Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.11.2017, Side 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.11.2017, Side 20
VIÐTAL 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.11. 2017 aftur inn í fræðasamfélagið,“ segir Björk sem er nú útskrifuð úr meistaranáminu. Tíndi ólífur í Palestínu „En fyrst ákvað ég að gera eitthvað fyrir sjálfa mig,“ segir hún en hjá Björk er það ekki að fara freyðibað eða verslunarferð heldur að fara sem sjálfboðaliði til Palestínu. „Ég hafði komið til Palestínu nokkrum sinnum og þekkti hvað aðbúnaður fólks er skertur undir her- námi. Ég vissi að það væri þörf á alþjóðlegri friðarþjónustu á þessu svæði,“ segir hún og minnir á að nú sé liðin hálf öld frá hernáminu stóra í sex daga stríðinu. „Þrjú síðastliðin haust hef ég verið í Palest- ínu og unnið þar með alþjóðlegri friðarþjón- ustu kvenna, International Women Peace Ser- vice, IWPS,“ segir hún en í fyrstu ferðinni dvaldi hún þar í fjóra mánuði, svo í sex vikur og nú síðast í mánuð. „Þetta eru lítil kvennasamtök sem voru stofnuð 2002 í þessu bændasamfélagi í Vestur- bakka Palestínu í Salfit-héraði. Þetta hérað eins og flest héröð í Palestínu verður talsvert fyrir takmörkunum vegna hernámsins,“ segir hún en samtökin starfa með Samræming- arskrifstofa mannúðaraðstoðar Sameinuðu þjóðanna (OCHA). Sjálfboðaliðar IWPS láta OCHA vita af því sem þau verða vitni að. „IWPS hefur starfað mest með bændum sem eiga lönd að landtökubyggðunum eða landtöku- byggðirnar hafa tekið yfir þeirra lönd og þeir eiga ólífutré að jaðrinum. Ólífuframleiðslan er meginframleiðsla Palestínumanna og skiptir þá miklu máli. Hún er langstærsti einstaki þáttur- inn í þjóðarframleiðslu þeirra. Helsta útflutn- ingsvara þeirra er ólífuolía þó að framleiðslan sé mest fyrir innanlandsmarkað. Það skiptir miklu máli fyrir fæðuöryggi samfélagsins að bændur nái að framleiða ólífuolíu því hún er svo mikill hluti af þeirra daglega mataræði,“ segir Björk sem er nú orðin vön ólífutínslukona eftir alla þessar ferðir. Hún segir að Salfit-hérað hafi orðið illa fyrir barðinu á hernáminu og landtökusvæðin séu alltaf að stækka. Hún segir að Ísraelar séu að verða búnir að skipta Vesturbakkanum upp og landökusvæðin hafi jafnframt stækkað mikið í kringum Austur-Jerúsalem. Farartálmarnir séu margir fyrir Palestínumenn og vegum sé oft lokað fyrirvaralaust. „Framtíðarsýn Palestínumanna um að það verði einhvern tímann palestínskt ríki er að verða svo fjarlæg.“ Margar geðþótta- ákvarðanir Björk hafði áður komið til Palestínu en í öðru hlutvekri en nú. „Þetta var algjörlega ný upp- lifun sem mér finnst ótrúlega dýrmætt að hafa fengið. Maður teng- ist vel fólki og sér vel hve mikil áhrif hernámið hef- ur á daglegt líf og ferða- frelsi fólks og hvað það eru miklar takmarkanir á getu fólks til þess að athafna sig. Manni finnst það ótrúleg þraut- seigja að geta búið við þær aðstæður að eiga alltaf yfir höfði sér að þeir loki þorpinu þínu. Geðþóttaákvarðanirnar eru svo margar eins og hvort þú hafir leyfi til að tína ólífurnar þín- ar og í hversu marga daga,“ segir hún en það er staðreynd að Palestínumenn stjórna því ekki hvenær þeir tína sína eigin uppskeru eða hve langan tíma það taki. Mestum takmörkunum háð er að vinna á svæði sem liggur að landtökubyggðum. „Þá þarftu alltaf leyfi. Bændur fá oft ekki leyfi til að plægja og snyrta ólífutrén á vorin og það kemur þá niður á uppskerunni á haustin. Þeg- ar við komum með bændum að tína á haustin eru þeir líka að saga trén til á sama tíma því þeir hafa ekki komist á vorin. Þá er verið að nota örfáa daga til að bæði snyrta og tína. Þess vegna hefur skapast hefð fyrir því að alþjóð- legir friðarsinnar komi til þess að standa með bændum á þessu svæði af því að þeir hafa svo takmarkaðar bjargir,“ segir hún en fáir