Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.11.2017, Page 17
Vallargerði við Kársnesskóla í Kópavogi. Jó-
hanna Halldórsdóttir, Fram, skoraði fyrsta
mark Íslandsmótsins en Fram vann leikinn,
3:2. Þess má geta að Jóhanna er systir Guð-
ríðar sem skoraði markið fræga á Laugardals-
vellinum tveimur árum áður.
Átta lið tóku þátt í þessu fyrsta Íslandsmóti
og fór FH með sigur af hólmi eftir frekar
óvæntan sigur á Ármanni, sem leikið hafði liða
best á mótinu, í úrslitaleik.
Kristófer Magnússon, þjálfari FH – í hand-
knattleik og knattspyrnu, skráði FH-stúlk-
urnar í Íslandsmótið án þess að láta þær vita.
Hann var spurður hvort FH-liðið hefði undir-
búið sig vel fyrir mótið, um framhaldið og sig-
ur stúlkna sinna. „Nei, við höfum engar sér-
stakar æfingar í knattspyrnu fyrir stúlkurnar
heldur verjum við þetta fimmtán til þrjátíu
mínútum af hverri handknattleiksæfingu til að
leika knattspyrnu, þannig að stúlkurnar eru í
ágætis æfingu. Mér finnst sjálfsagt að halda
áfram á þessari braut – að halda knattspyrnu-
mót fyrir stúlkur, enda held ég að áhugi sé fyr-
ir því hjá þeim. Ég hef orðið var við að margar
stúlkur, sem ekki ná góðum tökum á hand-
knattleik, eru góðar í knattspyrnu.“
Greitt fyrir leiki erlendis
FH var líka fyrsta kvennaliðið til að leika er-
lendis, lék fjóra leiki á Ítalíu 1975 – og fékk
greitt fyrir. „Við fengum peninga fyrir að
leika. Áhorfendur, sem skiptu hundruðum,
greiddu aðgangseyri á leikina. Við fengum
helming af innkomunni í okkar vasa. Þegar
heim var komið vildu karlarnir fá peningana í
félagsstarfið. Við sögðum nei! Peningarnir
voru notaðir upp í ferðakostnað, sem við þurft-
um upphaflega að greiða úr eigin vasa,“ segir
einn leikmanna, Erna Flygenring, í bókinni.
Íslandsmótið var áfram haldið en að sögn
Sigmundar var uppbygging lítil og illa gekk að
eyða fordómunum; knattspyrna þótti ekki enn
nægilega kvenleg íþrótt. Átti það viðhorf bæði
við um karla og konur. Barna- og unglingastarf
var til dæmis ekkert og meistaraflokksstelp-
urnar látnar mæta afgangi hjá félögunum.
Þetta reyndi Sigmundur á eigin skinni en
hann var um tíma þjálfari kvennaliðs Fram ár-
ið 1974 og gerði það bæði að Íslands- og
Reykjavíkurmeistara innanhúss. „Ég var beð-
inn að halda áfram en gat ekki hugsað mér það
vegna skilnings- og aðstöðuleysis. Það var til
dæmis ekki inni í myndinni að stelpurnar
fengju að æfa á grasi á sumrin.“
Aðeins þrjú lið eftir
Aðvörunarbjöllur hringdu og náðu nýjum og
skerandi hæðum þegar aðeins þrjú lið skráðu
sig til leiks á Íslandsmótinu 1980, FH, Valur
og Breiðablik. Það ár voru skráðir iðkendur á
landinu öllu 45 talsins.
