Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.11.2017, Side 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.11.2017, Side 16
svo og gerfi dómarans, E.Ó.P., mikla kátínu mannfjöldans.“ Erlendur Ó. Pétursson dómari klæddist munkakufli. Það er hins vegar ekki fyrr en 1970 að alvara hljóp í málið en forráðamenn KSÍ gátu þess á rabbfundi um knattspyrnu með blaðamönnum á Hótel Sögu þriðjudaginn 7. apríl að ekki væri óhugsandi að kvennaknattspyrna yrði tekin upp á Íslandi. Hún var um þær mundir ört vaxandi víðs vegar um Evrópu og Knatt- spyrnusamband Evrópu hafði skorað á aðild- arþjóðir að blása í seglin. Þetta varð til þess að fyrsta opinbera kapp- leik kvenna var komið á og fór hann fram á Laugardalsvellinum frammi fyrir fimm þúsund áhorfendum 20. júlí 1970 á undan landsleik Ís- lendinga og Norðmanna í karlaflokki. Leiktími var tvisvar sinnum tíu mínútur og öttu úrvalslið Reykjavíkur og Keflavíkur kappi. Það var Albert Guðmundsson, formaður KSÍ, sem kom leiknum á með stuttum fyrir- vara. Hafsteinn Guðmundsson, æskuvinur Al- berts – formaður Íþróttabandalags Keflavíkur og landsliðseinvaldur karla, tók þátt í kynning- unni með Alberti með því að safna saman stúlkum í Keflavík til að leika gegn úrvalsliði Reykjavíkur. „Stúlkurnar okkar voru tilbúnar að taka þátt í leiknum þó svo að þær hefðu ekki æft og leikið knattspyrnu áður,“ segir Haf- steinn í bókinni. Þetta er engin kvennaíþrótt Leiknum lauk með 1:0-sigri Reykjavíkur og skoraði Guðríður Halldórsdóttir, leikmaður Fram, sigurmarkið. Hið fyrsta í opinberum kappleik kvenna hér á landi. „Ég komst á auð- an sjó fyrir framan mark Keflvíkinga – fékk sendingu utan af kanti og náði góðu skoti. Knötturinn rataði rétta leið og hafnaði í net- inu. Það braust út gleði hjá okkur,“ segir Guð- ríður í bókinni. Guðbjörg Jónsdóttir, fyrirliði Keflavíkurliðs- ins, sagði í Morgunblaðinu eftir leik að flestir leikmenn liðsins væru handknattleikskonur og hefðu verið að leika knattspyrnu í fyrsta skipti. „Þetta var gaman, en ég veit ekki hvort við höldum áfram – þetta er engin kvennaíþrótt. Við lékum ekki eftir neinu ákveðnu kerfi. Við stilltum bara liðinu upp í vörn og sókn, en létum þetta svo bara ráðast. Við lærðum reglurnar lít- illega í rútunni á leiðinni hingað – meira var það ekki,“ sagði Guðbjörg, sem tók fram að sigur Reykjavíkurliðsins hefði verið heppnissigur. Forleikurinn virðist hafa haft góð áhrif á strákana en Íslendingar lögðu Norðmenn, 2:0, og skoraði Hermann Gunnarsson bæði mörkin. Þrátt fyrir djarfar yfirlýsingar knattspyrnu- forystunnar dróst að koma fyrsta Íslands- mótinu á og í byrjun júlí 1972 sá Sigmundur Ó. Steinarsson, sem þá var blaðamaður á Tím- anum, ástæðu til að spyrja beint út í blaði sínu: „Hvenær fær kvenfólk verkefni í knattspyrnu?