dagar til uppskeru þýða að það þarf margar hendur til að vinna verkið. Sumstaðar mega bændur ekki fá alþjóðlega sjálfboðaliða með sér á akurinn eins og í bæn- um Kafr Qaddum. „Ísraelsher stjórnar því að þeir mega ekki fá alþjóðlega friðarsinna með sér. Það er bara leyfi fyrir þig og fjölskyldu þína. Þá er þetta hluti af þessum hóprefsing- um,“ segir hún en vikuleg mótmæli eru haldin í bænum vegna mikilla takmarkana á ferða- frelsi. „Eins ef einhver er grunaður um aðild að morði þá er ekki bara viðkomandi fangelsaður eða drepinn heldur er heimili hans og stórfjöl- skyldunnar sprengt upp. Þessar hóprefsingar eru það sem Ísraelar hafa verið gagnrýndir hvað harðast fyrir en það á sér enga stoð í al- þjóðalögum að beita svona geðþóttaákvörð- unum og hóprefsingum gagnvart saklausu fólki.“ Mikilvægt að vera vitni Þó að Björk og félagar hennar í sjálfboðaliða- samtökunum vinni við ólífutínslu er ekki síður hlutverk þeirra að vera vitni að því sem á sér stað. „Oft erum við bara að hjálpa meðan bændurnir eru næst landtökubyggðinni. Landtökumennirnir geta verið að kasta grjóti eða öskra á okkur. Við erum ekki bara að hjálpa að tína heldur erum líka til staðar til að verða vitni að því hvort herinn standi við sam- komulagið um að gæta þess að við fáum að tína þá daga sem er leyfi og líka að fylgjast með hvort ofbeldi á sér stað af hendi landránsfólks- ins. Þú verður að gæta mannréttinda þeirra sem þú hertekur; þeir sem hertaka annað ríki verða að fylgja ákveðnum lögum,“ segir hún. Allir sem fara inn í landið eru spurðir hvað þeir eru að fara að gera. Björk leggur áherslu á að hún sé kristin kona, fer alltaf með kross, og segist vera að fara á Biblíuslóðir, sem hún gerir. Hún leggur nefnilega áherslu á í samtal- inu að þarna sé líka gaman að ferðast, matur- inn sé góður og sögustaðirnir margir, áhuga- verðir og fallegir. Þjálfun gegn ofbeldi „Ef þú segist vera að fara að tína ólífur er þér hent út úr Ísrael og þú færð tíu ára bann. Ef þeir vita að þú sért að fara að vinna með svona hræðilegum samtökum eins og alþjóðlegum friðarkonum þá er þér hent út,“ segir Björk og lýsir því að sjálfboðaliðarnir séu „eiginlega allt svona ömmur“ eins og hún sjálf. Þær fari í gegnum sérstaka þjálfun í því að beita ekki of- beldi af neinu tagi, hvorki líkamlegu né and- legu. „Við förum í tveggja daga þjálfun til að segja ekki „fokk jú“,“ segir hún. „Þeir vita að við er- um að taka myndir þar sem verið er að beita ofbeldi og við segjum frá á samfélagsmiðlum. Það er fyrir þeim ástæða þess að setja fólk í tíu ára bann því þeir vita að þeirra eigin gjörðir þola ekki dags- ins ljós og þeir sem eru vitni og segja frá hvað er að gerast eru hættulegt fólk.“ Hafa samfélagasmiðlarnir áhrif? „BDS- sniðgönguhreyfingunni hefur vaxið fiskur um hrygg á síðasta áratug með tilkomu samfélags- miðlanna. Fólk veit miklu betur hvernig þetta hernámsríki beitir öflugu hervaldi til að koma í veg fyrir sjálfsögð mannréttindi almennra Pal- estínumanna. Það er að flæða undan hernám- inu með samfélagsmiðlum. Það er okkar mark- mið að fólk lifi þarna frjálsu lífi. Mér er alveg sama hvort það verður eitt ríki eða tveggja ríkja lausn, bara að hernáminu ljúki. Við tök- um ekki afstöðu til þess í þessum samtökum. Félagið Ísland-Palestína tekur heldur enga af- stöðu til þess heldur styður við þær ákvarðanir sem Palestínumenn sjálfir taka.