Nú var að duga eða drepast og KSÍ lagði sitt
lóð á vogarskálarnar með því að setja á lagg-
irnar sérstaka kvennanefnd innan sambands-
ins. Það skilaði strax árangri en árið eftir,
1981, fjölgaði þátttökuliðum í átta. Árið eftir
voru þau sex en á móti kom að níu lið léku í ný-
stofnaðri 2. deild. Á þessum tíma var líka lagð-
ur grunnur að yngriflokkastarfi sem byrjaði
fljótlega að blómstra. „Yngriflokkastarfið er
algjört lykilatriði í þessu sambandi og upp úr
þessu átaki kemur kynslóð stelpna sem leit á
fótbolta sem sína aðalíþrótt en notaði hann
ekki bara til að halda sér í formi á sumrin fyrir
handbolta eða aðrar vetraríþróttir. Þarna var í
auknum mæli farið að leggja áherslu á þjálfun
og tækni,“ segir Sigmundur.
Fyrsti landsleikurinn fór fram árið 1981 og
var andstæðingurinn Skotar. Þetta var vináttu-
leikur og Skotar báru sigur úr býtum, 3:2. Liðið
tók í framhaldinu þátt í undankeppni EM 1984
en hlaut aðeins eitt stig og eftir það var ákveðið
að gera hlé á mótsleikjum um tíma meðan
grunnstoðir væru styrktar og liðið gert sam-
keppnisfært. Ísland lék þó áfram vináttuleiki og
fyrsti sigurinn kom gegn Sviss ytra 1985, 2:1, og
svo gegn Færeyjum á Kópavogsvelli 1986, 6:0.
Nú ber að vanda sig!
Önnur bylgja kom upp úr 1990 og átti Vanda
Sigurgeirsdóttir ekki minnstan þátt í henni.
Vanda hafði leikið í Svíþjóð, með Gautaborgar-
liðinu GAIS, undir lok níunda áratugarins og
komst að raun um að hraðinn, leikskilningur-
inn og tæknin var á allt öðru plani en hér
heima.
„Ég fann strax að munurinn á íslenskri og
sænskri knattspyrnu var geysilega mikill, en
sá munur hefur sem betur fer minnkað. Það
var mjög skondið að koma á fyrstu æfinguna.
Ég var þá á sömu nótunum og heima – tók á
móti knettinum í kyrrstöðu og fór þá að líta í
kringum mig og hugsa næsta leik. Þá fann ég
vindsveip geysast framhjá mér – stúlka tók
knöttinn snöggt frá mér. Þetta gerðist í nokk-
ur skipti, þannig að ég sá að það þýddi ekkert
að vera að gaufa með knöttinn – heldur vera
búin að hugsa næsta leik þegar ég fengi knött-
inn og framkvæma aðgerðir strax – áður en
knötturinn yrði hirtur frá mér. Ég áttaði mig á
að ég var mörgum gírum of sein – í allt öðrum
snúningi en hinar stúlkurnar. Ég lærði fljót-
lega að taka á móti knettinum á ferð, horfa upp
áður en ég fékk hann og koma honum strax frá
mér,“ segir Vanda í bókinni.
Að þessari reynslu ásamt ýmsum tækni- og
boltaæfingum bjó Vanda þegar hún kom heim
til að spila með Breiðabliki og þjálfa yngri
flokka félagsins. „Í Svíþjóð voru stúlkurnar
miklu meira með boltann en hér heima. Þar
var átak í gangi sem nefndist: „Vinir boltans!“
sem byggðist upp á því að vera meira með
knöttinn en áður. Heima var maður að hlaupa
úr sér lungun í eltingaleik við knöttinn en í Sví-
þjóð var það hlutverk knattarins að vera á
ferðinni á milli leikmanna. Auðvitað var hlaup-
ið á æfingum í Svíþjóð en það voru skipulagðar
hreyfingar í ákveðnum leikkerfum – gagnlegar
hreyfingar án bolta.“
Fyrirmyndir verða til
Upp úr þessu starfi spruttu leikmenn á borð við
Olgu Færseth, Ásthildi Helgadóttur og Katrínu
Jónsdóttur sem plægðu akurinn fyrir knatt-
spyrnukonur dagsins í dag. Það er gömul saga
og ný að fyrirmyndir skipta sköpum í íþróttum.
