Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.11.2017, Side 18
VIÐTAL
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.11. 2017
B
jörk Vilhelmsdóttir hefur ekki setið
auðum höndum frá því að hún
sagði skilið við stjórnmálin og
hætti sem borgarfulltrúi fyrir
tveimur árum. Lífið hefur leitt
hana í friðarför til Palestínu og aftur í nám í
sínu fagi, félagsráðgjöf.
„Ég er svo mikill lukkunnar pamfíll og ég
upplifi mig oft sem dekurdýr Drottins. Ég segi
stundum að himnafeðgarnir virðist standa með
mér, það er alveg sama hvað ég tek mér fyrir
hendur; það kemur alltaf eitthvað gott út úr því.
Það er bara þannig í mínu lífi, ég veit aldrei
hvað ég er að fara að gera, það kemur bara eitt-
hvað upp og ég þarf ekki að hafa áhyggjur því
ég er með himnafeðgana með mér. Það er mjög
þægilegt,“ segir Björk sem tekur vel á móti
blaðamanni með arabísku kaffi sem hún flutti
sjálf heim úr síðustu ferð sinni til Palestínu.
Útsýnið yfir borgina er mikið frá stofu-
glugga Bjarkar í Hólahverfi þar sem hún býr
með manni sínum Sveini Rúnari Haukssyni,
lækni og fyrrverandi formanni Félagsins Ís-
land-Palestína. Þegar viðtalið á sér stað er
Björk nýkomin heim af fundi sem siðanefnd
Félagsráðgjafafélagsins hélt um félagsráðgjöf
og pólitík. Hún segir að alþjóðlegu félags-
ráðgjafasamtökin vilji að félagsráðgjafar taki
virkan þátt í stjórnmálum en það er skoðun
sem Björk deilir með þeim. „Þau kalla eftir því
að félagsráðgjafar láti til sín taka í pólitík, hafi
áhrif með umræðu á pólitískar ákvarðanir er
varða jaðarsetta hópa í samfélaginu,“ segir
hún.
Björk er ekki sátt við svarið sem heyrist
stundum: „Við getum ekki tjáð okkur um ein-
stök mál.“ „Við getum tjáð okkur um hvað leið-
ir til stöðu eins og fólk er í sem er í hinu ein-
staka máli,“ segir hún og bætir við að fólk sé
hrætt við að segja of mikið því siðareglurnar
séu stífar. „Við þurfum að þjálfa okkur í því að
tala um hvað leiðir til einhverrar stöðu hjá
fólki því við getum talað um það án þess að tala
um einstök mál.“
Varð að komast úr fari velmegunar
Björk er búin að fara þrisvar sinnum til Palest-
ínu frá því að hún hætti í pólitík. „Ég held að
ég hafi verið búin að hafa það of gott of lengi.
Ég varð að komast úr þessu fari velmegunar
sem ég var í og læra að lifa upp á nýtt við erf-
iðari aðstæður en ég hef búið við. Ég hef lært
alveg gríðarlega mikið af þessu og fengið mik-
ið út úr þessu sjálf.“
Takmark hennar í lífinu er ekki að hafa það
náðugt heldur vill hún láta til sín taka. „Ég var
komin of fjarri þessum rótum. Ég var búin að
missa tengslin sem ég hafði upphaflega með
því að vinna með fólki sem var á jaðrinum þó
ég hafi sjálf ekki verið jaðarsett eins og það,“
segir hún og á við upphaf sitt í ferli í starfi fé-
lagsráðgjafa.
„Félagsráðgjöf er svo mikil forréttindastétt.
Hún byggist á því að þekkja samfélagið og að
vinna með fólki að breytingum. Það fer enginn
til félagsráðgjafa nema hann vilji breyta ein-
hverju til batnaðar í lífi sínu. Það er svo gaman
að vinna með fólki í því að bæta líf þess. Þú ert
alltaf að vinna að einhverju uppbyggilegu.
Fólk vill ekki vera í einhverri stöðu, það vill
ekki vera fátækt eða að fötlunin hafi svona tak-
markandi áhrif. Við erum alltaf að breyta ein-
hverju til hins betra, út á það gengur félags-
ráðgjöf, svolítið eins og pólitík líka. Maður er
að vinna í því að bæta samfélagsstrúktúrinn
þannig að hann mæti þörfum sem flestra. Þeg-
ar ég fór til Palestínu kom í ljós að félags-
ráðgjöfin nýtist vel í að greina aðstæður og
hvað sé hægt að gera til að bæta úr stöðunni.“
Velferðarþjónusta er
fjárfesting í fólki
Björk hefur skýra sýn á samfélagið. Hún vill
„gera samfélagið aðgengilegra þannig að það
takmarki ekki frelsi fólks ef það hefur ein-
hverjar persónulegar hindranir. Við þurfum að
mæta þörfum fólks svo það geti blómstrað eins
og það langar til. Út á það gengur velferðar-
samfélagið“.
Þannig segir hún að félagsráðgjöfin tengist
hagfræðinni. „Öll velferðarþjónusta er fjár-
festing í fólki. Það er miklu hagkvæmara fyrir
samfélagið að fólk blómstri á eigin vegum en
að það festist í viðjum bótakerfis sem bæði
gerir fólk fátækt og hefur mjög mikil áhrif á
heilsufarslega stöðu þess sem hefur aftur sam-
félagslegan kostnað út af heilbrigðisþjónustu.
Við finnum lausnir með fólki sem bæta stöðu
þess og koma í veg fyrir vanda og samfélags-
legan kostnað,“ segir hún.
„Mér finnst algjörlega eðlilegt að fólk fari úr
félagsráðgjöf í pólitík því við höfum verið svo
mikið að rýna samfélagið með einstakling-
unum og hvernig samfélagið hefur hindranir.
Þá fær maður smám saman hugmyndir að því
hverju er hægt að breyta í samfélaginu til að
bæta aðbúnað fólks,“ segir Björk og bætir við
að hún hafi alltaf verið pólitískt þenkjandi.
„Þegar ég hætti fyrir tveimur árum í pólitík-
inni fannst mér ég vera búin að tapa minni eig-
in innri rödd um hvað það væri sem ég þyrfti
að breyta. Maður verður að hafa puttann á
púlsinum.“
Hún var ekki búin að taka ákvörðun um
hvað tæki við þegar hún hætti.
„Það var bara eitt skref í einu,“ segir Björk
sem langaði að fara aftur í félagsráðgjöfina.
Sjálf kláraði hún námið fyrir bráðum 30 árum
og bætti við sig diplóma í opinberri stjórnsýslu
fyrir tíu árum.
„Ég hugsaði með mér að ef ég ætlaði aftur
að fara að vinna sem félagsráðgjafi þyrfti ég að
endurmennta mig þannig að ég ákvað að taka
meistarapróf í félagsráðgjöf til að koma mér
„Ég held að ég hafi verið búin að hafa
það of gott of lengi. Ég varð að komast
úr þessu fari velmegunar sem ég var
persónulega í og læra svolítið að lifa upp
á nýtt við erfiðari aðstæður en ég hef
sjálf búið við,“ segir Björk í viðtalinu.
Morgunblaðið/Eggert
Friðaramma sem vill gefa
fólki tækifæri
Björk Vilhelmsdóttir hætti í stjórnmálum og fór til Palestínu að tína ólífur í sjálfboðavinnu. Hún leitaði aftur í ræturnar og kláraði
meistaranám í félagsráðgjöf þar sem hún rannsakaði sérstaklega stöðu lesblindra, sem hún segir hafa orðið útundan.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is