á Ísafirði gengu til liðs við
félagið og æfðu þær á knattspyrnuvellinum á
Hrossataðsvöllum á Eyrartúni en miðstöð fé-
laganna var á Tangstúni og Riistúni – sem var
við hliðina. Á túnunum eru nú Grunnskólinn og
Sundhöllin á Ísafirði. Þess má geta til gamans
að lítill sparkvöllur með gervigrasi sem KSÍ
kom upp er á horni Skólagötu og Grundargötu,
þar sem Tangstúnið var. Þar stíga ungar ís-
firskar stúlkur nú sín fyrstu spor – á sama stað
og stúlkurnar léku fyrst knattspyrnu á Íslandi
1914 – fyrir 103 árum!
Skemmtiatriði í Tívolí
Ekki fer frekari sögum af kvennaknattspyrnu
á Íslandi fyrr en árið 1949 að hún var meðal
„skemmtiatriða“ á fjáröflun Ármanns, KR og
ÍR í Tívolí í Vatnsmýrinni. Hermt er að áhorf-
endur hafi skemmt sér vel og árið eftir var
gjörningurinn endurtekinn. Verslunarmanna-
félag Reykjavíkur bauð svo upp á knattspyrnu
kvenna í Tívolí um verslunarmannahelgina
sama ár. Þá kepptu afgreiðslustúlkur og skrif-
stofustúlkur.
Árið 1951 tóku stúlkur úr íþróttafélögunum í
Reykjavík þátt í knattspyrnuleik 17. júní á
Melavellinum. Í Vísi mátti lesa: „Leikið var af
mikilli gamansemi og vöktu tilburðir þeirra,
Stelpurnar okkar fagna marki
í fræknum sigri á Þýskalandi
ytra í síðasta mánuði.
Ljósmynd/A2 Peter Hartenfelser
„Þetta er engin kvennaíþrótt!“
Bókin Stelpurnar okkar – saga knattspyrnu kvenna á Íslandi frá 1914 eftir Sigmund Ó. Steinarsson kemur út um miðjan desem-
ber. Þar er merkileg saga rakin en í eina tíð þótti knattspyrna ekki nægilega „kvenleg“ íþrótt, svo sem merkja má af fyrirsögninni
hér að ofan en téð orð voru höfð eftir konu árið 1970. Í dag fylgja þúsundir stuðningsmanna stelpunum okkar á stórmót.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Sigmundur Ó. Steinarsson, höfundur bókarinnar, segir framtíð kvennaknattspyrnu á Íslandi bjarta.
Morgunblaðið/RAX