Þannig segir Ásthildur frá því í bókinni að
átrúnaðargoð hennar þegar hún var að vaxa úr
grasi hafi allt verið karlar. Nú beri konur mun
oftar á góma í þeirri umræðu, leikmenn eins og
Margréti Láru Viðarsdóttur, Söru Björk Gunn-
arsdóttur og Dagnýju Brynjarsdóttur.
Landsliðið hóf aftur þátttöku í undankeppni
EM árið 1992 og tók stórstígum framförum
undir stjórn Loga Ólafssonar. Liðið hefur ver-
ið með síðan og varð meira að segja á undan
karlaliðinu að tryggja sér sæti á lokamóti EM,
árið 2009. Það afrek var leikið eftir 2013 og
2017. Núna freistar kvennalandsliðið þess að
komast í fyrsta sinn á lokamót HM. Ótrúlegar
framfarir á ekki lengri tíma. Að sama skapi
hefur áhugi landsmanna á liðinu aukist jafnt
og þétt. Þannig fylgdu þrjú þúsund stuðnings-
menn liðinu á HM í Hollandi síðastliðið sumar.
„Það er allt annað að fylgjast með stelpunum
okkar í dag; það er miklu betri stemning og
allt geislar af gleði,“ segir Sigmundur.
Þess má geta að bókarauki er um EM í Hol-
landi og ítarlega rætt við Frey Alexandersson
landsliðsþjálfara.
Getum gert ennþá betur
Aðstaðan hefur snarbatnað með aðgengi kvenna
að gras- og gervigrasvöllum og fjöldi iðkenda
margfaldast og Sigmundur segir framtíð
kvennaknattspyrnu mjög bjarta á Íslandi. Það
megi þó gera ennþá betur. „Við þurfum að efla
leikskilninginn og tæknihliðina. Það vantar ekk-
ert upp á baráttuna hjá landsliðinu, leikmenn
vaða eld og brennistein fyrir liðið, en það er ekki
nóg að vera með duglegasta og líkamlega sterk-
asta liðið og besta varnarliðið. Sú tíð er liðin að
löngu innkasti sé fagnað af innlifun í stúkunni á
Laugardalsvellinum; áhorfendur vilja meira fyr-
ir sinn snúð. Leikmenn íslenska landsliðsins
eiga að vilja vera með boltann en ekki bara elt-
ast við hann. Með þeim hætti munum við kom-
ast ennþá hærra upp heimslistann.“
Spurður hvernig þessu markmiði verði náð
nefnir Sigmundur annað tveggja; fleiri leik-
menn þurfi að komast utan í atvinnumennsku,
þar sem gæðin og samkeppnin sé meiri en á Ís-
landi, eða KSÍ og félögin þurfi að gera ennþá
betur hér heima. Efla íslensku deildina. „Við
þurfum líka að huga vel að kynslóðaskiptum en
margar af okkar bestu leikmönnum undanfarin
ár eru komnar á efri ár í boltanum. Gangi það
eftir eru stelpunum okkar allir vegir færir!“
26.11. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17
Anna Borg leikkona sagði frá því í end-
urminningum sínum að hún vildi feta í
fótspor móður sinnar, Stefaníu Guð-
mundsdóttur, brautryðjanda í danslist.
Þetta kemur fram í bók Sigmundar.
„Það hefur þó tæpast verið móður
minni neitt rífandi fagnaðarefni, þegar ég
á tólfta ári [1915] vildi sjálf gerast braut-
ryðjandi. Vinkonur mínar og ég höfðum
fengið þá ljómandi hugmynd að stofna
knattspyrnufélag. „Fyrsta knattspyrnu-
félag kvenna á Íslandi“ stóð í blöðunum,
því að þetta voru engin smáræðileg tíð-
indi,“ sagði Anna, en hún sagði að æfing-
ar hefðu loks getað hafist eftir mikil
fundahöld um búninga og hún hefði verið
framvörður.