“ Viðbrögð voru sterk og Sigmundur stakk því aftur niður penna: „Fyrir tveimur árum vann Albert Guðmundsson, formaður KSÍ, að því að setja á laggirnar mót fyrir kvenfólkið, en hans hugmynd hefur lítinn hljómgrunn fengið hjá öðrum forustumönnum knattspyrnuhreyfing- arinnar. Þegar forráðamenn knattspyrnudeild- ar Ármanns tilkynntu í vor að þeir myndu senda kvennalið á öll mót, sem haldin yrðu í sumar á vegum KRR og KSÍ, var hlegið að þeim. En nú er þetta ekki lengur aðhlátursefni, því að eitthvað verður að gera í málinu. Ef það verður ekki gert fljótlega eigum við eftir að sjá eftir því síðar meir, því að kvennaknattspyrna á ört vaxandi vinsældum að fagna í heiminum.“ Íslandsbikarinn afhentur Þegar Sigmundur upplifði hin sterku viðbrögð og mörg góð samtöl hafði hann samband við Sigurð Steinþórsson, annan eiganda Gulls og silfurs, sem lék knattspyrnu með Breiðabliki, og kannaði hvort verslunin væri tilbúin að gefa bikar til að keppa um á Íslandsmóti kvenna. Sigurður svaraði því játandi. Þá var ekkert eftir annað en að ganga á fund stjórnar KSÍ og færa sambandinu bikarinn. Sigurður og Sigmundur gerðu það í Laugardalnum laugardagsmorgun- inn 8. júlí og afhenti Sigurður KSÍ Íslandsbik- arinn. Ekkert var að vanbúnaði. Það voru stúlkur úr Breiðabliki og Fram sem léku fyrsta leikinn á Íslandsmótinu, laug- ardaginn 26. ágúst kl. 14 á malarvellinum við Stúlkurnar í fyrsta knattspyrnufélaginu á Ís- landi – Fótboltafélaginu Hvöt á Ísafirði. Þær léku, dökkklæddar og ljósklæddar, fyrsta kappleik kvenna á Íslandi 1914. Efsta röð frá vinstri: Margrét Ólafsdóttir, Guðný Helgadóttir, María Maríasdóttir, Margrét Sigurðardóttir, Guðrún Helgadóttir og Anna Ingvarsdóttir. Þriðja röð: Fanney Jónsdóttir, Ólafía Ólafsdóttir, Guðrún Andreassen, Sigríður Kristinsdóttir, María Bjarnadóttir, Guðbjörg Guðjónsdóttir og Unnur Guðmundsdóttir. Önnur röð: Sig- ríður Sigurðardóttir, María Tómasdóttir, Anna Halldórsdóttir, Guðrún Skúladóttir, Lára Magnúsdóttir, Bergþóra Árnadóttir og Ingibjörg Helgadóttir. Sitjandi fremst: Kristín Björnsdóttir og Camilla Jónsdóttir. FH-stúlkurnar fögnuði sigri á fyrsta Íslandsmótinu 1972 með því að taka létt dansspor á Vallargerðisvellinum í Kópavogi, þar sem þær unnu Ár- mann í úrslitaleik, 2:0. Guðríður Halldórsdóttir, Reykjavík, skorar fyrsta markið í opinberum leik kvenna á Íslandi sumarið 1970. Sendir knöttinn fram hjá Súsönnu Svavarsdóttur Færseth, Keflavík. Ljósmyndasafn Reykjavíkur Ásta B. Gunnlaugsdóttir, sem hefur oftast orðið Íslandsmeistari - ellefu sinnum með Breiðabliki, er hér í leik gegn ÍA á Bautamótinu á Akureyri. Skagastúlkurnar eru Ragna Lóa Stefánsdóttir og Sigurlín Jónsdóttir. Fyrsta sigri landsliðsins fagnað í Sviss 1985, 2:1. ’ Við stilltum baraliðinu upp í vörnog sókn, en létumþetta svo bara ráðast. Við lærðum reglurnar lítillega í rútunni á leiðinni hingað. Vanda Sigurgeirsdóttir er hér ásamt nokkrum stúlkum í U16 ára landsliðinu 1992, sem tóku þátt í Norðurlandamóti á Jótlandi. Þær áttu eftir að setja mark sitt á knattspyrnuna á Íslandi. Vanda, Olga Færseth, Birna Aubertsdóttir, Ásthildur Helgadóttir, Margrét Rannveig Ólafsdóttir og Katrín Jónsdóttir. FÓTBOLTI 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.11. 2017

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.