“ Hefur þú upplifað þig í hættu á ferðum þín- um í Palestínu? „Já, eins og þegar ég tók þátt í mótmælum í Kafr Qaddum en þar skjóta Ísraelsmenn að fólki gúmmíhúðuðum byssu- kúlum og táragasi,“ segir Björk og segir grjót- kast landnemanna geta verið ógnandi. „Þeir gera svo margt til að koma í veg fyrir uppskeruna. Í ísraelskum lögum sem gilda í Ísrael og á Vesturbakka Palestínu segir að ef bóndi yrkir ekki land sitt í þrjú ár, þá má Ísr- ael taka það yfir og þarf ekkert að borga fyrir það. Maður upplifir sig stundum í hættu því landránsmennirnir eru svo óútreiknanlegir,“ segir hún en það kemur fyrir að sjálfboðaliðum og bændum sé ógnað með hríðskotarifflum af landtökufólkinu. Þá bregðist herinn reyndar oftar en ekki við og reki landtökufólkið á brott þar sem bændurnir hafi skamman tíma til að uppskera. „Stundum stendur herinn með bændunum en svo eru líka endalausar sögur af því þegar herinn gerir það ekki og leyfir landtökufólkinu að komast upp með að spilla uppskerunni. Þetta snýst svo mikið um það að ná að upp- skera til þess að það líði ekki þrjú ár og svæði landránsfólksins stækki ekki,“ segir hún og út- skýrir að margir bændur séu mjög hræddir við landtökufólkið og hverfi auðveldlega af vett- vangi. Rannsakaði lesblint fólk utan skóla og vinnumarkaðar Björk er ekki aðeins upptekin af því að hjálpa palestínskum almenningi en í meistararitgerð sinni beinir hún sjónum sínum að ungu fólki og tækifærum þess, ekki síst ungu lesblindu fólki sem er utan skóla og vinnumarkaðar. „Þegar það er lítið atvinnuleysi eins og núna, þá eru samt fleiri en 600 einstaklingar á aldrinum 16- 30 ára á atvinnuleysisskrá sem bara eru með grunnskólamenntun. Þetta er hópur sem mun ekki eiga neinn séns í samfélaginu nema við bjóðum honum upp á annaðhvort menntun eða vinnu. Ef hann festist á atvinnuleysisbótum á þessum aldri verða þetta bótaþegar um alla framtíð með tilheyrandi heilsubresti. Það er mikill heilsubrestur sem fylgir svona óvirkni. Þetta er þessi hópur sem ég var að skoða í minni meistararitgerð,“ segir Björk sem rann- sakaði sérstaklega lesblindu. „Ég tók viðtal við sjö lesblinda einstaklinga sem hafa orðið algjörlega úti í samfélaginu. Lesblinda er svo stór áhrifaþáttur varðandi vinnu og nám. Við erum ekki að mæta þessum hópi. Hann lendir á atvinnuleysisbótum ef hann á rétt á því, annars fjárhagsaðstoð sveit- arfélagsins og fer síðan á örorkubætur.“ Í nýrri rannsókn Félagsvísindastofnunar voru þeir sem nýlega höfðu fengið örorku vegna geðsjúkdóma og stoðkerfissjúkdóma spurðir út í aðstæður sínar. Í ljós koma að 33% þeirra sem voru undir þrítugu höfðu greinst með lesblindu en til samanburðar eru les- blindir aðeins 3-5% samfélagsins í heild. „Þessi rannsókn segir okkur að þeir sem eru lesblindir og fá ekki þörfum sínum mætt í skólakerfinu fara bara inn í bótakerfið, festast þar og ávinna sér ýmsan heilsubrest. Auðvitað er þetta fólk með ýmsar raskanir en þessar raskanir eru viðráðanlegar ef fólk er í virkni og tekur þátt í samfélaginu. Lesblindan versn- ar ef þú lest aldrei neitt og ert bara heima, ADHD versnar ef þú ert ekki að takast á við neitt sérstakt, félagsfælni versnar ef þú ein- angrar þig og þunglyndi bætist ofan á og eykst með kvíða. Fólk er svo komið á örorku vegna geðsjúkdóma.“ Hún bendir á að 80% ungs fólks sem fer á örorku fær hana vegna geð- sjúkdóma. „Við erum búin að jaðarsetja þenn- an hóp. Þetta er dýrt fyrir samfélagið og ömurlegt fyrir þessa einstaklinga að komast í þessa stöðu því þetta er allt ungt fólk sem á að geta blómstrað í allskonar störfum. Þetta er fólk sem er ekkert að í sjálfu sér. Þetta er fólk sem er komið á örorku vegna geðsjúkdóma því kvíðinn, þunglyndið og félagsfælnin verða óviðráðanleg þegar þú ert búin/n að vera ein/n Björk segir að afleiðingar óvirkni séu það alvarlegar að ráðgjöfum sem vinni við fjárhagsaðstoð beri að vara við þeim. ’Maður tengist vel fólki ogsér vel hve mikil áhrif her-námið hefur á daglegt líf ogferðafrelsi fólks og hvað það eru miklar takmarkanir á getu fólks til þess að athafna sig. Manni finnst það ótrúleg þrautseigja að geta búið við þær aðstæður að eiga alltaf yfir höfði sér að þeir loki þorpinu þínu.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.