„En smátt og smátt rann móðurinn af
Íslands fyrstu knattspyrnukonum – senni-
lega vegna þess að okkur bárust til eyrna
þau geigvænlegu tíðindi, að maður fengi
stóra fætur af að vera í fótbolta! Og það
var þróun sem
engri okkar leist
á. Hver af annari
duttu knatt-
spyrnukempur
úr leik, og loks
var einn eftir –
markvörður! Fé-
lagið var lagt nið-
ur – knatt-
spyrnuferli
mínum var lokið.
Ég veit það
ekki með vissu, en ekki kæmi mér á óvart
þótt rekja mætti orðróminn um stóru
fæturna til móður minnar. Hún hafði að
vísu aldrei með einu orði látið í ljós van-
þóknun sína á þessari kvenfélags-
starfsemi okkar, en jafnan gætt þess að
ég slægi ekki slöku við dansæfingarnar, og
satt að segja þótti mér miklu skemmti-
legra að dansa en sparka bolta.“
Fengju stóra fætur
Anna Borg leikkona.
Ásthildur Helgadóttir var ekki bara fyr-
irliði og leiðtogi landsliðsins snemma á
þessari öld – hún var einnig óopinber
markaðsstjóri liðsins. Hún átti hug-
myndina að hinni frægu auglýsingu:
Stelpuslagur! sem vakti geysilega athygli
fyrir landsleik Íslands og Ítalíu árið
2001. Í auglýsingunni, sem birtist í
Morgunblaðinu, voru stelpurnar okkar í
bikiníi einu fata.
„Ég fékk þá hugmynd að við sjálfar
létum hanna auglýsingu, til að reyna að
auka áhuga á leiknum. Ég hringdi í Jöra
[Jörund Áka Sveinsson landsliðsþjálf-
ara], sem sagði að þetta væri stórkost-
leg hugmynd og sagði mér að fram-
kvæma hana,“ segir Ásthildur í bókinni.
„Við stúlkurnar ákváðum þá að drífa í
þessu. Ég talaði við þá hjá O’Neill, sem
gáfu okkur bikiní. Þá söfnuðum við sjálf-
ar bikiníi og sundfötum til að klæðast á
auglýsingunni. Það varð allt vitlaust –
feministar urðu brjálaðir. Auglýsingin
vakti athygli og við fengum miklu fleiri
áhorfendur en áður.
Það var ákveðið að halda áfram að
gera auglýsingu fyrir hvern einasta
heimaleik okkar og sá auglýsingastofan
Gott fólk um að hanna auglýsinguna,
eins og auglýsinguna: Stelpuslagur!
Auglýsingagerðin skapaði mikla
stemningu í hópnum fyrir leikina okkar.
Mikil samvinna og léttleiki, sem styrkti
samstöðu. Fengum styrki vegna þeirra
og áhorfendur fjölmenntu á leikina.
Fyrir Spánarleikinn vorum við með
nautabanaþema. Þá hringdi ég í Stefán
Baldursson þjóðleikhússtjóra og spurði
hort það væri möguleiki að fá lánaða
spænska búninga í auglýsingagerðina.
Stefán svaraði strax: „Já, ekkert mál
elskan mín – þið fáið það sem þið þurfið
af búningum.“ Það voru opnaðar allar
kistur fyrir okkur, þannig að við gátum
tínt til hina skrautlegustu búninga.
Þannig voru móttökurnar hjá þeim sem
við leituðum til – fyrir hverja auglýs-
ingu.
[…]
Það vissu allir hverjar við vorum eftir
þessar auglýsingar. Jafnréttisráð hjálpaði
okkur mikið, þegar það skammaði okk-
ur eftir að fyrsta auglýsingin „Stelpu-
slagur“ birtist. Við fundum fyrir miklum
stuðningi frá öllum, sem þjappaði okkur
enn frekar saman.“
Stelpuslagur vakti athygli
Ásthildur Helgadóttir fagnar marki gegn Spánverjum 2002.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti